Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 6

Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í fyrra greindust tuttugu og fjórir einstaklingar hér á landi með HIV- smit. Er það mesti fjöldi sem hefur greinst á einu ári. Það sem af er þessu ári hafa sautján einstaklingar greinst með HIV-smit, þar af þrett- án sprautufíklar. Flestir HIV-smitaðir sækja sína læknisaðstoð á göngudeild smitsjúk- dóma á Landspítalanum. Á smit- sjúkdómadeildinni í heild eru fimm stöðugildi sérfræðinga. Göngudeild- in er aðeins lítill hluti af því sem þeir sinna en þeir eru einnig með legudeild, ráðgjöf og vaktþjónustu. Þá er einn hjúkrunarfræðingur í 70% starfi á göngudeildinni. Að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, sér- fræðings í smitsjúkdómum á Land- spítala, eru nokkrir spítalar í Sví- þjóð sem sinna jafnmörgum sjúklingum og gert er á Landspít- alanum, með upptökusvæði upp á þrjú hundruð þúsund manns, en þar hafa smitsjúkdómadeildir á bilinu 15 til 20 sérfræðinga. „Þannig að við erum með mannafla sem nemur ein- um þriðja af því sem er talið eðlilegt þar. Sem kemur inn á næstu spurn- ingu; hvort við höfum bolmagn til að takast á við þetta. Staðan er mjög erfið. Sérstaklega ef það halda áfram að greinast svona margir á ári hverju.“ Enginn í afleysingar Bergþóra Karlsdóttir er eini hjúkrunarfræðingurinn á göngu- deild smitsjúkdóma, í 70% starfi. „Ég var fyrsti hjúkrunarfræðingur- inn sem var ráðinn í þetta starf á göngudeildinni á sínum tíma, árið 2004. Þá var þetta bara allt annað umhverfi. Hingað komu aðallega eldri stöðugir sjúklingar. Nú grein- ist mjög mikið af fíklum og þetta fólk þarf meiri stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Við erum líka byrjuð með lyfjaeftirfylgni sem ég sé um. Hér er ekki mikill mannafli og það er engin afleysing þegar ég fer í frí,“ segir Bergþóra. „Fyrsta ósk mín hefur verið að það væri hjúkrunar- fræðingur sem gæti sinnt þessum málefnum á meðan ég er í fríi. Ráð- gjöfin fellur t.d niður þegar ég er í burtu. Sjúklingahópurinn er orðinn meira krefjandi og það væri gott að hafa kollega sér til stuðnings.“ Bergþóra segist finna fyrir auknu álagi eftir því sem fleiri grein- ast með HIV. „Það er miklu meira hringt og það er bú- ið að vera mjög mikið að gera á þessu ári og bara núna þessar haustvikur. Ég finn greinilega breytingu frá því á sama tíma í fyrra og ég sé ekki fram á að það dragi úr þessu álagi.“ „Við erum ekki of fjáð“ Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segist ekki hafa heyrt um að smit- sjúkdómadeild væri sérstaklega illa mönnuð. En hann segir að verið sé að skoða hvað sé hægt að gera til að sporna við þessari þróun HIV- smita. „Þetta er hópsýking meðal fíkla sem er mikil og alvarleg en við vitum ekki hvað þetta er raunveru- lega útbreitt. Fíklar eru hópur sem erfitt er að ná til og það eru ýmsar skoðanir á því hvað sé best að gera,“ segir Haraldur. Spurður hvort það komi til greina að opna sérstaka miðstöð í Reykja- vík þar sem sprautufíklar geti kom- ið allan sólarhringinn og sprautað sig, eins og er víða erlendis, svarar Haraldur að það hafi verið nefnt. „Við verðum að skoða það mjög vel og þurfum að vera nokkuð inni í málum hvernig best er að gera það. Fíklar hér á landi hafa mjög greiðan aðgang að sprautum og nálum. Það er líka inni í myndinni að dreifa ein- nota sprautum en þær kosta meiri peninga. Það er mjög mikilvægt að reyna að finna bestu mögulegu leið- ina en við erum ekki of fjáð.“ Staðan er mjög erfið  Aðeins einn hjúkrunarfræðingur í 70% starfi á göngudeild smitsjúkdóma  Álagið á deildina eykst eftir því sem fleiri greinast með HIV-smit Morgunblaðið/ÞÖK Landspítali Álag á læknana og hjúkrunarfræðinginn á göngudeild smitsjúkdóma hefur aukist mikið eftir að HIV-greindum fjölgaði. Stjórn Rauða kross Íslands hefur ákveðið að loka Vin, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir. Athvarfinu verður lokað 1. apríl nk. Þórdís Rún- arsdóttir, forstöðumaður Vinjar, segir að aðsóknartölur bendi til að það sé þörf fyrir þessa þjónustu. Ekkert liggur fyrir hvort aðrir taka að sér að reka Vin. Rauði kross Íslands setti Vin á stofn fyrir 18 árum, en athvarfið er fyrir fullorðið fólk með geðraskanir. Þórdís segir að tilgangur þess sé að rjúfa félagslega einangrun geð- sjúkra. Margt af þessu fólki hafi bú- ið við einangrun og standi mikið eitt í tilverunni. Margir þeirra hafi veikst ungir og tekist á við þennan sjúkdóm lengi. Þórdís segir að 80- 100 einstaklingar komi í Vin reglu- lega. Um 340 einstaklingar heim- sóttu athvarfið á síðasta ári. Þórdís segir að ástæðan fyrir því að RKÍ hafi ákveðið að loka Vin sé að það kreppi að og það vanti pen- inga til ýmissa verka. Rauði kross- inn hafi oft haft frumkvæði að nýrri þjónustu þegar hann telur að þörf sé fyrir hana og hann sé með þessu að sýna fram á þörfina. Mikilvæg starfsemi Þórdís segir að þegar Vin var stofnuð hafi komið um 30 á dag í at- hvarfið Nú komi 27 að meðaltali á dag, þrátt fyrir að nýir aðilar séu komnir inn í þetta eins og Hugarafl, Hlutverkasetur og Geysir. Rauði krossinn sendi bréf til vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar þar sem sviðið var upplýst um ákvörð- unina, en sveitarfélögin hafa tekið að sér umsjón með málefnum fatlaðra. S.Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir slæmt að Rauði krossinn sé að fara út úr Vin því þetta sé mikilvæg starfsemi. Hann segir að Reykjavíkurborg muni skoða hvort hún hún geti komið meira að rekstrinum, en borgin veiti í dag styrk til starfseminnar. egol@mbl.is RKÍ ætlar að loka Vin í lok mars Vin Jón Gnarr, Björn Blöndal og Þórdís Rúnarsdóttir. Borgin ætlar að skoða framhaldið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tveir nýir hæstaréttardómarar kváðu upp 15 dóma á öðrum degi sínum í starfi. Ellefu dómarar eru nú við réttinn og skipun hins tólfta er undirbúin. Sjö dómarar dæma í fordæmisgefandi kærumálum sem tengjast uppgjöri föllnu viðskiptabankanna. Alþingi samþykkti sl. vetur að fjölga dómurum við Hæstarétt um þrjá til að bregðast við auknu álagi hjá dómstólum. Er það tímabundin ráðstöfun. Innanríkis- ráðherra skipaði í byrjun maí Eirík Tóm- asson prófessor, Gretu Baldursdóttur hér- aðsdómara og Þorgeir Örlygsson, dómara við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, hæsta- réttardómara. Skipunin tók gildi 1. sept- ember. Síðastliðinn föstudag, 2. september, voru kveðnir upp 22 dómar í Hæstarétti. Eiríkur og Greta dæmdu í 15 þeirra. Það var á öðrum starfsdegi þeirra í dómnum. Í sumum málanna voru tveir af nýju dóm- urunum með hæstaréttardómurum sem lengi hafa starfað. Höfðu mátað stólana Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, segir að nýju dómararnir hafi fengið aðstöðu í húsinu fyrr og það segi sig sjálft að þeir hafi verið búnir að undirbúa sig eitthvað áður en þeir tóku formlega til starfa. Eftir fjölgun dómaranna eiga tólf dóm- arar að vera í Hæstarétti. Þeir eru þó ellefu nú þar sem ekki er búið að setja dómara í stað Páls Hreinssonar sem hætti 1. sept- ember þar sem hann hefur verið skipaður dómari við EFTA-dómstólinn. Fjórir sóttu um setningu í embættið. Ákveðið hefur verið að sjö dómarar dæmi í ellefu fyrirliggjandi kærumálum sem tengjast falli gömlu viðskiptabankanna og uppgjöri þeirra, meðal annars gildi neyð- arlaganna. Tvö mál vegna Landsbankans eru á dagskrá Hæstaréttar á morgun og föstudag, fimm í næstu viku og þau hrun- mál sem eftir eru verða á dagskrá á næstu tveimur vikum þar á eftir. Sjö dómarar hafa áður dæmt í málum sem talin eru hafa mikið fordæmisgildi, síðast í fyrstu þjóðlendumálunum árið 2004. Fimmtán dómar á öðrum starfsdegi  Ellefu dómarar eru nú í Hæstarétti  Sjö dæma í 11 málum sem tengjast uppgjöri gömlu bankanna Skipun Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhenti Gretu Baldursdóttur og Eiríki Tóm- assyni skipunarbréf hæstaréttardómara í byrjun maí. Þau tóku til starfa 1. september. Af þeim sautján einstaklingum sem hafa greinst með HIV-smit á þessu ári eru þrír með alnæmi sem er lokastig sjúkdómsins. Þrettán af þessum sautján eru sprautufíkl- ar en alnæmissjúklingarnir teljast ekki til þeirra. „Það er svolítið óvenjulegt að það hafa þrír greinst með alnæmi núna í sumar sem er lokastig sjúkdómsins og þýðir að manneskjan hafi verið með smit lengi. Þetta eru þrír gagnkyn- hneigðir einstaklingar, komnir yfir miðjan aldur og hafa ekki verið í fíkniefnum. Það er ekki hægt að tengja þá við sérstaka áhættu, þannig lagað,“ segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir. „Þó við höfum þessa miklu aukningu meðal fíklanna þá er- um við líka að sjá þetta hjá gagn- kynhneigðum. Fólk sem hefur minnstu áhyggjur af því að það gæti verið með HIV á að láta prófa sig. Svo minni ég á að nota smokkinn,“ segir Haraldur. Þrír greinst með alnæmi HIV-SMIT Haraldur Briem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.