Morgunblaðið - 29.08.2011, Page 16
16 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011
✝ Dr. Philos.Hjálmar Vil-
hjálmsson fæddist á
Brekku í Mjóafirði
25. september 1937.
Hann lést á Land-
spítalanum 20.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
eru Vilhjálmur
Hjálmarsson, fv. al-
þingismaður og
ráðherra, f. 20.9.
1914, og Anna Margrét Þorkels-
dóttir, húsfreyja, f. 15.2. 1914, d.
21.4. 2008. Systkini Hjálmars eru
Páll, f. 23.5. 1940, Sigfús Mar, f.
28.11. 1944, Stefán, f. 11.9. 1949,
og Anna, f. 7.3. 1954.
Eiginkona Hjálmars er Kol-
brún Sigurðardóttir, f. 2.3. 1940.
Þau eignuðust fjögur börn: 1)
Sigurður Stefán, f. 2.4. 1961, m.
Jóhanna Erlingsdóttir, f. 14.12.
1962. Börn þeirra: A) Tómas, f.
24.1. 1987, B) Hjálmar, f. 25.8.
1988, og C) Marteinn f. 15.7.
1990. 2) Kristín Anna, f. 23.9.
1962, m. Jón Þór Geirsson, f. 9.2.
1962. Börn þeirra: A) Þórhildur
Ögn, f. 21.12. 1981. Sonur hennar
er Úlfur Ægir Halldórsson, f. 4.7.
2006. B) Kolfinna, f. 6.12. 1995, 3)
Ína Björg, f. 28.11. 1963, m. Sig-
urður Þór Jónsson, f. 25. 4. 1963.
Börn þeirra: A) Kolbrún, f.
fundnalandi og varði í kjölfarið
doktorsritgerð sína um loðnu-
stofninn við Ísland við Háskólann
í Bergen 1994. Auk starfa á
Hafrannsóknastofnuninni sinnti
Hjálmar ýmsum verkefnum bæði
innan lands og utan í tengslum
við vísindastörf sín. Hann sat í
ýmsum sérfræðinganefndum
Alþjóða-hafrannsóknaráðsins
(ICES) og nefndum á vegum
Hafrannsóknastofnunarinnar.
Hjálmar var félagi í Vísindafélagi
Íslendinga frá 1994. Hann var
einn höfunda og ritstjóra kafla
um fiskveiðar og fiskeldi í skýrslu
vinnuhóps (ACIA) um áhrif veð-
urfarsbreytinga á Norðurheims-
skautssvæðinu. Hann var enn-
fremur einn af aðalhöfundum og
ritstjórum kaflans um fiskveiðar
á norðurslóðum í fjórðu skýrslu
Milliríkjanefndar um loftslags-
breytingar (IPCC) sem hlaut frið-
arverðlaun Nóbels 2007. Hjálmar
fékk sérstaka viðurkenningu
Nóbelsnefndarinnar fyrir fram-
lag sitt.
Í janúar 2010 var Hjálmar
sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu fyrir rannsóknir
í fiskifræði og hafvísindum.
Útför Hjálmars fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, mánudag-
inn 29. ágúst 2011, og hefst at-
höfnin kl. 13.
23.2.1988, B) Jón, f.
26.11. 1993, og C)
Stefanía Helga, f.
2.12. 1998. 4) Vil-
hjálmur, f. 1.2. 1967.
Hjálmar ólst upp
á Brekku. Hann
gekk í Barnaskóla
Mjóafjarðar og Al-
þýðuskólann á Eið-
um og lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum á
Laugarvatni árið 1957. Síðan
lagði hann í fyrstu stund á heim-
speki við Háskóla Íslands. Þaðan
lá leiðin í Háskólann í Glasgow í
dýrafræðinám, með áherslu á
fiskifræði, sem hann lauk 1965. Á
námsárum sínum, sumrin 1957-
1959, var Hjálmar vegaverkstjóri
í Mjóafirði þegar gert var akfært
yfir Mjóafjarðarheiði til Héraðs.
Að námi loknu vann Hjálmar hjá
Hafrannsóknastofnuninni alla
sína starfsævi. Viðfangsefni hans
á löngum starfsferli voru fjöl-
breytt en voru einkum rannsóknir
á útbreiðslu uppsjávarfiska, mæl-
ingar á stofnstærð, viðkomu og
veiðanleika tegundanna og
tengslum þeirra við umhverf-
isþætti í lífkerfi sjávar.
Veturinn 1989-1990 var Hjálm-
ar í rannsóknaleyfi við hafrann-
sóknastofnunina í St. John’s á Ný-
Mig langar til að minnast
tengdaföður míns og vinar
Hjálmars Vilhjálmssonar með
nokkrum orðum. Leiðir okkar
lágu saman í rúma þrjá áratugi
og við hjónin hófum okkar sam-
búð á loftinu hjá Hjalla og Kollu.
Þau voru boðin og búin að að-
stoða okkur unga fólkið þegar
von var á fjölgun í fjölskyldunni
og vildu allt til vinna svo við gæt-
um haldið áfram námi. Þar
bjuggum við í ár og bæði hann og
Kolla tóku þátt í að hugsa um
ögnina eftir að hún kom í heim-
inn. Hún var alltaf kölluð agnar-
ögnin eða Agga og mikið var
hann glaður þegar hún fékk að
halda Agnar-nafninu sem hann
hafði mikið dálæti á.
Næstu árin bjuggu við í kjall-
aranum á Ásvallagötu 16, íbúð
sem við Hjalli gerðum upp sam-
an. Hann var listasmiður og
kenndi mér að vanda til verka.
Hjá honum var engu verki lokið
fyrr en handbragðið var fullkom-
ið. Það var því stutt fyrir Öggu að
skjótast í heimsókn til ömmu og
afa, og reyndar líka langömmu og
langafa, sem bjuggu í kjallaran-
um á 18 og pössuðu þá stuttu
meðan mamma og pabbi voru í
skólanum. Hjalli var mikill
barnakall og hafði dálæti á öllum
sínum barnabörnum. Hann gaf
sér alltaf tíma til að snúast í
kringum þau, spjalla, segja sögur
og skemmta þeim með ýmsum
uppátækjum og vitleysisgangi.
Úlfur Ögguson sem búið hefur í
kjallaranum á 18 frá fæðingu
fékk einnig sína athygli og þeir
félagarnir spjölluðu margt og
hlógu oft dátt saman.
Það er óhætt að segja að
Hjálmar hafi gefið mér mikið í
gegnum tíðina. Í gamla daga
hafði hann til dæmis alltaf tíma til
að aðstoða mig við námið ef á
þurfti að halda. Hann var líka
góður vinur og félagi og við
spjölluðum margt, ekki síst um
sjómennskuna og fiskveiðar enda
ég lengi sjómaður á loðnuskipum.
Ég áttaði mig fljótt á því að sjó-
menn báru mikla virðingu fyrir
honum, ekki síst loðnuskipstjór-
ar.
Þær voru líka margar Mjófirð-
ingasögurnar sem hann sagði
mér og vísurnar sem hann fór
með fyrir mig. Þá var oft hlegið
dátt enda Hjalli mikill húmoristi.
Hann benti mér meðal annars á
það strax í upphafi sambúðar
okkar Stínu að ef ég ætlaði að búa
með konu úr sinni fjölskyldu ætti
ég að taka upp þann sið að segja
alltaf „já, elskan mín“ og gera svo
það sem mér sýndist. Það hefði
reynst honum vel í áratuga sam-
búð með Kollu. Það vita hins veg-
ar allir sem til þekkja að þannig
gengu nú hlutirnir ekki alltaf fyr-
ir sig á Ásvallagötunni. Húmor-
inn kom líka fram í smáum hlut-
um. Hann lét til dæmis smíða
fyrir sig kofa í bakgarðinum,
tveggja herbergja, sem hann not-
aði bæði sem geymslu og til að
dunda sér í við smíðar. Einu sinni
kom ég til hans til að fá lánaða
vatnsdælu. „Hún er á kamrin-
um,“ sagði hann og glotti við. Þá
hafði, honum til mikillar ánægju,
leynst kamar í kofapakkanum og
auðvitað var hann settur á sinn
stað.
Þær eru margar sögurnar og
minningarnar um hann Hjalla og
þær munu lifa og gleðja okkur öll
um ókomna tíð. Hans mun verða
sárt saknað og minning hans mun
alltaf lifa í hjörtum okkar allra.
Elsku Kolla, megi Guð gefa
þér styrk og æðruleysi á þessum
erfiðu tímum.
Jón Þór Geirsson (Nonni.)
Elskulegi, yndislegi tengda-
pabbi minn er fallinn frá. Fréttin
kom eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Þegar ég hitti hann í sumar
þá lék hann á als oddi, stjanaði í
kringum mig og var eins og hann
átti að sér – bara yndislegur og
vildi allt fyrir alla gera. Það var
Hjálmari alltaf mikilvægast að
aðrir hefðu það sem best.
Ég var 17 ára þegar ég kom
fyrst á Ásvallagötuna. Hjálmar
var oft á sjónum – það þurfti að
finna og telja loðnu – en það leið
ekki á löngu áður en ég var orðin
ein af krökkunum hans. Hjálmar
og Kolbrún tóku mér með opnum
örmum, hlýjan og vinsemdin var
ríkjandi á heimili tengdaforeldra
minna. Þegar ég fór á eftir Sigga
til Kaliforníu í skóla þá var það
Hjalli sem hjálpaði til við undir-
búning ferðarinnar.
Þegar heim var komið úr nám-
inu þá lá leið mín á Hafró þar sem
ég vann við hlið tengdapabba í 12
ár. Það tók ekki margar vikur að
átta sig á því að það var ekki bara
heima við sem Hjalli var vinur
allra og alltaf boðinn og búinn að
rétta hjálparhönd; hann var virt-
ur vísindamaður, yfirmaður og
félagi allra starfsmanna, bæði á
sjó og á landi.
Barnabörnin komu síðan eitt
af öðru og auðvitað varð Hjalli afi,
eins og hann var ávallt kallaður
heima hjá okkur, uppáhald strák-
anna. Hann kom iðulega snemma
á sunnudagsmorgnum og náði í
þá og fór með þá í einhvern leið-
angur, oft í feluleik í Öskjuhlíðina
eða í sund í Vesturbæjarlaugina
og svo auðvitað á Bæjarins bestu
á eftir. Hann hafði einstakt lag á
strákunum. enda kom hann fram
við þá eins og félaga og jafningja.
Tengdaforeldrar mínir hafa
alltaf verið mikið bókmenntafólk
svo það var auðvitað tekið
snemma upp á því að lesa fyrir
strákana. Þegar Hjalli og Kolla
voru í ár á Nýfundnalandi þá voru
keyptar enskar myndabækur og
svo las Hjalli afi þessar fínu bæk-
ur inn á kassettur, auðvitað sett-
ar yfir á íslensku, og svo voru
bækurnar og spólurnar sendar
heim til Íslands með reglulegu
millibili. Það var unun að fylgjast
með Tomma og Hjalla litla hlusta
á rödd afa síns – bækurnar og
spólurnar voru svo mikið notaðar
að þær duttu í sundur. Og þegar
strákarnir eltust þá mætti afi
bara heim til okkar nokkrum
sinnum í viku og þá voru það ekki
myndabækur heldur Jules Verne
sem var snarað af ensku yfir á ís-
lensku í beinni; Matti var ekki
gamall en hann hlustaði af mikilli
athygli, hann hefur ekki skilið
mikið en bara að hafa afa hjá sér
var nóg fyrir unga menn. Oftar
en ekki þurfi að biðja afa að hætta
að lesa því að strákarnir yrðu
bara að fara að sofa. Hvað þeir
elskuðu hann afa sinn.
Eftir að við fluttum til Svíþjóð-
ar þá kom Hjalli afi oft í heim-
sókn. Hann var ekkert að víla það
fyrir sér að mæta nokkrum dög-
um fyrir jól til að hjálpa strákun-
um sínum að mála herbergin í
nýja húsinu eða að byggja raf-
magnsbíla, nú eða flugvélar. Allt-
af að bralla eitthvað með frænd-
um sínum eins og hann kallaði þá
sem voru honum kærir. Hann var
einstakur, hann Hjalli afi.
Við geymum minninguna um
yndislegan pabba, tengdapabba
og afa. Hjalli afi: við elskum þig
og við eigum öll eftir að sakna þín
sárt.
Jóhanna.
Síðastliðinn laugardag kom
sonur minn fimm ára til mín og
spurði: „Eftir hverju ertu að bíða
mamma? Þú ert eitthvað skrítin
núna.“ Afi minn var dáinn og auð-
vitað skildi hann ekki alveg hvað
hafði gerst. Þetta var samt alveg
rétt hjá honum. Ég var í raun að
bíða eftir því að afi myndi rölta
inn í stofu, setjast í stólinn sinn,
krossleggja lappirnar, kveikja
sér glottandi í einni camel og
segja: „Var ég búinn að segja þér
frá …“ og svo kæmi saga inni í
Hjálmar Vilhjálmsson
Íslensk heimili eiga undir
högg að sækja. Við höfum í
einfeldni okkar treyst því að
bankar, sem áður voru rík-
isbankar, urðu einkavæddir
og fengu ríkisbankalöggjöf í
vöggugjöf, færu að lögum og
reglum. Verðum við að gæta
sjálf að fjárhagsöryggismálum
okkar. Það er ekkert að því að
spyrja og grennslast fyrir um
hvort rétt sé staðið að útreikn-
ingum fjármálastofnana á Ís-
landi.
Ekki er ólögmætt að
„spyrja vitlausu“ spurning-
anna eins og sumir prófess-
orar, m.a. við Háskóla Íslands,
vilja vera láta að sé óhæfa.
Hafa þeir sjálfir margir hrap-
að í eigin ályktunum, m.a. um
gengistryggð lán.
Útreikningar á verð-
tryggðu jafngreiðsluláni
Varðandi verðtryggð lán
skal áréttað fyrst að hér á eftir
fara útreikningar sem miðast
við aðferðafræði Íbúðar-
lánasjóðs við útreikninga á
jafngreiðslulánum (einnig
kallað annuitetslán). Flestir
bankar reikna jafngreiðslulán
með allt öðrum hætti en
Íbúðalánasjóður til að auka
heimtur og álögur á við-
skiptavini sína. Það er sér-
stakt rannsóknarefni. Svo
virðist sem jafngreiðslulán séu
ekki öll reiknuð eins og alveg
sjálfsagt mál að það sé skoðað
og lögmæti slíkra útreikninga
kannaðir.
Gerum ráð fyrir að ein-
staklingur hafi í mars árið
1995 tekið lán til um 17 ára (al-
gengast þó 25, 30 og 40 ára
lán) að fjárhæð kr. 20.000.000
til kaupa á fasteign og vextir
hafa verið ákvarðaðir 4,15%
(ath.: hér ekki endilega gert
ráð fyrir kjörum Íbúðalána-
sjóðs á þessum tíma). Árið
2001 voru sett ný vaxtalög nr.
38/2001 og ný lög um Seðla-
banka Íslands nr. 36/2001.
Vaxtalögin heimiluðu verð-
tryggingu fjárskuldbindinga í
krónum með því að miðað yrði
við vísitölu neysluverðs til
verðtryggingar.
Lög um Seðlabanka Íslands
voru stefnumarkandi varðandi
peningastjórn og farið úr
fastgengisstefnu í fljótandi
gengi með verðbólgumarkmið
þar sem 12 mánaða verðbreyt-
ingar skv. vísitölu neysluverðs
máttu ekki skv. lögunum fara
umfram 2,5% nema sem næmi
1,5% vikmörkum í hvora átt.
Vitum við öll mæta vel að
bankinn réð ekki við þetta.
Má m.a. kenna um óstjórn í
peningamálum, röngum
skráningum lána í stór-
greiðslukerfi Seðlabankans,
lánum Íbúðalánasjóðs m.a. til
SPRON sem enn hefur ekki
verið rannsakað og margt,
margt fleira. Hins vegar var
greiða umfram verðbólgu-
markmiðið. Ber hann alla
áhættu af gengisþróun, olíu-
verði, hækkandi fast-
eignaverði sem og veldur
meiri verðbólgu, hækkandi
vöruverði t.d. í Húsasmiðjunni
vegna veðsetningar síðustu
ára, skattahækkunum og að
auki á vel þekktu yfirmati á
vísitölu neysluverðs.
Þeir sem hins vegar tóku
lán árið 2005 til íbúðarkaupa
hafa orðið öllu verr úti en þeir
sem tóku lán árið 1995. Þar
hefur m.a. heil kynslóð ungs
fólks orðið undir. Hver gætir
þess á Alþingi að þessi ósköp
verði leiðrétt afturvirkt fyrir
þessa lántakendur sem og
þorra íslenskra heimila? Mér
sýnist sem svo að það sé ekki
nokkur maður á Alþingi sem
ætlar sér að láta leiðrétta
þessi ósköp. Það verður a.m.k.
mikil eftirspurn eftir slíku
fólki í næstu kosningum til Al-
þingis Íslendinga.
Heiðarleika, meiri stöð-
ugleika og minni álögur
Hér fer saman aðallega
þrennt. Í fyrsta lagi hefur ekki
ríkt stöðugleiki í efnahags-
málum og álögur hafa aukist. Í
öðru lagi hafa fjármála-
stofnanir brotið lög og reglur
og glatað trúverðugleika sín-
um hjá almenningi. Í þriðja
lagi virðist sem þingheimur og
ríkisstjórn gangi aðeins erinda
kröfuhafa bankanna en ekki
fjölskyldna í landinu. Hér þarf
að koma til raunsæ leiðrétting
lána og fjármálafyrirtæki
þurfa að auka trúverðugleika
sinn.
Jafnframt þarf að tryggja
að á Íslandi ríki eðlilegt sam-
spil ávöxtunar og arðsemi í
hagkerfinu. Bankakerfið er of
stórt og þar þarf að hagræða.
Það þarf að auka á skilning
milli heimila og fjárfesta, m.a.
vegna ávöxtunar á lífeyri
landsmanna. Það þarf að ríkja
heiðarleiki í bankakerfinu og
eðlilegir búskapahættir í fjár-
málum þar sem ekki er hægt
að heimta af kotbóndanum
meira en tún hans ber.
ríkissjóður nánast skuldlaus á
þessum tíma. Allt vekur þetta
athygli og ber að hafa í huga
þegar litið er á niðurstöðu eft-
irfarandi útreikninga. Hvaða
þátt áttu fulltrúar núverandi
ríkisstjórnar á Alþingi í því að
dregið hefði úr þenslunni á ár-
um áður?
Gerum ráð fyrir að lánið
vari út árið 2011. Lánstíminn
spannar tímabil sem hefur
einkennst af stöðugleika fyrir
1995, óeðlilegri þenslu sem
Seðlabankinn réð ekkert við
2006 til 2008 sem og hruni og
kreppu á tímabilinu 2008 til
2011.
Ef engin verðbólga hefði
verið á öllu tímabilinu væri
hér um að ræða heildar-
greiðslu með vöxtum upp á um
28 milljónir kr.
Ef Seðlabankinn hefði ráðið
við verðbólguna og haldið
henni að meðaltali í verð-
bólgumarkmiði sínu, þ.e. 2,5%,
væri um að ræða heildar-
greiðslu með vöxtum og verð-
bótum upp á um 34 milljónir
króna. En raunin varð önnur.
Þar sem Seðlabankinn réð
ekki við verðbólguna varð
heildargreiðslan um 40 millj-
ónir kr. með vöxtum og verð-
bótum.
Um er að ræða 6 milljónir
kr. sem lántakandinn þarf að
Vort verðtryggða Ísland
Eftir Svein Óskar
Sigurðsson
Sveinn Óskar Sigurðsson
» Það er ekkert að
því að spyrja og
grennslast fyrir um
hvort rétt sé staðið
að útreikningum
fjármálastofnanna
á Íslandi.
Höfundur er MSc í fjár-
málum, MBA og BA í heim-
speki og hagfræði.
Lífeyrissjóðirnir ættu að sýna
þann vilja og þrótt að kaupa
aflandskrónurnar fyrir eign
sína í gjaldeyri, en hún hefur
að undanförnu að mestu verið
í erlendum hlutabréfum, sem
fallið hafa í verði á mörkuðum
erlendis.
Greinarhöfundur hefur áð-
ur borið fram tillögur í þá átt
að lífeyrissjóðirnir seldu
gjaldeyri og keyptu af-
landskrónur. Þær væru not-
aðar til að kaupa auðar íbúðir
hér heima, sem aftur væru
leigðar fé-
lags-
mönnum
lífeyr-
issjóðanna.
Þeir sætu
fyrir sem
mest hefðu
greitt í líf-
eyrissjóð
og ætti
þannig mest inni. Það er ótrú-
legt hvað hagkerfið tekur við
sér þegar fasteignir seljast.
Það er í fréttum í dag (23/8)
að Danir vinir okkar ætli að
auka hagvöxtinn hjá sér með
því að kaupa og selja fast-
eignir. Svo verður viðhald
aukið og íbúðir og stór hús
gerð upp.
Í þessum tillögum grein-
arhöfundar er gert ráð fyrir
því að greiðslur úr lífeyr-
issjóðum verði gerðar skatt-
frjálsar svo sem eftirlaun.
Ríkið fær meira í virð-
isaukaskatt og græðir á öllu
saman með hærra útsvari til
skólanna.
LÚÐVÍK GIZURARSON
hæstaréttarlögmaður.
Enn um aflandskrónur
Frá Lúðvík Gizurarsyni
Lúðvík Gizurarson
Bréf til blaðsins