Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kría hefur verið að fæða unga sína norður í Grímsey síðustu daga, nokkrum vikum eftir að hún ætti að vera farin áleiðis til Suðurskauts- landsins í venjulegu árferði. Krían er ekki ein fugla um að vera seint á ferðinni því sömu sögu er að segja af lómi og fleiri tegundum, en að- eins eru nokkrir dagar síðan lómur sást með unga á Melrakkasléttu. Ævar Petersen, fuglafræðingur og sérfræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun, segir að ýmsar fuglategundir, bæði sjófuglar og vaðfuglar, hafi verið seint á ferð í sínum búskap á þessu sumri. „Það gerði óþverrahret í maímánuði og það var sýnu verra fyrir norðan heldur en hér sunnanlands, því þar snjóaði talsvert,“ segir Ævar. „Svo bættist ætisleysi við hjá sjófuglum fyrir sunnan land og vestan. Fyrir norðan er hins vegar loðna, bæði seiði og fullorðin loðna, sem er gott fyrir ýmsar fuglategundir.“ Kemst til fyrirheitna landsins Spurður hvort krían komist til vetrardvalar í fyrirheitna landinu segir Ævar að ekkert bendi til ann- ars. „Vissulega á krían langferð fyrir höndum en henni þarf ekki að reiða illa af. Við birtum vís- indaritgerð í amerísku tímariti fyr- ir tveimur árum um farflug kríunn- ar og við þessar rannsóknir settum við tæki, svokallaða ljósrita, á kríur og þá kom í ljós að þegar hún hverfur frá Íslandi og Grænlandi flýgur hún suður í haf. Krían stoppar síðan á miðju Atlantshafi og er þar í upp undir mánuð, en þarna virðist vera talsvert æti. Síðan heldur hún áfram suður á bóginn og það má hugsa sér að vetrardvölin verði styttri í vetur en venjulega. Krían verður hins vegar ábyggilega á sínum tíma hérna næsta vor. Ann- ars er krían farin að koma mun fyrr hingað til lands en hún gerði áður.“ Ævar segir að hjá lómnum til dæmis hafi gengið vel fyrir norðan í ár því hann borði stóra loðnu, en hins vegar hafi honum gengið öm- urlega fyrir Vesturlandi því þar éti hann sandsíli, sem alveg hafi vant- að síðustu ár. „Sama sagan er hjá kríunni fyrir Suður- og Vest- urlandi, því þar vantar sandsíli. Vegna loðnunnar fyrir norðan er betra ástand hjá fuglum þar þó svo að þessi seinkun hafi orðið.“ Mikil fækkun á ritu og ætisskortur áhyggjuefni Ævar segir að stofn lóms sé til- tölulega lítill við landið, um 1500 pör. Ætisskorturinn sé miklu alvar- legri fyrir fuglana en hretin sem geri flest sumur. Þau geti seinkað fuglinum, en flestir fuglar spjari sig að mestu. „Ég frétti fyrir nokkrum dögum af lómsungum á Melrakkasléttu og það er mjög seint fyrir þann fugl vegna þess að hann átti að vera far- inn fyrir um mánuði,“ segir Ævar. Hann segir að rannsóknir á fuglum hafi sýnt að lómurinn haldi til yfir vetrartímann á sundinu milli Ís- lands og Grænlands, en einnig suð- ur af Hvarfi og merktir fuglar héð- an hafi fundist í Evrópu og á Bretlandseyjum. Spurður um varanleg áhrif af æt- isskorti segir Ævar að ástæða sé til að hafa áhyggjur. „Ef það verður viðvarandi fæðuskortur eins og bú- ið er að vera í 6-7 ár og lengur á Breiðafirði, en þar byrjaði skort- urinn fyrir aldamót, fer maður að hafa áhyggjur. Það má alveg segja um fugla eins og lunda, kríu, lóm, ritu og fleiri tegundir. Ég get nefnt sem dæmi að fyrir 1990 taldi ég ritu í um 60 vörpum í Breiðafirði og útkoman var 25 þús- und pör. Aftur var talið árið 2005 og þá voru pörin komin niður í tæp- lega 10 þúsund. Þetta er mikil fækkun, en ritan er ein af þessum tegundum sem lifa á sandsíli og ástæða er til að hafa áhyggjur af,“ segir Ævar Petersen. Krían og lómurinn sjást enn með unga  Búskapurinn seint á ferð hjá mörgum fuglum í sumar Morgunblaðið/Ómar Lómur með unga Nýlega sást lómur með unga á Melrakkasléttu og er það óvenju seint. Venjulega er lómurinn horfinn til veturstöðva sinna upp úr miðjum ágúst. Hret á Norðurlandi í sumarbyrjun kann að skýra þessa hegðun. „Við óttuðumst um kríuna þegar gerði snarvitlaust veður hér um 20. maí. Það snjóaði yfir allt og krían sem var komin bara hvarf. Það hvarflaði að okkur að hún hefði drepist, en nei, aldeilis ekki. Krían kom aftur og kom upp sínum ungum. Hún er greinilega ekkert á því að fara fyrr en þeir eru tilbúnir í langferðina“ segir Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey. Í gær sá hann talsverðan kríuhóp með unga, en henni hef- ur þó fækkað síðustu daga. Venjulega fer krían frá Grímsey um 20. ágúst. „Krían er eitil- hörð og ég held hún hætti ekki að verpa fyrr en hún hefur komið upp ungum,“ segir Garðar. Krían er eitilhörð KOM UPP SÍNUM UNGUM Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Peysur og vesti í úrvali St. 36-52 Norræna Atlantssamstarfið (NORA) hefur að markmiði að styrkja sam- starf á Norður-Atlantssvæðinu og þannig skapa sterkt norrænt svæði sem einkennist af öflugri sjálfbærri efnahagsþróun. Ein af leiðunum að þessu markmiði er veiting styrkja tvisvar á ári til samstarfs- verkefna með þátttöku að lágmarki tveggja af fjórum aðildarlöndum (Græn- landi, Íslandi, Færeyjum og sjávarbyggð- um Noregs). Nú óskar NORA eftir verk- efnahugmyndum með umsóknarfrest þann 3. október 2011. Í aðgerðaáætlun NORA fyrir árið 2011 er sjónum sérstaklega beint að fámennum samfélögum á starfsvæðinu. Þess vegna vill NORA gjarnan fá umsóknir vegna verkefna sem miða að framleiðslu eða starfsemi í fámennum byggðum. Þess utan geta umsóknir heyrt undir fjögur megináherslusvið NORA, sem eru: Auðlindir sjávar Verkefni þar sem unnið er út frá sjálfbærni og nýsköpun að bættri nýtingu afurða, líftækni, sem og framleiðslu aukaafurða og sjávarafurða. Ferðaþjónusta Áhersla á verkefni sem bjóða upp á nýja þjónustu á sjálfbæran hátt, t.d. menn- ingar- og náttúrutengd ferðaþjónusta. Upplýsinga- og samskiptatækni Verkefni þar sem þróun upplýsingatækni er markmiðið. Samgöngur og flutningar Áhersla á verkefni sem bæta flutninga og samgöngur á svæðinu og verkefni þar sem bæta á öryggi og viðbúnað á hafinu. Undir heitið „Annað svæðasamstarf“ heyra verkefni sem ekki falla að áðurnefndum flokkum, en geta engu að síður fallið að markmiðum NORA. Til dæmis verkefni í landbúnaði, orkugeira eða verkefni þar sem fengist er við önnur sameiginleg úrlausnarefni á svæðinu. NORA veitir styrki að hámarki 500.000 danskar krónur á ári og að hámarki í þrjú ár. Lágmarksskilyrði er að þátttaka sé frá að tveimur NORA-löndum, en það er eftir- sóknarvert að löndin séu fleiri. Þá hefur NORA á undanförnum árum lagt áherslu á samstarf við nágranna til vesturs og þar af leiðandi er jákvætt að verkefnaþátttaka sé frá Kanada eða skosku eyjunum. Umsóknarfrestur er mánudagurinn 3. október 2011. Útfylla skal umsóknareyðublað sem sækja má á heimasíðu NORA, www.nora.fo og þar er einnig að finna leiðbeiningar undir valtakkanum „Guide til projektstøtte“. Þá er umsækjendum velkomið að leita til skrifstofu NORA í Færeyjum, eða til landskrifstofa í viðkomandi löndum um nánari upplýsingar og ráðgjöf. Tengiliður á Íslandi er: Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun, s. 455 5400 og netfang sigga@byggdastofnun.is Senda á umsóknina rafrænt (á word- formi) til NORA og sömuleiðis útprent- aða og undirritaða umsókn með pósti. Fylgigögn, eins og verklýsing og annað ítarefni, sendist rafrænt (á word, excel eða pdf-formi).                              ! " ! #                      $ %&  Nordisk Atlantsamarbejde  '()* +), -./'.  - 0&& 12 3 -4 567 3 8119 :    ; <57= >9 ?7 79 3 4; <57= >9 ?7 91 NORA styrkir samstarf á Norður- Atlantssvæðinu OPIÐ HÚS Hlíðarvegur 14 – Kópavogi CA. 280 FM EINBÝLIHÚS MEÐ TVEIM AUKAÍBÚÐUM Sérlega fallegt og vinalegt ca 280 fm einbýlishús á tveim hæðum með tveim aukaíbúðum í kjallara og 30 fm bílskúr á fallegri lóð. Ásett verð er 45,9 millj. Opið hús í dag miðvikudag 7. september milli kl 17:00 og 19:00. Björk og Sjöfn taka þá vel á móti gestum Bætur lægri Ranghermt var í umfjöllun um laus störf og atvinnuleysisbætur í blaðinu í gær að þeir sem hafa verið lengi á atvinnuleysisskrá séu með allt að 250 þúsund kr. á mánuði í bætur. Hið rétta er að tekjutengdar bætur að hámarki 254 þúsund kr. á mánuði eru aðeins greiddar í þrjá mánuði, eftir það fara þær niður í um 160 þúsund kr. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.