Morgunblaðið - 29.08.2011, Síða 17

Morgunblaðið - 29.08.2011, Síða 17
sögu inni í sögu að mjófirskum sið á meðan annar fóturinn tifaði í óræðum takti. Það er erfitt að horfast í augu við það að ég muni aldrei framar sitja og spjalla um heima og geima við afa Hjalla. Þó svo að hann hafi nú alltaf séð að mestu um spjallið þá hafði ég alltaf unun af að hlusta, jafnvel þótt ég hefði heyrt söguna áður og amma væri farinn að segja: „Hjalli, hættu nú! Það eru allir búnir að heyra þessa sögu hundrað sinnum.“ Ég hef notið þeirra forréttinda að verða mjög náin ömmu og afa og fá að búa í sama húsi og þau um lengri og skemmri tíma, bæði sem barn og fullorðin. Það er því margs að minnast. Það eru nú ekki allir afar sem liggja í litlu rúmi í marga klukkustundir og lesa Heljarslóðarorustufyrir fjögurra ára kríli og það er ótrú- legt hvað ég man þetta skýrt, sér- staklega frásagnarstílinn sem fékk mig til að hlæja endalaust. Eða þegar heimilinu var snúið á hvolf til að byggja hús eða kastala úr öllum tiltækum púðum, sess- um og teppum. Það er nú ekki hægt annað en að fara að hlæja þegar maður hugsar um ömmu og afa að kúldrast inni í þeim töfrabyggingum. Ekki má heldur gleyma því þegar afi spilaði fyrir mig, þá nokkurra ára, Swing Low, Sweet Cadillac með Dizzy Gillespie og „söng“ með. Eða þegar við sátum saman seinni ár- in uppi á lofti og hlustuðum sam- an á djass. Úlfur sonur minn hefur einnig mikið dálæti á Langa enda hafa þeir margt brallað saman; snúið steinum, tekið munnhörpukons- erta og farið í vatnsstríð. Ekki má heldur gleyma neonbleiku nær- buxunum sem þeir áttu báðir og voru afskaplega ánægðir með og sögunum í kringum þær. Alltaf var mikill hlátur og vitleysisgang- ur þegar þið tveir voruð í stuði. Ég er óendanlega þakklát fyrir allar minningarnar, hláturinn, hjálpsemina og allt það sem afi hefur kennt mér. Nú er það okkar að halda öllum ævintýrunum og sögunum hans á lofti að hætti Mjófirðinga og Úlfur sagðist ætla sjá um að segja Löngu sinni vit- leysissögur í framtíðinni. Ég mun sakna hans afa Hjalla alla tíð. Þórhildur Ögn Jónsdóttir (Agga). Já, hratt flýgur stund, það má nú segja. Þann 5. ágúst sl. renna þeir feðgar Hjálmar bróðir og Vilhjálmur í hlað á Brekku. Urðu að sanni fagnaðarfundir sem æv- inlega þegar stóribróðir kemur í heimsókn. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég kvaddi þá feðga fjór- um dögum síðar að þá liti ég bróð- ur minn í hinsta sinn. Ég var að fara í heyskap út að Hofi en þeir heim á leið glaðbeittir eftir vel heppnaða dvöl í firðinum „Mjóa“ í fögru veðri. Þessara daga eigum við heima á Brekku eftir að minn- ast með gleði í hjarta. Snemma fór bróðir að heiman, fyrst í Eiðaskóla, síðan að Laug- arvatni þar sem hann lauk stúd- entsprófi. Á þeim árum vann hann á sumrum við vegagerð yfir Mjóafjarðarheiði. Kynntist hann í skólanum konuefni sínu Kol- brúnu Sigurðardóttur. Man ég hvað mér fannst mikið til þess- arar ungu konu koma, frjálslegt viðmót og bara falleg stúlka. Hún var síðan ráðskona við áður- nefnda vegagerð. Síðan lá leiðin til Glasgow í Skotlandi. Þaðan út- skrifaðist hann fiskifræðingur, sem hann vann við alla tíð síðan. Einhverju sinni fyrir jól átti að senda þeim jólahangikjöt og langaði mig til að leggja mitt af mörkum í þeim efnum. Var ég ný- lega farinn að ganga til rjúpna. Já, oft rifjuðum við upp söguna um rjúpurnar sem ég sendi og komu í leitirnar í mars, alls óskemmdar! Búið um þær eftir uppskrift Jóa á Eyri: „Eitt salt- korn í gogginn og sitt kornið und- ir vængina, þá geymist fuglinn vikum saman“ og þetta reyndist rétt! Það er margs að minnast. Bróðir var frábær sögumaður og kunni frá mörgu að segja. Alltaf var húmorinn í góðu lagi, enda stutt að sækja hann í föðurgarð. Mun ég sakna þess að geta ekki lengur litið við á Ásvallagötunni í létt spjall yfir kaffibolla. Þá voru rifjuð upp skondin atvik úr sveit- inni og minnst fólksins heima. Hans lífsstarfs sem fiskifræð- ings verður lengi minnst, ekki síst á sviði loðnuveiða. Ég veit að sjómenn trúðu á hann á loðnuver- tíðum og ekki að ástæðulausu. Ég er stoltur af honum sem bróður og um fram allt sem góðum manni. Hann var góður fjöl- skyldufaðir og hans verður sárt saknað, ekki síst af barnabörnun- um sem hann gerði svo margt fyrir. Mig langar að enda þessi kveðjuorð á vísu eftir Hákon Að- alsteinsson sem hann orti má segja um Mjófirðinga, hún hljóð- ar svo: Ef legg ég mat á mannkosti í Mjóafirði ekkert telst þar einskis virði. Ganga menn þar gæflyndir með geði þekku mislangir í brattri brekku. Fæddir eru í firði sem er flestum þrengri með annan fótinn aðeins lengri. Elskulegum bróður þakka ég fyrir allt og allt. Blessuð sé ninn- ing hans. Við Jóhanna sendum allri fjöl- skyldunni innilegustu samúðar- kveðjur. Sigfús Mar Vilhjálmsson. Kynni tókust fyrst með okkur Hjálmari á áttunda áratug liðinn- ar aldar þegar ég starfaði við Þjóðhagsstofnun að gerð þjóð- hagsáætlana. Mat á ástandi og horfum um nýtingu helstu stofna nytjafiska á Íslandsmiðum hlýtur að vera ein mikilvægasta for- senda slíkra áætlana. Álit Haf- rannsóknastofnunar lagði grunn að þessu mati. Mér er minnis- stætt hversu gott var að starfa með Hjálmari að þessu verkefni hvað varðaði þá fiskstofna sem hann þekkti best og hafði rann- sakað um langt árabil, einkum ís- lenska loðnustofninn. Honum var einkar vel lagið að gera leikmönn- um grein fyrir rannsóknum á fiskstofnunum og tengja við líf og starf í sjávarútvegi og þar með við þjóðarbúskapinn. Hann skildi hversu mikilvægt það er að gera opinskátt grein fyrir ástandi fisk- stofna og óvissu um viðkomu þeirra. Hæfileikar hans nutu sín ekki síður vel í samskiptum við sjómenn og útvegsmenn. Því var við brugðið hversu viðræðugóður hann var og ótæmandi brunnur fróðleiks og gamanmála. Eigi að síður var hann mikill alvörumað- ur, ekki síst í vísindastörfum sín- um sem nutu viðurkenningar, bæði hér á landi og á alþjóðavísu. Hjálmar sinnti auk starfa sinna hjá Hafrannsóknastofnun ýms- um verkefnum á alþjóðavett- vangi. Sérstaklega má nefna rannsóknir hans og ritstörf um fiskveiðar á norðurslóðum sem birtust í skýrslu Milliríkjanefnd- ar um loftslagsbreytingar (IPCC) sem hlaut friðarverðlaun Nóbels 2007. Hjálmar fékk sérstaka við- urkenningu Nóbelsnefndarinnar fyrir framlag sitt til þessa verks. Það er skarð fyrir skildi í röðum íslenskra fiskifræðinga þegar Hjálmar er burtkallaður svo skyndilega. Fjölskyldur okkar tengdust nánum böndum þegar Ína Björg dóttir Hjálmars og Sigurður Þór sonur minn urðu hjón. Þá kynnt- umst við enn betur og bar aldrei skugga á þau kynni. Ég tel það hafa verið mikið lán fyrir mig og Laufeyju konu mína að tengjast Hjálmari og Kolbrúnu fjölskyldu- böndum. Saman sköpuðu þau eitthvert indælasta heimili sem við þekkjum, þangað var gott að koma ekki síst vegna þeirra eig- inleika Hjálmars sem erfitt er að lýsa með orðum, sem var viðmót hans allt, hin sérstaka hlýja mál- rómsins og sá andi góðmennsku og drenglundar sem frá honum stafaði. Hann var góður sögu- maður eins og hann átti kyn til, jafnan hlýlegur og kímnigáfan í góðu lagi. Hjálmar var mikill fjöl- skyldufaðir, og þess nutu börn hans, barnabörn og barnabarna- barn í ríkum mæli. Afabörnin hændust mjög að honum og sakna nú vinar í stað. Mikill er missir Kolbrúnar, barnanna og Vilhjálms föður Hjálmars sem í hárri elli sér nú á bak syni sínum. Til þeirra og fjöl- skyldunnar allrar leitar nú hug- urinn. Þessum fáu orðum fylgja innilegar samúðarkveðjur frá okkur Laufeyju, börnum okkar og fjölskyldum þeirra. Við minn- umst Hjálmars með þakklæti og virðingu. Jón Sigurðsson. Kveðja frá Hafrannsóknastofn- uninni Fallinn er frá Hjálmar Vil- hjálmsson, fiskifræðingur. Hjálmar lauk námi í Glasgow í Skotlandi árið 1965. Hann varði síðan nær allri starfsævi sinni á Hafrannsóknastofnuninni eða þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir haustið 2007. Hjálm- ar var samofinn sögu stofnunar- innar frá upphafi því sama ár og hann kom til starfa sem sérfræð- ingur í fiskifræði var Hafrann- sóknastofnunin formlega stofn- sett. Hjálmar Vilhjálmsson var einn af máttarstólpum Hafrannsókna- stofnunarinnar um margra ára- tuga skeið og gerði sér ljósa grein fyrir mikilvægi fiskirannsókn- anna fyrir helsta atvinnuveg þjóðarinnar. Hann reyndist afar góður vísindamaður með yfir- burða þekkingu á meginviðfangs- efni rannsókna sinna, sem lengst af var loðnustofninn, en hann stundaði einnig rannsóknir á öðr- um uppsjávarfiskistofnum, eins og síld og kolmunna. Þá var Hjálmar til fyrirmyndar hvað varðaði gott samstarf við skip- stjórnarmenn og aðra aðila í sjáv- arútvegi. Hann lagði áherslu á að virkja þekkingu í atvinnugrein- inni, sem er mikilvæg forsenda þess að ná árangri í rannsóknum og til að ná sátt um rannsóknanið- urstöður og ráðgjöf um veiðar. Í þessu sambandi táknaði það þó ekki að veittur væri afsláttur af vísindalegum og fiskverndarleg- um viðmiðum sem sérfræðingar á þessu sviði hafa að leiðarljósi. Hjálmar gerði sér enda afar vel grein fyrir því að skilningur þess- ara aðila á rannsóknum og und- irstöðum veiðiráðgjafar var for- senda þess að farið væri að tillögum vísindamanna. Á árunum 1984-1989 gegndi Hjálmar stöðu forstöðumanns Nytjastofnasviðs Hafrannsókna- stofnunarinnar og naut undirrit- aður uppbyggilegrar leiðsagnar hans og stuðnings á þessum tíma. Greiðvikni og skemmtilegheit Hjálmars gagnvart okkur sam- starfsfólkinu skapaði honum vin- sældir og traust. Hjálmar var einnig eldhugi og kveið ekki að takast á við stór og krefjandi verkefni heldur vatt sér í verkin af krafti og einurð. Til marks um áræðið var sú ákvörðun hans á miðjum aldri að halda utan og verja doktorsritgerð um loðnu- stofninn árið 1994. Þá tók hann einnig saman gögn og athuganir um áhrif veðurfarsbreytinga á Norður-Atlantshafi á viðgang fiskistofna. Þetta verk Hjálmars og víðtæk þekking á Norðurhöf- um leiddi til þess að honum var falið ásamt öðrum að leiða störf matshóps um áhrif veðurfars- breytinga á fiskistofna og fiskeldi í Norðurhöfum á vegum Milli- ríkjanefndar um loftslagsbreyt- ingar. Nefndin hlaut árið 2007 friðarverðlaun Nóbels fyrir fram- lag sitt og Hjálmar og samstarfs- menn fengu sérstaka viðkenn- ingu Nóbelsnefndarinnar. Hjálmar gegndi ýmsum trún- aðarstörfum hér heima og er- lendis sem ekki verða rakin hér og hlaut margvíslega viðurkenn- ingu fyrir störf sín, m.a. riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu. Hans verður minnst fyrir mikil- vægt framlag til þekkingar okkar á fiskistofnunum við Ísland. Með þessum orðum vil ég votta Hjálmari Vilhjálmssyni virðingu og þökk okkar sem störfuðum með honum á Hafrannsókna- stofnuninni um leið og fjölskyldu hans eru sendar innilegar samúð- arkveðjur. Jóhann Sigurjónsson. Enn einu sinni er höggvið stórt skarð í stúdentshópinn frá Laug- arvatni frá árinu 1957. Minn góði og gamli vinur hann Hjalli er skyndilega horfinn á braut. Við Hjalli hittumst fyrst þegar við settumst í fyrsta bekk Mennta- skólans á Laugarvatni haustið 1953 og urðum herbergisfélagar í Björkinni. Hann kominn úr einni afskekktustu byggð landsins, en ég úr höfuðborginni. Þetta skipti engu máli. Við urðum strax hinir mestu mátar ásamt herbergis- félögum okkar Frans Adolf og Þóri. Nú erum við Frans einir eft- ir af upprunalegu herbergisfélög- unum í Björkinni en þar vorum við í einn og hálfan vetur áður en við fórum á vistina. Hjalli var skemmtilegur mað- ur, drengur góður, greiðvikinn með afbrigðum og afbragðs fé- lagi. Ekki spillti vináttu okkar að feður okkar voru miklir félagar og vinir. Að loknu stúdentsprófi vildi svo til að Hjalla skorti hús- næði í Reykjavík þegar hann hóf nám í HÍ. Var það þá sjálfsagt að hann fékk inni í kjallaranum á Ás- vallagötunni og var þar viðloð- andi þar til hann fór til náms í fræðum sínum í Skotlandi, en í þeim fræðum skaraði hann síðar fram úr. Vorum við þá aftur orðn- ir herbergisfélagar. Síðan æxlaðist það á þann veg að Hjalli réð mig sem vegagerð- armann til Mjóafjarðar sumarið 1956, en hann var þar verkstjóri við vegalagningu og viðhald vega en m.a. hófum við gerð vegar yfir til Egilsstaða og háðum þar í sameiningu ásamt mörgum góð- um mönnum baráttu við Klif- brekkuna. Ekki lukum við því en síðar var vegagerð þessari lokið og varð hin mesta samgöngubót og má segja að vegur þessi hafi komið Mjóafirði á kortið. Það sem ég vildi koma á framfæri með þessum örfáu upprifjunum um samskipti okkar Hjalla er að við fylgdumst að og þekktumst náið á manndómsárum okkar. Leiðir okkar skildi að nokkru en við höfðum alltaf samband bæði símleiðis og á annan hátt. Hjálpaði hann mér mikið þegar ég átti við erfiðleika að etja á tímabili og leiddi mig til réttra að- ila og stend ég í ævarandi þakk- arskuld við hann vegna þess. Hjalli var góður félagi og vel- liðinn og veit ég að bekkjarfélag- ar okkar úr Menntaskólanum á Laugarvatni hugsa með hlýhug til hans og fjölskyldu hans á þess- ari þungbæru stund í ævi þeirra. Það verður að segjast eins og er að ég og konan mín urðum fyr- ir áfalli þegar við fréttum af skyndilegu fráfalli hans. Genginn er góður vinur, skemmtilegur félagi, maður sem ætíð var hrókur alls fagnaðar og gaman var að vera návistum við. Á þessum erfiða tíma leitar hugur okkar til höfðingjans aldna á Brekku og hugsum við með hlý- hug til hans og alls heimilisfólks þar og vottum þeim okkar dýpstu hluttekningu. Við Magga sendum Kollu og allri fjölskyldunni okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Jón Eysteinsson og fjölskylda.  Fleiri minningargreinar um Hjálmar Vilhjálms- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 ✝ IngveldurHannesdóttir, Inga, fæddist í Brekkukoti í Reyk- holtsdal þann 13.12. 1932. Hún lést á Landspítal- anum í Fossvogi 20.8. 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hannes Jónsson frá Brekkukoti í Reyk- holtsdal, f. 31.10. 1887, d. 5.3. 1959 og Ólöf Sveinsdóttir frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, f. 7.5. 1892, d. 7.7. 1965. Systkini Ingu: Guðsteinn Elías Hann- esson, f. 15.6. 1918, d. 19.2. 1975, Helga Laufey Hannesdóttir, f. 29.1. 1920, d. 22.10. 1988, Jón Ingvaldur Hannesson, f. 5.4. 1925, Ingveldur Hannesdóttir, f. 20.8. 1926, d. 19.1. 1927 og Sveinn Þórir Hannesson, f. 17.11. 1927, d. 14.2. 1988. Hennar maki var Hákon Hólm Leifsson frá Arnarbæli í Dölum, f. 28.4. 1931, d. 8.5. 1994. Skildu þau 1976. Þeirra börn: Hannes Hólm Hákonarson, f. 31.10. 1952, hans maki Jóhanna Margrét Guðlaugsdóttir, f. 24.6. 1952, þeirra börn: 1) Bára Konný Hannesdóttir, f. 29.10. 1973, hennar maki Naim El Jabri, f. 1.2. 1971 og eiga þau tvær dætur. 2) Heiðar Bragi Hannesson, f. 8.8. 1977, hans maki Þórdís Rafnsdóttir, f. 9.3. 1981 og eiga þau tvö börn, 3) Valdimar Hannes Hannesson, f. 9.3. 1981 og á hann tvo syni. Drengur Hákonarson, f. 9.12. 1954, d. 9.12. 1954. Kristmundur Hákonarson, f. 19.8. 1956, hans maki Helga Er- lingsdóttir, f. 21.3. 1956, þeirra börn: 1) Þórir Krist- mundsson, f. 4.4. 1978, hans maki Steinunn Lilja Gísladóttir, f. 14.8. 1979 og eiga þau þrjú börn. 2) Andri Kristmundsson, f. 13.10. 1992. Leifur Ólafur Há- konarson, f. 18.4. 1965, hans maki 1) Sigrún Bára Eggerts- dóttir, f. 27.4. 1965. Þeirra börn: 1.1) Brynja Dögg Ólafsdóttir, f. 10.6. 1986, hennar maki Andri Leó Egilsson, f. 2.1. 1983 og eiga þau eina dóttur. 1.2) Arnór Óli Ólafsson, f. 1.5.1988. 2) Steinunn Ágústa Einarsdóttir f. 3.6. 1967, þeirra barn: 2.1) Einar Hugi Ólafsson, f. 19.8. 1990. 3) Krist- rún Sigþórsdóttir, f. 26.1. 1971, þeirra barn: 3.1) Laufey Ólafs- dóttir, f. 9.2. 1999. Kristinn Sig- urður Hákonarson, f. 15.3. 1967, hans maki 1) Anna María Kjart- ansdóttir, f. 22.11. 1966, d. 19.2. 1993, þeirra barn: 1.1) Erna Björk Kristinsdóttir, f. 3.7. 1988, hennar maki Guðlaugur Freyr Jónsson, f. 28.1. 1983, 2) Ásta Margrét Eyfjörð Arnardóttir, f. 6.5. 1972, þeirra börn: 2.1) Örn Ingi Kristinsson, f. 24.4. 1993, 2.2) Tinna Rut Kristinsdóttir, f. 21.2. 1995. 3) Elsa Björk Harð- ardóttir f. 20.3. 1968, þeirra barn: 3.1) Hera Sif Krist- insdóttir, f. 21.7. 2003. 4) Birna Kristjónsdóttir, f. 13.10. 1984. Útför Ingu fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 29. ágúst 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku amma. Ég trúi því varla enn að þú sért farin en ég veit að þér líður vel núna og ert glöð að hitta alla þín ástvini sem farið höfðu á undan þér. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa verið hérna á landinu og get- að kvatt þig og fylgt þér til hinstu hvíldar. Mig langar skrifa hér nokkur orð um hvernig ég minnist þín. Við erum búnar að vera mikið saman undanfarið og þannig hefur það alltaf verið þegar ég hef komið til landsins síðan ég flutti til út- landa. Það var fátt jafn notalegt og að koma til þín í heimsókn og finna ilminn af rjúkandi ömmu pönnsum og öllu hinu góðmetinu sem þú hafðir alltaf á borðunum fyrir alla þá sem komu til þín. Við spjölluðum oft um heima og geima og brösuðum ýmislegt sam- an eins og ein jólin þegar ég var stödd hérlendis og hjálpaði þér að kaupa rúmlega þrjátíu jólagjafir á einum degi. Mikið vorum við ánægðar með afrakstur dagsins og þú ætlaðir aldrei að hætta að þakka mér fyrir en fyrir mér var þetta dýrmætur dagur með ömmu. Þú komst líka ein jólin og heim- sóttir mig út á Kanarí, þér fannst einstaklega gott að koma í sólina og sjá heimili mitt svona á fjar- lægum slóðum. Þú áttir það líka til að hringja í mig upp úr þurru og það var alltaf svo gott að heyra í þér. Alla tíð hafðir þú gaman af blómum og hannyrðum og gast nostrað þér við það tímunum sam- an. Minnist ég þegar þú fékkst eitt sinn gefins bambus og settir hann í mold fremur en vatn eins og flestir aðrir, því þú varst fullviss um að hann hefði það betra þar. Nú er þessi bambus orðinn nánast að fullvaxta tré. Minningar mínar ná langt aftur og erfitt er að koma þeim hér að- eins í nokkur orð. Ég er svo glöð að báðar dætur mínar fengu að kynnast þér, þótt of stutt hafi verið. Það voru ekki allir sem áttuðu sig á hversu mikið þér hafði hrak- að undanfarin ár því þú varst há- vaxin, bein í baki, kraftmikil og glæsileg kona sem bar sig vel fram á síðustu stund. Andleg málefni fannst þér gam- an að spá í, sérstaklega á seinni árum og það veitir mér huggun að hugsa til þess að nú ertu orðin frísk aftur, búin að hræra í deig, draga fram pönnuna og bjóða öll- um þeim ættingjum og vinum sem þú saknaðir svo sárt í kaffi og pönnukökur. Elsku amma, ég sakna þín og mun ávallt minnast. Hvíl í friði. Bára. Elsku langamma. Mikið mun- um við sakna þín, þú sem varst alltaf svo góð við okkur. Það fyrsta sem þú gerðir þegar við komum í heimsókn var að kyssa okkur og knúsa, draga fram bláa dótakass- ann og baka svo handa okkur pönnukökur. Sokkana og vett- lingana sem þú prjónaðir handa okkur var gott að fá í kuldanum. Hvíl í friði. Soraya Yasmin, Ariana Selma, Arnar Gauti, Hildur Elva, Sölvi Snær, Kári Steinn. Ingveldur Hannesdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horn- inu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.