Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 ✝ Sylvía Þor-steinsdóttir fæddist í Reykja- vík 17. nóvember 1918. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 2. sept- ember 2011. Áður til heimilis á Guð- rúnargötu 8. Sylvía var dóttir hjónanna Þor- steins J. Sigurðs- sonar kaupmanns, sem kennd- ur var við Bristol, f. 29.9. 1894, d. 1.7. 1968, og Þórönnu R. Símonardóttur, f. 12.3. 1896, d. 3.3. 1970. Systkini Sylvíu voru þau Svanhildur Jó- hanna Þorsteinsdóttir, f. 16.11. hans er Kolbrún Eiríksdóttir. Barnabarnabörnin eru Þórunn Sylvía Óskarsdóttir, Þórdís Birna og Ester Borgarsdætur. Sylvía vann í verslun föður síns, tóbaks- og sælgætisversl- uninni Bristol í Bankastræti 6 í meira en 30 ár og átti fjöldann allan af föstum við- skiptavinum og var vinsæl og þekkt í miðbænum. Eftir að húsnæði verslunarinnar var selt og nýir eigendur tóku við ákvað hún að skipta um starfs- vettvang og fór í hjúkr- unarnám á miðjum aldri og starfaði á Landspítalanum í 25 ár, þar af lengst á tauga- sjúkdómadeild. Sylvía var góð- ur píanóleikari og unni útivist. Hún hafði lifandi áhuga á tungumálum og kunni mörg og las og lærði frönsku í ára- tugi. Útför Sylvíu fer fram frá Áskirkju í dag, 7. september 2011, og hefst athöfnin kl. 13. 1917, d. 22.11. 1989, og Haraldur S. Þorsteinsson, f. 16.12. 1920. d. 15.5. 1932. Sonur Sylvíu er Haraldur S. Þor- steinsson, f. 16.5. 1944, flugvirki hjá United Airlines og býr í San Franc- isco. Haraldur giftist Sigrúnu Hv. Magnúsdóttur félagsráðgjafa, þau skildu. Börn þeirra eru Erla Sylvía, listakona, f. 19.3. 1967, og Borgar Þór tækni- fræðingur, f. 21.12. 1969. Fyr- ir átti Haraldur Óskar rekstr- arfræðing, f. 31.8. 1965, móðir Látin er kær fv. tengdamóðir og vinkona Sylvía Þorsteinsdótt- ir, Sulla. Hún fæddist í Reykja- vík frostaveturinn mikla 1918 í nóvember þegar spænska veikin var hvað skæðust í Reykjavík. Móðir hennar, Þóranna, var mjög þungt haldin þegar Sulla kom í heiminn og var barnið talið andvana og lagt til hliðar. Umönnunin beindist að móður- inni þegar heyrðist grátur frá Sullu öllum til furðu. Sulla var síðan alla tíð hraust, varð sjaldan misdægurt þar til ellin sagði til sín. Þó svo að hún hafi notið sín innan um fólk og var vinsæl, þá var hún mjög sjálfstæð og undi hún sér oft best ein við lestur eða píanóspil. Sulla var einstaklega góð og trygg sínum nánustu. Systurnar Sulla og Bebba voru afar samrýmdar og varla leið dagur sem þær töluðust ekki við. Það var gaman að vera í fé- lagskap þeirra, spjalla um fólk og málefni. Hún hafði einstakt lag á að hrósa fólki og láta því líða vel. Henni fannst óþarfi að gagnrýna fólk, sagði að fólk gerði það sjálft og ekki við það bætandi. Þegar verslunin Bristol var seld ákvað Sulla að skipta um starfsferil og hóf sjúkraliðanám 1967. Það var nýlegt nám og tók 8 eða 9 mánuði að fá réttindi. Sulla var mestallan sjúkralið- anámstímann á Landakots- sjúkrahúsinu hjá nunnunum sem henni líkaði vel, þó svo að henni fyndist þær helst til sparsamar. T.d. þá varð víst að handhræra skyrið, þeim þótti óþarfi að eyða rafmagni í það. Fljótlega eftir að sjúkralið- anáminu lauk ákvað Sulla að halda áfram í hjúkrunarnám og fór í hjúkrunarskólann. Hún var að því er best er vitað fyrst kvenna til að stunda hjúkrunar- nám, komin á miðjan aldur, en áður hafði verið 30 ára aldurs- takmark í skólanum. Sulla út- skrifaðist sem hjúkrunarkona 1971og vann lengst af á tauga- sjúkdómadeild Landspítalans. Hún varð aðstoðardeildarstjóri og átti frábæran starfsferil í nær 25 ár. Hún var vel liðin og mjög góð hjúkrunarkona og fór líkn- andi höndum um þá sem þurftu á hennar hjúkrun að halda. Sulla var alltaf jákvæð, styðjandi og gefandi. Margir hafa sagt mér sögur um hve góð hún reyndist sjúklingum og aðstandendum þeirra. Hún var góð fyrirmynd og hvatti mig og studdi óspart þegar ég ákvað að fara í fram- haldsnám. Sulla spilaði fallega á píanó, hún neitaði aldrei að spila ef hún var beðin, hún spilaði bara mis- mikið eftir því hvernig hún var upplögð. Síðustu 5 ár dvaldi Sulla á hjúkrunarheimilinu Skjóli við Kleppsveg. Henni leið mjög vel þar og talaði ætíð um hve starfs- fólkið væri gott við sig og að maturinn væri frábær. Einstök kona hefur kvatt lífið. Guð blessi minningu Sullu. Sigrún Hv. Magnúsdóttir. Sylvía móðursystir mín féll frá 2. september síðastliðinn eft- ir stutt en erfið veikindi. Hún var orðin 92 ára gömul og södd lífdaga. Við hjónin litum til hennar á Skjóli nýlega og var hún þá hress og ánægð með lífið, en augljóst var að minnið var aðeins farið að svíkja hana. Hún lét vel af lífinu á Skjóli, hrósaði starfs- fólkinu og öllum aðbúnaði. Þann- ig var hún Sulla frænka mín alla sína ævi, lífsglöð og þakklát manneskja sem vildi láta gott af sé leiða. Sulla var stór hluti af minni æsku þar eð hún bjó með afa og ömmu á í nágrenni okkar í Norð- urmýrinni. Á mínum uppeldisár- um var mikið samband á milli heimila okkar, þær systurnar voru í nánu sambandi og sam- vinna mikil. Heimilið á Guðrúnargötu 8 var því hluti af mínu lífi á þess- um árum og hafði áhrif á mótun mína sem barns og unglings. Mér er minnisstæðast hve trú- rækin fjölskyldan var og tengsl við Fríkirkjuna mikil. Afi og amma voru reglufólk á vín og störfuðu með Stórstúkunni. Þessi umgjörð var festan í lífi Sullu sem hafði ung valið að búa með foreldrum sínum, vinna við fjölskyldufyrirtækið og stuðlaði þannig að velferð þeirra. Trúin var sterkur þáttur í heimilislíf- inu, sálmar voru leiknir á hljóð- færið og sungið með. Sylvía lærði ung á píanó og var mús- íkölsk og söng vel. Sérstaklega er mér minnisstætt er hún og afi Þorsteinn léku fjórhent á píanóið og allir sungu með jólasálma. Einkasonur Sullu er Haraldur S. Þorsteinsson. Hann lærði flugvirkjun og hefur búið mest- an hluta ævi sinnar í San Franc- isco. Fyrrverandi eiginkona hans er Sigrún Magnúsdóttir. Þær urðu fljótt miklar vinkonur Sylvía og Sigrún og samband þeirra náið. Sigrún hefur hin síð- ari ár annast Sylvíu mikið og séð um velferð hennar. Hún á miklar þakkir skildar fyrir fórnfúst framlag sitt og góða umönnun. Hún Sulla starfaði við versl- unina Bristol í Bankastræti í um 30 ár en venti þá sínu kvæði í kross og fór í hjúkrunarnám sem hún lauk 1971. Lengst af starfaði hún á taugadeild Landspítalans. Hún var vinsæl á sínum vinnu- stað og naut virðingar sam- starfsfólks sem sjúklinga. Sylvía lét svo af störfum 1992, þá orðin 74 ára. Við tóku elliárin, fyrst heima á Guðrúnargötu og frá 2006 á Skjóli. Það sem situr sterkast í minn- ingunni um Sullu er lífsgæska hennar og jákvæð viðhorf. Þau voru mörg börnin sem nutu gjaf- mildi hennar og afa í versluninni þeirra í Bankastræti og minnast þeirra með hlýju. Það eru oft þannig minningar sem gefa líf- inu gildi og fá mann til að átta sig á aðalatriðum lífsins. Sylvía lifði góðu og heiðarlegu lífi, skilaði sínu ævistarfi vel. Hún annaðist vel foreldra sína og seinna sem hjúkrunarkona annaðist hún sjúklinga sína af al- úð og virðingu. Hún fór sínu fram í lífinu og fékk sinn skammt af erfiðleikum sem hún tókst á við af bjartsýni og dugn- aði. Minningin um Sullu mun lengi vera mér hugstæð. Ég og fjöl- skylda mín þökkum henni sam- ferðina og vottum við hennar nánustu samúð okkar. Sigurður Karlsson Sylvía Þorsteinsdóttir Mig langar í ör- fáum orðum að minnast Ómars Konráðssonar tannlæknis. Þegar ég fékk þær fregnir að Ómar væri allur var ég stödd hjá dóttur hans, Ástu, í Svíþjóð og það fyrsta sem kom upp í hug- ann var að nú væri mikill höfð- ingi fallinn. Kynni mín og Ómars spanna nú hátt á fjórða áratug eða frá því við Ásta dóttir hans vorum saman á Héraðsskólanum Núpi í Dýrafirði og bundumst þar sterkum og ævarandi vin- áttuböndum. Ég man alltaf eftir rausnar- legum sendingum frá þeim hjón- um Eddu og Ómari til Ástu þennan vetur og alltaf var gert ráð fyrir mér líka. Þau mætu hjón opnuðu einnig heimili sitt fyrir mér þegar ég kom heim með Ástu í fríum. Það var æv- intýri líkast fyrir mig sveita- stelpu að koma á Sunnuflötina. Þá þegar hafði Ómar, þá enn á fertugsaldri, byggt upp sitt höfð- ingsveldi og hafði áorkað meiru en margir á sinni lífstíð allri. Ómar hafði til að bera mikla reisn og var stoltur maður en án alls hroka. Hvar sem hann fór var hann sá sem kom, sá og sigr- aði. Hann var gæddur mörgum kostum, var fluggáfaður, glað- vær og glettinn og öllum ógleymanlegur sem honum kynntust. Ómar lá ekki á skoð- unum sínum varðandi menn og málefni. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, en var líka maður sem gat skipt um skoðun ef svo bar undir og var ekki langrækinn og var það einn af hans mörgu kostum. Ómar mætti mörgum brekk- um í sínu lífi og voru sumar bratttari en aðrar en alltaf tókst honum með dugnaði og vilja- styrk að sigrast á því mótlæti Ómar Konráðsson ✝ Ómar Konráðs-son fæddist í Reykjavík 13. júní 1935. Hann lést 14. ágúst 2011. Útför Ómars var gerð frá Vídal- ínskirkju í Garða- bæ 23. ágúst 2011. sem hann mætti og snúa til betri leiðar. Ómar var aðeins 46 ára þegar hann lenti í hörmulegu slysi þar sem hann barðist fyrir lífi sínu vikum saman og hafði betur í þeirri baráttu, en skaðinn sem hann hlaut var mikill og gjör- breytti lífi hans öllu, hann varð öryrki og gat ekki lengur unnið við sitt fag. En uppgjöf var ekki að finna í hans orðabók og hélt hann ótrauður áfram sem undrun sætti. Ómar var mikill dýravinur og hafði græna fingur, mér eru minnisstæðar þær allra stærstu og fallegustu rósir sem ég hafði á ævinni séð í gróðurhúsi hans á Sunnuflötinni enda var Ómar mikill fagurkeri og lagði mikið upp úr því að hafa fallegt og hlý- legt í kringum sig og hvergi leið honum betur en úti í garði á góð- um sólskinsdegi. Í seinni tíð eru það öll góðu símtölin frá Ómari sem eru of- arlega í huga mér og minnist ég þeirra samtala nú með mikilli ánægju og væntumþykju og án efa á ég eftir að sakna þess á komandi tíð að taka upp tólið og heyra rödd þína á ný en hugga mig við að þegar við hittumst á ný verður um nóg að spjalla. Elsku Ómar, mig langar að þakka þér samfylgdina og þann hlýhug og góðvild sem þú ávallt sýndir mér og ég kveð þig með mikilli þökk og virðingu. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Elsku Edda, Ásta, Hrund og Hafdís ásamt tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur öllum og gefa ykkur styrk. Hulda Haraldsdóttir. Við kveðjum hér með miklum sökn- uði kæran bróður, mág og frænda. Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan Erla kona hans féll frá, og ætluðum við að minnast hennar með síðbúnum minning- arorðum, þegar fregnin um and- lát Ella barst. Bæði voru burtu kvödd alltof fljótt, en góðar minn- ingar og orðstír þeirra munu þess í stað lengi lifa og ylja okkur um ókomin ár. Í upphafi voru kynni okkar mest af Ella og kom þar Helga eldri systir hans lengst af við sögu. Mynduðust strax með þeim systkinum góð tengsl og vinátta, og minnist Helga ætíð ljúfs og góðs drengs, sem snemma þurfti að koma ár sinni fyrir borð. Hann fór í járnsmíðina og stundaði nám í Iðnskólanum, og kom hann þá oft við í hádeg- ismat á skólaárunum til Helgu og Friðgeirs mágs. Spruttu þá stundum upp fjörugar umræður við matarborðið við syni hennar um íþróttir, stjórn- og skólamál. Fengu synirnir á unglingsárun- um oft góða fræðslupistla frá honum í þeim efnum, sem alltaf enduðu með gamanseminni. Elli var mikill Framari og hélt merki félags síns hátt á lofti. Það var í mörg horn að líta fyrir hann, fjölskyldan, vinnan og önnur verkefni, sem hann tók að sér ut- an þessa. Studdur af eiginkon- unni Erlu, og voru þau alltaf sem eitt í huga okkar. Eftir að syn- irnir Addi og Baddi voru komnir í heiminn kom fjölskyldan oft í heimsókn, og tókum við stundum að okkur barnagæsluna. Það var alltaf gaman að hitta þau, og tók fjölskyldan unga oft þátt í gleði- stundum með okkur hér áður Erlingur Kristinn Stefánsson ✝ Erlingur Krist-inn Stefánsson fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1946. Hann lést 24. júlí 2011. Útför Erlings var gerð frá Bú- staðakirkju 3. ágúst 2011. fyrr. Minnumst við með mikilli ánægju, þegar fyrstu barna- börn Helgu voru komin í heiminn, og þau hjónin komu með jólagjafir eins og um börnin sín væri að ræða. Stóðu þau álengdar með ánægjublik í augum og fylgdust með gleði barnanna, þeg- ar pakkarnir voru opnaðir. Dugn- aður og vinnusemi fylgdi þeim hjónum ætíð í huga okkar. Elli var eins og klettur fyrir marga, máttarstólpi í ættinni, með ráða- góða eiginkonu sér við hlið. Hún var ætíð ljúf og falleg manneskja með rólega nærveru, sem hugs- aði vel um strákana sína. Gleðina, hlátrinum og dugnaðinum smit- aði Elli út frá sér. Hrókur alls fagnaðar og skemmtilegur var hann, þegar hann tók sig til og lýsti atburðum líðandi stundar á gamansaman hátt eða sagði sög- ur af ættingjunum. Mikill sjónarsviptir er að þeim hjónum, og það hefði verið gaman að eiga með þeim góðar stundir um ókomin ár. Minningarnar munu þess í stað ylja okkur, minningar um gleðina í nálægð þeirra, hláturinn og dugnaðinn í lífinu. Verði það sem bergmál í huga okkar og hjörtum er þekktu þau. Við kveðjum með sárum söknuði yndisleg hjón og tökum spjallið við þau um gamla og góða tíma kannski síðar. „Elli var góð- ur maður“ var það fyrsta, sem Friðgeir mágur hans sagði eftir að hafa fengið fregnina um fráfall hans, og eiga þau orð svo sann- arlega við þau bæði. Járnsmiður- inn er horfinn á braut og vekur gleði og bros á nýjum stað. Hafi kær hjón innilegar þakkir fyrir góðar stundir alla tíð. Adda, Badda og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur og megi góður Guð styrkja þau á sorgarstundu. Helga, Friðgeir, Steinar og Stefán. Meira: mbl.is/minningar ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, SIGURÐUR HALLDÓRSSON, Höfða, Akranesi, lést miðvikudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Höfða. Halldór S. Sigurðsson, Jóna Þorkelsdóttir, Guðmunda Björg Sigurðardóttir, Haraldur Haraldsson, Ásta G. Sigurðardóttir, Kristján Gunnarsson, Ómar Sigurðsson, Sigríður Þorgilsdóttir, Svanur Ingi Sigurðsson, Matthildur Níelsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jóhann Ágústsson, Ingþór Sigurðsson, Svala Benediktsdóttir, Sigurbjörg Jenný Sigurðardóttir, Búi Grétar Vífilsson og afabörn. ✝ Okkar ástkæra ÞURÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR frá Hömrum í Haukadal, til heimilis í Furugerði 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Kvennabrekkukirkju laugardaginn 10. september kl. 14.00. Hjördís Óskarsdóttir, Kristján Ingason, Kristjana Arnardóttir, Karl Ingason, Guðrún Á. Rögnvaldsdóttir, Jón S. Hilmarsson, Hólmfríður Lára Skarphéðinsdóttir, Þuríður Kristín Hilmarsdóttir, Baard Hermansen, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNÞÓR RAGNAR KRISTJÁNSSON, áður til heimilis í Skarðshlíð 29, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn 4. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. september kl. 13.30. Jakobína Þórey Gunnþórsdóttir, Kristján Gunnþórsson, Jónína S. Helgadóttir, Þóroddur Gunnþórsson, Lilja Marinósdóttir, Sveinmar Gunnþórsson, Kristín Pálsdóttir, Eyþór Gunnþórsson, Soffía Valdemarsdóttir, Jóhanna Gunnþórsdóttir, Brynjólfur Lárentsíusson, Ragnar Gunnþórsson, Haraldur Gunnþórsson, Hallfríður Hauksdóttir og afabörnin öll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.