Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 37
Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Verksmiðjan á Hjalteyri í Eyjafirði fyllist af lífi í dag, þegar sýningin Kveldúlfur – sjónsuða veður opnuð. Hjalteyri er 20 kílómetra norðan við Akureyri. Umrædd verksmiðja gengdi eitt sinn hlutverki síldarverksmiðju sem Thórs- ararnir reistu á mettíma á fjórða áratug síðustu aldar og var um tíma stærsta síldarbræðsla í Evrópu. Þetta er samsýning nokkurra ungra listamanna og hönnuða sem flest eiga það sam- eiginlegt að hafa tiltölulega nýlokið listnámi sínu. ,,Flest verkanna eru unnin hérna á staðnum og inn í þetta rými,“ segir Þórgunnur Odds- dóttir, einn þeirra listamanna sem standa að sýningunni. ,,Þetta er rosalega flott rými; þetta er svona eldgömul hrá verksmiðja og hana prýða kaldir, hráir steinveggir og rýmið býður svo mikið upp á það að vinna með það. Þannig að við erum eiginlega öll hérna núna og erum að vinna á staðnum.“ segir Þórgunnur og bætir við að listamennirnir vinni með fjölbreytilega miðla s.s. skúlptúra, innsetningar, myndskeið, teikningar o.s.frv. Staðurinn veitir verkunum innblástur ,,Maður kemst eiginlega ekki hjá því þegar maður vinnur á svona stað að hann hafi einhver áhrif á verkin og að staðurinn og byggingin verði hluti af verkunum. Þetta er allt öðruvísi en að setja upp sýningu í einhverjum hvítum kassa,“ segir Þórgunnur. Sýningin verður opnuð klukkan 15:00 í dag, en í kvöld kemur svo Kveldúlfur í mannskapinn. ,,Þar sem þetta er laugardagur um versl- unarmannahelgi þá ætlum við að hafa gaman í kvöld. Það verða tónlistarmenn að spila hérna og svo verða einhverjir gjörningar í kvöld. Skemmtunin byrjar klukkan 21:00. Það er reyndar dagskrá um verslunarmannahelgina hérna á Hjalteyri sem kallast Sæludagar í sveit- inni þannig að við bætum þessu inn í þá dag- skrá, höfum líf í verksmiðjunni. Við viljum endi- lega fá fólk til að koma hingað á Hjalteyrina þar sem þetta er rosalega skemmtilegur staður og það gaman að vera hérna,“ segir Þórgunnur að lokum. Sýningin stendur frá 30. júlí til 21. ágúst. Kveldúlfur – sjónsuða  Líf og fjör í gömlu síld- arverksmiðjunni á Hjalt- eyri í Eyjafirði sdfasdf Kveldúlfur Þarna sést gamla síldarverksmiðjan en hún var byggð á fjórða áratug síðustu aldar. MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Á morgun, sunnudaginn 31. júlí, munu þau Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarinett- leikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari koma fram á stofutónleikum í húsi skáldsins Halldórs Laxness, Gljúfrasteini. Yfirskrift tónleikanna er Franskt með Leifi, en franskir tónar verða í hávegum hafðir þó svo að nokkrar íslenskar tónmyndir fái að fljóta með í tríói eftir Leif Þórarinsson. Á efnisskránni eru Pagodes úr Estampes fyrir píanó eftir Claude Debussy, Sonatine fyrir flautu og klarinett eftir André Jolivet, Sonate eft- ir Maurice Emmanuel og Largo Y Largo eftir Leif Þór- arinsson. „Þegar við byrjuðum að æfa þetta sáum við að verkin eru uppfull af ljóðrænum myndum og skemmtileg sam- suða sem varð að skemmtilegu frönsku prógrammi. Grím langaði til þess að spila Largo Y Largo eftir Leif Þórarinsson og þannig kom til titillinn Franskt með Leifi,“ segir Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. ,,Við höfum þekkst síðan við störfuðum saman í kammersveitinni Ísafold og við höfum alltaf talað um að gera eitthvað saman og létum af því verða núna. Þetta er eiginlega síðasta tækifærið til þess þar sem Melkorka fékk stöðu í hljómsveit í Japan og er því á leiðinni þangað í haust, Grímur býr í Hollandi og ég bý hérna heima,“ segir Hrönn. Gljúfrasteinn Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Ís- lenska ríkið keypti húsið árið 2002 þegar öld var liðin frá fæðingu skáldsins, og tveimur árum síðar var það opnað almenningi. Frá því að safnið var opnað hefur Gljúfrasteinn stað- ið fyrir ýmsum menningaratburðum. Vikulegir stofu- tónleikar hafa verið haldnir á Gljúfrasteini á hverju sumri frá 2006. Á veturna er boðið upp á fyrirlestra og upplestra í stofunni. ,,Það er alveg yndislegt að vera á þessum stað og í þessu húsi. Laxness spilaði náttúrlega mikið á píanó sjálfur þannig að maður er innan um bækur og nótur sem hann spilaði,“ segir Hrönn. Hún hvetur fólk til þess að koma og slaka á í stofunni á Gljúfrasteini og hlýða á fagra franska tóna. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 á sunnudaginn og aðgangseyrir er 1.000 kr. Franskt með Leifi  Franskir tónar í hávegum hafðir í bland við íslenskar tón- myndir á hinum sögufræga tónleikastað Gljúfrasteini Tónleikar Melkorka Ólafsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir og Grímur Helgason koma fram á tónleikum sem haldnir verða á Gljúfrasteini á morgun kl. 16. Í kvöld leika hjónin Sigurður Ingvi Snorrason klarinettleik- ari og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju. Á efnisskrá verða m.a. dansprelúdíur eftir Lutos- lawski, tilbrigði eftir Carl Maria von Weber ásamt ís- lenskum þjóðlagaútsetningum. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og aðgangur er ókeypis. Á morgun verður helgistund í kirkjunni í Dimmuborgum kl. 14. Um tónlistarflutning sjá Helgi James Þórarinsson saxófónleikari og Sig- urður Ingvi Snorrason, klarinettuleikari í Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Tónleikar Sumartónleikum við Mývatn lýkur Guðsþjónusta í Dimmuborgum Jón Þ. Þór gaf nýverið út bók- ina Sá er maðurinn. Bókin hef- ur að geyma æviágrip 380 karla og kvenna sem áttu þátt í því að móta mannkynssöguna á tímabilinu 1750-2000. Hér er að finna mikinn og aðgengileg- an fróðleik um sögu síðustu 250 ára og fólkið sem setti svip á hana. Framsetning höfundar er skilmerkileg og greinargóð og auðvelt er að finna upplýs- ingar um þá sem um er fjallað. Höfundur bók- arinnar, Jón Þ. Þór, er rannsóknarprófessor við Háskólann á Akureyri. Hann er í hópi afkasta- mestu sagnfræðinga á Íslandi og hefur samið hátt í 40 bækur. Bókmenntir Nýjasta bók Jóns Þ. Þór komin út Jón Þ. Þór Á þriðjudaginn leikur Tríó Blik á tónleikum í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar. Þar verða leiknir söngvar Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Tríóið skipa þær Hanna Dóra Sturludóttir söngkona, Freyja Gunnlaugsdóttir klarin- ettuleikari og Daniela Hlin- kova píanóleikari. Á tónleikunum munu heyr- ast lög eins og Ég veit þú kem- ur, Maja litla, Sólbrúnir vangar og Síldarstúlk- urnar auk laga sem eru minna þekkt. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og aðgangseyrir er 2000 kr. Nánari upplýsingar er að finna á tón- leikavef safnsins lso.is/tonl_i.htm. Tónleikar Óður til Vest- mannaeyja Tríó Blik flytur m.a lög eftir Ása í Bæ Þetta er ekkert ósvipað því að kasta sér fyrir björg. 38 » Hamrahlíðarkórinn er fulltrúi Ís- lands á Aberdeen International Yo- uth Festival sem hófst 27. júlí og stendur yfir til 6. ágúst í Aberdeen á Skotlandi. Er þetta eina alþjóðlega listahátíðin í Evrópu þar sem allir flytjendur eru ungt fólk. Fulltrúar frá 21 þjóð taka þátt í hátíðinni í ár en þetta er í 39. sinn sem hún er haldin. Þátttakendur verða 1.300 talsins. Að sögn Þorgerðar Ingólfsdóttur, stjórnanda kórsins, er hátíðin afar fjölbreytt. Þetta er í þriðja sinn sem Hamrahlíðarkórinn tekur þátt í listahátíðinni, áður 1986 og 2002, og segir Þorgerður það hafa mikið gildi fyrir kórinn. Hún segist vanda valið mikið þegar kemur að því að ákveða hvert kórinn fari í tónleikaferðir og hvernig sé að því staðið. „Þessi ferð út er ekkert sumarfrí í venjulegri hvíldarmerkingu. Þarna erum við að kynna land og þjóð, tónlist okkar og menningu. Við höldum sjö tónleika og eitt námskeið á átta dögum með ólikum efnisskrám eftir því hvort um er að ræða kirkjutónleika eða tón- leika í tónlistarhúsi,“ segir Þorgerð- ur. Hún segir unga fólkið keppast við að gera vel og æfa stíft. „Þetta er ótrúlega spennandi prógramm en það er kröfuhart og strembið.“ Nánari upplýsingar um listahátíð- ina má finna á aiyf.org. diana@mbl.is Skemmti- legt en strembið  Hamrahlíðarkór- inn á alþjóðlegri listahátíð Kór Hamrahlíðarkórinn er staddur á alþjóðlegri listahátíð í Skotlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.