Morgunblaðið - 22.08.2011, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.08.2011, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 ✝ Ólöf IngibjörgPálína fæddist í Reykjavík 11. apríl 1933. Hún lést á Krabbameinsdeild Landspítalans 12. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Lilja Pálsdóttir, f. 29.11. 1911, d. 18.4. 1934, og Pétur Benedikt Ólafsson, f. 19.8. 1910, d. 15.12. 2003, bæði fædd í Reykjavík. Alsystir Ólafar er Magdalena Margrét, f. 12.1. 1932, og systkini samfeðra eru Ingibjörg Lilja, f. 23.12. 1939, Ólafur, f. 4.2. 1944, og Geir, f. 24.9 1946. Stjúpsystkini hennar eru Súsanna Kristinsdóttir, f. 13.7. 1935, og Jón Reynir Krist- insson, f. 2.10. 1937. Ólöf giftist Höskuldi Jónssyni, f. 6.4. 1929. Börn Ólafar og Höskuldar eru: 1. Guðlaugur Hermannsson (uppeldissonur Höskuldar), f. 26.12. 1950, börn: Guðlaugur Víðir, f. 20.7. 1976, móðir Halldóra Lilja Jónsdóttir, Gísli Berg, f. 20.4. 1983, móðir Elísabet Gísladóttir, hann á 1 barn, maki Tinna Arnardóttir; Elísa Pultz, f. 15.6. 1987, móðir Inge Pultz. 2. Aldís Jónína, f. 5.6. 1952, maki 1: Bragi Þór Magn- 12.5. 1957, maki Hjördís Magn- úsdóttir. Þeirra börn: Einar Hjörvar, f. 12.5. 1983, sambýlis- kona Linnea Lindström, Ólöf Ruth, f. 16.9. 1986, og Magnús Otti, f. 12.4. 1994. 5. Páll, f. 2.4. 1960, hann á fjögur börn, Bjarna, f. 10.8. 1983, móðir Guð- rún Árnadóttir, hann á eitt barn, með sambýliskonu sinni Katz- aryna Sawka, Magdalenu Mar- gréti, f. 8.6. 1991, hún á tvö börn, sambýlismaður Rúnar Bjarki Elvarsson; Jan Eyþór, f. 2.8. 1992, og Ingibjörgu, f. 19.11. 1994, móðir þeirra er Agnes Ey- þórsdóttir. 6. Svava, f. 2.4. 1960, maki Jóhann Gestur Jóhannsson, þeirra börn eru: Davíð Ingi, f. 10.2. 1979, maki Jóna Björg Jónsdóttir, f. 21.9. 1980, þau eiga þrjú börn; Jóhann Líndal, f. 13.5. 1982, sambýliskona Birgitta Ösp Atladóttir; Baldvin, f. 19.12. 1986, sambýliskona Sigrún Guðný Halldórsdóttir; Magda- lena Margrét, f. 9.7. 1993. Svava var ættleidd af Magdalenu Mar- gréti Benediktsdóttur (systur Ólafar) og Tyrfingi Tyrfings- syni. Ólöf var rétt ársgömul þegar móðir hennar lést og tóku þá móðurforeldrar hennar hana til sín, en þau voru Ólöf Jónsdóttir og Páll Steingrímsson og hjá þeim dvaldi hún til 11 ára aldurs, en fór þá til föður síns og seinni konu hans, Svövu Árnadóttur, f. 16.4. 1914, d. 17.11. 1971. Útför Ólafar verður gerð frá frá Fella- og Hólakirkju í dag, 22. ágúst 2011, kl. 15. ússon, d. 10.11. 1977, þeirra börn: Höskuldur, f. 19.7. 1971, hann á fjögur börn, maki Þórdís Jónsdóttir; Bylgja Bára, f. 21.4. 1973, hún á tvö börn, maki Rúnar Bragi Guðlaugsson; Braga Ósk, f. 15.6. 1978, hún á þrjú börn, maki Bene- dikt Jónsson. Maki Aldísar, 2: Matthías Guðmundsson, þeirra börn: Ingibjörg Dröfn, f. 13. 11. 1980, hún á tvö börn, sambýlis- maður Freysteinn Gíslason; Ólöf Dröfn, f. 13.11. 1980, hún á tvö börn, sambýlismaður Lúðvík Kristinsson. Sambýlismaður Al- dísar er Aðalbjörn Jóakimsson. 3. Ingibjörg, f. 12.5. 1957, maki 1: Sigurður Ágúst Þórðarson, þeirra barn Jóhanna Marta, f. 23.10. 1974, maki Sigurður Guð- mundsson, þau eiga fjögur börn, maki 2: Bjarki Júlíusson, þeirra barn Ólafur Brynjar, f. 28.12. 1977, maki Valgerður Björg Haf- steinsdóttir, þau eiga tvö börn. Sambýlismaður Ingibjargar er Kristján Hjartarson, þeirra barn er Bára Bryndís, f. 5.5. 1990, sambýlismaður hennar er Skúli Ævarr Steinsson. 4. Benedikt, f. Fegurð þín fékkst engum dulin, fasið ljúft og brosið hreint. Atvik mörgum öðrum hulin augun bláu fengu greint. Á okkar sambúð, elsku vina, yndislegum bjarma slær. Hann mun þungar þrautir lina þá annað verður hinu fjær. Á kveðjustund ég hljóður hneigi höfuð mitt að þínum beð og bið að birti af nýjum degi. Blessun Drottins sé þér með. (Höskuldur Jónsson) Höskuldur. Hjartans eldur hefur brunnið, horfið það sem áður var, lífsins starf svo lengi unnið með ljósi margan ávöxt bar. Þú sem gafst mér ást í æsku sem entist vel á lífsins braut, í faðmi þínum frið og gæsku fann ég leysa hverja þraut. Þú sem gegnum unglingsárin áhyggjurnar mínar barst, þú sem vildir þerra tárin, í þjáningu mitt skjól þú varst. Þú gafst mér alltaf gæsku þína svo glaðlegt bros þú sendir mér. Þín fagra birta fær að skína og fylgja börnum hvert sem er. Þig var best í heimi að hitta, þín hlýja ávallt styrkti mig. Þú sem varst mér stoð og stytta, ég stend í þakkarskuld við þig Þú sem barst þinn harm í hljóði hræddist ekki dauðans mátt. Er falla tár, með fögru ljóði ég fæ að kveðja þig í sátt. Hjartans eldur hefur brunnið, horfið það sem áður var. Æviskeið á enda runnið eftir lifa minningar. (Kristján Hreinsson) Ingibjörg Höskuldsdóttir. Amma Lóló var einstök kona. Hún var mikilvægur hluti af lífi svo margra og var rík í betri skilningi þess orðs. Það sást vel undir það síðasta þegar börn hennar, makar og barnabörn komu saman til að vera við hlið hennar. Amma var stór hluti af æsku minni og í minningunni var Rjúpufellið eins og mitt annað heimili. Ein minning tengir okk- ur ömmu frekar en aðrar og er hún gjarnan rifjuð upp þegar fjölskyldan kemur saman. En það var fyrir nær 30 árum sem ég ákvað að fara í mikla svaðilför úr Seljahverfinu í Breiðholti yfir í Fellahverfið. Á þeim árum voru bæði hverfin yfirfull af villingum og vandræðaunglingum, að minnsta kosti í mínum hugar- heimi. En það hafði komið upp ósætti á heimili mínu og því ákvað ég að fara, 5 ára gamall, og flytja til ömmu og afa. Þar var alltaf gott að vera. Þar var hlýja, faðmlög, hiklaus stuðningur sama hver málstaðurinn var, ís, nóg af ís og auðvitað West Side Story á VHS. Það lá því í augum uppi að besta leiðin að heiman væri leiðin heim til ömmu og afa. Eftir að hafa farið yfir nokkrar stórar umferðargötur og gengið í dágóða stund, komst ég á leið- arenda þar sem amma tók áhyggjufull á móti mér. Þegar hún spurði svo hvernig í ósköp- unum ég hafði farið yfir á um- ferðarljósunum þá setti ég mig í stellingar. Ég stóð eins og myndastytta af skautahlaupara við rásmark, með annan hnefann steyttan fram á við og tilkynnti henni „ég fór bara yfir þegar kallinn var svona“. Sama dag og amma féll frá fór ég út að skokka. Það var seint um kvöld og sólin að hverfa á bakvið sjóndeildarhringinn. Þeg- ar ég skokkaði í vestur var mér litið upp í himininn og áður en ég vissi var ég byrjaður að brosa. Ég þóttist vita að hún væri þar í góðum höndum að bíða eftir okk- ur hinum og ég er viss um að hún hafi aldrei gleymt því hvernig maður á að fara yfir. Hvíldu í friði, elsku amma. Ólafur Bjarkason. Elsku amma Lóló Nú hafa leiðir skilist eftir bar- áttu þína við illvígan sjúkdóm. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér þótt aðeins hafi ver- ið í stuttan tíma. Þvílík fegurð sem þú barst með þér jafnt utan sem innan. Þú varst svo hrifin af dýrum og þegar ég kom til þín með Birtu og hún settist í fína sófann þinn og ég sagði henni að fara niður, þá sagðir þú: Ekki vera að skamma hana, hún má sitja þarna alveg eins og við. Það voru allir velkomnir til þín. Elsku amma Lóló, við munum verða dugleg við að segja Örnu Dís frá þér, hversu dásamleg þú varst. Og við verðum dugleg við að klæða hana í fallega, bleika kjóla. Elsku afi og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur Gísli Berg, Tinna og Arna Dís. Mig langar í örfáum orðum að kveðja hana ömmu mína, Ólöfu Benediktsdóttur eða Lóló ömmu eins og við kölluðum hana. Ég hef þekkt hana ömmu alla mína ævi og minningin sem hún skilur eftir sig er sú að vera einhver sú merkasta og fallegasta kona sem ég hef kynnst, fyrr og síðar. Það var tvennt sem einkenndi hana umfram annað. Annað var hversu einstakur fagurkeri hún var og það sýndi síg í því hversu fínt hún klæddi sig alltaf og hversu allt var fallegt í kringum hana. Og alltaf gat ég rætt við hana um tísku og hönnun því hún hafði mikinn áhuga á hvoru tveggja. Hitt var hversu einstak- lega góð hún var við okkur ömmubörnin, hvernig sem á stóð, hverju sem á gekk. Til hennar var alltaf hægt að snúa sér og alltaf tók hún opnum örm- um á móti okkur. Elsku amma, um leið og ég kveð þig með hjartað fullt af söknuði, þá bið ég þess að guð styrki hann afa í sorginni og okk- ur hin, sem elskuðum hana af öllu okkar hjarta. Hvíldu í friði, amma mín. Ólöf Ruth Benediktsdóttir. Í dag kveðjum við elsku Lóló systur. Næstum alla mína ævi hafði ég átt Lóló fyrir systur. Það byrjaði í kjallaranum hjá afa Óla í Kirkjubæ við Laugarnesveg, þar sem smíðaðar voru kojur fyr- ir fjögur börn, sem áttu að verða systkin, því ung hjón sem höfðu misst maka sína áttu fyrir tvö lít- il börn hvort og nú sameinuðu þau þessa eign sína. Þarna myndaðist góður systkinahópur, sem öll voru glókollar. Svo eignuðumst við þrjú systkin sem voru okkar hálf- systkini. Þetta varð að gátu sem pabbi útskýrði svo: „að konan ætti fimm börn og ég á fimm börn“ svo börnin væru alls sjö. Þetta var gáta fjölskyldunnar sem margir höfðu gaman af. Malla og ég vorum í efri koju, en Lóló með Reyni bróður í neðri koju. Hann var yngstur, það er svo skýrt í minningu minni hvað hún bar mikla umhyggju fyrir honum og hugsaði vel um hann. Það kom fljótt fram hvað hún hlúði vel að þeim sem þuftu á henni að halda. Þá fallegu dyggð bar hún meðan hún lifði og margir höfðu notið góðs af sem hún átti samleið með. Við Lóló fórum ungar út í lífið, við áttum hvor aðra að og höfð- um góðan stuðning hvor af ann- arri. Við áttum góðar stundir fyrir okkur. Hún var ákveðin í því að að duga, tók á sínum veikindum með miklu æðruleysi hér á árum áður sem og í gegn um tíðina. Ákveðin í að láta sér batna og aldrei að gefast upp. Hún stóð sterk við hlið eiginmanns síns í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Vann við verslunarstörf með heimilinu og það gerði hún með snilld og var vel liðin hjá þeim sem hún vann hjá með sinni elskulegu þjónustulund. Það var henni mikils virði að fá land fyrir sumarhús í Vaðnesi hjá móðurbróður sínum. Þegar hún var barn var hún þar á sumrin hjá ömmu sinni, þá fékk ég að koma í heimsókn nokkrum sinnum. Var það okkur til mik- illar gleði að vera saman og gleymi ég seint fallegu blóma- brekkunni þar. Þarna voru henn- ar æskuslóðir. Hún og maðurinn hennar komu sér upp fallegu sumarhúsi þar sem þau undu sér afar vel á seinni árum. Lóló var mikill fagurkeri, átti fallegt heimili og alltaf fín og vel til höfð, stórglæsileg og falleg kona. Ég var alltaf stolt af henni. Hún var algjör götuprýði og bar af hvar sem hún var, jafnt úti sem inni og á vinnustað og hvar sem var. Börnin hennar og barnabörnin voru henni guðs blessun, sem gáfu lífi hennar tilgang og þau nutu hennar umhyggju og ást- úðar. Þegar maður reynir að lýsa mannkostum látinnar systur og vinkonu verða öll orð máttlaus og lítils megnuð, en góðu minn- ingarnar koma upp og varðveit- ast. Kæri Höskuldur og fjölskylda, Guð styrki ykkur í upphafi þess nýja kafla sem nú er að hefjast í lífi ykkar. Megi lífið fara um ykkur mild- um höndum. Innilegustu samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hennar Lólóar okkar. Súsanna Kristinsdóttir. Jesús sagði: Komið til mín, allir þér, sem erfiði hafið og þungar byrgðar, og ég mun veita yður hvíld. Matt. 11.28 Ég, drottinn; Guð þinn, held í hægri hönd þína og segi við þig : Óttast þú eigi, ég hjálpa þér. Jes. 41.13 Jesús sagði: Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. Jóh. 10.9 Jesús sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins. Jóh. 8.12 Anna Helga Gylfadóttir. Ólöf I.P. Benediktsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma, þín verður sárt saknað og alls hins góða sem kom frá þér Góðu stundanna með þér mun ég minnast með gleði í hjarta og með miklu þakk- læti. Ég kveð þig með sökn- uði, amma mín. Höskuldur Bragason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR SÆMUNDSSON, Birkihvammi 5, Kópavogi, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 12. ágúst, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Ásta Halldóra Ágústsdóttir, Ágúst Þ. Gunnarsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Ólafur S. Gunnarsson, Hulda B. Gunnarsdóttir, Helgi Valberg, Sigurlaug Gunnarsdóttir, Hafsteinn G. Haraldsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Rannver Eðvarðsson, Valdimar G. Gunnarsson, Katrín Einarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Anna María Bjarnadóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BJÖRN BALDVIN HÖSKULDSSON byggingarverkfræðingur, Álfaskeiði 73, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 16. ágúst. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Sigrún Arnórsdóttir, Höskuldur Björnsson, Auður Þóra Árnadóttir, Arnór Björnsson, Bára Jóhannsdóttir, Baldvin Björnsson, Helga Rúna Þorleifsdóttir, Þórdís Ragnhildur Björnsdóttir, Michael Teichmann og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, BERGÞÓRA KRISTINSDÓTTIR, Skjóli, áður til heimilis Eyjabakka 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt laugardagsins 13. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju Reykjavík þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Kristinn Jónsson, Rakel Hugrún Eyvindardóttir, Kristrún Kristinsdóttir. ✝ Systir okkar, JÓHANNA HRAFNFJÖRÐ ljósmóðir, Ásvallagötu 25, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 23. ágúst kl. 15.00. Kristín Hrafnfjörð, Hrefna Hrafnfjörð. ✝ Okkar elskulegi sonur og bróðir, EYÞÓR DARRI RÓBERTSSON, lést af slysförum sunnudaginn 14. ágúst. Útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 24. ágúst kl. 13.00. Róbert Ólafsson, Lilja Huld Steinþórsdóttir, Albert Marel Róbertsson, Berta María Róbertsdóttir og aðstandendur. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 18. ágúst. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásrún Lilja Petersen, John McClean, John Búi McClean.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.