Morgunblaðið - 22.08.2011, Page 27

Morgunblaðið - 22.08.2011, Page 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 2011 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Minnesotasveitin The Jayhawks er án efa eitt það merkasta sem hið svokallaða jaðarkántrí hefur getið af sér. Víðara hugtak væri kántr- írokk en á níunda og tíunda ára- tugnum komu fram sveitir sem voru skipaðar ungum mönnum sem höfðu alist upp við pönk og hrærðu þeir fagurfræði og viðhorfum þaðan við sígildan kántrígraut. Nefna má sveitir eins og Uncle Tupelo (sem skiptist síðar upp í Son Volt og hina öllu þekktari Wilco), The Long Ryd- ers og Whiskeytown en hana leiddi Ryan nokkur Adams. Þeir Gary Louris og Mark Olson voru nokkurs konar Lennon og McCartney sveitarinnar og saman bera þeir ábyrgð á hinum firna- sterku Blue Earth (1989), Holly- wood Town Hall (1992) og Tomor- row the Green Grass (1995). Eitt af sterkustu einkennum þessara platna er társtokkinn, engilfagur samsöngur þeirra félaga … Strengur sem slitnar ekki  The Jayhawks gefur út plötu eftir átta ára hlé í september  Mark Olson, sem myndaði öxulveldi sveitarinnar ásamt Gary Louris, er kominn aftur Saman á ný „Tim O’Reagan trymbill lýsti upplifuninni þannig að þetta hefði verið eins og að stíga upp á hjól á nýjan leik eftir nokkurra ára hvíld frá slíku.“ Annars konar áhrif Það var því nokkurt áfall er Olson hætti skyndilega eftir síðastnefndu plötuna. Opinber skýring var sú að hann ætlaði að dvelja meira með konu sinni, Victoriu Williams, en eitthvað slettist upp á vinskap þeira fóstbræðra líka þar sem þeir töl- uðust ekki við í sex ár á eftir. Louris keyrði bandið áfram og undir hans stjórn hafa komið út þrjár plötur, Sound of Lies in (1997), Smile (1999) og Rainy Day Music (2003). Að mati þess sem hér skrifar slaga þær ekki upp í Louris/ Olson plöturnar, en eru merkar plötur engu að síður. Louris opnaði hljóm sveitarinnar og læddi inn öðr- um og annars konar áhrifum, að mestu leyti með góðum árangri. Merkilegri eru þó sólóplötur Olson sem eru orðnar þónokkrar (tékkið t.d. á My Own Jo Ellen frá 2000). Í kofa í Minnesota Louris og Olson fóru að tala sam- an aftur 2001, og sömdu þeir lag saman fyrir kvikmyndina The Roo- kie. Ekki leið á löngu þar til þeir fé- lagar fóru að spila saman sem kassagítardúó og kom út plata, Ready For The Flood, út árið 2008. Eitt leiddi svo af öðru og loks ákváðu þeir að hóa bandinu saman á nýjan leik, bandinu sem lék inn á Tomorrow the Green Grass. Allt small saman á undraskömmum tíma, Tim O’Reagan trymbill lýsti upplifuninni þannig að þetta hefði verið eins og að stíga upp á hjól á nýjan leik eftir nokkurra ára hvíld frá slíku. Sveitin lét sér hljómleika nægja fyrst um sinn en ekki leið á löngu fyrr en þá félaga fór að klæja í sköp- unarputtanna. „Manni fannst eins og það væri eitthvað sem við yrðum að klára,“ lét Louris hafa eft- ir sér og Olson sagði að ný hljóðversplata hefði bara verið rétt og náttúrulegt skref. Lögin sömdu vin- irnir svo til skiptis í íbúð- um sínum í Minneapolis og Joshua Tree, Kaliforníu auk þess sem systir Olson léði honum kofa sem hún á í Norður-Minnesota. Það er Gary Louris sem sá um að taka upp Mockingbird Time og fór það at fram í Terrarium Studios í Minneapolis. Það er eðlilega þægilegt að heyra und- ursamlegan samsöng þeirra fé- laga á nýjan leik, það er eins og sumu fólki sé bara ætl- að að vera saman, hversu mikið sem það reynir að vera það ekki! Gamalt og gott PLATAN NÝJA Breski tónlistarmaðurinn Noel Gallagher segir lögin á fyrstu sóló- plötu sinni vera í anda þess sem hljómsveitin Oasis sendi frá sér í upphafi ferils síns, en eins og al- kunna er var hann liðsmaður í henni með bróður sínum Liam. Gallagher segir frá þessu í viðtali við götublaðið The Sun sem birtist föstudaginn sl. Þar segir Gallagher einnig að honum finnist auðveldara að starfa einn en með hljómsveit, minna skipulag þurfi til. Plata Gall- aghers ber titilinn High Flying Birds eða Háfleygir fuglar og kem- ur út 22. ágúst. Háfleygir fuglar í anda Oasis Reuters Einn Noel Gallagher kann vel við að starfa einn; sendir frá sér sólóplötu. Hljómsveitin Pearl Jam hefur upp- lýst hvaða lög verði að finna á væntanlegri plötu sem hefur að geyma tónlist úr heimildarmynd um hljómsveitina, Twenty, en leik- stjóri hennar er Cameron Crowe sem á m.a. að baki kvikmyndina Al- most Famous. Platan verður tvö- föld, tveir diskar með 15 lögum hvor. Á öðrum verður að finna hljómleikaupptökur, m.a. á „Re- lease“, „Alive“ og „Why Go“ en á hinum aukalög, prufuupptökur og annað efni sem fáum hefur borist til eyrna. Platan tvöfalda verður gefin út 19. september næstkomandi. Tvöföld plata og heimildarmynd Reuters Djamm Eddie Vedder í fimmta gír á tónleikum með Pearl Jam. SÝND Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI OG ENSKU TALI Í 2D BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK STRUMPARNIR FARA Á KOSTUM! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR “ÓMISSANDI EPÍSK RÓMANTÍK!” - HARPER’S BAZAAR 5% ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L ONE DAY LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L COWBOYS AND ALIENS KL. 5.25 - 10.20 14 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 - 8 L STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L RISE OF THE PLANETS OF THE APES KL. 8 - 10.20 12 FRIENDS WITH BENEFITS KL. 8 - 10.20 12 CONAN THE BARBARIAN KL. 8 - 10.15 16 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 6 L COWBOYS AND ALIENS KL. 8 - 10.15 14 RISE OF THE PLANET OF THE APES KL. 6 12 CONAN THE BARBARIAN KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L CAPTAIN AMERICA 3D KL. 8 - 10.35 12 STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 5.40 L THE SMURFS 2D ENS. TAL KL. 5.40 - 8 - 10.20 L T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FRÁ LEIKSTJÓRA IRON MAN CONAN THE BARBARIAN Sýnd kl. 8 - 10:20 Powersýning STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 STRUMPARNIR ÍSL TAL Sýnd kl. 5:30 BRIDESMAIDS Sýnd kl. 5 - 10 CAPTAIN AMERICA 3-D Sýnd kl. 7:30 COWBOYS & ALIENS Sýnd kl. 7:30 - 10 HÖRKU SPENNUMYND HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR „BETRI EN THE HANGOVER” cosmopolitan HHH PRÝÐILEG MEÐ POPPINU VÍSIR.IS -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum „Svona á að gera þetta.“ - H.V.A. FBL HHH M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM POWE RSÝN ING KL. 10 :20 Hvar í strumpanum erum við ? HINIR EINU SÖNNU STRUMPAR MÆTA LOKSINS Á HVÍTA TJALDIÐ OG FARA Á KOSTUM Í STÆRSTA ÆVINTÝRI ÁRSINS Sýnd í 2D og 3D með íslensku tali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.