Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.2011, Blaðsíða 12
STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Við erum að fá lúsuga fiska og það er óvenjulega mikið af þeim miðað við árstíma. Það sýnir hvað göng- urnar eru seinar,“ segir Andrés Eyj- ólfsson, leiðsögumaður í Þverá og Kjarrá, og bætir við að í fyrradag hafi til að mynda veiðst lúsugur lax á Gilsbakkaeyrum í Kjarrá, en þá er fiskurinn kominn langleiðina inn á Arnarvatnsheiði. Andrés segir vatnið heldur minnkandi en fyrir fjórum dögum var áin kolmórauð eftir mikl- ar rigningar. Í síðustu viku veiddust rúmlega 250 laxar í Þverá og Kjarrá og segir Andrés aðeins hafa dregið úr síðustu daga, en í gær höfðu um 1.220 laxar verið færðir til bókar. „Síðasta holl í Kjarrá fékk reyndar 113 á þremur dögum, sem var alveg prýðilegt, en nú hafa veiðst um 30 laxar á hvoru svæði á síðustu tveim- ur dögum,“ segir hann og bætir við að í hverju holli veiðist nokkuð af stórlaxi, frá 80 cm upp í rúmlega 90. Stórstreymt er í dag og hafa laxagöngur víð- ast hvar verið góðar síðustu daga. Árni Friðleifsson, umsjón- armaður við Laxá í Dölum, sagði í gær að þar biðu menn reyndar enn eftir stóru göngunni en fínt vatn er í ánni. „Laxinn sem kemur inn gengur hratt upp ána, við vorum að fá lúsuga fiska innst í Svartafossi,“ sagði Árni í gær og bætti við að síðasta holl hefði fengið 30 laxa á stangirnar sex. Tæp- lega 100 laxar hafa veiðst í Laxá sem er umtalsvert minna en í fyrra, er 400 höfðu veiðst á sama tíma. „Það er frábær veiði hér í Breið- dalsá,“ sagði Þröstur Elliðason í gær en sjá má í rafrænu veiðibókinni á vef hans, Strengir.is, að nær 400 laxar höfðu þá veiðst, og margir vænir þar á meðal. Þá hafa um 150 veiðst í Jöklu, sem Þröstur er líka hæst- ánægður með, en hann segir að veið- in byggist enn á tveggja ára laxi eins og annars staðar á Austurlandi. Um 100 laxar hafa veiðst í Hrúta- fjarðará en í rigningu síðustu daga komur góður kippur í veiðina og fékk síðasta holl 17 laxa. Óvenjumargir lúsugir miðað við árstíma  Laxagöngurnar seinar í ár  „Frábær veiði“ í Breiðdal Þorkell Þorkelsson ljósmyndari styrkir Sóm- alíusöfnun Rauða kross Íslands með því að bjóða til sölu 17 ljósmyndir sem teknar voru í Búrma árið 2004 og voru á sýningu í Gerð- arsafni fyrr á þessu ári. Allur ágóði af sölunni rennur óskipt- ur til söfnunar- innar. Mynd- irnar eru unnar á besta fáan- legan pappír og rammaðar inn í vandaðan svartan ramma. Stærð mynda er um 75x75 cm og kostar hver þeirra 100.000 kr. Hægt er að sjá myndirnar á Facebook- síðu hans, Thorkell Thorkelsson. Selur ljósmyndir til styrktar Sómalíu 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 Landsins mesta úrval af laxa- og silungaflugum Frí flugubox Krókar fylgja öllum túpum www.frances.is Heimsþekktar flugur atvinnumanna          Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Keppni á heimsmeistaramóti ís- lenska hestsins hefst í Austurríki í dag. „Staðan er góð, æfingar hafa farið rólega af stað eftir langt ferðalag. En það er góð stemmning í hópnum og allt bendir til þess að þetta verði gott mót,“ segir Einar Öder Magnússon, landsliðseinvald- ur sem er staddur í Austurríki. Hann segir þó ekkert vera gefið í þessum efnum og halda verði fast í taumana. „Við urðum reyndar fyrir því óhappi að einn hestur heltist á æfingu og mun því ekki taka þátt í kepninni,“ segir Einar en þar á hann við gæðinginn Baltasar. Það sé leiðindamissir en miklar vonir hefðu verið bundnar við umræddan hest en hann hreppti silfur í sam- anlögðum greinum á síðasta heims- meistaramóti. Einar segir íslensku keppend- urna eiga góða möguleika í keppni í slaktaumatölti sem fer fram í dag. Þau Rúna Einarsdóttir og Eyjólfur Þorsteinsson eru talin nokkuð sig- urstrangleg. „Ef það gengur vel í fyrstu keppnisgrein þá mun það hafa áhrif á allt framhaldið,“ segir Einar. Því sé allt kapp lagt á að ná góðri byrjun. Í gær fóru fram bygg- ingadómar. Einar segir íslenska lið- ið hafa staðið sig vel þar. „Hest- arnir stóðu allir í einkunn nema einn og jafnvel hækkuðu sumir.“ Stefnir í gott mót hjá landsliðinu  Gengur vel þrátt fyrir óhapp Ljósmynd/Hilda Karen Garðarsdóttir Hestamenn Keppni á heimsmeistaramóti íslenska hestsins hefst í Austur- ríki í dag. Hér má sjá hópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á mótinu. Álfheiður Ingadóttir, for- maður viðskiptanefndar Al- þingis, segir ekki ástæðu til að boða til fundar nefndar- innar fyrr en sumarfríum ljúki. „Nei, það verða fundir eins og boðað hefur verið. Ég held að það sé eftir 10. ágúst. Við það verður staðið í öllum nefndum þingsins. Það er ekkert á döfinni að halda neinn aukafund,“ segir Álfheiður. „Forseti þingsins hefur hvatt til þess að sumarleyfi þingsins verði ekki truflað nema mjög mikið liggi við og að hlutir geti ekki beðið. Ég held að fundir um þetta efni geti beðið að skaðlausu. Ég held að það sé ekkert tap stað- fest og málinu sé ekki lokið. Þingið og fjár- laganefnd mun fjalla um það þegar þar að kem- ur. Menn verða líka að horfa til þess að bótasjóðum Sjóvá var nánast stolið á sínum tíma og það var úr vöndu að ráða fyrir stjórn- völd þegar það var ljóst. Ég hygg að allir hafi verið sammála um að það þyrfti að tryggja bótasjóðinn. Hvað uppgjörið varðar þá kemur það til skoðunar í þinginu þegar þar að kemur. Fyrst og fremst í fjárlaganefnd en líka í við- skiptanefnd og í þingsal. Það hefði þýtt gríð- arlegt tap fyrir alla tryggingataka hjá Sjóvá ef ríkið hefði ekki gripið inní,“ segir Álfheiður. Álfheiður hafnar fundi  Verður ekki við kröfu Guðlaugs Þórs um aukafund í viðskiptanefnd  Ekkert tap staðfest og málinu ekki lokið  Bótasjóðunum var stolið Enginn aukafundur » Forseti þingsins hefur hvatt til þess að sumarleyfi séu ekki trufluð nema mjög mikið liggi við. » Fjárlaganefnd, viðskiptanefnd og þingið mun fjalla um málið þegar þar að kemur. Álfheiður Ingadóttir „Nú small allt, vaxandi straumur, veðrabreyting og laxagengd; ég hef ekki upplifað betri veiði í Straumfjarðará,“ sagði Ástþór Jóhannsson leigutaki í gær. Eftir viðvarandi þurrka og vatnsleysi síðustu sumur hefur rignt vel á Snæfellsnesi sunnanverðu síðustu daga og veið- in hefur verið eftir því. Fyrir viku höfðu 92 laxar verið færðir til bókar en í hléinu í gær voru þeir orðnir 225. Vikan gaf því 133 laxa á einungis fjórar stangir. „Holl sem var í þrjá og hálfan dag fékk 72 laxa og tveir voru yfir 90 cm. Í þurrkunum í fyrra fékk þetta fólk bara fimm eða sex. Þau hafa því séð ána í sínum versta og allra besta ham,“ sagði Ást- þór. Holl sem lauk veiðum í gær fékk 32 á tveimur dögum. Áin í sínum allra besta ham Í STRAUMFJARÐARÁ VEIDDUST 133 LAXAR Í VIKUNNI Erlingur Hjalte- sted með lax í Breiðdalsá. Skammt í löndun Erlendur veiðimaður togast á við stórlax á veiðistaðnum Fossárgrjótum í Jöklu á Fagradal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.