Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. „Þessi merki sem nú eru, aukin smáskjálfta- virkni og aukin jarðhitavirkni og einhverjar vís- bendingar um út- þenslu á eldstöð- inni, eru dæmi- gerð merki um að Katla sé að búa sig undir eld- gos,“ sagði Magnús Tumi Guð- mundsson jarðvísindamaður eftir að hafa flogið yfir Mýrdalsjökul í gær. Magnús Tumi tók fram að Katla hefði gert slíkt áður án þess að það leiddi til goss. Ekki hefði sést nein augljós skýring á þeim óróa sem var í gær. Margir smáskjálftar urðu í Mýrdalsjökli í gær og skjálfta- virkni hefur verið þar síðustu daga. Vísbendingar um að Katla sé að búa sig undir eldgos Magnús Tumi Guðmundsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég hef ekki heyrt neitt um það og veit að ekki er allt falt fyrir peninga. Hins vegar sér maður að menn eru farnir að horfa meira á óspillt víðerni sem verðmæti,“ segir Örn Bergsson, formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi, þegar hann er spurður hvort orðið hafi vart við aukinn áhuga útlendinga á jörðum eftir að Huang Nubo gerði tilboð í Grímsstaði á Fjöllum. Vitað er að einhverjir landeigendur hafa hugs- að sér til hreyfings og sumir haft samband við tengiliði Huang. Magnús Leopoldsson, fast- eignasali á Fasteignamiðstöðinni, segist ekki verða var við þann gífurlega áhuga á jörðum sem rætt sé um. Hann telur að gengið hafi verið frá sölu einnar eða tveggja jarða til erlendra aðila á ári. „Þetta hefur fyrst og fremst verið fólk sem tengist Íslandi verulega, hefur veitt hér, átt ís- lenskan hund eða hest, eða kærustu,“ segir Magnús og getur þess að oft sé þetta fullorðið fólk og eignarhaldið brotni aftur upp þegar það falli frá. Örn Bergsson fagnar því ef tilboð Huang í Grímsstaði verður til þess að hækka jarðaverð á Íslandi. „Verð á jörðum hefur verið mjög lágt. Fram til aldamóta var fjöldi fólks í átthagafjötr- um og gat kannski skriðið inn í kjallaraíbúðir í Reykjavík ef það gat þá selt. Það er ekki eins og himinn og jörð séu að farast þótt jarðir hækki að- eins í verði,“ segir Örn. Ekki hægt að dæma fólk í átthagafjötra Landssamtök landeigenda hafa ekki mótað af- stöðu til umræðunnar sem orðið hefur vegna söl- unnar á Grímsstöðum. Örn bendir þó á að þessi harðbýla jörð hafi verið til sölu í tíu ár og enginn litið við henni. „Það er mín skoðun að ef yfirvöld telja að einhver tiltekin jörð eigi að vera í eigu þjóðarinnar verði ríkið að ganga inn í kaupin. Ekki er hægt að dæma fólk í átthagafjötra með því að banna því að selja,“ segir Örn. Meta óspillt víðerni til verðs  Formaður Landssamtaka landeigenda segir að jarðaverð megi við því að hækka  Fasteignasali ekki var við aukinn áhuga útlendinga  Tengjast yfirleitt Íslandi Huang jók áhuga » Magnús Leópoldsson er með á annað hundrað jarðir á söluskrá. » Hann segir að umræðan um Grímsstaði hafi eitthvað ýtt við Íslendingum því fleiri skoði vefinn sem jarðirnar eru auglýstar á og fleiri séu að spyrjast fyrir en verið hafi um skeið. Kristján Jónsson kjon@mbl.is „Á síðustu árum hafa samskipti Ís- lendinga og Grænlendinga þróast mikið, einkum hefur samstarfið á sviði efnahags- og atvinnumála dafn- að vel,“ segir Kuupik Kleist, formað- ur grænlensku landsstjórnarinnar. „Íslensk fyrirtæki eins og Ístak hafa tekið að sér verk í tengslum við vatnsorkuver, einnig hefur sam- vinna á sviði flugmála aukist. Og við eigum gott samstarf við íslensk stjórnvöld um stefnumótun varðandi málefni norðurhjara.“ Kleist hefur oft komið til Íslands en kom í sína fyrstu opinberu heim- sókn um helgina og fer af landi brott í dag. Hann segir að samningar um samvinnu á sviði heilsugæslu séu til fyrirmyndar. En allt megi bæta, tryggja þurfi grænlenskum sjúk- lingum meira samneyti við fólk. Þeir geti stundum verið nokkuð einangraðir hér vegna tungu- málaerfiðleika. „Við sjáum hvað setur en sjálfur tel ég að þetta samstarf verði gert víð- tækara. Af okkar hálfu ríkir mikil ánægja með þá þjónustu sem Íslend- ingar hafa veitt.“ Byrjað er að leita að olíu og gasi við Vestur-Grænland og vísbend- ingar eru um að þar sé að finna lind- ir á hafsbotni þótt ekki sé neitt öruggt þeim efnum, segir Kleist. Talið er að einnig sé að finna lindir við austurströndina og hefur verið rætt um að Ísafjörður geti vegna ná- lægðarinnar orðið birgðastöð fyrir olíuleitarmenn. Kleist segist halda að ekki verði byrjað að leita við aust- urströndina fyrr en 2012-2013. „Það gæti orðið um sama leyti og hafin yrði leit á Drekasvæðinu ykkar og svæði Norðmanna þar í grennd. Þarna eru ýmsir möguleikar á sam- vinnu milli þjóðanna þriggja. Ég held að í fyrstu munum við huga að sameiginlegum ráðstöfunum vegna umhverfisverndar. Síðan verði greinin sjálf að finna út úr því hvern- ig best verði að leysa mál eins og hafnaraðstöðu og birgðaflutninga.“ Heimastjórn og fullt sjálfstæði – Þið eruð með heimastjórn en hversu langur tími heldurðu að muni líða þar til draumurinn um fullt sjálf- stæði rætist? „Við þurfum að fullnægja ákveðnum skilyrðum, bæði pólitísk- um og efnahagslegum, áður en það getur orðið. Ég veit ekki hvort ég á segja fimm ár, 10 ár eða 20 ár. En við þurfum að þróa efnahaginn svo að það verði fyrir hendi raunveru- legur grundvöllur fyrir sjálfstæðu Grænlandi. Við þurfum að vera sjálf- um okkur næg í ríkara mæli en núna erum við mjög háð peningaframlagi frá Dönum. Meðan svo er held ég að það sé ekki neinn stuðningur meðal almennings við sambandsslit.“ Íhuga samvinnu við Noreg og Ísland á olíulindasvæðum  Grænlendingar þurfa traustari efnahag eigi fullt sjálfstæði að nást Danska stjórnin fer með utanríkismál fyrir hönd Grænlendinga og hefur gert tilkall til norðurpólsins sem er á landgrunni Grænlands. „Það er ljóst að þegar landið verður sjálfstætt mun póllinn tilheyra Grænlandi, það yrði undarlegt ef hann yrði áfram danskur eftir sjálfstæðið!“ segir Kleist. „En núna er hann í danska ríkinu og við eigum náið samstarf við Dani um þetta mál.“ Hann segir að ef ísinn á Norður-Íshafssvæðinu bráðni svo mikið vegna hlýnunar að kaupskip geti siglt um Íshafið muni það hafa mikil áhrif á Grænlendinga, geti bætt mjög stöðu þjóðarinnar. Hún taki nú þegar fullan þátt í alþjóðlegu sam- starfi um að setja reglur um slíkar siglingar, m.a. með tilliti til umhverfisverndar og hafnaraðstöðu en ljóst sé að mörg ríki, þ. á m. stórveldin, hafi þarna hagsmuna að gæta. Grænlenskur eftir sjálfstæðið EIGNARHALDIÐ Á NORÐURPÓLNUM Morgunblaðið/Golli Leiðtogi Kuupik Kleist á Alþingi í gær með Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur þingforseta. Kleist er sonur dansks föður og grænlenskrar móður en var alinn upp af fósturforeldrum. Hann er leiðtogi hins vinstrisinnaða Inuit Ataqagiit-flokks og hefur verið formaður grænlensku landsstjórnarinnar frá 2009. Norðurpólsbúi Ríkisstuðningur við landbúnað á Ís- landi eða svokallaður PSE- stuðningur (Produced Subsidy Equivalent) hefur minnkað mikið á síðustu árum. Ástæðan er m.a. fall krónunnar. Með PSE- stuðningi er reynt að mæla ríkisstyrki og annan beinan stuðning við landbúnað og einnig óbeinan stuðning eins og tollvernd. Gengi gjaldmiðla hefur mikil áhrif á þennan útreikning. Þessi stuðningur var um 60% á Ís- landi árið 2007, en samkvæmt skýrslu ESB um landbúnaðarmál, sem kynnt var á mánudag, nam hann 47% árið 2009. Sama ár var meðalstuðningur innan ESB 23%. Dregið hefur úr styrkjum til landbúnaðar á seinni árum. PSE- stuðningur var um 40% í ESB á ár- unum 1986-88, en þá var hann um 80% á Íslandi. Sviss og Noregur eru þau lönd í Evrópu sem styrkja mest sinn landbúnað. PSE- stuðningur í Noregi er núna um 60%. Heimsmarkaðsverð á matvörum hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum. Verð á kjöti á innanlands- markaði hefur hins vegar hækkað minna og dæmi eru um að kjöt hafi lækkað. egol@mbl.is Stuðningur við landbún- að minnkar Hlutfallið er 47% á Íslandi en 23% í ESB Fé Ísland styrkir landbúnaðinn. Lögreglu hafa borist tilkynningar um að menn hafi reynt að tæla börn upp í bíl nánast á hverjum degi und- anfarna daga og stundum fleiri en ein á dag. Björgvin Björgvinsson, yf- irmaður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar, segir að lögreglan reyni að grafast fyrir um þessi mál, en þau séu orðin það mörg að spurningar vakni um hvað sé í gangi. Björgvin segir að enginn hafi verið handtekinn og enginn kallaður til yf- irheyrslna enn sem komið er. Lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu var í fyrradag tilkynnt að tveir menn hefðu reynt að lokka sex ára stúlku- barn upp í bíl til sín í Skipasundi. Margar til- kynningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.