Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 38
AF MÚFFUM Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Við lifum á tímum kreppu,skuldavanda og skattahækk-ana. Hins vegar hefur fólk fengið sig fullsatt af endalausri nei- kvæðri umræðu hér á landi og til að sökkva ekki í myrkraholu djúpa finnur fólk sér flest eitthvað upp- byggilegt að gera í staðinn. Sjálfs- bjargarviðleitnin, sjáið til.    Nú er helgi verslunarmannaskollin á og eflaust bróð- urpartur okkar landsmanna þotinn út á land upp í bústað, í tjaldútilegu eða til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð. Ein af ótal hátíðum sem haldnar eru um helgina er „Ein með öllu“ á Ak- ureyri. Akureyringar efna þar til mikillar fjölskylduhátíðar og til að mynda var þemað í fyrra hjarta, sem mér fannst alveg einstaklega krútt- legt. En það var annar viðburður sem mér persónulega fannst vera hápunktur hátíðarinnar, múffubas- arinn „Mömmur og muffins“. Bas- arinn fór fram í Lystigarðinum þar í bæ og vakti gríðarmikla lukku. Margar konur tóku sig til og bökuðu birgðir af múffum í öllum stærðum, gerðum, og regnbogans litum. Á basarnum seldust um 1.000 kökur og ar það er gert í góðgerðartilgangi á meðan orðin sparnaður og nið- urskurður er eitthvað sem maður fær að heyra nánast daglega. Það kom einnig fram í umræddri grein að fulltrúar heilbrigðisyfirvalda reyni að beina matvælaframleiðslu inn í viðurkennd eldhús. En hefur heimabakstur í fjáröflunarskyni fyr- ir t.d. íþróttafélög, skólaferðalög og fleira ekki tíðkast í gegnum tíðina? Þetta er sum sé tæknilega allt bann- að.    Ekki nóg með að veðrið sé grá-myglulegt yfir helgina heldur er samfélagið okkar á góðri leið með að verða grámyglusamfélag með þessu áframhaldi. Eftir að háværar og reiðar raddir hafa tjáð sig um þetta mál á Fésbókinni vona ég fyrir hönd einlægra múffuelskenda og duglegra múffubakara að þetta verði afturkallað og leyft. Það eru þó sáralitlar líkur á því. Múffurnar sem koma og éta þig Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Nammi Múffurnar í fyrra voru heldur betur girnilegar og leiðinlegt að tekið hafi verið fyrir slíkan basar í ár. rann ágóðinn óskiptur til fæðing- ardeildar Sjúkrahússins á Akureyri en þá söfnuðust 400.000 krónur. Því- líkur dugnaður í kökumömmunum!    Það vakti furðu mína við lesturMorgunblaðsins í fyrradag að múffubasarinn verður ekki haldinn í ár. Það er ekki vegna þess að „mömmurnar“ nenni ekki að baka í ár eða af því að basarinn gengi hörmulega í fyrra, þvert á móti. Ástæðan er sú að aðstandendum „Mömmur og muffins“ var tilkynnt af heilbrigðisyfirvöldum að þeim væri ekki heimilt að selja heimabak- aðar kökur á slíkum basar. Ég staldraði við um stund og vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Hreinlætissjónarmið ráða og því var ákveðið að banna þessa gleðilegu samkomu. Hvað er eiginlega að gerast? Er forræðishyggjan að taka öll völd? Af hverju þarf að banna það sem skemmtilegt er? og sérstaklega þeg- »Ekki nóg með aðveðrið sé grámyglu- legt yfir helgina heldur er samfélagið okkar á góðri leið með að verða grámyglusamfélag með þessu áframhaldi Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Þetta er ekkert ósvipað því að kasta sér fyrir björg, að láta sér detta það í hug að bjóða áhorfendum upp á einn leikara uppi á sviði í klukkutíma eða svo,“ segir Elfar Logi Hannesson, stjórnandi einleikjahátíðarinnar Act Alone, eða Leikur einn. Einleikurinn heillar engu að síður þótt hann sé sjaldan leikur einn og aðeins einn leikari á sviðinu, segir Elfar. Þetta leiklistarform býður að sögn Elfars upp á óteljandi möguleika og það kemur fram á einleikjahátíðinni Act Alone, sem er haldin í áttunda skipti á Ísafirði í ár, dagana 12. til 14. ágúst. „Þessi hátíð hefur eiginlega stjórnað sér sjálf, og hefur stöðugt verið að vaxa og dafna með hverju ári,“ en í ár verða átta einleikir settir á svið auk samsafns stuttra einleikja sem Leiklistarhópur Flensborg- arskóla hefur unnið að og sýnir nú afreksturinn. Dans, hjátrú og þroskasaga Fjölbreytilegir möguleikar ein- leiksins enduspeglast í dagskrá Act Alone þetta ár. Til að mynda er þar danssýningin Kyrja sem Ragnheið- ur Bjarnarson leikur, einleikur leik- konunnar Söru M. Oskal, sem er Sami, sem nefnist The Whole Ca- boddle þar sem Sara vinnur úr sagnaarfi Sama og hjátrú og þjóð- sögur eru meðal þema sem skoðuð eru í verkinu. Að lokum má svo nefna sýninguna Jón Sigurðsson sem var frumsýnd á söguslóðum frelsishetjunnar á Hrafnseyri á 200 ára afmælisdegi hans en Elfar er leikari í henni undir leikstjórn Ár- sæls Níelssonar. „Þessi sýning er einmitt eitthvað sem flestir gestir búast alls ekki við því í henni er hvorki fjallað um vér mótmælum öll né fjárkláðamálið sem flestir kann- ast við, heldur fjallar sýningin um mótunarár Jóns sem gerðu hann að þeim mikla baráttumanni sem hann varð.“ Því má segja að hér sé eins- konar þroskasaga Jóns á ferð sem Elfar segir einstaka skemmtun fyrir alla aldurshópa. Augnasamband „gefur kikkið“ Að vera einleikari er síður en svo leikur einn. „Ég held það sé alveg öruggt og óhætt að segja það að ein- leikur er eitt það erfiðasta sem þú getur nokkurn tímann fengist við í leiklistinni.“ Þú kemur þér einn í klípu og einn verður þú að koma þér úr henni. Hver er þá kúnstin við að vera góður einleikari? „Að vera sannur og einlægur auk þess að eiga í nánu sambandi við áhorfendur,“ ályktar Elfar að sé með því mik- ilvægasta. Oftar en ekki verða áhorf- endur mótleikarar þótt þeir fari hvorki með texta né stigi á svið. Bara það að ná augnasambandi „gef- ur eitthvert auka-kikk“. Heillandi leiklistarform Aðgangur á hátíðina er frír og sem stendur eru flest gistipláss á Ísafirði uppbókuð að sögn Elfars þó enn sé laust víðsvegar í nágrenninu. Elfar segir það stefnu hátíðarinnar að aðgangur sé ávallt frír til þess að allir fái tækifæri til að kynnast heillandi leiklistarformi einleiksins. Heillandi einleikur á Ísafirði  Samar, frelsishetjur og dans á Act Alone 12. til 14. ágúst  „Ekkert ósvip- að því að kasta sér fyrir björg“ Samar Sara M. Oskal er Sami og flytur einleikinn The Whole Caboddle þar sem hjátrú, þjóðsögur og sagnaarfur Sama er meðal þema verksins. Einleikur Hér steig á svið rússneska leikkonan Oxana Svojskaja og túlkaði Völuspá en Act Alone berast ávallt fjöldamargar umsóknir erlendis frá og þegar hafa borist fjölmargar umsóknir fyrir komandi hátíð á næsta ári. 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Í kjölfar gríðarlegra vinsælda Hellisbúans sem settur var á svið árið 1999 hefur leiklist- arform einleiksins notið vax- andi vinsælda hérlendis. „Þokkaleg blanda af gamanleik og alvöru“ einkennir einleik á Íslandi að sögn Elfars en einnig hefur verið mikið um að sögu- arfur Íslands sé efniviður ein- leikja. Mr. Skallagrímsson um hinn litríka Egil Skallagrímsson, Brák um fóstru Egils, Gísli Súrs- son um eina mestu hetju Íslend- ingasagna og Jón Sigurðsson, sem verður sýndur á komandi Act Alone, eru dæmi um slíka sögulega einleiki. Sögulegir einleikir FERÐAST UM TÍMANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.