Morgunblaðið - 29.08.2011, Page 28

Morgunblaðið - 29.08.2011, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 Það stefnir í mjög gott haust í bíóhúsum borgarinnar, því margar íslenskar bíómyndir verða frumsýndar á næstunni. Í lok vikunnar verður myndin Á annan veg eftir Hafstein G. Sigurðsson frumsýnd og viku seinna verður nýjasta Sveppa- myndin í leikstjórn Braga Hin- rikssonar frumsýnd. Búast má við að Græna ljósið verði með einhverja hátíð í haust en stærsti viðburðurinn er Al- þjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík sem verður núna í seinni hluta septembermán- aðar. Á hátíðinni verður mynd- in Eldfjall í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar frumsýnd en þar verður úr mörgum góðum er- lendum bíómyndum að velja, flestallt myndir sem íslensk- um áhorfendum gæfist annars ekki kostur á að sjá. Hrönn Mar- inósdóttir hefur stýrt hátíðinni með sóma frá upphafi en það var árið 2003 sem hún var haldin í fyrsta sinn. Bíóveisla HAUSTIÐ Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það er mikil veisla í Kringlunni þessa dagana þarsem Sambíóin halda hátíð sem þeir nefna Kvik- myndadagar í Kringlunni. Margar perlur verða til sýningar, einsog The Tree of Life, Red Cliff, Baaria, Rabbit Hole og fleiri. The Tree of life hefur lengi verið beðið eftir, en það er nýjasta mynd hins sérlundaða leikstjóra, Terrence Malick. Hann vakti mikla athygli með bíómyndunum Badlands (1973) og Days of Heaven (1978) sem hann vann leikstjóraverðlaunin fyrir árið 1979. En svo hvarf hann af sjón- arsviðinu og gerði ekki bíómynd í heil tuttugu ár, allt þar til hann gerði The Thin Red Line árið 1998 sem sló líka í gegn. Síðan þá hefur hann komið með myndir á nokkurra ára fresti og þessi síðasta er búin að vera lengi í framleiðslu. Upphaflega var stefnt að frumsýningu árið 2009 en svo var því frestað um eitt ár og svo enn eitt ár. Hún var loksins frumsýnd í vor á Cannes-hátíðinni og gerði sér lítið fyrir og vann að- alverðlaunin. Aðalleikarar mynd- arinnar eru Brad Pitt, Sean Penn og Jessica Chastain. Myndin er óskaplega falleg en erfið fyrir marga áhorfendur þarsem fáum reglum um framvindu söguþráðar er fylgt. Myndin hefst á tilvitnun í Jobsbók: „Hvar varstu þegar ég grundvallaði jörðina? ... þegar morgunstjörnurnar sungu saman gleðisöng og allir synir Guðs fögn- uðu?“ Myndin fjallar um fimm manna fjölskyldu í Texas um miðja síðustu öld, hjón og þrjá stráka sem þau eiga. Myndin hefst á því að móðirin fær tilkynningu um andlát eins sonar síns. Sean Penn sem leikur einn strákanna, Jack O’Brien, uppkominn segir föður sín- um sem leikinn er af Brad Pitt að hann hugsi um bróður sinn á hverj- um einasta degi. Fyrir utan bygg- inguna hjá Jack er verið að gróð- ursetja tré og myndin fer alla leið aftur til uppruna lífsins og alheims- ins. Uppruni plánetna og lífsins á jörðu er umfjöllunarefnið í þónokk- urn tíma áður en farið er aftur til fjölskyldunnar í Texas. Uppvexti strákanna er síðan lýst en foreldr- arnir sem báðir elska börn sín mik- ið, sýna samt ást sína misjafnlega. Faðirinn er strangur en móðirin er það ekki. Red Cliff Kínverska bíómyndin Red Cliff var gerð af John Woo árið 2008 en rataði einhverra hluta vegna aldrei á íslenskan markað. Um er að ræða dýrustu mynd sem gerð hefur verið í Asíu að sögn framleiðenda. Um- fjöllunarefnið er fræg orrusta sem var háð árið 208 og olli straum- hvörfum í kínverskri sögu. Orrustan varð í lok Han-tímabilsins og mark- aði upphaf hinna þriggja konungs- ríkja sem áttu eftir að vera allsráð- andi í Kína í nokkurn tíma á eftir. Í upprunalegri gerð myndarinnar er hún tæpir fimm klukkutímar að lengd og var sýnd í Asíu í tveimur hlutum. En þegar hún var sýnd á Vesturlöndum var hún sýnd í einum hluta og mun styttri, aðeins rúmir tveir klukkutímar. Það er sú útgáfa sem er til sýningar á hátíðinni í Kringlunni. Myndin sló öll aðsókn- armet í Kína en gekk ekki eins vel á Vesturlöndum. Woo sem leikstýrði myndinni hefur sagt svo frá að hann hafi ekki fylgt sögulegum stað- reyndum nema að litlu leyti. Upp- lifun nútíma áhorfenda hafi verið látin ganga fyrir. Woo sem varð heimsfrægur fyrir hasarmyndir einsog Face/Off og Mission Imposs- ible 2 lætur ekki staðreyndir vera að þvælast fyrir sér þegar hann gerir hasarmyndir. Rabbit hole Nicole Kidman kom þessari mynd af stað og leikur eitt aðalhlutverkið í henni. Myndin er gerð eftir sam- nefndu leikriti eftir David Lindsay- Abaire sem var frumsýnt árið 2005. Bíómyndin var frumsýnd í desem- ber á síðasta ári. Þetta er drama sem fjallar um par sem reynir að komast yfir andlát sonar síns. Þau hafa mismunandi meiningar um hvað sé besta aðferðin, en Becca (Kidman) vill selja eða henda öllu sem minnir á son þeirra en Howie (Aaron Eckhart) vill það ekki. Hann vill líka að þau eignist annað barn og því er Becca andsnúin. Þetta er drama sem fékk ágæta dóma en ekki mikla aðsókn í Bandaríkjunum. Baaria og fleiri Á hátíðinni er ítölsk mynd sem hljómar spennandi en hún nefnist Baaria og var frumsýnd árið 2009. Hún var opnunarmynd Feneyjar-festivalsins það ár og fjallar um lífið í þorpi á Sikiley á síðustu öld. Tímabilið sem hún spannar er ein sextíu ár eða frá því um 1920 til 1980. Myndin fjallar um þrjár kynslóðir á þessum tíma og er öðrum þræði upphafning á baráttu vinstri manna og öfga-vinstri manna á Ítalíu. Þá er bandaríska bíómyndin Fair Game á hátíðinni en hún fjallar um hið fræga njósnamál Valerie Plame. Myndin er byggð á bókinni sem hún gaf út um málið. Aðstoðarmaður forsetans George Bush, Karl Rove, kom upp um bandaríska njósnarann Plame þegar eiginmaður hennar hafði gerst svo ósvífinn að gagnrýna stefnu forsetans. Málið vakti heims- athygli og gaf Plame á endanum út bók um málið en á henni byggir bíó- myndin. Bandaríska bíómyndin Hesher er sýnd á hátíðinni með þeim Joseph Gordon-Levitt og Natalie Portman í aðalhlutverkum. Hún var frumsýnd í vor og fékk misjafna dóma en seg- ir frá einfara sem hefur gaman af eldi og af því að hatast út í sam- félagið. Um fyrstu bíómynd leik- stjórans Spencers Susser er að ræða. Casino Jack er bandarísk bíó- mynd með Kevin Spacey í aðal- hlutverki. Þetta er pólitísk satíra sem er byggð á sannsögulegum at- burðum í Washington DC. En árið 2006 var Jack Abramoff, bissness- maður og lobbýisti, dæmdur í margra ára fangelsi ásamt embætt- ismönnum í Hvíta húsinu fyrir ým- iskonar svindl og svínarí. Falleg Bíómyndin The Tree of Life er ekki fyrir alla, enda myndin löng og fylgir fáum reglum eða formúlum um frásagnarstíl en hún er óskaplega falleg. Uppruni lífsins kominn á hvíta tjaldið  Margar metnaðarfullar myndir á Kvikmyndadögum Kringlunnar  Allt frá hasarmyndum til ljóðrænna og pólitískra mynda  Stefnir í gott kvikmyndahaust í bíóhúsum borgarinnar Hrönn Marinósdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.