Morgunblaðið - 29.08.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011
www.noatun.is
Nóatúni
Nýttu þér nóttina í
Verslanir Nóatúns eru
opnar allan sólarhringinn
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Segir að niðurskurður hljóti fremur að fara fram í þéttbýli
Vinda ofan af óráðsíu í rekstri heilbrigðisstofnana í landinu
„Ég trúi ekki öðru en samstaða
hljóti að verða um að hlífa heil-
brigðisstofnunum á dreifbýlasta
svæði landsins við frekari niður-
skurði. Fólkið þar borgar sama
hundraðshluta af launum sínum til
samneyslunnar og þeir sem á höf-
uðborgarsvæðinu búa og hefur fyr-
ir vikið sama rétt og aðrir lands-
menn til sjálfsagðrar öryggis-
þjónustu,“ segir Sigmundur Ernir
Rúnarsson, þingmaður Samfylk-
ingar og fulltrúi í fjárlaganefnd Al-
þingis.
Við fjárlagagerð í fyrra var
hluta niðurskurðar í heilbrigðis-
kerfinu frestað um eitt ár vegna
heilbrigðisþjónustu. Því hljóti nið-
urskurðurinn fremur að fara fram
í þéttbýlinu, þar sem tiltölulega
mörg sjúkrahús séu á litlu svæði.
„Þetta sjónarmið hljóta jafnaðar-
menn að fallast á. Verði önnur leið
farin í niðurskurði er það ekki sú
jafnaðarstjórn sem ég styð í dag,“
segir þingmaðurinn sem bætir við
að heilt yfir hafi verið þörf á tiltekt
í ranni heilbrigðisstofnana í land-
inu. Kostnaður við rekstur þeirra
hafi á árunum fyrir hrun farið tugi
milljarða fram úr fjárheimildum í
fullkomnu agaleysi í ríkisfjármál-
um. Þeirri óráðsíu þurfi að vinda
ofan af. sbs@mbl.is
mótmæla. Heil-
brigðisstofnun
Þingeyinga var í
brennidepli þá
en nú er reiknað
með 140 millj.
kr. niðurskurði
þar á næsta ári.
Almennt er litið
svo á að skera
þurfi niður úti á
landi ellegar á
stóru sjúkrahúsunum syðra.
Sigmundur Ernir, sem er þing-
maður Norðurausturkjördæmis,
segir að úti á landi þurfi að vera
sterkir þjónustukjarnar með góðri
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
Yrði „ekki sú jafnaðarstjórn sem ég styð“
Útlit er fyrir suðlægar áttir út vikuna
og úrkomu, ekki síst sunnanlands og
vestan. Með hverjum deginum stytt-
ist í fyrstu haustlægðina.
Höfuðdagur er í dag. Sú þjóðtrú
hefur lengi lifað að veður breytist á
höfuðdag og haldist þannig í þrjár
vikur. Því lögðu bændur kapp á að
ljúka heyskap fyrir höfuðdag, ef tíð
var góð, en bundu annars vonir við
breytingar.
Umskiptin urðu í gær, eins og Ein-
ar Sveinbjörnsson segir frá á veður-
bloggi sínu. Suðvestanátt er komin í
stað norðaustlægra vinda sem verið
hafa á landinu frá því í byrjun ágúst.
Skýjað um landið vestanvert en rofar
til eystra og hlýnar.
Veðurstofa Íslands spáir svipuðu
veðri út vikuna, suðlægum áttum með
úrkomu.
Votviðri í stað
norðaustanáttar
Styttist í fyrstu haustlægðina
Morgunblaðið/Ómar
Fólk gæti þurft að nota regnhlífar í
september, gangi þjóðtrúin eftir.
Kristín Soffía Jónsdóttir, borg-
arfulltrúi Samfylkingarinnar og
varaformaður umhverfis- og sam-
gönguráðs Reykjavíkur, segir
skýrslu um fuglalíf við Reykjavík-
urtjörn hafa fallið á milli skips og
bryggju hjá borgaryfirvöldum.
„Þetta var tekið út af fundi vegna
fjölda aðkallandi mála sem þurfti að
afgreiða. Svo líður tími og málið var
ekki tekið inn á fund að nýju. Þetta
voru bara heiðarleg mistök sem
urðu til þess að málið gleymdist þar
sem áhugaleysi var ekki um að
kenna,“ segir Kristín Soffía um með-
ferð borgarinnar á skýrslu Ólafs K.
Nielsen vistfræðings og Jóhanns Óla
Hilmarssonar fuglafræðings.
Skýrslan var afhent garðyrkjustjóra
í janúar en var ekki tekin fyrir af
umhverfis- og skipulagsráði fyrr en í
ágúst eins og kom fram í Morg-
unblaðinu sl. laugardag.
Skýrsluhöfundar gera ár hvert út-
tekt á fuglalífi við Tjörnina að beiðni
garðyrkjustjóra sem leggur hana
svo fyrir borgaryfirvöld. Vanalega
hefur verið fjallað um skýrsluna
fljótlega eftir að hún er lögð inn.
Eftir að hafa talað fyrir daufum eyr-
um í mörg ár nefndu skýrsluhöf-
undar einn kafla hennar „Er einhver
þarna úti sem hlustar og skilur?“
hallurmar@mbl.is
Gleymdist
hjá borgar-
yfirvöldum
Harðorð skýrsla
Ávextir hins íslenska sumars, hunang, epli og heimagerðar sultur, voru
kynntir gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal um helgina.
Býflugnabændur kynntu búskap sinn, sem æ fleiri stunda og framleiða
þannig vax og svo hunang sem þykir alveg herramannsmatur.
Hunangið og heimagerðu sulturnar
Morgunblaðið/Eggert
Íslenskir ávextir kynntir í Laugardalnum
Barnshafandi kona slasaðist alvar-
lega í umferðarslysi í Mýrdal í gær-
kvöldi. Bíll fór út af í Mýrdal, rétt
austan við Múlakvísl, upp úr kl. níu
og valt.
Þyrla Landhelgisgæslu sótti kon-
una en meiðsli voru ekki talin lífs-
hættuleg. Tvennt var í bílnum.
Vegna eðlis meiðsla konunnar var
óskað eftir þyrlunni. Hinn var flutt-
ur með sjúkrabíl á heilsugæslustöð.
Slasaðist í
bílveltu
Fjöldi funda verður í þingnefndum á
Alþingi í dag. Alls er boðað til funda
í níu nefndum. Í sjávarútvegs- og
landbúnaðarnefnd verður fjallað um
frumvarp til heildarlaga um stjórn
fiskveiða. Í utanríkismálanefnd
verður fjallað um frumvarp um frið-
lýsingu Íslands fyrir kjarnorku-
vopnum og bann við umferð kjarn-
orkuknúinna farartækja.
Annir hjá
þingnefndum
„Við eigum að fara milliveg og skera jafnt niður á
heilbrigðisstofnunum úti á landi og sjúkrahúsum í
Reykjavík. Annað er ósanngjarnt að mati fólks nyrðra
sem hefur þó skilning á að hagræða verði. Í fyrra var
hlutfallslega meira skorið niður úti á landi og það mis-
vægi verður að leiðrétta,“ segir Höskuldur Þórhallsson,
þingmaður Framsóknarflokks.
Heildarkostnaður á ári hverju við rekstur Landspít-
alans er um 30 milljaðar króna. Spítalinn þjónar landinu
öllu og er endastöð heilbrigðiskerfisins alls. Segir Hösk-
uldur að þessarar sérstöðu njóti Landspítalinn enda renni ekki jafn miklir
fjármunir til nokkurs annars sjúkrahúss í landinu. Mikilvægt sé sömuleið-
is að horfa á heildarmyndina þegar sparnaðaráform séu sett fram. Nið-
urskurður síðustu ára hafi litlu öðru skilað en að flytja kostnað til milli
pósta. Slík vinnubrögð séu miður.
Misvægið þarf að leiðrétta
ÞURFUM MILLIVEGINN, SEGIR ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNAR
Höskuldur
Þórhallsson