Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 Eftirfarandi lögun veiddu Stak-steinar lítt breytta úr potti Evrópuvaktarinnar:    Sigurður KáriKristjánsson spurði Steingrím J. Sigfússon tveggja efnislegra spurn- inga: annars vegar um afstöðu hans til gagnrýni þingflokks VG á iðnaðarráð- herra vegna með- ferðar þess ráð- herra á málefnum Byggðastofnunar, hins vegar um ályktun flokksráðs- fundar VG um rannsóknarnefnd á Líbíumálið.    Hver voru svör ráðherrans viðþessum efnislegu spurn- ingum? Þau voru m.a. þessi: „Það er prýðilega starfhæf rík- isstjórn í landinu og það stendur ekki til að láta einhverja pörupilta og stráka komast upp á milli stjórn- arflokkanna.“ Hvað ætli valdi því að ráð- herrann svarar spurningum um efnisleg atriði í þessum tón?    Þegar Bjarni Benediktsson, for-maður Sjálfstæðisflokksins, spurði ráðherrann um afstöðu hans til ummæla forseta Íslands vegna Icesave kvaðst hann skv. frásögn Morgunblaðsins „ekki ætla að leggja það á þing og þjóð að fara að munnhöggvast við forseta Íslands“. Var einhver að biðja um það? Það var verið að spyrja þann ráðherra, sem fór með Icesave-málið um af- stöðu hans til harðrar gagnrýni for- seta Íslands á ríkisstjórnina vegna meðferðar hennar á Icesave.    Hvernig stendur á því að ráð-herrann getur ekki svarað spurningu um það með efnislegum hætti? Sigurður Kári Fátt um svör STAKSTEINAR Steingrímur J Veður víða um heim 6.9., kl. 18.00 Reykjavík 14 skýjað Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 9 alskýjað Kirkjubæjarkl. 11 skúrir Vestmannaeyjar 11 skýjað Nuuk 5 alskýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 12 skúrir Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 17 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Brussel 16 skúrir Dublin 12 léttskýjað Glasgow 12 skúrir London 17 skúrir París 21 skýjað Amsterdam 16 súld Hamborg 16 skúrir Berlín 21 skýjað Vín 23 léttskýjað Moskva 16 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 18 léttskýjað Montreal 17 skýjað New York 16 skúrir Chicago 17 léttskýjað Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:28 20:25 ÍSAFJÖRÐUR 6:27 20:35 SIGLUFJÖRÐUR 6:10 20:19 DJÚPIVOGUR 5:56 19:56 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hárið á Aroni Bjarnasyni er mikil höfuðprýði. Hann hefur safnað dreddum í sjö ár en ætlar nú að láta þessa miklu lokka fjúka fyrir gott málefni. „Dreddarnir látnir fjúka til góðs!“ er yfirskrift söfn- unar sem Aron hefur efnt til í gegnum samskiptasíðuna Facebo- ok. Hann hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að sporna við þeirri miklu hungursneyð sem er í austurhluta Afríku og ætlar að klippa af sér dreddlokkana ef hann nær að safna hundrað þúsund krón- um. Peningarnir renna beint til Hjálparstarfs kirkjunnar, sem er með neyðaraðstoð á svæðinu. „Þetta byrjaði þannig að ég og hljómsveitin sem ég er í, sem heitir Tilviljun?, ákváðum að halda styrktartónleika sem fara fram á sunnudaginn. Síðan datt mér bara í hug, því ég hef svolítið verið að pæla í að klippa mig, að nýta tæki- færið og reyna að safna pening í leiðinni. Ég og bræður mínir þrír sem eru með mér í hljómsveitinni bjuggum í Eþíópíu í átta ár svo þetta stendur okkur nærri. For- eldrar okkar voru kristniboðar og með hjálparstarf þar,“ segir Aron. Hár eða halda? Söfnunin hófst síðasta sunnudag og stendur í viku. Viðbrögðin hafa verið góð að sögn Arons sem er viss um að upphæðin verði komin í hundrað þúsund þegar þetta viðtal birtist. Hann segir að nú sé tækifærið fyrir þá sem finnst hárgreiðslan hans ljót að taka upp veskið og leggja sitt af mörk- um. Hann hefur efnt til svolítillar keppni í kring- um söfnunina, þeir sem vilja að hann losi sig við hárið eiga að skrifa Hár í athugasemd þegar lagt er inn á reikninginn en þeir sem vilja að hann haldi því skrifa Halda. Á hann ekki eftir að sjá eftir hárinu? „Dreddarnir eru mikill partur af mér svo það verður lík- lega sjokk að losna við þetta en það er mikil huggun að vita að maður er að styrkja gott málefni. Eldri bróðir minn er líka með dredda, hann var að segja að ef heildarsöfn- unin kæmist upp í milljón þá myndi hann klippa sig líka,“ segir Aron. Hann á líka tvo yngri bræður með dredda. „Við erum fjórir bræður á aldrinum 14 til 23 ára og allir með dredda. Við eldri bræðurnir erum búnir að vera með þetta í sjö ár en þeir yngri bara í tvö ár og ekki til- búnir að klippa þá af sér,“ segir Ar- on en það var systir þeirra bræðra sem gerði dreddana í þá. Lætur dreddana fjúka til góðs  Klippir af sér dreddlokka sem hann hefur safnað í sjö ár fyrir gott málefni  Peningarnir renna til hjálparstarfs í Afríku  Bjó í átta ár í Eþíópíu Morgunblaðið/Sigurgeir S. Dreddadrengir Bræðurnir Markús, Aron, Birkir og Elías eru allir saman í hljómsveitinni Tilviljun? Aron hefur safn- að dreddum í sjö ár en ætlar að klippa þá af nái hann að safna 100 þúsund kr. til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar. Styrktartónleikar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku fara fram sunnu- dag 11. september kl. 20 í Fíladelfíu, Hátúni 2, í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Þar leika hljómsveitin Tilviljun?, tónlistarmaðurinn Pétur Ben og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og rennur óskiptur til neyðarhjálparinnar í Afríku. Þeir sem vilja styrkja hársöfnun Arons eða Hjálparstarf kirkjunnar geta millifært inn á reikning hjálparstarfsins; Reikningsnr: 0334-26- 886 og kt: 4506700499. „Markmiðið með tónleikunum er að safna hálfri milljón og markmið mitt með hárinu er að safna hundrað þús- undum. Fyrir 500.000 kr. getur þú keypt korn fyrir 2000 manns í þrjá mánuði svo þetta framtak okkar á vonandi eftir að framfleyta mörgum,“ segir Aron. Þið eruð ekki ein STYRKTARTÓNLEIKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.