Morgunblaðið - 22.08.2011, Side 32

Morgunblaðið - 22.08.2011, Side 32
MÁNUDAGUR 22. ÁGÚST 234. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Glerhjúpur Hörpu tendraður 2. Óþægileg ferð heim frá Spáni 3. Hélt sig frá öllu áfengi næstu árin 4. Flaggaði flík um miðja nótt »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  School of Transformation, verk um netið, hinn hnattræna leikvöll, eftir Steinunni Knútsdóttur og Zoe Christiansen, verður frumsýnt í Tjarnarbíói fimmtudaginn 25. ágúst, en alls verða fimm sýningar hér- lendis. Verk um hnattræna leikvöllinn frumsýnt  Gallerí Fold við Rauðarárstíg opn- aði á laugardag sölusýningu á 10 málverkum eftir Erró og seldust sex þeirra fyrsta daginn. Verð þeirra var frá 1,8 upp í 4,5 milljónir króna. Jóhann Ágúst Hansen, fram- kvæmdastjóri Gallerís Foldar, telur að allar myndirnar seljist en sýningin stendur fram á sunnudag. Sex af 10 málverkum eftir Erró seld  Prófessorarnir Chung-in Moon og Daniel A. Bell flytja erindi á ensku á Háskólatorgi á morgun og er aðgang- ur ókeypis. Moon flytur erindið „Upp- gangur Kína og framtíð Kóreu- skagans“ frá kl. 14.45-15.45. Bell flytur erindið „Póli- tískt lögmæti í Kína frá konfúsísku sjónarmiði“ frá kl. 16- 17. Moon og Daniel Bell með fyrirlestra Á þriðjudag Austan 5-13 m/s, hvassast með s-ströndinni. Rigning á sunnanverðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 8 til 16 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan og austan 3-10 m/s og víða væta, en úrkomulítið na-lands. Hiti 7 til 14 stig. VEÐUR Valskonur tryggðu sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu þriðja árið í röð með því að leggja KR að velli, 2:0, í úrslitaleik á Laugardalsvelli. Þetta var 13. bikarmeistaratitill Vals en ekkert lið hefur unnið bikarinn oftar en Hlíðarendaliðið. Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnason skoruðu mörk Vals í úrslitaleiknum. »4-5 Þrettándi titill Valskvenna „Þetta var gríðarlega mikil og skemmtileg upplifun sem fer í reynslubankann hjá manni,“ sagði Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbi, en hann varð fyrsti ís- lenski kylfingurinn sem tekur þátt í PGA- móti í golfi. »1 Þetta fer í reynslubank- ann hjá manni FH og ÍBV fögnuðu bæði sigri í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og nálguðust þar með KR-inga sem eru í toppsætinu. Manni færri skoruðu FH-ingar tvö mörk á móti Þór og ÍBV náði að knýja fram sigur á Keflvíkingum með marki á lokamínútunum. 16. umferðinni lýkur í kvöld með fjórum leikjum. »2-3 ÍBV og FH halda í við KR-ingana ÍÞRÓTTIR 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Stefán Örn Gíslason er í stjórn AUS (Alþjóðleg ungmennaskipti), sem eru frjáls félagasamtök. Samtökin eru starfandi í yfir þrjátíu löndum. Á vegum samtakanna hafa sjálfboða- liðar farið frá Íslandi og hjálpað við ýmiskonar góðgerðarmál út um all- an heim. Á vegum samtakanna hafa ungmenni alls staðar að úr heim- inum komið hingað til lands og unnið sjálfboðavinnu. Allir sem eru orðnir eldri en 18 ára geta farið með AUS. Ekki er gerð krafa um menntun eða starfsreynslu, aðeins áhuga á að leggja sitt af mörkum við að bæta heiminn. Hægt er að velja verkefni frá tveimur vikum upp í tólf mánuði. „Það sem greinir á milli okkar og annarra sjálfboðaliðasamtaka er það skýra markmið okkar að hagnast ekki,“ segir Stefán Örn. „Samtök- unum stýra fyrrverandi sjálfboða- liðar í sjálfboðavinnu. Við erum að fagna 50 ára starfsafmæli núna í haust og það verður stórafmæli hjá okkur í október. Þá verður málþing og bókaútgáfa. Við munum gefa út bók sem rekur sögu sjálfboðaliða- starfs á Íslandi. Sú saga er ekki svo löng, það er ekki fyrr en við og svo Nínukot og Worldwide Friends koma á sjónarsviðið að þetta hefst fyrir einhverja alvöru á Íslandi. AUS byrjaði sem hluti af kirkjunni, ég held að þá hafi þetta heitið KAUS, með kirkjuforskeyt- inu fyrir framan. Svo voru tengsl- in við kirkjuna rofin en samtökin breyttu ekki markmiði sínu. Við munum halda upp á afmælið í sal í ráðhúsinu í október. Á þessum fimmtíu árum hefur þetta stækkað töluvert. Núna í ár erum við að senda um 40 manns í svona styttri verkefni. Stutt verkefni geta verið frá svona tveimur mánuðum upp í sex mánuði. Sjálfboðaliðar geta nánast farið hvert sem er á vegum samtakanna og til allra heimsálfa nema Antarktíku. Við sendum samt mest til Evrópu, því það er hægt að fá styrki þegar þangað er farið frá European Voluntery Service. Þeir sem fara út fyrir Evrópu þurfa að borga eitthvað með sér. Ég var á sínum tíma utan Evrópu og þurfti að borga slatta með mér en ég sé ekki eftir því. Ég var í Víetnam í eitt ár og það var hverrar krónu virði,“ segir Stefán Örn. Í gær stýrði Nikiwe Ntabeni öðr- um sjálfboðaliðum í uppákomu á elli- heimilinu Grund. Sjálfboðaliðar skemmta  Samtökin AUS senda ungmenni út um allan heim Morgunblaðið/Kristinn álfboðaliðastarf Nikiwe Ntabeni stýrði öðrum sjálfboðaliðum í uppákomu á elliheimilinu Grund í gær þar sem þeir höfðu ofan af fyrir vistmönnum. Sjálfboðaliðarnir voru á vegum samtakanna AUS (Alþjóðleg ungmennaskipti). Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) eru alþjóðleg sjálf- boðaliða- og fræðslusamtök sem gefa ungu fólki möguleika á því að kynnast menningu og samfélagi annarra þjóða. Markmið AUS er að gefa ungu fólki tækifæri til ferðast til framandi landa og upplifa ólíka menningarheima í þeim tilgangi að auka þekkingu og skilning á ólíkri menningu og samfélögum og stuðla þannig að friði og skilningi milli einstaklinga og þjóða og vinna gegn fordómum og hleypidómum hvers konar. AUS hefur í 50 ár gefið ungum Íslendingum tækifæri á að vinna sem sjálfboðaliðar erlendis og hefur á sama tíma einnig tekið á móti erlendum sjálfboðaliðum og kynnt þeim íslenska siði og íslenska menningu í gegnum leik og starf. ALÞJÓÐLEG SAMSKIPTI Vinna gegn fordómum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.