Morgunblaðið - 29.08.2011, Síða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011
Aflahæsti báturinn á strandveiðun-
um í sumar var Sædís ÞH með 42,6
tonn. Af afla Sædísar voru um 30
tonn af þorski, óslægðum, og um 12
tonn af ufsa. Hefðu sambærilegar
heimildir verið leigðar á kvótamark-
aði hefðu þær kostað útgerðina rúm-
lega ellefu milljónir króna. Er þá
miðað við að kíló af þorski í leigu fari
á 320 krónur og ufsinn á 120 krónur.
Fram kom í Morgunblaðinu á þriðju-
dag að ætla mætti að brúttóverð-
mæti afla Sædísar hefði verið 11,5
milljónir króna.
Meðalaflinn var um 12,4 tonn
Hefðu þessar heimildir verið
keyptar varanlega hefði útgerðin
þurft að greiða fyrir þær hátt í 70
milljónir króna. Miðað er við að
greiddar séu tvö þúsund krónur fyrir
kíló af þorski og rúmlega 500 krónur
fyrir kíló af ufsa. Alls úthlutaði sjáv-
arútvegsráðherra 8.500 tonnum í
strandveiðarnar í sumar og stund-
uðu hátt í 700 bátar þessar veiðar.
Meðalafli á bát var um 12,4 tonn.
Algengt var að strandveiðibátar
færu í um og yfir 20 róðra, en það var
misjafnt eftir svæðum. Aflahæstu
bátarnir fóru í mun fleiri róðra og
Sædís ÞH fór í 50 róðra á strand-
veiðunum og þrettán aflahæstu bát-
arnir fóru allir í 40 róðra eða fleiri á
þeim fjórum mánuðum sem veiðarn-
ar voru leyfðar. Aðeins mátti veiða
fjóra daga í viku, frá mánudegi til og
með fimmtudegi, og mest mátti
koma með 650 þorskígildistonn í
land á dag. aij@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Veiðar Sjávarútvegsráðherra úthlutaði 8.500 tonnum í strandveiðarnar í
sumar og stunduðu hátt í 700 bátar veiðar. Meðalaflinn var 12,4 tonn.
Aflaheimildir hefðu
kostað ellefu milljónir
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Hrun í stofnum lunda og annarra sjó-
fugla við landið veldur sem kunnugt
er miklum áhyggjum. En einnig þyk-
ir ljóst að víða um land sé refurinn
farinn að þrengja að mófuglum. Refa-
veiðar hafa minnkað vegna lægri
framlaga eftir 2008 og hefur niður-
staðan að mati skotveiðimanna orðið
sú að fuglavarp líður fyrir ágang tóf-
unnar. Refaskytta segir að í sumar
hafi það gerst í fyrsta sinn í manna
minnum að refur hafi étið úr öllum
gæsahreiðrum í Skorradal.
Í ársriti Skotveiðifélags Íslands,
Skotvís, er mynd af læðu sem var
skotin á Vaðlaheiði snemma í júlí í
sumar. Var hún með 23 þúfutittlings-
unga í kjaftinum! Bóndi hennar var
einnig skotinn, hann var með sjö
þúfutittlingsunga, einn fullorðinn
þúfutittling og eina hagamús. Hjónin
hafa veitt þetta allt saman á einum
sólarhring.
Ekki eitt einasta par með unga
Rætt er í Skotvís við Birgi Hauks-
son, refaskyttu úr Skorradal, sem
hefur veitt meira en 100 refi það sem
af er árinu.
„Yfirleitt voru um 50 gæsapör með
unga á Skorradalsvatni en nú er ekki
eitt einasta par með unga,“ segir
Birgir í viðtalinu. „Sama er að segja
af RAMSAR-fuglafriðlandinu við
Hvanneyri þar sem var mesta gæsa-
framleiðsla í Borgarfirði. Þar var étið
úr nánast öllum hreiðrum í sumar,“
segir Birgir.
Hann segir að tófan hafi lagst á
lömb í Ausu, næsta bæ við friðlandið,
og þegar ábúendur hafi kvartað hafi
Borgarbyggð veitt „smáaurum“ til að
fækka ref. Birgir hafi verið kallaður
til. „Þarna var algjör auðn, eitt kjóa-
par með hreiður og búið. Þarna skaut
ég fjórar tófur og vissi af alla vega
einni í viðbót. Ég held að engir gæs-
arungar hafi komist þarna upp í sum-
ar.“
Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri
segir það rétt að vegna kreppunnar
hafi orðið að minnka mjög fjárveit-
ingar til refaveiða og heimildarmenn
segi að refurinn virðist nú víða vera
að flæða yfir svæði þar sem lítið hafi
verið um hann áður. Hann sæki jafn-
vel í sumarhúsabyggð. Menn hafi
ákveðið að leggja meiri áherslu á
vetrarveiði en sumir álíti skilvirkara
að eyða grenjunum.
„Þetta nær hámarki hjá okkur frá
hausti 2007 fram á vorið 2008, þá
drápum við 470 refi og það kostaði
sveitarfélagið um 10 milljónir króna,“
segir Páll. „Við fengum stuðning upp
á tæpar tvær milljónir frá ríkinu, alls
fóru því um 12 milljónir í verkefnið.
Síðustu árin hefur Borgarbyggð látið
drepa 270 refi. Kostnaðurinn hefur
verið tæpar fjórar milljónir en svo
höfum við fengið eina milljón frá rík-
inu. En ríkið hefur nú ákveðið að
hætta alveg að styrkja refaveiði.“
Björn Þorsteinsson, líffræðingur
og rektor kennslumála á Hvanneyri,
segir að ekki hafi enn verið gerð vís-
indaleg rannsókn á ástandi gæsa-
varpsins á RAMSAR-friðlandinu, en
1. september verði Ragnheiður Sig-
urðardóttir vistfræðingur í fullu
starfi forstöðumanns Votlendisset-
ursins sem friðlandið heyri undir. Er
stefnt að því að setja upp vöktun
þannig að hægt verði að fylgjast með
stöðu mála ár frá ári og fá raunhæfan
samanburð.
Brandöndum hefur fjölgað
Björn er mikill áhugamaður um líf-
ríkið en segist ekki geta staðfest frá-
sögn Birgis af stöðu gæsavarpsins
þótt vitað sé að refir hafi sést á svæð-
inu og verið drepnir. Hann segir að
óvenjumikið hafi verið af gæs á svæð-
inu í sumar. En gera verði talningu
og stunda aðrar rannsóknir og ekki
megi gleyma að margt hafi áhrif á
viðkomuna, breyturnar margar,
þannig hafi vorið verið óvenju kalt.
Sjálfur hafi hann talið brandendur á
svæðinu og þeim hafi fjölgað geysi-
mikið.
Tófan sögð eyða fuglalífi
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Rebbi Snjóhvítur í vetrarhárum.
Mikið étið úr hreiðrum í Borgarfirði Refaveiðar hafa
minnkað vegna lægri framlaga Tófa í sumarhúsabyggð