Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ ÁST GULLFISKINN MINN ER ÞAÐ EKKI? HANN ER Á BETRI STAÐ OG MÉR LÍÐUR VEL HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR ÉG ÆTLA EKKI AÐ SEGJA ÞÉR ÞAÐ! Á ÉG AÐ SEGJA ÞÉR FRÁ SVOLITLU SÆTU SEM SYSTIR MÍN GERÐI? MÉR DETTUR FÁTT Í HUG SEM MÉR ÞÆTTI EINS LEIÐINLEGT GÓÐ EIGINKONA VERÐUR AÐ VAKNA Á UNDAN MANNINUM SÍNUM. HÚN VERÐUR AÐ HAFA TIL FÖTIN HANS, ELDA STAÐGÓÐAN MORGUNVERÐ, ÚTBÚA NESTI HANDA HONUM OG KYSSA HANN BLESS EN EFTIR ÞAÐ GETUR HÚN LAGT SIG FRAM AÐ HÁDEGI OG FARIÐ SVO AÐ VERSLA MEÐ VINKONUM SÍNUM HÉÐAN Í FRÁ MUN ALLT SEM ÞÚ GERIR, SEM HUNDUR, VERA SKRÁÐ OG ÞÉR GEFIN EINKUNN FYRIR FRAMMISTÖÐU ÞÍNA ÞEGAR ÞÚ ERT BÚINN AÐ FÁ HUNDALEYFIÐ ÞITT AFTUR ÞÁ MUN ÉG LÁTA ÞIG Í FRIÐI GOTT OG VEL EN ÁÐUR EN VIÐ BYRJ- UM ÞÁ ÞARF ÉG AÐ MÍGA HELDUR EKKI NÓGU GÓÐU JAFNVÆGI, STENDUR OF NÁLÆGT TRÉNU ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA AÐ GRÍN- AST!!? ÞIG LANGAÐI AÐ ENDURVEKJA RÓMANTÍK- INA Í SAMBANDINU, VIÐ SKULUM BYRJA Á ÞVÍ SEM ÞÚ GAFST MÉR Á VALEN- TÍNUSARDAGINN ÞAÐ VÆRI YNDÆLT EN KLUKKAN ER AÐ VERÐA 11 SVONA NÚ, KVEIKJUM Á KERTUNUM OG SVO SKAL ÉG NUDDA ÞIG MEÐ ÞESSARI OLÍU ÁSTIN? ÉG VEIT EKKI HVER ÞÚ ERT, EN ÉG RÁÐLEGG ÞÉR AÐ SKILA ÞESSARI ÓMETANLEGU HAUSKÚPU! EF ÞÚ VILT FÁ HANA... GRÍPTU ÞÁ! ÉG VERÐ AÐ BJARGA HENNI ÉG Á EKKERT SÖKÓTT VIÐ HANN! ÉG ÆTLAÐI AÐ LOKKA TIL MÍN KÓNGULÓAR- MANNINN, EKKI IRON MAN! Pestadreifing er líkamsárás Flestir venjulegir menn munu hika við að ganga að öðru fólki og gefa því einn á snúðinn, jafnvel þótt viðtakand- inn eigi fyrir kveðjunni. Upp úr unglingsárum og sumir fyrr, hafa nefnilega flestir orðið afhuga líkamsárásum. Við þeim liggja auk þess refsingar, og það eins þótt enginn var- anlegur skaði sé af árásinni. Kinnhestur er refsiverður, enda rýfur hann friðhelgi líkama annars manns. En talsverður fjöldi fólks virðist ekki hika við annars konar form líkams- árása. Hver hefur ekki lent í því að upp að honum er kominn pestargeml- ingur, smitandi allt og alla í kringum sig? Sumir mæta jafnvel í heimsóknir í önnur hús, með hálsbólguna, og dreifa henni í allar áttir. Nú eða með grútk- vefaða krakka með sér, sem gerir sama gagn við pestadreifinguna. Aðrir bjóða gestum heim, en taka ekki fram að heimiliskrakkinn sé með bráðsmit- andi kveisu – og auðvitað er krakkinn hafður innan um gestina allt kvöldið, eins og tíðkast á íslenskum nútíma- heimilum þar sem víðsýnið skín. Þeir, sem vilja ná sem flestum, beita hins vegar gjarnan því bragði að fara smit- andi í farþegaflug. Þannig geta menn jafnvel náð að smita heila vél og skemma frí- ið fyrir fjölda fólks. Varla ætlast nokkur til að nútíma Íslendingur breyti eigin áætlunum, bara til að smita ekki aðra? Á dögunum var ég í heimsókn hjá for- eldrum nýfædds barns. Birtust þar ekki frænk- ur þess nýfædda með krakkaskara með sér, allir með vonda háls- bólgu að eigin sögn. Barnið var því næst hrifsað úr fangi móður sinnar og upphófst óg- urlegt kjass, milli þess sem menn sugu upp í nefið með látum sem hefðu sómt sér vel í tónverki eftir Jón Leifs. Menn ættu að spyrja sig hvort þeir vildu frekar fá sakleys- islegan kinnhest eða vera smitaðir af margra daga kveisu. Þegar þeir hafa svarað því, þá átta þeir sig á því að það er tilraun til líkamsárásar þegar fólk æðir af sóttarsænginni út í bæ, bara af því að háttvirt það sjálft langar út. Kvefþreyttur borgari. Seðlaveski tapaðist Seðlaveski tapaðist í Bónus í Skeifunni í fyrradag. Uppl. í s. 557-1265 eða 698- 0655. Ást er… … að hjálpa til í samfélaginu. NYTJAMARKAÐUR Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnust./postulín kl. 9, vatnsleikf. kl. 10.50, útsk., postulín/bíó kl. 13. Árskógar 4 | Handav./smíði/útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10. Boðinn | Álfa- og tröllasmiðja kl. 10. Bón- usrúta kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 9.15 (lokaður hópur). Bólstaðarhlíð 43 | Glerlist allan daginn, handavinna, spiladagur. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Spil, handavinna og spjall kl. 13.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofa í Gullsmára opin á mán. og mið. kl. 10-11.30, Gjábakka á mið.kl. 15-16. Fé- lagsvist spiluð í Félagsh. Gullsmá. mán. kl. 20.30 og Félagsh. Gjábakka mið. kl. 13, fös. kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu- Hrólfar kl. 10 frá Stangarhyl 4. Félagsheimilið Gjábakki | Handav. leiðb. kl. 9, botsía kl. 9.30/10.30, fé- lagsvist kl. 13 og viðtalst. FEBK kl. 15-16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10. Postulín/kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikf. í Sjálandi kl. kl. 9.15/10, í Ás- garði kl. 11, vatnsleikf. í Sjálandi kl. 12.30/ 14.30, brids kl. 13, Jónshús opið kl. 9.30- 16. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Leir/mósaík kl. 9. Botsía í íþróttah. kl. 10. Kaffispjall í krók kl. 10.30. Handav. kl. 13. Fyrsti tími í tálgun kl. 13. Dagskrá í Seli hefst síðar í mán. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, handav./tréútskurður. Vatnsleikfimi kl. 9.50. Þorvaldur með harmonikku kl. 10. Spilasalur frá hád. Kynning kl. 15 á Fagra- bergi. Á morgun kl. 10.30 helgistund. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Setrið kl. 10. Heitt á könnunni, kl. 11 bænaguðsþjón. í kirkju, súpa/brauð kl. 12, brids kl. 13. Hraunsel | Pútt kl. 10, línudans kl. 11, handav. kl. 13, bingó kl. 13, bókmkl. verð- ur 2. og 4. miðvikudag í mánuði, hefst 14. sept. kl. 10.30. Hvassaleiti 56-58 | Opnað kl. 8. Vinnu- stofa hjá Sigrúnu kl. 9. Samverust. kl. 10.30, lestur á nýrri bók hefst. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50. Stefánsganga kl. 9. Gáfum.kaffi kl. 15. Leirmótun/framsögn hefst nk. mið. Handav. kl. 9. Prjónahorn kl. 13 nk. mán. Bókmh. nk. þri. Uppl. 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla byrja kl. 14.40, framh. kl. 15.30. Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðja kl. 13.30 á morgun. Norðurbrún 1 | Útskurður kl. 9. Bankinn kemur kl. 9.30-10. Félagsvist kl. 14. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja. Bók- band/handav. kl. 9, Bónus kl. 12.20, fram- haldss. kl. 12.30, dans kl. 14, Vitatorgs- bandið. Vitatorg, félagsmiðstöð | Ferð um Suð- urland 15. sept. kl. 13, fararstjóri. Safnið Tré og list skoðað, kaffihlaðborð í Hafinu bláa, uppl./skrán. í s. 411 9450. Af og til fletti ég SkrudduRagnars Ásgeirssonar, enda gætir þar misjafnra grasa. Þar er þessi vísa eftir Pál Jónsson skálda, hringhend stikluvik: Auðnu slyngur einn þá hlær annar grætur sáran, þriðji hringa fold sér fær, fjórða stinga dauðans klær Hér er gáta eftir Kristleif Þor- steinsson á Stóra-Kroppi: Einfætling ég úti sá, ei til ferða laginn. Báðum öxlum ber hann á bull og ragn á daginn. Jósep Skaftason læknir kallaði Benedikt Einarsson í Hnausakoti í Miðfirði (1796-1859) „hinn fræga ormalækni“ og am- aðist við honum en Kristleifur á Kroppi segir að margir hafi sótt á fund Benedikts og flestir fengið bót meina sinna. Benedikt fékkst ekki aðeins við meðalalækningar heldur líka skurðlækningar, skar t.d. mein úr brjóstum kvenna, stundum með góðum árangri. Mann kól á fótum og leitaði til Benedikts: Hann á steini hnífinn dró, hvergi linur var hann. Tána eina af mér hjó allar hinar skar hann. Sagt er að Benedikt hafi verið þunglyndur og til þess bendir þessi staka: Lifði ég við gleði í gær, gætt skal þó að hinu: Dag fyrir liðinn dróst ég nær dauðans takmarkinu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Tána eina af mér hjó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.