Morgunblaðið - 02.08.2011, Side 6

Morgunblaðið - 02.08.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 Ljósmynd/Landhelgisgæslan Björgun Mörg ung börn urðu fyrir vökvaskorti en ástand á fólki var gott. María Elísabet Pallé mep@mbl.is Áhöfn Ægis, varðskips Landhelgis- gæslunnar, bjargaði á laugardag 58 flóttamönnum sem skildir höfðu ver- ið eftir á Rado- pos-skaga á Krít. Í hópnum voru 30 karlmenn, 16 konur, þar af tvær ófrískar og tólf börn, allt nið- ur í ársgömul. „Meðlimir áhafn- arinnar fóru með gúmmíbát upp að fjörunni og ferj- uðu með honum fólkið upp í annan hraðskeiðari bát sem fór með fólkið um borð í skipið,“ segir Einar Valsson skipsherra á varðskipinu Ægi. Einar segir að einum flóttamanni hafi tekist að hringja eftir hjálp en fólkið vissi ekki hvar það var statt. Það hafi ekki séð til mannabyggð- ar og um 14 tíma tók að finna fólkið. Flóttamennirnir sem eru frá Afgan- istan og Sýrlandi höfðu verið skildir eftir en ástæða þess er ekki ljós. Í hópnum voru mörg ung börn og tvær óléttar konur. „Þetta er ekki svo erf- ið vinna því hún er svo gefandi. Þeg- ar svona vel gengur og við lendum í björgunaraðgerðum sem takast 100% vel þá vegur það alveg á móti erfiðleikunum,“ segir Einar en öll 18 manna áhöfnin tók þátt í björguninni sem tók aðeins 1½ klukkustund frá því að fólkið fannst. „Fólkið varð fyr- ir vökvaskorti en annars var það í góðu ástandi miðað við þær aðstæð- ur sem það hafði verið í og þakklæti skein úr hverju andliti,“ segir Einar. Í samvinnu við landamæra- stofnun Evrópusambandsins Áhöfn Ægis hefur tekið þátt í nokkrum aðgerðum í sumar og líka síðasta sumar en hefur ekki komið að björgun með þessum hætti áður þar sem fólki er bjargað úr fjöru en ekki af sjó. Landhelgisgæslan tekur þátt í samvinnuverkefni með landamæra- stofnun Evrópusambandsins. Full- trúar þeirra og grísk yfirvöld tóku á móti flóttamannahópnum og flutti það til Souda á Krít. Landhelgisgæslan bjargar 58 manns  Flóttamenn frá Afganistan og Sýrlandi voru skildir eftir í fjöru á Krít  Leitin tók um 14 tíma  Í hópnum voru 16 konur og 12 börn, allt niður í ársgömul  Þakklæti skein úr hverju andliti Vel heppnað » 58 flóttamenn höfðu verið skildir eftir á Radopos-skaga á Krít. » Það tók 18 manna áhöfn Ægis um 1½ klukkustund að ferja fólkið úr landi yfir í skip. » Ægir er við gæslustörf á Miðjarðarhafi á vegum ESB. Einar Valsson BAKSVIÐ Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Að venju voru margir á faraldsfæti um verslunarmannahelgina. Skipu- lögð hátíðarhöld voru víða um land og gengu þau að mestu leyti vel. Fjölmennt var á fjölskylduhátíðinni „Einni með öllu“ á Akureyri. Um 10 til 12 þúsund manns voru saman komin á lokatónleikum hátíðarinnar í miðbæ Akureyrar á sunnudags- kvöldið. Þar stigu meðal annars á svið hljómsveitirnar Jón Jónsson og Dikta auk Helga Björns og Reið- manna vindanna. Að tónleikunum loknum var glæsileg flugeldasýning við Pollinn. Í Vestmannaeyjum gengu hátíðar- höld nokkuð vel. Veðrið setti þó strik í reikninginn en það rigndi allhressi- lega á Þjóðhátíðargesti nær alla helgina. En þrátt fyrir stormviðvör- un á sunnudaginn streymdi fólk til Eyja alveg fram á kvöldið en talið er að þá hafi um 14 þúsund manns verið saman komin í Herjólfsdal. Á Siglufirði var síldarævintýrisins minnst með samnefndri hátíð. Talið er að rúmlega 6.000 gestir hafi komið á hátíðina. Þá lagði skemmtiferða- skipið Minerra að bryggju á laug- ardaginn og um 350 farþegar af skip- inu spókuðu sig um Siglufjörð. Hlýtt var í veðri þó að nokkrir regndropar hafi fallið af himnum ofan eins og raunin var um næstum allt land. Nokkur þúsund manns voru sam- an komin á Flúðum um helgina og voru tjaldstæði þar þétt skipuð. Á Flúðum fór meðal annars fram hin árlega heimsmeistarakeppni í trakt- oraralli þar sem keppt er á traktor- um undir 50 hestöflum. Hér hafa aðeins verið nefndir nokkrir af þeim fjölmörgu skipu- lögðu viðburðum sem voru haldnir um helgina. Er margt óupptalið svo sem hinn árlegi Mýrarbolti á Ísa- firði, Neistaflug í Neskaupstað og SÁÁ-hátíðin Edrú 2011. Þá var Inni- púkinn haldinn í Reykjavík. Skiptust á skin og skúrir  Hátíðarhöld fóru að mestu vel fram um verslunarmannahelgina  Um 14 þúsund manns voru á sunnudagskvöldið í Herjólfsdal þrátt fyrir slæmt veður Ljósmynd/Sigurjón Ragnar Í stuði Egill Ólafsson söng þekktustu lög Stuðmanna við undirleik hljómsveitarinnar Buffs í Vestmannaeyjum við mjög góðar undirtektir hátíðargestanna. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Flúðir Ölvir Karl Emilsson bar sigur úr býtum á heimsmeistaramótinu í traktoraralli. Þetta var í sjöunda sinn sem hann vinnur titilinn. Tvær nauðganir hafa verið kærðar til lögreglu eftir helgina í Vest- mannaeyjum. Lögregla handtók í kjölfarið karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa nauðgað konu við salernisaðstöðu í Herjólfsdal. Lögreglan á Akureyri hafði af- skipti af tveimur minniháttar lík- amsárásarmálum aðfaranótt mánu- dags. Þá var einn handtekinn eftir stórfelda líkamsárás á Flúðum. Hann lamdi annan mann með flösku í andlitið. Sá er varð fyrir árásinni var fluttur til aðhlynn- ingar á heilsugæslu en reyndist ekki alvarlega slasaður. Lögregla þurfti sömuleiðis að hafa afskipti af fjölmörgum haugdrukknum ein- staklingum en eins og við var að búast var mikill erill hjá lögregl- unni um allt land. Nokkur of- beldismál rannsökuð  Tíðni ofbeldis svipuð og fyrri ár Lítil umferð á há- lendinu um helgina Viku Kanturinn gaf sig undan jeppanum. Umferðin var róleg á hálendinu yf- ir verslunarmannahelgina að sögn hálendisvaktar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Minni umferð var á hálendinu en undanfarnar verslunarmannahelg- ar og talið er að blautt og kalt veð- ur hafi átt sinn þátt í því. Björg- unarsveitirnar eru til taks í tæpa tvo mánuði á hverju sumri á fjórum stöðum á hálendinu, Kjalvegi, að Fjallabaki, á Sprengisandsleið og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Á meðfylgjandi mynd er Björg- unarsveitin Núpar frá Kópaskeri að aðstoða ítölsk hjón sem höfðu verið að víkja fyrir bíl og kanturinn gaf sig með þeim afleiðingum að aftur- endi bílsins féll niður og rann á stóran hraunhnullung sem varnaði því að bílinn ylti alveg á hliðina. mep@mbl.is 10-12 þúsund manns voru í miðbæ Akureyrar á sunnudagskvöldið 14 þúsund voru saman komin í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum 6 þúsund manns voru á Síldaræv- intýrinu á Siglufirði 9 skipulagðar stórhátíðir voru haldn- ar víðs vegar um landið um helgina ‹ HELGIN Í TÖLUM › »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.