Morgunblaðið - 22.08.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.08.2011, Qupperneq 24
Ólafur Stefánsson á Syðri-Reykjum þýðir skólasönginn Gaudeamus: Gleðjist meðan getið þér, grandvar pilta skari. Áður en halla undan fer, enn þótt fauskar hjari Æska bíður ungra sveina elli fá þeir síðar reyna. Hinstu ferð svo fari. Hinstu ferð svo fari. Þeir sem áður fyrr á fold, fóru bratt í heimi, liggja núna lágt í mold lítið eru á sveimi. Leita mátt til himinhalla, helju eins,ef kveðja á alla. Síðan Guð þá geymi Síðan Guð þá geymi. Lífið stutt og stopult er stendur skamman tíma. Dauðinn sjaldan doka fer þá dregur upp sem híma. Örlög þessi allra bíða, ekki tekur neitt að kvíða. Varla vinnst sú glíma Varla vinnst sú glíma. Vaxi skólans heiður hár, hagur lærifeðra. Standi keikir öll sín ár óháð brigðum veðra. Bræðralag í blóma standi, burtu leiti hryggð og vandi. Heill oss fylgi héðra Heill oss fylgi héðra. Alma Mater mæt og fín móðir æðstu fræða. Aldrei bregðist alúð þín okkar vísdóm glæða. Félagsbræður fjær sem nærri fagni þér sem móður kærri. Stefna hæst til hæða Stefna hæst til hæða. Lifi meyjar mætar enn, marga gæfudaga. Þó að konur þreknist senn, það er gömul saga. Elskulegar allar saman, Af þeim höfum jafnan gaman. Mjúka lend og maga. Mjúka lend og maga. Lifi ríkið klárt og kvitt karlar sem því stýra. Borgin tryggi brauðið mitt, bregðist sumarhýra Velgjörðingar lífs og lista láti oss eigi hungra og þyrsta Launi ljóðið dýra Launi ljóðið dýra. Víki burtu víl og sút víki burtu slaður. Frá oss hverfi fjandinn út, og félagsskítur staður. Lífsins njótum heilum huga. Heitir því sem best að duga, sérhver sannur maður. sérhver sannur maður. Bræðralags vors besta hag búum við um aldir. Saman kveðum,syngjum lag, þótt séu dagar taldir. Áfram,bræður,byggjum saman, brýr á milli,höfum gaman. Dáðadrengir valdir Dáðadrengir valdir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Gaudeamus 24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍSA ER ÓLÍK ÖLLUM ÖÐRUM STELPUM SEM ÉG HEF KYNNST TIL DÆMIS KANN HÚN VEL VIÐ MIG SKRÍTIÐ FINNST ÞÉR EKKI ÉG GISTI HJÁ ÖMMU Í NOKKRAR NÆTUR HVAÐ KEMUR TIL? VEGNA ÞESS AÐ MAMMA ÞURFTI AÐ FARA UPP Á SPÍTALA PABBI SAGÐI AÐ ÞAÐ YRÐI ALLT Í LAGI MEÐ MÖMMU OG HÚN KÆMI HEIM EFTIR 5 DAGA FIMM DAGA? GETUR VERIÐ AÐ...? ÆTLI ÞAÐ SÉ MÖGULEGT AÐ HÚN SÉ...? HANN ER MEÐ HRÆÐILEGA RITHÖND, ÞANNIG AÐ HANN ER MEIRA EN HÆFUR TIL AÐ SKRIFA UPP Á LYFSEÐLA AF HVERJU SEGIRÐU ÞAÐ, HELGA? ZOOK LÆKNIR, ÉG VEIT AÐ SONUR MINN ER UNGUR EN ÉG HELD AÐ HANN YRÐI ALVEG FRÁBÆR LÆKNIR HVAÐ? NEI JÁ, JÁ, GOTT, GOTT KATA, SVONA SVARAR MAÐUR EKKI Í SÍMANN HVAÐ GERÐI ÉG VITLAUST? ÞETTA VAR DÓNALEGT. KANNSKI VAR ÞETTA EINHVER MIKILVÆGUR ÞETTA VAR BARA AMMA ÉG VILDI AÐ VIÐ HEFÐUM NÁÐ MYNDUM AF ELDSVOÐANUM FÓLK SEGIR AÐ ÞAÐ HAFI VERIÐ VERNDARENGILL SEM BJARGAÐI KONUNNI EKKI ALVEG... ...ÞETTA VIRÐIST VERA EINHVER KJÁNI MEÐ GERVI- VÆNGI OG KLÆDDUR Í KJÓL ÞETTA ER EINMITT ÞAÐ SEM VIÐ ÞURFUM HVAÐ KEMUR TIL AÐ ÞÚ UMKRINGIR ALDREI KÖTT- INN MEÐ ILMKERTUM? Fangelsismál í ólestri Fangelsismálin hafa vafist fyrir núverandi ríkisstjórn. Allir máls- metandi menn eru sammála um að algjört ófremdarástand sé í þessum málum. Má nefna að Hegn- ingarhúsið er frá árinu 1874 og er enn í notk- un þótt það uppfylli engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til nútímafangelsa. Mér finnst tími til kominn fyrir rík- isstjórnina að láta eitthvað gott af sér leiða til tilbreytingar og fara að taka til hendinni í þessum málaflokki. Kremlarbóndinn illræmdi sem vinstri grænir líta mikið upp til hefði ekki getað gefið fjölda fangelsisplássa á Íslandi háa einkunn. Þessi málaflokkur hefur fengið að sitja á hakanum alltof lengi. tími er til kominn fyrir stjórnvöld að fara að láta hendur standa fram úr ermum og byggja nýtt fangelsi og fjölga fangelsisplássum til muna. Það er mjög ósanngjarnt gagnvart þeim sem hefur orðið fótaskortur á hálum ís laganna að þurfa kannski að afplána dóma nokkrum árum eftir að þeir hafa verið dæmdir þegar þeir hafa etv. komið lífi sínu í gott horf. Sigurður Guðjón Haraldsson. Ógeðfelldar myndir Í sjónvarpsfréttum RÚV 17. ágúst síðast- liðinn voru sýndar myndir úr sláturhúsi á Blönduósi. Þetta er meira en lítið ógeðfellt, að sjá skepnurnar rifn- ar í sundur. Það er sterkur miðill, sjónvarp, og nær inn í hverja stofu. Það er líka umhugsunarefni hvort allt þetta dýradráp sé réttlætanlegt. Ég skil þá vel sem ekki neyta kjöts og hafa valið aðra fæðu. Hvernig er eft- irliti háttað með því að dýrin séu deydd og meðhöndluð á mannúðlegan hátt? Að undanförnu hafa skapast umræður um að lögin um lifandi dýr séu haldlítil, hvernig er lögunum framfylgt varðandi sláturdýrin? Margrét. Ást er… … að sakna barnanna þegar þú ert í vinnunni. Skrifstofa Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9, félagsvist kl. 13.30. Dalbraut 27 | Handavinna kl. 8-16. Félag eldri borgara í Kópavogi | Vist í Gullsmára kl. 20.30. Skrifstofan FEBK í Gullsmára er opin kl. 10-11.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13 í Stangarhyl 4. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, leiðbeinandi við til há- degis, lomber kl. 13 og canasta kl. 13.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Innritun í leikfimi og tómstunda- námskeið á haustönn fer fram í Jónshúsi þessa viku kl. 9.30-16. Ath. takmarkað pláss í vissa hópa. Félagsstarf eldri bæjarbúa, Seltjarn- arnesi | Kaffispjall í króknum kl. 10.30, opin handavinnustofa án leiðbeinanda, vatnsleikfimi kl. 19.30. Opinn púttvöllur. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, bænastund kl. 10.15. Skráning er hafin í félagsstarf: leikfimi, myndlist, glerlist, postulín og tréskurður. Púttvöllur er op- inn. Hárgreiðslustofa, sími 894-6856, fótafræðingur, sími 698-4938. Hæðargarður 31 | Hugmyndir í haust/ vetur: Skapandi skrif, myndlist, fram- sögn, leikfimi, línudans, leirmótun, söng- ur, magadans, baráttuhópur um bætt veðurfar, bókmenntahópur, tálga í tré og bein, refilssaumur, rússneskt prjón, tölvuleiðbeiningar o.fl. Bíó í dag kl. 16: Heimildarmyndin Leitin að Rajev. Íþróttafélagið Glóð | Ringó á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 13. Uppl. í síma 554-2780 og á www.glod.is Vesturgata 7 | Handavinna. Kerta- skreytingar og glerskurður hefst 1. sept., myndmennt hefst 7. sept., enskukennsla hefst 9. sept. og leikfimi 19. sept. Nánari uppl. og skráning í síma 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Boccia kl. 10, upplestur kl. 12.30, stólaleikfimi kl. 13, handavinnustofan opin. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.