Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 2011 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Fyrir nokkrum árum var mikill kennaraskortur í grunnskólum landsins og var vandinn að hluta til leystur með því að ráða fólk án kennsluréttinda til starfa. Þetta hefur breyst, kennarastöðum hefur fækkað og dæmi eru um að kenn- arar fái ekki kennslustörf. Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, segir að enn sé verið að ganga frá ráðn- ingum í kennarastörf fyrir veturinn og því erfitt að segja nákvæmlega til um hvernig staðan sé. „En við höfum heyrt á þeim, sem hafa misst störfin sín, að það geti verið erfitt að fá kennarastöður.“ Ólafur segir að félagið hafi ekki yfirlit yfir fjölda kennara sem séu án atvinnu. „Hingað til hafa kenn- arar ekki verið margir á atvinnu- leysisskrá; þetta eru eftirsóttir starfskraftar og virðast eiga til- tölulega auðvelt með að fá önnur störf.“ Að sögn Ólafs hefur þeim fækkað sem eru án kennsluréttinda og fást við kennslu. Í skólaskýrslu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2010 kemur fram að leiðbein- endum án kennsluréttinda fækkaði um 45% á árunum 2008-2009. „Þetta þýðir að það eru miklu færri að vinna í skólunum í dag en áður, það þýð- ir að það er miklu meira álag á fólki.“ Ólafur segir að starfsumhverfi grunnskólakenn- ara hafi breyst mikið á undanförnum árum. „Kenn- arar eru miklu tregari að fara úr stöðunum sínum en áður var, þeir halda fast í þær. Svo eru sum sveit- arfélög miklu óvægnari gagnvart starfsfólki sínu en áður. Til dæmis á fólk erfitt með að fá launalaus leyfi og það lætur ýmislegt yfir sig ganga varðandi aðbúnað og starfs- kjör. Það er miklu meira um það að fólk vinni störf sem hingað til hafa ekki verið á verksviði kennara“, segir Ólafur og nefnir í því sam- bandi ýmiss konar gæslu og önnur viðbótarstörf. Hann segir félagið hafa áhyggjur af þessari þróun. „Frá hruni höfum við stanslaust barist við að verja skólakerfið. Það eina sem getur raunverulega minnkað líkurnar á því að við komumst aftur í kreppu er að setja meiri peninga í mennt- un.“ Grunnskólakenn- arar halda sem fastast í störfin sín  Starfskjör kennara hafa víða breyst  Færri leiðbeinendur og álag aukist Ólafur Loftsson Egill Ólafsson egol@mbl.is „Ég hef sótt um norska kennitölu og mun því greiða skatta framvegis í Noregi,“ segir Sigurjón Benedikts- son, tannlæknir á Húsvík. Sigurjón vann sem tannlæknir í Noregi á síð- asta ári, en honum var gert að greiða skatta af séreignarsparnaði óháð þeim tekjum sem hann hafði í Nor- egi þrátt fyrir að það sé tvískött- unarsamningur milli landanna. Við- brögð Sigurjóns við þessu voru að flytja úr landi. Sigurjón hefur til margra ára starfað sem tannlæknir á Húsavík. Hann á enn hlut í tannlæknastofunni en starfar þar ekki lengur. Hann segir að starfsumhverfi tannlækna á Íslandi sé ömurlegt og m.a. þess vegna hafi hann kosið að starfa í Noregi. „Það er tvísköttunarsamningur í gildi milli Íslands og Noregs, en síð- an kom í ljós að það eru einhverjar vinnureglur hjá ríkisskattstjóra sem eru allt öðruvísi en tvísköttunar- samningurinn eins og ég skildi hann. Ég taldi að maður ætti að greiða skatt í því landi þar sem maður vinn- ur. Ég tók því út séreignarsparn- aðinn minn og notaði persónufrá- dráttinn hér heima því ég er íslenskur þegn. Skatturinn virðist hins vegar hafa klippt hann í burtu. Þá sá ég að það er miklu hagstæðara að búa úti í Noregi,“ sagði Sigurjón. Breytt staða í Noregi Sigurjón sagði að fleiri hefðu lenti í sömu stöðu og hann. Það væru líka fleiri sem hefðu tekið sömu ákvörð- un og flúið land. „Ég vil taka fram að Norðmenn voru alveg heilir í því hvernig þeir stóðu við tvískött- unarsamninginn og voru mjög hissa þegar ég sagði þeim frá þessu.“ Sigurjón sagði að það þyrfti tíma, þrek og peninga til að standa í þræt- um við skattinn. Það væri nóg að gera hjá íslenskum lögfræðingum vegna alls kyns mála. „Ég tók því bara þá ákvörðun að borga skattinn og fór svo til Noregs og fékk mér norska kennitölu.“ Sigurjón sagði að Norðmenn væru að gera aukna kröfu til heilbrigðis- starfsfólks sem kæmi til landsins til að vinna. Nú væri krafist að menn kynnu norsku. „Það var nóg að segja að maður talaði dönsku, en það er ekki samþykkt lengur, a.m.k. ekki í mínu fagi.“ Flúði til Noregs undan skattinum  Tannlæknir á Húsavík segist hissa á hvernig ríkisskattstjóri framkvæmir tvísköttunarsamning milli Íslands og Noregs  Hann borgaði skattinn og flutti síðan til Noregs og mun greiða skatta þar Sigurjón Miklu hagstæðara að búa úti í Noregi en hér á Íslandi. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Rétt um vika leið frá því að gamla brúin yfir Múlakvísl fór í miklu hlaupi og þar til ný bráðabirgðabrú var tekin í notkun. „Þetta er mjög spennandi að skoða þetta,“ segir Björgvin Jóhannesson, hótelstjóri Hótels Höfðabrekku í Mýrdal, en rústir gömlu brúarinnar eru orðnar áfangastaður margra ferðamanna sem um svæðið fara. „Fararstjór- arnir [í rútubílunum] taka smá ræðu um það sem gekk á og sýna fólki að- stæður.“ Björgvin segir vegagerðarmenn hafa unnið mjög vel og verið snögga við smíði bráðabirgðabrúar yfir Mú- lakvísl og bókanir meðal ferða- manna að komast í samt horf á ný. „Við erum náttúrlega mjög ánægð með hvað Vegagerðin, brúar- vinnuflokkurinn og allir verktak- ar, sem komu að því að laga brúna á þessum nokkrum dög- um, unnu stórkostlegt verk,“ segir Björgvin og bendir á að yfirlýsing vegamálastjóra þess eðlis að allt að þrjár vikur gæti tekið að laga þjóðveginn hafi verið ógætileg. „Það var mjög skað- legt þegar sú frétt fór út í heim. Auðvitað fælist fólk frá að ferðast til lands þar sem sam- göngur liggja niðri í allt að þrjár vik- ur.“ Björgvin bendir á að mikill fjöldi þeirra erlendra ferðamanna sem til landsins koma hafa í hyggju að ferðast hringinn um landið. Talsverð fjölgun virðist hafa verið á ferðamönnum til landsins í sumar. Má t.a.m. nefna að fjölgun ferða- manna frá Bandaríkjunum nemur um 50 prósentum. Björgvin segir þó þá fjölgun meðal ferðamanna ekki skila sér til landsbyggðar í þeim mæli sem vonast var til. „Flestallir sem ég hef talað við hér á Suður- landi tala um mikla fækkun,“ segir Björgvin og nefnir einnig að Íslend- ingar séu lítið á ferðinni í ár. Að hans mati er fjölgun erlendra ferðamanna fyrst og fremst rakin til fólks sem stoppar í Leifsstöð í fáeina tíma og fer svo áfram í tengiflug. Gamla brúin áningar- staður ferðamanna  Fjölgun ferðamanna skilar sér ekki út á land „Við náttúrlega brugðumst mjög ókvæða við þegar vegamálastjóri lýsti því yfir að það myndi taka tvær til þrjár vikur [að reisa nýja brú],“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Að hennar mati hefði ástandið fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu verið skelfilegt ef ekki hefði verið reist bráðabirgðabrú á skömmum tíma. „Fólk lætur ekkert bjóða sér að fara eitthvað annað,“ segir Erna og bætir við að þeir sem ætla sér að ferðast hringinn sætta sig illa við annað. Aðspurð hvernig sumarið hefur gengið segir Erna flesta í ferða- þjónustunni vera sátta en fjölgun ferðamanna er lítil úti á landi. Hún segir fjölgun meðal ferðamanna inn í landið í júnímánuði hafa aukist um 20 prósent. „Það virðist engin fjölgun vera úti á landi en það virðist vera fjölgun í Reykjavík.“ Brugðust ókvæða við SELFLUTNINGAR SKIPTU SKÖPUM Erna Hauksdóttir Morgunblaðið/Ómar Hengja Erlendir ferðamenn við Múlakvísl virða fyrir sér afleiðingar ógnarkrafts náttúrunnar. Bótaþegum Tryggingastofnunar ríkisins, TR, fækkaði um rúmlega 2.600 á milli áranna 2009 og 2010. Þetta er þvert á svartsýnisspár um sprengju í fjölgun öryrkja í kjölfar kreppu og aukins atvinnuleysis. Skýringar þessar eru af marg- víslegum toga. Árið 2010 voru 61.832 bótaþegar hjá Tryggingastofnun, sem eru 19,4% Íslendinga. Árið á undan voru 20,3% landsmanna á bótum hjá TR. „Eitt af því sem skiptir miklu máli í þessu sambandi er aflétting bankaleyndarinnar árið 2009,“ seg- ir Þorgerður Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri þjónustu- og kynn- ingarsviðs TR. „Auk þess fóru lífeyrissjóðsgreiðslur að hafa áhrif á grunnlífeyri.“ Í ávarpi Sigríðar Lillýjar Bald- ursdóttur, forstjóra TR, á ársfundi stofnunarinnar í vor nefndi hún nokkrar skýringar á þessu. Meðal þeirra eru þau úrræði sem stjórn- völd hafa gripið til í því skyni að tryggja betur endurhæfingu og virkni í kjölfar atvinnumissis og heilsubrests. Atvinnuleysisbóta- tímabil hefur verið lengt og bætur hækkaðar. Einnig nefndi Sigríður Lillý Vinnumálastofnun í þessu sambandi og sagði hana hafa unnið sannkallað þrekvirki við að halda uppi virkni atvinnulausra með ýmsu móti. annalilja@mbl.is Bótaþegum fækkar þvert á allar spár  2.600 færri árið 2010 en 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.