Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
Guðmundur tengdafaðir minn
er horfinn héðan.
Guðmundur
Þorkell Björnsson
✝ GuðmundurÞorkell Björns-
son fæddist í
Reykjavík 11. júlí
1922. Hann lést á
bráðamóttöku
Landspítalans 15.
ágúst 2011.
Útför Guð-
mundar fór fram
frá Fossvogskirkju
26. ágúst 2011.
Aðeins eru örfá
ár síðan Stella kon-
an hans kvaddi
okkur. Nú eru þau
búin að hitta Gunn-
ar son sinn á nýjum
stað. Örugglega
fagnaðarfundir hjá
þeim. Við sem eftir
lifum erum það eig-
ingjörn að við
gleðjumst ekki yfir
þeirra samfundum.
Við hefðum öll viljað hafa þau
lengur með okkur. En við á
jörðinni ráðum engu, það eru
æðri máttarvöld sem ráða.
Guðmundur og Stella voru ein
heild. Kvöldið áður en Stella
kvaddi heimsótti ég hana á spít-
alann. Þá sagði ég við hana:
„Þegar þú hittir Gunnar, þá
skilar þú kveðju frá mér.“ Hún
kreisti höndina á mér svo fast,
að ég finn það enn. En nú eru
þau öll saman og geta rætt um
þjóðmálin og politíkina. Þau
voru aldrei sammála í pólitík-
inni. En því miður fæ ég ekki
höfuðverk af hávaðanum í þeim
núna. Ég vildi frekar hafa höf-
uðverk en missa þau öll.
Því miður gat ég ekki kvatt
Guðmund nógu vel, tókst að vísu
að halda upp á 89 ára afmælið
með honum í júlí.
Guðmundur var þannig mað-
ur að það fór ekki mikið fyrir
honum, hann var samt með sín-
ar skoðanir á hreinu, hvers
manns hugljúfi. Það er (og var)
bara eitt eintak af Guðmundi Þ.
Björnssyni.
Hann Guðmundur hefði ekki
viljað lofrullu um sig, þess
vegna segi ég: þakka þér Guð-
mundur fyrir að hafa verið til,
þú gafst svo mikið til okkar sem
eftir lifum.
Ég samhryggist ykkur Sirrý,
Magga, Birna og Konni, missir
ykkar er mikill.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Þín tengdadóttir,
Kolbrún Jónsdóttir.
Elsku frænka. Þá ertu farin
frá okkur og komin aftur í faðm
Jónína Björg
Guðmundsdóttir
✝ Jónína BjörgGuðmunds-
dóttir, bóndi og
húsmóðir, fæddist á
Dvergasteini við
Seyðisfjörð 31. jan-
úar 1937. Hún lést
á Kirkjuhvoli 17.
ágúst 2011.
Útför Jónínu fór
fram frá Breiðaból-
staðarkirkju í
Fljótshlíð 27. ágúst
2011.
Árna þíns sem
kvaddi okkur ekki
fyrir löngu. Nú líð-
ur þér vel en þú
saknaðir hans svo
mjög og þú misstir
mikið þegar hann
dó. Það er skrítið til
þess að hugsa að
geta ekki komið
aftur til þín í kaffi-
sopa inn að Teigi.
Það var alltaf svo
gott að heimsækja ykkur. Alltaf
allt svo fínt hjá þér og þú tókst
alltaf svo vel á móti okkur með
fullt borð af kræsingum.
Þegar ég var krakki og gamla
stillimyndin á skjánum hjá RÚV
á fimmtudagskvöldum komum
við alltaf í heimsókn og það var
alltaf jafn gaman og spennandi.
Ég hlakkaði alltaf til fimmtu-
daganna. Eins þegar við komum
alltaf á annan í jólum í jóla-
kaffið. Sérstaklega man ég eftir
því þegar við urðum veðurteppt
hjá ykkur ein jólin og fannst
mér það alveg æðislegt og mikið
ævintýri. Ég man eins og gerst
hefði í gær að ég vonaði svo
heitt og innilega að það yrði
vont veður alla nóttina svo við
þyrftum að gista hjá ykkur. En
mér varð ekki að ósk minni í það
skiptið því óveðrinu slotaði og
við komumst heim fljótlega eftir
miðnætti.
Eftir að Árni lést komst þú
oft á Selfoss til að útrétta og
tókst mömmu með þér. Þá kom-
uð þið kellurnar alltaf við hjá
mér í kaffi og þótti mér mikið
vænt um þær heimsóknir. Þú
varst mikið hrifin af stelpunum
mínum og þér fannst Guð-
munda litla sérstaklega fyndin
þegar hún var að gretta sig og
ataðist þú í henni, henni til mik-
illar skemmtunar. Þegar ég
gifti mig í vor mættir þú að
sjálfsögðu spræk á staðinn og
ég man vel þegar þið amma á
horninu kvödduð mig seint um
kvöldið að þú sagðir mér að
þetta væri það skemmtilegasta
brúðkaup sem þú hefðir komið
í, svo mikil var gleðin hjá þér.
Elsku frænka takk fyrir allt og
allt.
Bjössi, Hrafnhildur, Hlín,
Palli og krakkarnir. Megi góður
Guð styðja ykkur og styrkja.
Minningin um góða konu lifir.
Helena Guðmundsdóttir.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Veitingastaðir
TILBOÐ - TILBOÐ- TILBOÐ
990 kr. heitir réttir í hádeginu með
gosi og 990 kr. kg af fiskrétti dagsins.
S: 5173131
Grandagarði 11
Humarhlaðborð
Humarhlaðborð öll kvöld - tilvalið
fyrir starfsmannahópinn þinn, aðeins
35 mín. frá Rvk.
Veitingastaðurinn Hafið Bláa -
Borðapantanir í síma 483 1000 - Sjá
www.hafidblaa.is
Húsgögn
Rýmingarsala á skrifstofu-
húsgögnum
Rýmingarsala á skrifstofuhúsgögnum
í útibúi Arion banka í Grafarvogi,
Foldatorgi 1-5. Skrifborð, hillur, stólar
o.fl. Opið 7. og 8. sept. frá 12:30 til 18
báða dagana. Uppl. í síma 856 1488.
Skemmtanir
PARTÍ PARTÍ PARTÍ
Nú er komið að því!
Næstkomandi laugardag 10. sept.
ætla fyrrverandi og núverandi starfs-
menn Lyngáss að hittast í Fram-
heimilinu Safamýri og eiga saman
frábært kvöld. Húsið opnar kl. 19.00,
verð er 4000 kr. með veitingum.
Hvetjum alla til að mæta, skráning er
hafin. Uppl. gefur Halla Jóns.
hallajons@islandia.is
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
Sófi til sölu
Stakur DESIGNER leðursófi til
sölu, Corbushe, dökkbrúnn að lit
og ónotaður.
Tilboð óskast í þennan sófa
angela8819@gmail.com
Fjarstýrðar innanhússþyrlur í
úrvali
Erum með mikið úrval af fjarstýrðum
inni- og útiþyrlum, flugvélum, bátum
og fl. Kíktu á síðuna Tactical.is og
skoðaðu úrvalið. Netlagerinn slf.
Sími 517 8878.
RISASÖLUBASAR
Þrastarnes 11, Garðabær
Frá 12 - 2 föstudag 9. og laugardag
10. sept. Sjónvarp 47 ", i mac-tölva,
barnavörur, húsgögn, leðursófasett,
vefnaðarvara. Bæði nýtt og notað.
Frábær verð í boði. Öll tilboð skoðuð.
Verið velkomin!
angela8819@gmail.com
12v ljós - Frábært úrval!
Bjóðum mikið úrval af samtengjan-
legum 12v ljósum úr ryðfríu stáli,
hertu áli og plastefnum. Kíkið inn á
www.gosbrunnar.is og sjáið úrvalið!
Síminn er 695 4220.
Óska eftir
Kaupi gamla mynt og seðla
Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn.
Geri tilboð á staðnum. Gull- og silfur-
peningar. S. 825 1016, Sigurður.
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - s. 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
Bókhald og reikningsskil
Ársreikningar, bókhald, laun,
ráðgjöf og stofnun félaga.
Reynsla, þekking, traust.
Viðskiptaþjónustan,
Dalvegi 16d, Kópavogi.
vth.is / arni@vth.is / s. 517 0100.
Við bjóðum alla bókhalds-
þjónustu.
Traust og gagnkvæmur trúnaður.
www/fsbokhald.is.
Fyrirtæki og samningar ehf,
Suðurlandsbarut 46,
108 Reykjavík. S. 5526688
Þjónusta
MÓÐUHREINSUN GLERJA
Er komin móða eða raki á milli
glerja? Móðuhreinsun ÓÞ.
Sími 897-9809.
Fellihýsi
Góð geymsla fyrir fellihýsi og
tjaldvagna
Upphitað og loftræst. Steinsteypt og
einangrað hús. 801 Selfoss.
Uppl. s. 897 1731.
Ferðavagnageymsla Borgarfirði
Geymum tjaldvagna, fellihýsi,
hjólhýsi, báta og fleira í upphituðu
rými. Gott verð. S. 612-6130.
E-mail solbakki.311@gmail.com.
Golden retriever hvolpar til sölu
Til sölu hvítir golden retriever
hvolpar, hreinræktaðir og verða
ættbókarfærðir frá HRFÍ. Frábærir
fjölskyldu- og veiðihundar með ein-
staklega gott geðslag.
Upplýsingar á art@mi.is.
Dýrahald
finnur.is
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
PÁLL KRISTINSSON
vélstjóri,
Njarðvíkurbraut 32,
Innri-Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
föstudaginn 26. ágúst.
Útför hans fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn
8. september kl. 14.00.
Kristinn Pálsson, Björg Valtýsdóttir,
Elín Margrét Pálsdóttir, Sigurður S. Guðbrandsson,
Vilhelmína Pálsdóttir, Ingólfur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og dóttir,
ANNA ÞÓRA PÁLSDÓTTIR,
Grænukinn 27,
Hafnarfirði,
sem andaðist á heimili sínu miðviku-
daginn 31. ágúst, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 9. september kl. 15.00.
Gróa Jóhannsdóttir, Arnaldur Sigurðsson,
Guðný Jóhannsdóttir, Jón Einarsson,
Fríða Jóhannsdóttir, Magnús Waage,
Sigurður Borgar og Jóhann Snær Arnaldssynir,
Ingunn Þóra og Eva Rún Einarsdætur,
Arnar og Alex Jónssynir,
Annika og Freyr Waage,
Tinna Mjöll og Katrín Lilja,
Gróa Guðmundsdóttir.
✝
Útför ástkærrar sambýliskonu, móður,
tengdamóður, ömmu, dóttur, systur,
mágkonu og frænku,
HRUNDAR HELGADÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
verður gerð frá Hallgrímskirkju föstudaginn
9. september kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu
heiðra minningu hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar
í Kópavogi, sími 543 1159.
Hörður V. Sigmarsson,
Eva Bjarnadóttir, Styrmir Goðason, Bragi Styrmisson,
Snorri Örn Arnarson, Hervör Hólmjárn, Hildur Helgadóttir,
Hörður Helgi Helgason, Elsa B. Valsdóttir,
Guðmundur Jón Helgason, Lilja H. Ægisdóttir,
Birgir Helgason og systkinabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu.
Minningargreinar