Morgunblaðið - 29.08.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.08.2011, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 ✝ Hanna LiljaValsdóttir fæddist á Fæð- ingarheimilinu í Reykjavík 22. apríl 1975. Hún lést af barns- förum á Land- spítala í Foss- vogi 14. ágúst 2011. Valgerður Lilja Gísladóttir fæddist 13. ágúst 2011. Hún lést 20. ágúst 2011. Foreldrar Hönnu Lilju eru Guðrún Sigurðardóttir heim- ilisfræði- og útikennari við Var- márskóla, f. 16. janúar 1951, og Valur Steinn Þorvaldsson búfræðikandídat, bóndi og fv. ráðunautur, f. 15. apríl 1945, þau búa á Minna-Mosfelli í Mos- fellsdal. Systkini Hönnu Lilju eru: 1) Sigríður Þóra Valsdóttir viðskiptafræðingur og fjár- málastjóri, f. 9. mars 1977, maki 20. júlí 2002 Ingólfur Kristján Guðmundsson við- skiptafræðingur og fjár- málastjóri, f. 28. nóvember 1975. 2) Sigurður Már Valsson verkfræðingur hjá Geovest- Haugland í Molde í Noregi, f. 2. ágúst 1982, maki 25. júlí 2009 Dröfn Helgadóttir B.Sc. í um- hverfis- og byggingaverkfræði og byggingafulltrúi í Molde í Noregi, f. 22. mars 1984. Hanna Lilja giftist 1. febrúar Lilja var lífsglöð og mjög fé- lagslynd og búin listrænum hæfileikum. Hún lagði um tíma stund á nám í klassískum söng, málaði myndir og var listrænn og snjall ljósmyndari. Hún var hugmyndarík, áræðin og kraft- mikil og hafði jafnan mörg járn í eldinum. Hún kom að ráðgjöf og rekstri margra fyrirtækja og sá fyrir stór verkefni í fram- tíðinni. Hanna Lilja kom víða við í atvinnulífinu og skaraði gjarnan fram úr. Á sumrum frá fermingu til tvítugs vann hún hjá Hótel Eddu á Laugarvatni, síðan hjá söluskrifstofu Flug- leiða í Reykjavík og hjá flug- félaginu SAS í Stavanger í Nor- egi, hún var um tíma hótelstjóri Hótels Eddu á Laugarbakka í Miðfirði, á Hellissandi og í Skógum undir Eyjafjöllum. Hún var ferðasölumaður hjá Íslensk- um ævintýraferðum og Activity Group og þjónustustjóri hjá ISS á Íslandi. Hún kenndi börnum fyrst sem leiðbeinandi í Kárs- nesskóla, en varð síðar kennari í Sæmundarskóla og Folda- skóla. Með öðrum stofnaði hún og rak lítið netfyrirtæki á sviði húsaleigumiðlunar, en starfaði sjálfstætt við sölu á Zinzino- kaffivörum þegar hún lést. Útför Hönnu Lilju og dóttur hennar Valgerðar Lilju fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 29. ágúst 2011, kl. 15. Mæðgurnar verða jarðsettar í Mosfellskirkjugarði. 2003 Gísla Kristbirni Björns- syni lögfræðingi hjá Lagarök- um, f. 8. janúar 1971. Foreldrar hans eru Anna Filippía Sigurð- ardóttir þroskaþjálfi, f. 13. júní 1954, og Björn Ottó Hall- dórsson iðnskólakennari, f. 7. september 1953. Börn Hönnu Lilju og Gísla eru: 1) Þorkell Valur, f. 15. ágúst 2003, 2) Guðrún Filippía, f. 18. apríl 2007, 3) Valgerður Lilja, f. 13. ágúst 2011, d. 20. ágúst 2011, og 4) Sigríður Hanna, f. 13. ágúst 2011. Hanna Lilja ólst upp á Sel- fossi og Laugarvatni fram til 12 ára aldurs, en síðan í Mos- fellsbæ. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1995 og námi í Ferðaskóla Flugleiða 1996. Hún nam ferða- málastjórnun við Stavanger Hotel Högskole í Noregi og út- skrifaðist þaðan 2000, og lauk síðan kennaraprófi frá Kenn- araháskólanum 2008. Hanna Elsku hjartans Hanna mín, ástin mín, engillinn minn, engin orð fá því lýst hvað ég sakna þín mikið, hvar ég er. Ég hef aldrei, fyrr en nú, skilið hvað einskis- mannsland er, upplifi mig þar, al- veg týndan, aleinan án þín og sakna þín svo ólýsanlega mikið. Söknuðurinn er endalaus, og hann er svo sár. Sárari en nokkuð getur lýst. Svo sár að mig verkjar. Í hjartað og alls staðar. Að lifa án þín er erfitt, örugglega erfiðasta hlutverk sem ég hef og mun nokkurn tíma takast á við. Minn mesti styrkur er minningin um þig, allt sem við áttum saman, líf- ið sem við lifðum, sem við biðum með nýjum degi. Þessi fallega minning sem ég á í hjartanu. Um þig og mig, okkur saman hönd í hönd, með Þorkel Val og Guð- rúnu Filippíu. Þau eru svo sterk, en sakna mömmu sinnar og syst- ur óendanlega mikið. Stundum tölum við um ykkur, og þau spyrja hvar þú sért. Af hverju þú hafir þurft að fara. Og ég veit ekkert hverju ég á að svara, ekki heldur spurningunum mínum. Minningin um framtíðina sem við plönuðum, með öllum börnunum fjórum. Og minningin um þig mun lifa, ég gæti þess og ásamt okkar fólki passa ég upp á Þor- kel, Guðrúnu og Sigríði Hönnu, alltaf og að eilífu. Og þú passar Valgerði Lilju. Það veitir mér hugarró að vita af ykkur saman, en angistin er samt eins, sökn- uðurinn er eins. Að fá og vinna ást þína var mitt mesta afrek í lífinu, mitt mesta stolt, mín mesta ást. Það er sama hvert ég lít, mér finnst oft að ég sjái þig. Þig með þitt geislandi bros, fallegu augu og mjúku varir og þitt fallega, tign- arlega fas. Svo „absolútlí fabjú- löss og svo absolútlí gordjöss“ … Svo einstök. Þú ert með svo fal- legt hjarta, svo mjúkt, svo fal- legt. Yndislegt hjartalag, hisp- urslaust, göfugt og hlýtt. Þannig var hjartað þitt, þannig var ást þín. Þannig minnist ég þín. Fyrir það greipstu hjarta mitt. Fyrir það elska ég þig. Alltaf. Fyrir það sem þú ert. Og ég veit að ég hitti þig aftur, seinna. Haustið blæs um kalið hjarta, þar sem eitt sinn lifði framtíðin bjarta, og áttum þar saman, ég og þú, okkar ævikvöld, í ást, von og trú. Eftir stendur mynd, en enginn hljómur, hjartað mitt er kalið, ég er tómur. Þar birtist ætíð falleg hilling, og lifir skært þín fagra minning. (Gísli) Elsku hjartans litla dóttir mín, Valgerður Lilja, ég á engin orð yfir ást mína á þér eða söknuð minn til þín. Þú varst svo falleg, svo fullkomin, svo lítil. Svo björt. Með þitt mikla, ljósa hár. Ég þakka Guði eilífum þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér þennan tíma, sem þó var allt, allt of stuttur. Að fá að halda á þér, finna mjúka hárið þitt, halda í hönd þína og finna hjartað þitt slá. Það gaf mér von. Von um að þú lifðir, og sú von var svo sæt, svo dýrmæt. Hún veitti mér hlýju í þessum mikla harmleik. En þú fórst til mömmu, og ég veit að þú gefur henni þessa sömu hlýju og ást og þú gafst mér. Og færð alla hennar hlýju og ást, sem er sú mesta sem til er. Það veit ég. Hún passar þig. Þið passið hvora aðra. Ég elska ykkur, alltaf, elskandi eiginmaður og pabbi, að eilífu, Gísli. Fyrir réttum tíu árum varð hamingjan á vegi hans Gísla, son- ar míns. Hanna Lilja gekk inn í hans líf á fallegu ágústkvöldi og frá þeirri stundu vissi ég að þarna var hún komin, konan hans Gísla míns, svo falleg, glaðleg og skemmtileg. Það er með sárum trega sem ég sest og skrifa þessi kveðjuorð um hana Hönnu Lilju, tengdadóttur mína, og hana litlu Valgerði Lilju, dóttur þeirra Gísla, sem kaus að kveðja okkur aðeins sex daga gömul og fara ásamt móður sinni þangað sem þeim er ætlað hlutverk sem við hin skiljum ekki. En mitt í allri þessari þungbæru sorg og órétt- læti þá finn til þakklætis til henn- ar Hönnu minnar fyrir að hafa verið hamingjan hans Gísla míns, þó aðeins væri þennan stutta tíma. Og ég er þakklát henni hjartans yndislegu Valgerði Lilju minni fyrir að hafa gengið með okkur þennan stutta spöl. Hanna Lilja var sterk kona og saman voru þau Gísli sterk heild. Það er fallegur dagur í minn- ingunni, brúðkaupsdagur þeirra Hönnu og Gísla, þann 1. febrúar 2003. Það voru hamingjusöm hjón sem hófu göngu sína saman til móts við lífið. Fjölskyldan stækkaði og tvö sterk og yndisleg börn, Þorkell Valur og Guðrún Filippía, litu dagsins ljós og ólust upp í öryggi og ástúð foreldr- anna. Hanna hafði byrjað í kennara- námi í fyrra barneignarleyfi sínu og lauk því svo í því seinna. Hanna Lilja var nefnilega ekki í barneignar„fríi“. Þessi tími skyldi nýttur til gagns! Við áttum margar skemmtilegar samræður um kennslu- og uppeldismál því á þeim hafði hún sterkar skoðanir, eins og á velflestu öðru. Skömmu eftir áramótin sögðu þau Hanna og Gísli mér að nú væru væntanleg fleiri barnabörn; ekki eitt, heldur tvö. Það var ynd- islegt að fá að fylgjast með því hvernig fjölskyldan undirbjó komu nýrra einstaklinga undir dyggri stjórn Hönnu. Allt var undirbúið af alúð og röggsemi. Í hvert skipti sem ég kom í heimsókn var verið að huga að einhverju; stóru eða smáu. Stundum fékk amman að taka til hendinni, t.d. við að brjóta saman pínulitlar flíkur og það var svo falleg sjón að fylgjast með henni Hönnu brjóta saman, raða og ganga frá. Fyrir þessar stundir er ég svo þakklát nú þegar þær eru horfnar á braut, hún Hanna Lilja mín og elsku litla Valgerður Lilja. Litla Sigríður Hanna glím- ir enn við að reyna að dafna á vökudeild og við þökkum Guði fyrir hverja stund. Eftir sitjum við og höfum engin svör við því hvers vegna yndisleg móðir fjög- urra barna er hrifsuð frá þeim. Og engin svör við því hvers vegna lítið barn þarf að kveðja þennan heim. En eitt veit ég þó; þær munu ávallt lifa með okkur. Hér gæti ég setið lengi og skrifað um þær góðu stundir sem við áttum saman elsku Hanna mín og um hana litlu Valgerði Lilju. En ég læt þessi fáu orð nægja sem kveðjuorð til ykkar. Ég bið góðan Guð að vaka yfir ykkur og leiða til nýrra heima og gefa Gísla mínum, börnunum ykkar og öðrum ástvinum styrk í þessari miklu sorg. Hvílið í friði elsku Hanna Lilja og Valgerður Lilja. Anna Filippía Sigurð- ardóttir, tengdamóðir og amma. Elsku Hanna mín. Ég þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Áður en ég hitti þig fyrst hafði ég miklar væntingar um að framtíð- areiginkona hans Gísla bróður míns yrði að vera falleg, fyndin og skemmtileg kona. Svo þegar ég hitti þig fyrst í Hlíðarásnum, níu ára gömul, þá var ég viss um að þú uppfylltir allar þessar væntingar mínar. Þú varst bæði undurfögur, bráðfyndin og stór- skemmtileg. Þú varst augljóslega konan hans Gísla bróður míns. Ég veit að þín bíður mikilvægt hlutverk hvar sem þú ert og ég veit að þú munt klára það með stæl eins og allt sem þú hefur tekið þér fyrir hendur. Valgerður Lilja, litla fallega stelpan þín, lifir nú hjá þér og báðar munuð þið alltaf lifa í minningu minni. Ég gæti englanna þinna þriggja; Kela, Duggú og Sigríðar Hönnu, og held hlýjum örmum utan um hann Gísla þinn. Takk fyrir að vera yndislega eiginkon- an hans Gísla og hjartahlýja mamma barnanna ykkar. Þú hafðir alltaf ákveðnar hug- myndir um hvað væri mér fyrir bestu í framtíðinni og þó að ég færi aðrar leiðir þá studdir þú mig og tókst þátt í gleðinni með fjölskyldunni yfir velgengni minni. Fyrir það verð ég þér allt- af þakklát og ég veit að þú munt alltaf vera mér nálæg og styðja mig í því sem ég tek mér fyrir hendur. Megi englar guðs vaka yfir þér og Valgerði litlu og styrkja Gísla og börnin í sorginni. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu; minningu mína um þig mun ég alltaf varð- veita. Elsku Hanna Lilja mín og elsku litla Valgerður Lilja mín. Ég kveð ykkur með söknuði en jafnframt djúpu þakklæti. Fanney Ósk. Elsku Hanna Lilja. Það voru ákaflega slæm tíðindi sem okkur, á Miðbrautinni, bárust að morgni 14. ágúst síðastliðinn. Ég trúi því varla enn að svona hafi farið en það er viss huggun í því að sjá hversu sterkir þínir nánustu eru á þessum erfiðu tímum. Til að takast á við sorgina hef ég leitt hugann að góðum minningum gegnum árin. Mér hefur orðið ljóst að af nógu er að taka. Minn- ingarnar tengjast gleði og ham- ingju sem var án efa aðalsmerki þitt. Ég man sérstaklega eftir skíðaferð í Kerlingarfjöll þar sem þú hélst gleðinni uppi. Til að létta ferðafélögum þínum lundina dróstu upp úr fórum þínum snældu með Patsy Cline. Þetta var eina tónlistarefnið í ferðinni enda langt fyrir tíma nýjustu tækni. Við, á Miðbrautinni fylgdumst náið með skólagöngu þinni. Sög- urnar frá Menntaskólanum við Sund voru ófáar og ljóst að ýmsir kynlegir kvistir urðu á mennta- vegi þínum. Það má með sanni segja að þú hafir haft einstakt lag á að gera góða sögu enn betri. Þegar þú varst við nám og störf í Noregi var það fastur viðburður þegar þú komst í heimsókn, í skóaleyfum, að þú greindir frá af- rekum þínum þar ytra. Á þessum tímum varð það einnig að sið að horfa á afdrif Clark Griswold og fjölskyldu um hver jól. Það var ákaflega gaman þegar Gísli kom inn í líf þitt. Ég minnist líka þeirrar stundar þegar þið greinduð okkur, á Miðbrautinni, frá því þegar þú varst ólétt og áttir von á Þorkeli Val. Ég vil að lokum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Ég vona að þér líði vel á nýjum stað og að þú getir fylgst vel með þínum nánustu. Kristján Þorvaldsson. Hanna Lilja var fjögurra ára gömul, sæt lítil stelpa, þegar ég kynntist henni haustið 1979. Ég fékk það verkefni að passa þær systur hana og Siggu Þóru hluta úr degi. Á þeim tíma var ég að vinna í Húsmæðraskólanum að Laugarvatni en Guðrún mamma þeirra systra var kennari við skólann. Næstu ár á eftir deildum ég og Tóti mörgum stundum með Guð- rúnu og Val og börnum þeirra. Öll vorum við flutt á Selfoss og samgangur var mikill. Hanna Lilja var einstaklega lífleg og skemmtileg strax frá unga aldri, það háði henni þó í æsku að hún var með barnaexem sem olli henni bæði sársauka og erfiðleikum. Foreldrar hennar gerðu allt sem hægt var til að henni mætti líða sem best, oft var aðdáunarvert að fylgjast með því. Leitað var til færustu sér- fræðinga til að hún fengi sem bestu meðferð og sem betur fer lagaðist þetta eftir því sem hún eltist. Hún átti annars góða æsku, alin upp í skjóli einstak- lega góðra foreldra og fjölskyldu. Fyrir rúmum 20 árum flutti fjölskyldan frá Selfossi og við það urðu samskiptin minni. Alltaf var gaman að hitta Hönnu Lilju og er okkur t.d. minnisstæðar móttök- urnar þegar við heimsóttum hana þegar hún var hótelstýra á Laugarbakka, þá var tekið á móti okkur með myndarskap. Eins þegar hún kíkti við á Víðivöllun- um, það fylgdi henni frískandi blær, gleði og húmor sem gott er að minnast. Nú er allt í einu öllu snúið á hvolf í lífi fjölskyldu og ástvina Hönnu Lilju og enginn skilur til- ganginn. Kæru Guðrún, Valur, Sigga Þóra og Siggi Már. Eiginmaður, börn og aðrir ástvinir Hönnu Lilju, megi allar góðu og skemmtilegu minningarnar sem hún skilur eftir, veita ykkur styrk í sorginni. Ég og Tóti sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Guðmundsdóttir. Maður á ekki að skilja allt, sagði pabbi gjarnan við mig þeg- ar ég var ekki sáttur við lífsins óvæntu stefnur á yngri árum. Þótt ég hafi oft reynt að sættast við þessa lífsvisku er það stund- um svo óskaplega erfitt. Þannig var það og er nú eftir að ég heyrði að þú hefðir farið svo svip- lega frá okkur elsku vinkona. Spurningarnar eru þungar og margar og svörin engin. Margt fer í gegnum hugann, gamalt og nýrra af okkar samferð og langar mig að minnast nokkurs af okkar tíma saman. Þú fluttir í Mosfellssveitina okkar á tólfta ári, rétt í þann mund sem hún varð bær. Mér varð fljótlega ljóst að þú varst hress og skemmtileg stelpa og ekki í nokkrum vandræðum að koma fyrir þig orði. Ég vissi vel af þér en þú bjóst í öðrum hluta bæjarins sem við krakkarnir úr strjálbýlinu fórum lítð til. Okkar leiðir lágu því meira saman þegar við afréðum að mennta okkur á hagfræðibraut í MS. Það voru góð ár hjá okkur saman. Við skiptumst stundum á að keyra í skólann og það kerfi virkaði vel. Ég var á druslunni minni og þú á rauða Pulsarnum. Eins og við höfum oft rætt hafði ég mikið aukna svefnþörf á þessum vaxt- arárum og þú varst með afbrigð- um ráðagóð að koma mér vel vak- andi í skólann. Útvarpið var þanið og ekki síður raddböndin hjá söngelskri og hljómfagurri unglingsstelpu. Það sem gerði al- veg út um að ég byrjaði daginn með blundi var aksturslagið. Ég var fljótur að sjá að þessi sak- leysislegi smábíll var úlfur í sauð- argæru undir þinni stjórn. Í bekknum hjá okkur má öllum ljóst vera sem þig þekktu fyrr og síðar að þar var mikill gleðigjafi á ferð. Þú fannst spaugilega vinkla á flestu því sem á okkar leið varð yfir daginn og það hélt mér oft gangandi í námi sem ég undi mér ekkert of vel í. Þú gerðir líka góð- látlegt grín að þér og mér jöfnum höndum og ekki kom ég að tóm- um kofunum við nauðsynlega ráðgjöf í mínum helgustu málum. Þegar ég horfi til baka er mikið sem ég á þér að þakka frá þess- um þroskatíma okkar saman Hanna mín. Ég veit að þú barst vel skyn á þörfina á því að styðja við mig í gegnum námið okkar eins og áður segir og ekki síður að leggja grunninn að því að kenna mér að gera grín að sjálf- um mér og taka ekki of alvarlega. Það er svo margs að minnast frá þessum tíma sem rúmast ekki að skrifa um hér. Ég mun alltaf geyma þessar minningar tryggi- lega í huga mér með breiða bros- inu þínu og útgeislun. Þó svo að samverutími okkar minnkaði eft- ir menntó, mánuðir og jafnvel ár liðu milli þess sem við hittumst, skipti það svo litlu máli. Það var ætíð eins og við hefðum heyrst síðast í gær. Þegar við spjölluð- um saman eftir að þú kynntist honum Gísla þínum og þið eign- uðust yndislegu börnin ykkar var ætíð sami hamingjutónninn í þér. Ég var aldrei í vafa um að þið bæði hittuð algjörlega í mark að finna hvort annað og ég sam- gladdist þér mikið með ríkidæm- ið þitt. Ég óska þess svo innilega að allir þínir nánustu haldi styrk áfram veginn án þín. Það er komið að erfiðum leið- arlokum. Við sjáumst einhvers staðar, einhvern tímann aftur elsku Hanna mín. Þinn vinur, Halldór Víglundsson. Elsku Hanna Lilja, mikið sær- ir það hjartað mitt að þurfa skrifa um þig minningargrein. Ég man hvað það var fyrsta sem þú sagðir við mig eftir að við höfðum samband aftur við hvort annað sumarið 2008, sem var eitthvað á þá leið hvað ég hefði skrifað fallega minningagrein um bekkjarbróður okkar sem lést langt fyrir aldur fram eins þú. Og nú sit ég í sömu sporum og geri það við þig, hver hefði trúað því. Ég man þegar ég sá þig í fyrsta skiptið sem hefur verið haustið 1987, þegar þú fluttir í Mosfellsbæinn frá Selfossi. Þú geislaðir af orku og útgeislun og fór það ekki fram hjá neinum að það væri komin ný stelpa í hverf- ið. Við urðum samferða það sem eftir var grunnskólans og eftir það skildi leiðir eins og oft vill verða þegar Menntaskólaárin hefjast. Það var svo um sumarið 2008 sem við hittumst aftur í gegnum facebook. Ég var svo þess heiðurs að- njótandi að starfa með þér í skipulagningu endurfunda fyrir okkar árgang tvívegis. Þvílíkum áhuga og metnaði hef ég varla kynnst áður. Þú varst alltaf hress og kát og sátt við lífið og tilveruna og lífið virtist blómstra hjá þér, orðin gift tveggja barna móðir og tví- burar á leiðinni, það er svo sárt að kveðja þig að ég fæ engum orðum að því komið. Ég þakka þér fyrir samleiðina, Hanna Lilja, og bið guð að styrkja Gísla, börnin ykkar og fjölskyldu á þessum erfiðum tím- um. Þinn vinur Gestur Valur. Elsku Hanna Lilja, hvar á ég að byrja? Við hittumst fyrst sum- arið 1989 þegar ég var að byrja Hanna Lilja Valsdóttir og Valgerður Lilja Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.