Morgunblaðið - 02.08.2011, Síða 29

Morgunblaðið - 02.08.2011, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2011 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Bókin Árstíðirnar í garðinum - handhægur leiðarvísir fyrir ræktendur eftir Vilmund Kip Hansen, garðyrkju- og þjóðfræðing, er komin út. Útgefandi er Sumarhúsið og garðurinn og er bókin fimmta bókin í bókaflokknum Við ræktum. Árið 2005 gaf sama forlag út hefti sem var að stórum hluta eftir Vilmund og hét Garðurinn allt árið en það er nú uppselt. „Sú hugmynd kviknaði að gera nýja bók í svipuðum stíl og út- koman er Árstíðirnar í garðinum sem er mun stærri og fjölbreyttari bók en sú fyrri og í raun allt önnur bók,“ segir Vilmundur. „Í nýju bókinni eru fjórir meginkaflar sem tengjast árstíðunum fjórum og innan hvers meginkafla eru styttri kaflar þar sem fjallað er um þau verk sem vinna þarf í garðinum á hverj- um árstíma. Þarna eru meðal annars lýsingar á því hvernig á að sá sumarblómum og fjallað er um sumarblómin hvert og eitt, þeim lýst og sagt frá umhirðu þeirra. Fjallað er um haust- og vorlauka og meðferð þeirra. Í bókinni eru líka stórir kaflar um lauftré, barrtré og skraut- runna og sagt frá nýjum tegundum hér á landi sem ekki hefur verið sagt frá í íslenskri garð- yrkjubók áður. Auk lýsinga og ræktunarleið- beininga er sagt frá því hvernig margar plöntur hafa verið nýttar í gegnum aldirnar, hvort sem er sem viður í hljóðfæri, verkjastillandi fyrir tannverk eða til að stemma niðurgang. Þrátt fyrir að stærstur hluti bókarinnar fjalli um garðplöntur og ræktun þeirra er þar einnig að finna leiðbeiningar um hellulagnir, tjarn- argerð og umgengni við garðálfa. Í einum kafla er fjallar um tunglið og sáningu, en það er göm- ul hugmynd að alltaf eigi að sá á rísandi tungli og sérstakur kafli er um sveppi og nýtingu þeirra,“ segir Vilmundur. Garðar færa hamingju Nokkurt þjóðfræðiívaf er í bókinni enda er Vilmundur þjóðfræðingur að mennt. Til dæmis er sagt frá því hvort jurtirnar sem fjallað er um séu lækningajurtir eða hvort þær hafi verið notaðar í litun. Bókin er ríkulega myndskreytt en Páll Jök- ull Pétursson er höfundur myndanna. „Páll á líklega stærsta plöntumyndasafn landsins og er frábær ljósmyndari,“ segir Vilmundur. „Hann tók þó nokkuð mikið af myndum sérstaklega fyrir bókina en við nutum líka rækilega þess hversu margar myndir hann á í safni sínu. Auð- ur Ottesen sem gefur bókina út ásamt Páli á líka heiður skilið fyrir sitt framlag en hún var óþreytandi og stundum afar þreytandi við að koma með nýjar hugmyndir og gefa góð ráð fram á síðustu stundu.“ Vilmundur er spurður hvort það séu einhver sérstök mistök sem fólk geri í sambandi við garðinn sinn. „Já já, en ekkert hættulegt. Oft vökvar fólk ekki, en þegar vökvað er er ekki nóg að dreifa vatni hingað og þangað heldur verður að bleyta nokkuð vel því annars gufar rakinn upp og kemur engum að gagni, nema háloftunum. Fólk er líka of feimið við að klippa, sérstaklega limgerði, halda því niðri og snyrta það svo það verði fallegra. Að mínu mati er fólk líka allt of pirrað út í mosann í garðinum. Hann getur að vísu verið pirrandi í grasflötinni en persónulega þykir mér hann fallegur á grjóti og gangstéttarhellum. Garðeigendur eiga líka að sýna sóma sinn í því að vera með safnhaug og ekki fjarlægja neitt úr garðinum að óþörfu. Góður safnhaugur er gulls ígildi. Það hefur margsýnt sig að fallegir garðar færa fólki hamingju og sálarró og það er nokk- urn veginn sama hvar græn svæði eru, fólk sækir í þau. Það er einhver galdur í græna litn- um sem róar fólk og svo finnst því ilmurinn af laufinu þægilegur. Við sjáum bara hvernig fólk umbreytist þegar það fer upp í sumarbústað. Stressað fólk verður afslappað og mestu fól verða að yndisfólki.“ Ókeypis ráð á Fésbókinni Vilmundur er lærður garðyrkjufræðingur og segist hafa mikla ánægju af þeirri vinnu. „Ég hef fengist við ýmislegt um ævina, en það er eiginlega alveg sama hvað ég hef gert, alltaf hef ég farið aftur í þennan geira. Um tíma stundaði ég kennslu og hún endaði með því að ég skrifaði leiðbeiningarbækling um ræktun fyrir Skóg- ræktarfélag Íslands, sem kennarar og nem- endur geta nýtt sér.“ Auk þess að skrifa bækur um garðyrkju hef- ur Vilmundur skrifað um hana í blöð og tímarit og á árum áður hélt hann úti vikulegum garð- yrkjupistlum í DV. „Núna er ég með síðu á Fésbókinni sem heitir Ræktaðu garðinn þinn. Þar veiti ég fólki ókeypis garðyrkjuráðgjöf. Fólk sendir mér spurningar og ég svara þeim. Um 5600 manns eru skráðir meðlimir á þeirri síðu og sem betur fer eru ekki allir að senda mér spurningar í einu. Ég er búinn að halda síðunni úti í tvö og hálft ár og þar er afar fjör- ugur umræðugrundvöllur um garðyrkju og plöntur.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vilmundur „Það er einhver galdur í græna litnum sem róar fólk og svo finnst því ilmurinn af laufinu þægilegur,“ segir garðyrkju- og þjóðfræðingurinn Vilmundur Kip Hansen. Það er galdur í græna litnum  Vilmundur Kip Hansen skrifar bók um það hvernig á að rækta garðinn sinn  Fallegir garðar færa fólki hamingju og sálarró, segir hann  Veitir áhugasömum ókeypis ráð á Fésbókinni Ljósmynd/Páll Jökull Pétursson Garður Bókin er ríkulega myndskreytt og Páll Jökull Pétursson er höfundur myndanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.