Morgunblaðið - 29.08.2011, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 1 1
Stofnað 1913 201. tölublað 99. árgangur
Í MIÐJU MORGUNBLAÐSINS Í DAG »
DÆGURLAGA-
MENNING
1950-1970
SPENNANDI
LEIKÁR
FRAMUNDAN
ERFITT AÐ HÁTTA
EFTIR ÁTTA ÍÞRÓTTIR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN 26LJÓSANÓTT 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Refur Gerir víða usla í Borgarfirði og hefur
meðal annars étið gæsarunga í Skorradal.
Refur flæðir nú fram um byggðir
í Borgarfirði þar sem hann hefur
lítt sést áður og er nú jafnvel farinn
að sjást í sumarhúsabyggð. Þetta
segir Páll Snævar Brynjarsson,
sveitarstjóri í Borgarbyggð. Hefur
sveitarfélagið ákveðið að hætta
stuðningi við refaveiðar í sparnað-
arskyni en þær kostuðu það alls um
10 milljónir árið 2008.
Áhrifanna af minni veiði sér víða
stað og í sumar át refurinn upp
hvert einasta gæsahreiður í
Skorradal, en oft voru um fimmtíu
gæsapör á vappi í dalnum. Deilt er
þó um hvort refurinn sé eini áhrifa-
valdurinn hvað varðar fækkun gæs-
arinnar og benda vísindamenn
meðal annars á að vorið hafi verið
sérlega kalt. »7
Vargurinn flæðir
fram en veiðinni
hefur verið hætt
Reuters
Skemmdir Hreinsunarstarf eftir
fellibylinn Írenu verður töluvert.
Fellibylurinn Írena gekk yfir New
York í gær en olli minni usla en ótt-
ast var í fyrstu. Afar rólegt var þó í
borginni og fáir á ferli en almenn-
ingssamgöngur eru í lamasessi í
borginni.
Hlynur Guðjónsson, ræðismaður í
New York, segir borgaryfirvöld hafa
tekið yfirvofandi hættu mjög alvar-
lega og var fjölmörgum íbúum gert
að rýma hús sín á þeim svæðum sem
talin voru í meiri hættu en önnur.
Hann segir fólk hafa verið dálítið
stressað en taki því nú rólega. Hlyn-
ur segir ástandið ekki gott á mörgum
svæðum fyrir utan borgina og líka í
Queens, Brooklyn og inni á Staten
Island. Þar er mikið um flóð og ein-
hvern hluta neðanjarðarlestakerfis-
ins hefur flætt.
Engir Íslendingar höfðu lent í
vanda eða hættu samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins en þeir sem
búa á hættusvæðum höfðu leitað
skjóls hjá vinum og vandamönnum.
Upp úr hádegi í gær hafði fellibyl-
urinn gengið yfir og voru íbúar farnir
að tínast út á göturnar til að athuga
hvort einhverjar skemmdir hefðu
orðið á nánasta umhverfi þeirra. »13
Mikil flóð og eyðilegging
„Fólk var dálítið stressað,“ segir Hlynur Guðjónsson
Guðný Vala Tryggvadóttir var ánægð með sig-
urinn á Alþjóðlegu hundasýningunni í Reiðhöll-
inni í Víðidal í gær. Hundurinn heitir Berna-
garden Prince of Thieves en er kallaður Kevin í
höfuðið á leikaranum misgóða Kevin Costner.
Með sigrinum í tegundarhópi tvö komst hann í
hóp tíu bestu hunda sýningarinnar en 691 hund-
ur af 81 tegund tók þátt. Guðný á fjóra sankti
Bernharðshunda til viðbótar.
Hoppað af gleði á Alþjóðlegu hundasýningunni í Víðidal
Morgunblaðið/Eggert
Staðan á fjar-
skiptamarkaði
hefur jafnast og
ef fram fer sem
horfir er líklegt
að Póst- og fjar-
skiptastofnun
geti í skrefum af-
létt kvöðum af markaðsráðandi að-
ilum á næstu árum, að sögn Hrafn-
kels V. Gíslasonar, forstjóra PFS.
Við taki samkeppni án sérstakra
kvaða af hálfu PFS. Síminn er enn
með sterkustu markaðsstöðu en
önnur fyrirtæki sækja á. »6
Símafélög í sam-
keppni án kvaða
Brottflutningur
» 695 einstaklingar fluttu til
Noregs fyrstu sex mánuði árs-
ins. Er það svipuð þróun og
undanfarin þrjú ár.
» Fleiri flytja heim frá Dan-
mörku en þangað fara.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er kyrrstaða á öllum hlutum
eins og er og ef nokkuð er þá finnst
mér útlitið heldur verra en verið hef-
ur,“ segir Vilmundur Jósefsson, for-
maður Samtaka atvinnulífsins, um
stöðuna á vinnumarkaði. Vísar hann
til þess að störfum fækki hjá ríki og
sveitarfélögum og til talna um lang-
tímaatvinnuleysi.
Álíka margir fluttu til Noregs á
fyrri hluta ársins og undanfarin ár.
Undanfarin þrjú og hálft ár hafa
tæplega 2700 einstaklingar flutt til
Noregs umfram þá sem hingað hafa
komið. Samsvarar það íbúafjölda
stórra staða úti á landi, svo sem eins
og Ísafjarðar og Sauðárkróks.
Margir iðnaðarmenn hafa farið til
Noregs í atvinnuleit og segir Finn-
björn A. Hermannsson, formaður
Samiðnar, að lítið dragi úr því. „Þeir
vilja vinnu. Menn framfleyta sér
ekki lengi af atvinnuleysisbótum en
einnig hefur dregið úr yfirvinnu og
laun lækkað.“ Finnbjörn segir að
segir hann. Það eina sem Vilmundur
bindur vonir við er að deilur um orku
fyrir álver í Helguvík leysist með
gerðardómi og framkvæmdir hefjist.
Það gæti breytt andanum í sam-
félaginu sem hann segir bráðnauð-
synlegt.
Finnbjörn hefur áhyggjur af því
að þeir sem hafa fest sig í vinnu er-
lendis verði svo vantrúaðir á ástand-
ið hér að þeir komi ekki nógu fljótt til
baka þegar framkvæmdir hefjast.
Kyrrstaða á öllum hlutum
Fólksflóttinn til Noregs heldur áfram af sama krafti og undanfarin ár
Brottflutningurinn frá hruni samsvarar íbúafjölda Ísafjarðar eða Sauðárkróks
MJafnmikill fólksflótti »4
engin verkefni komist af stað. „Menn
eru í þrætubókarlist með alla hluti,“