Morgunblaðið - 29.08.2011, Side 19
Ég tel það hafa verið forrétt-
indi að kynnast slíkum mann-
kostamanni, sem Gunnar var.
Heimurinn er fátækari nú þegar
hann er allur.
Vilhjálmur Eyþórsson.
Minn gamli vinur, Gunnar
Dal, er dáinn.
Segja má að kynni okkar hafi
hafist óbeint, kringum 1967, er
ég var bekkjarfélagi Jónasar,
sonar hans, nú sálfræðings, í
Landsprófsbekk í Gagnfræða-
skóla Kópavogs. En þá kynnti
Jónas mig fyrir smáritum föður
síns; svo sem Varnarræðu Só-
kratesar eftir Platón.
Seinna, í menntaskóla, kring-
um 1972, minnist ég þess að
hafa verið mjög innblásinn af
sýn Gunnars Dal á vægi menn-
ingar og lista í þjóðfélaginu.
Gunnar hitti ég þó ekki í eigin
persónu fyrr en ég tók rithöf-
undaviðtal við hann kringum
1982, sem birtist svo í Morg-
unblaðinu.
Árið 1983 fékk ég að sitja í
verklegum tíma hjá honum er
hann kenndi heimspeki í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti, er
ég nam uppeldis- og kennslu-
fræði til kennsluréttinda við HÍ.
Gustaði þar mikið af honum.
Og það var mikils virði fyrir
mig þegar hann bar alúðlegt lof
á fyrstu ljóðabókina mína, 1989,
sem og þær næstu á eftir.
Frá þeim tíma gerðist ég
einnig þaulsætinn í sama kaffi-
húsahópi og hann, æ síðan. Var
sá hópur mjög kenndur við nafn
Gunnars Dal, enda lagði hann
mikið upp úr honum í almenn-
ingstengslum sínum sem rithöf-
undur. Var sá hópur þá á Kaffi
Hressó, og síðan á Kaffi París,
en Gunnar taldi sig muna eftir
þessum hópi óslitnum á stöðum
kringum Austurvöll allt síðan á
fjórða áratugnum.
Á árunum í kringum 1998
þáði hann síðan að vera í upp-
lestrarfélagi skálda, því er ég
nefndi Hellasarhópinn, og var sá
hópur þá skilgreindur þannig,
að þar væru þau skáld sem
hefðu vitnað mikið í menningu
forn-Grikkja í ljóðum sínum.
Auk okkar tveggja voru fasta-
félagar þeir Sigurður A. Magn-
ússon og Kristján Árnason. (En
sá hópur lifir áfram enn, í frjáls-
legra formi, undir nafninu Hell-
as-hópurinn.)
Gunnar Dal átti ríkastan þátt
í að breyta kaffihúsahópnum
okkar í skáldahóp. Af samtölum
hans eru mér minnisstæð efni
svo sem: um tunglið sem tákn í
evrópskri goðsögu; um samfélag
apakattanna á Indlandi; kynni
hans af goðsagnarithöfundinum
Robert Graves á Spáni; og
reynsla hans af mötuneytum á
Spáni á æskuárum sínum. Einn-
ig hreifst ég af raunsæislegum
tökum hans á lífshlaupi fólks í
fræðibókinni hans Grískir heim-
spekingar.
Mér er ljúft að minnast hans
með því að birta brot úr ljóði
mínu Blómið svarta, vegna þess
að titillinn minnir mig á ljóð úr
forn-indversku bókmenntasög-
unni, en innihaldið fjallar um
gríska goðsögu. En í sínu
bundna formi, í bók minni
Kvæðaljóðum og sögum (2008),
endar það á þessu erindi:
Dísina svo örmagna burt dregur,
og loks við tekur dimmur Heljar-
vegur.
Vetrarlangt mun móðir hennar leita,
miður sín og kornvöxt ekki leyfa.
Tryggvi V. Líndal.
Ég hef verið aðdáandi Gunn-
ars Dal áratugum saman og á
nokkrar af bókum hans. Vissi að
hann sat á morgnana niðri á
Café París og langaði oft að fara
og hitta hann til að ræða heim-
spekina og trúmálin.
Eitt sinn er ég var með Spiri-
tual Emergency eftir heilabæð-
ingu og uppskurð árið 2004, eða
kundalini-krafturinn var kominn
upp yfir höfuðið á mér, stóð ég
fyrir utan Borgarspítala og
hringdi í hann. Var einnig með
höfuðkúpubrot efst á höfðinu
sem læknarnir á B-2 uppgötv-
uðu aldrei. Ég var að reyna að
fá að leggjast aftur inn á Borg-
arspítalann, en sagt var að ekk-
ert pláss væri til á allri stofn-
uninni. Ég hringdi til Gunnars
og talaði við hann í klukkutíma í
gemsann minn fyrir framan
spítalann og sagði honum alla
sögu mína, að ég hefði verið dul-
fræðinemi frá 12 ára aldri.
Stjórn Ganglera hringdi alltaf í
mig þegar út kom bók eftir
Gunnar og ég keypti þær. Sagði
honum hver meistari minn væri
og að ég hefði fengið margar
hugljómanir og innri lögmál í
vitundina. Í lok samtalsins sagði
Gunnar við mig: „Þú ert barn
ljóssins.“
Í júní sl. heimsótti ég Gunnar
á Hrafnistu í Hafnarfirði með
bók frá námskeiði þar sem öll
mýstíkin er útskýrð út frá geó-
metríu, stærðfræði, Binary se-
quences og Fibernocci sequen-
ces ásamt blómavendi. Í bókinni
eru ótal teikningar af hinum
ýmsu vitundum skv. geómetr-
ískum teikningum. Ekki var haft
fyrir að snyrta Gunnar svo ég
fékk lánuð skæri og snyrti gráu
augabrýrnar hans, sem uxu nán-
ast niður fyrir augun og augn-
hárin. Við settumst inn á setu-
stofu og spjölluðum saman í
tvær klukkustundir. Þegar ég
sýndi honum hið geómetríska
form Kristvitundarinnar sagði
Gunnar: „Ég er í Kristvitund-
inni nú þegar.“ „Já,“ svaraði ég,
„ég veit það“, en Kristvitundin
er alhvít með bleikum tón og
þangað var ég einu sinni tekin.
Þar er óumræðanlega mikill
kærleikur og viska. Nú er Gunn-
ar, okkar merkilegasti heim-
spekingur síðustu og þessarar
aldar, farinn í Ljósið. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa drifið mig í
þessa heimsókn til hans á DAS.
Munurinn á Gunnari og Páli
Skúlasyni, fyrrverandi rektor
Háskóla Íslands, er að í heim-
speki Páls er enginn Guð til, en
Aristóteles klauf Guð frá heim-
spekinni.
Að lokum vil ég senda honum
ljóð eftir mig er ég orti eftir að
hafa byrjað á öðrum kafla um
Ljósið eftir Richard P. Feyn-
mann nóbelsverðlaunahafa. Bók-
in er um skammtafræði Ljóss-
ins. Ljóðið heitir Skammtafræði
vitundarinnar:
Vitundin drakk
í sig Ljósið
og mettaðist.
Endurvarpaði
og endurgaf
Myrkrinu.
Þannig var Gunnar Dal. Gaf
ætíð frá sér Ljós og nú er hann
kominn til sjálfs Krists í Krist-
vitundinni. Sennilega var þetta
síðasta líf Gunnars, nema hann
ákveði að koma aftur til að
kenna mannkyninu visku og
kærleika Krists.
Sigfríð Þórisdóttir.
Gunnar Dal, minningin um
þig, orð þín til mín, mun lifa í
huga mér og hjarta alla mína
daga.
„Ég er ekki jafnfús til farar og vind-
urinn, samt verð ég að kveðja.
Við förumennirnir, sem leitum jafnan
hins fáfarna vegar, hefjum engan dag,
þar sem við gistum að kveldi, ekkert
sólris kemur til okkar, þangað sem
sólsetrið kvaddi okkur. Við ferðumst,
meðan jörðin sefur. Við erum fræ
hinnar lífseigu jurtar, og þegar blóm
hennar opnast, kemur vindurinn og
ber okkur um jörðina. Fáir voru dagar
mínir meðal ykkar og orð mín enn
færri. En hætti rödd mín að hljóma í
eyrum ykkar og fölni ást mín í minn-
ingu ykkar, þá mun ég koma aftur
með auðugra hjarta og tungu sem
auðsveipari er andanum, og tala til
ykkar.“
(Spámaðurinn bls. 91)
Kæri vinur, hvíl í faðmi
Drottins og blessuð sé ávallt
minning þín.
„Því að hvað er það að deyja annað
en standa nakinn í blænum og hverfa
inn í sólskinið … Og þegar jörðin
krefst líkama þíns, muntu dansa í
fyrsta sinn “
(Úr Spámanninum)
Sá Guð sem við trúum á er
Guð allrar huggunar.
Jónína Benediktsdóttir.
Hönd er stirð, og hjartað slær ei
meir.
Harpan er þögnuð, brostinn strengur
hver.
Í týndan grafreit lík mitt lögðu þeir.
Ljóð mitt skildi ég eftir handa þér.
Úr fortíðinni, minni gleymdu gröf,
af gulum blöðum flýgur kveðja mín
á vængjum tímans yfir aldahvörf,
og einhvern tíma kemur hún til þín.
(Gunnar Dal)
Ég er mikill gæfumaður að
hafa kynnst Gunnari Dal fyrir
20 árum. Hann tók mig strax
fagnandi í fangið og frá þeirri
stundu urðum við nánir vinir og
sálufélagar. Gunnar átti meiri
þátt í að mennta mig og móta en
nokkur annar maður frá þeim
tímamótum. Við áttum mjög
langar samverustundir bæði í
Hveragerði og á Hringbrautinni.
Hann miðlaði af þekkingu sinni
og reynslu um alheiminn,
þroskaferil mannsins og tilgang
lífsins. Þess á milli sátum við að
tafli.
Köllun Gunnars var að fræða
og mennta. Að sá fræjum fróð-
leiks og visku. Hann leit á sig
sem sáðmann eins og hann orð-
aði það sjálfur: „Rithöfundur er
sáðmaður ef hann er nokkurs
virði. Hann þarf að dreifa fræj-
um og vindurinn dreifir fræj-
unum, sama hvort hann blæs
með eða móti.“ Hann sagði um
sitt lífsstarf: „Ég byrjaði að
skrifa um indverska hugsun og
austurlenska hugsun vegna þess
að hún var upphafið í tíma. Síð-
ar skrifaði ég ekki minna um
gríska hugsun og enn síðar um
hugsun Vesturlandabúa. Ég hef
reynt að sýna fram á að þetta er
eðlileg samfelld þróun.“
Ég átti nokkur viðtöl við
Gunnar í ríkisútvarpinu 1997 og
1998, m.a. um upphaf og enda-
lok alheimsins, þróun mannsins,
heimspeki og trúarbrögð og
kristna kirkju. Árið 1999 kom
síðan út samtalsbók okkar fé-
laga þar sem við ræddum um
eðli mannsins og tilgang lífsins.
Að því verki loknu dró Gunnar
saman niðurstöðu af lærdómi
sínum og rannsóknum og bað
mig að koma henni á framfæri
hvenær sem færi gæfist. Hún er
þessi þrjú mikilvægu orð: Guð
er til.
Úr lindunum djúpu leitar
ást guðs til þín
yfir öll höf.
Hún ferjar þig yfir fljótið
og færir þér lífið að gjöf.
Og söngnum sem eyrað ei nemur
þér andar í brjóst.
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast á ný í nótt.
(Gunnar Dal)
Baldur Óskarsson.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi
PÁLL KRISTINSSON
Vélstjóri
Njarðvíkurbraut 32
Innri-Njarðvík
Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
föstudaginn 26. ágúst.
Útför auglýst síðar.
Kristinn Pálsson, Björg Valtýsdóttir,
Elín Margrét Pálsdóttir, Sigurður S. Guðbrandsson,
Vilhelmína Pálsdóttir, Ingólfur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma
RAGNHEIÐUR JÓNA JÓNASDÓTTIR
Hraunbæ 76
lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 26
ágúst.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju
miðvikudaginn 31 ágúst kl 13.
Þeir sem vilja minnast hennar er bent á
FAAS.
Þorsteinn S. Ólafsson,
Ólafur J. Þorsteinsson, Hanna D. Gunnarsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
og barnabörn.
✝ Þuríður Guð-mundsdóttir
fæddist 22. apríl
1921 í Reykjavík.
Hún lést á Drop-
laugarstöðum 18.
ágúst 2011.
Foreldrar Þur-
íðar voru Ásrún
Jónasdóttir hús-
móðir og Guð-
mundur Þor-
grímsson
trésmíðameistari. Ásrún fædd-
ist á Halldórsstöðum í Reykja-
dal í Þingeyjarsýslu 1892 og
lést í Reykjavík 1985. Guð-
mundur fæddist í Efri-Rauðs-
dal á Barðaströnd 1888 og lést
í Reykjavík 1962. Bræður Þur-
íðar voru Jónas Guðmundsson
deildarstjóri á Ritsímanum, f.
1918, d. 1997. Hann var
kvæntur Helgu Ó.
Jóhannsdóttur, f.
1922 á Seyðisfirði.
Gunnar Guð-
mundsson gull-
smiður, f. 1930, d.
1964.
Fyrrverandi
maki Þuríðar var
Búi Petersen
kaupmaður, f.
1919 í Reykjavík,
d. 1973. Þau slitu
samvistir 1963. Dóttir þeirra
er Ásrún Lilja Petersen, f.
1953 í Reykjavík. Maki hennar
er David John McClean, f. í
Londonderry 1955. Sonur
þeirra er John Búi McClean
eðlisfræðingur, f. í Lond-
onderry 1985.
Útför Þuríðar fer fram í
kyrrþey.
Lítil stúlka sem ólst upp á
sjötta áratugnum átti sér uppá-
haldsfyrirmynd í vinahópi for-
eldra sinna. Það var falleg
kona, ljóshærð og með einstak-
lega blíð, brún augu. Í huga
stúlkunnar líktist konan einni
skærustu kvikmyndastjörnu
þess tíma, henni Kim Novak,
hvorki meira né minna! Síðan
var þessi kona svo góð við
stúlkuna, veitti henni mikla at-
hygli þegar hún kom í heim-
sókn, en því var ekki alltaf að
heilsa hjá fullorðnum gestum.
Að auki var hún líka frænka
hennar!
Átta ára átti telpan síðan því
láni að fagna að fá að dvelja hjá
fallegu konunni og manni henn-
ar í heilar sex vikur, því for-
eldrarnir voru erlendis. Heimili
hjónanna var einstaklega fal-
legt og svo áttu þau líka hund,
hana Siggí. Frúin var að auki
með mikil verkefni heima, en
hún litaði ljósmyndir á listileg-
an hátt og var mjög eftirsótt
sem slík, en þetta var fyrir
tíma litmynda. Telpan drakk í
sig þá list og reyndar allt sem
vinkona hennar, eða öllu heldur
fóstra, gerði. Þau hjónin voru
þá barnlaus en þráðu að eign-
ast barn. Því voru gælurnar
enn meiri í þessu stutta fóstri,
sem lifir í minningunni eins og
gerst hafi í gær.
Þau Þuríður Guðmundsdótt-
ir, eða Didda, og Búi Petersen
voru sjálfsagður hluti æsku
minnar enda tíðir gestir á
heimilinu og við hjá þeim.
Stuttu eftir að fóstri mínu
lauk, fengu þau heitustu ósk
sína uppfyllta, þegar Ásrún
Lilja dóttir þeirra kom til sög-
unnar. Mikil var gleði vina
minna.
Ásrún og móðir hennar áttu
afar fallegt samband. Fékk ég
að fylgjast með uppvexti Ás-
rúnar – allt þar til hún komst á
táningsárin og ég orðin upp-
tekin móðir og námsmaður. Ég
uggði ekki að fyrr en Ásrún var
orðin fullvaxta, stúdent og
komin á erlenda grundu. Ásrún
giftist á Írlandi og býr þar enn
með fjölskyldu sinni, en afar
trygg móðurjörðinni..
Þuríður var mikil vinkona
móður minnar og Búi einn besti
vinur föður míns, enda hesta-
maður eins og hann. Búi rak
verslun við hlið ljósmyndaversl-
unar Hans Petersen, kennda
við föður hans, en Búi verslaði
á sumrin aðallega með allt sem
veiðimenn vanhagaði um, á
vetrum með leikföng og tóm-
stundavörur. Ég fékk tækifæri
til að vinna sumarlangt og um
jól hjá Búa, sem var skemmti-
leg og góð reynsla. Langt er
síðan Búi Petersen féll frá.
Þuríður – Didda, eins og ég
þekkti hana, lét sér annt um
mig alla tíð. Alltaf fann ég
sömu elsku frá henni og hvatn-
ingu. Þær móðir mín héldu
góðu sambandi allt fram að því
að móðir mín féll frá fyrir fjór-
um árum. Þuríður var sjúkling-
ur síðustu áratugi en ég fékk
reglulega frásagnir af líðan
hennar, því móðir mín var iðin
við heimsóknir. Sjálf skammast
ég mín fyrir að hafa ekki sótt
meira til hennar.
Fyrir skömmu skaut niður í
kollinn á mér að ég yrði strax,
á stundinni, að heimsækja
fóstru mína. Hún var orðin afar
veikburða og blundaði, svo fal-
leg en þreytt. Tók ég um hönd
hennar, kyssti enni, þakkaði
fyrir umhyggju og elsku og bað
fyrir henni.
Nú er mál að þakka aftur
fyrir sig og fela vinkonu og
fóstru almættinu.
Lára Margrét Ragn-
arsdóttir.
Látin er í hárri elli Þuríður
Guðmundsdóttir eða Didda eins
og hún var jafnan kölluð.
Didda var konan hans Búa
Petersen, móðurbróður okkar,
og var því ein af þeim fullorðnu
manneskjum sem vörðuðu
bernsku okkar og annarra
barnabarna Guðrúnar móður-
ömmu okkar. Búi var þriðji
elstur af sex systkinum, fæddur
1919 og látinn 1973. Þau systk-
in eru nú öll látin og einnig
makar þeirra. Didda var sú
þeirra sem lifði lengst og hefur
hún einnig lifað flestar vinkon-
ur sínar. Hún var ljúf í um-
gengni og barngóð, hafði fallegt
bros, fríð og glæsileg og bar sig
vel og var ævinlega smekklega
klædd. Didda var ungleg fram
eftir öllum aldri, óvenju slétt í
andliti, orðin níræð, með ljósan
háralit sem hélst óbreyttur.
Samt voru síðustu árin henni
oft erfið vegna ýmissa kvilla þó
að vel væri hugsað um hana á
Droplaugarstöðum. Fjölskylda
Diddu var samheldin og ástrík,
móðir hennar Ásrún var fé-
lagslynd og söng í kór, mynd-
arleg húsmóðir og gestrisin
enda tíður gestagangur af
skyldfólki utan af landi. Fað-
irinn hæglátur og ljúfur, spilaði
á orgel, mikill listasmiður og
skar út og smíðaði húsgögn
sem prýddu heimilið og síðar
heimili Diddu.
Gott samband var milli
Diddu og bræðra hennar Jón-
asar og Gunnars. Foreldrar
Diddu áttu sumarbústað við
Hafravatn sem okkur börnun-
um þótti langt uppi í sveit en
þangað var okkur stundum
boðið í berjamó. Bústaðurinn
stóð uppi í hlíð og við fengum
að skríða í berjaleit um brekk-
una sem okkur þótti brött. Í
minningunni var ævinlega sól í
þessum berjamó. Ásrún
mamma Diddu bað svo mág-
konur hennar að færa sér aftur
hratið þegar þær höfðu lagað
krækiberjasaftina sem þá var
gjarnan gerð og svo stráði hún
hratinu um móann til að fá
meira berjalyng.
Didda og Búi ferðuðust til
suðrænna landa löngu áður en
það varð algengt og tóku þá
gjarnan kvikmyndir á 8mm vél
af ferðum sínum. Það þótti æv-
intýralegt. Bæði voru þau
handlagin,
Búi áhugasamur og góður
smiður og gerði skartgripi í
tómstundum og einnig mikill
hestamaður og Didda vann um
tíma, löngu fyrir daga lit-
mynda, við að lita stækkaðar
svarthvítar ljósmyndir, talsvert
nákvæmnisverk. Einn veturinn
fékk Hans bróðir að dvelja hjá
þeim hjónum nokkrar vikur
þegar foreldrar okkar fóru utan
og voru þau honum mjög góð.
Didda og Búi eignuðust eina
dóttur 1953, Ásrúnu Lilju, og
var hún þeim og móðurforeldr-
unum mikill gleðigjafi. Guð-
mundur afi gætti þess ávallt að
vera nýrakaður þegar hún kom
í heimsókn svo að skeggbrodd-
arnir styngju hana ekki. Ásrún
hefur búið erlendis undanfarna
áratugi, lengst af á Norður-Ír-
landi, en hefur komið heim til
Íslands reglulega með manni
sínum John og syni þeirra John
Búa til að sinna móður sinni.
Didda bjó lengi ein eftir að
þau Búi slitu samvistir og hann
lést. Hún vann þá hjá Símanum
en fór síðar á Droplaugarstaði
þar sem hún dvaldi frá árinu
2004 og naut góðrar umönn-
unar.
Við systkinin sendum Ás-
rúnu og fjölskyldu hennar inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning góðrar konu.
Guðrún, Hans, Elín
og Júlíus Agnarsbörn.
Þuríður
Guðmundsdóttir