Morgunblaðið - 02.08.2011, Side 2

Morgunblaðið - 02.08.2011, Side 2
Félagsmenn í Fornbílaklúbbi Ís- lands samþykktu tilboð í fasteign klúbbsins við Rafstöðvarveg á fé- lagsfundi hinn 25. júlí síðastliðinn. Í fréttabréfi Fornbílaklúbbsins kemur fram að tilboðið, sem hljóðar upp á 125 milljónir, hefði byrjað í 137 millj- ónum en að ekki hefði verið hægt að ná því hærra. Tilboðið var það eina sem komið hefur en húsið hefur verið skráð hjá þremur fasteignasölum. Samþykkt með meirihluta „Við réðum ekki við þetta lengur,“ segir Þorgeir Kjartansson, formaður stjórnar Fornbílaklúbbs Íslands, um söluna á húsi klúbbsins. Hann segir að húseignin hafi verið þungur baggi á félaginu og að reynt hafi verið að afla styrkja frá hinu opinbera en það hafi ekki gengið eftir. Í fréttabréfi klúbbsins segir að til- boðið hafi verið samþykkt með yf- irgnæfandi meirihluta. Í salnum hafi verið 93 manns, 86 vildu samþykkja tilboðið en fjórir voru mótfallnir. Þrjú atkvæði voru auð og ógild. „Við lögðum upphaflega af stað með eigið fé í þetta og erum að tapa því. Við erum þó að losa okkur undan skuld, ætlum að komast á réttan kjöl og eigum smá-afgang til að koma okkur af stað á ný,“ segir Þorgeir um fjárhag félagsins. Hann segir skiptar skoðanir hafa verið um söluna milli félagsmanna. Þá hafi mikil orka farið í þetta mál sem hafi að einhverju leyti bitnað á starfsemi félagsins. „Dýrmætasta eign félagsins eru fé- lagsmennirnir,“ segir Þorgeir og vonast til að gengið verði frá sölunni um miðjan ágúst. kristel@mbl.is Fornbílaklúbbur- inn selur húsið Morgunblaðið/Ernir Fasteign Fornbílaklúbbur Íslands samþykkti tilboð í hús félagsins.  „Við réðum ekki við þetta lengur“ 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 Á MANN VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTI Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Fjöldi umsókna íslenskra hjúkrunarfræðinga um leyfi til starfa í Noregi hefur sautjánfaldast frá því árið 2008. Ef marka má viðtal Morgunblaðsins við nokkra hjúkrunarfræðinga má ætla að þessi ásókn sé ekki að fara að minnka. „Á slysó þar sem ég er að vinna hafa allir hjúkrunarfræðingarnir farið í svona stutta vinnutúra og þénað kannski um hálfa milljón á 7 til 10 dögum,“ segir Lilja Bolladóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur sótt um leyfi til starfa í Noregi. Ofan á launin er flugið borgað undir hjúkrunarfræðingana og þeim útveguð gistiaðstaða sem þó er sjaldnast mjög vegleg. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkr- unarfræðinga, játar að mikið sé um þetta en segir erfitt að hafa yfirsýn yfir málið. Hún vildi þó bæta við að þótt launin væru vissulega hærri væri það ekki aðalmálið. „Ég hef spurt þau sem hafa þénað svona mikið í stuttum ferðum og þá hefur komið í ljós að þau hafa verið að vinna tvöfaldar vaktir dag eftir dag, jafnvel alla daga vinnunnar. Ef þau fengju að vinna svona hér á landi myndu þau fá svipuð laun, kannski aðeins lægri en ekki mikið. Það má líkja þessu við vertíð; þú ferð ekki í ræktina eða á kóræf- ingu, þú bara vinnur og vinnur og svo ferðu að sofa á beddanum. Slíkt gerir fólk ekki til langs tíma litið. En við vitum af því að það er gríð- arleg undiralda. Það er búið að vera mikið álag á hjúkrunarfræðing- um og ekkert sem bendir til þess að það verði minna í framtíðinni, þessi óvissa um hlutina hér á Íslandi hefur áhrif, hún er óvið- unandi,“ segir Elsa. Þræla sér út í Noregi  „Eins og á vertíð,“ segir Elsa Friðfinnsdóttir  Hjúkrunarfræðingar þéna mikið í Noregi fyrir mikla vinnu  Óvissan og álagið hér heima óviðunandi Að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns fé- lags hjúkrunarfræðinga skapar óvissan hér á landi mjög mikil óþægindi. „Það er búið að vera að breyta deildum úr sólarhrings- deildum í fimm daga deildir og jafnvel dag- deildir sem þýðir mikla launalækkun þrátt fyrir áframhaldandi álag,“ segir Elsa. „Það er óvissa sem ríkir í geiranum ofaná álagið og þetta gerir engum gott. Fólk getur búist við því að tilkynnt sé með stuttum fyr- irvara um lokanir og breytingar á opnunartíma. Fólk er orðið mjög þreytt á þessu.“ Óvissan HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Elsa Björk Friðfinnsdóttir María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Dauðinn er hafinn, varpið fór mánuði of seint af stað á Snæfells- nesi í ár,“ segir Freydís Vigfús- dóttir doktorsnemi sem hefur rannsakað kríuvarp á Snæfellsnesi frá árinu 2008 og að auki á Mel- rakkasléttu í sumar. „Kríurnar voru lítið árásar- gjarnar og vörpin voru gisin. Ung- arnir eru að drepast þessa dagana, litlir ungar sem lifa enn eiga mjög lítinn séns. Þeir munu líklega ekki ná fullum þroska og drepast úr hor áður en kríurnar leggja af stað í för á vetrarstöðvar upp úr miðjum ágúst,“ segir Freydís. Afleiðingar fyrir stofninn í heild Freydís segir ástandið búið að vera viðvarandi í sjö ár í röð á Suður- og Vesturlandi en á Mel- rakkasléttu hafi það byrjað fyrir tveimur árum að sögn heima- manna. „Þegar svona lítil fram- leiðsla er mörg ár í röð verður framleiðnin lítil næstu ár og það getur haft slæmar afleiðingar fyrir stofninn í heild til lengri tíma lit- ið,“ segir Freydís. „Það versta er að vera ekki með viðmiðunarmæl- ingar þegar varpið var gott. Raun- verulega vitum við ekki hversu al- varlegt ástandið er vegna þess að mælingar frá góðum árum eru af mjög skornum skammti hérlendis.“ Vandamál hafsins „Þetta er ekkert sérstakt vanda- mál kríunnar eða lundans heldur endurspegla sjófuglar stærra vandamál í hafinu,“ segir Freydís. Hún segir niðurstöður verkefnisins kalla á frekari rannsóknir og að ýtarlegri fjölstofna-rannsóknir vanti með tengingu fuglanna við hafrænu þættina. Taka þurfi vandamálið þéttari tökum og sam- hæfa vinnubrögð mismunandi verkefna. „Greinin hefur verið fjársvelt og fé vantar í yfirgripsmeiri verkefni. Vanda- málið á Íslandi hefur alþjóðlegt vægi þar sem við hýsum stóran hluta margra sjó- fuglastofna,“ segir Frey- dís. Drepast úr hor áður en kríurnar fljúga burt  Sjöunda árið sem kríuvarp mistekst  Mánuði of seint Morgunblaðið/Ómar Kríuvarp Ástæða er til að hafa áhyggjur af kríustofninum ef kríuvarp helst óbreytt á næstu árum. „Ef þetta heldur svona áfram í mörg ár til viðbótar þá fer þetta aðeins á einn veg en þetta er sjö- unda árið í röð sem varpárangur er lakur á Suður- og Vesturlandi. Ef lítil eða engin ungafram- leiðsla verður í mjög mörg ár til viðbótar og engin endurnýjun þá fer ekki vel fyrir þessum stofn- um. Það er fjöldi fugla sem reiðir sig á sömu fæðu og krían, t.d. bjargfuglar og ýmsar mávateg- undir. Ástandið er ekki einfalt eða einhlítt í einni tegund. Fuglar í vörpum á Mel- rakkasléttu, þar sem kríuungar lifðu af, höfðu gjarnan aðgang að fersk- vötnum með hornsílum,“ segir Freydís Vigfús- dóttir. Komust í aðra fæðu FUGLALÍF Freydís Vigfúsdóttir líffræðingur Umferð gekk að mestu leyti stór- slysalaust fyrir sig um helgina. Þó valt bíll á veginum við Laugarvatn síðdegis í gær. Karl og kona slös- uðust og voru flutt með þyrlu Land- helgisgæslunnar til Reykjavíkur. Þá myndaðist umferðaröngþveiti í Norðfjarðargöngum að kvöldi laugardagsins þegar tveir flutn- ingabílar fóru inn í einbreið göngin að sunnanverðu og stífluðu þau. Bíll valt við Laugarvatn Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á leið norður frá Egilsstöðum síðdegis í gær eftir unglingalandsmót UMFÍ. Töluverð umferð var á Austfjörðum um helgina að sögn lögreglunnar á Eg- ilsstöðum og nokkuð um hrað- akstur. Miðað við þunga gekk um- ferðin vel að mestu leyti um allt land. Nær stöðugur straumur lá til höfuðborgarinnar í allan gærdag. Nokkrir óku of hratt af landsmótinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.