Morgunblaðið - 04.10.2011, Page 2

Morgunblaðið - 04.10.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra sagði í stefnuræðu sinni á Al- þingi í gær að það væri samfélagsleg skylda bankanna að skila gríðar- miklum hagnaði undanfarinna miss- era aftur til samfélagsins, m.a. með því að lækka vexti. Óþolandi væri að mikill hagnaður bankanna væri not- aður til að greiða hluthöfum arð eða hækka laun stjórnenda. „Bankarnir, sem árin og jafnvel áratugina fyrir hrun sögðu sig úr sið- ferðilegu sambandi við þjóðina, hljóta nú að hugsa sinn gang í þess- um efnum,“ sagði Jóhanna. Endurreisn fjármálakerfisins væri langt komin, skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja væri vel á veg komin og stöðugleiki ríkti í hagkerf- inu en samt hefðu bankarnir ekki aukið útlán til fjárfestinga. Jóhanna sagði mikilvægt að al- þingismenn sameinuðust um að vinna með tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá af heilindum og fagmennsku. „Það er mín skoðun að endanlegan úrskurð um afdrif þessa mikla verkefnis eigi þjóðin að kveða upp í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði ráðherra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði almenn- ing mótmæla vegna þess að fólk vildi hafa vinnu, krefðist bættra lífskjara og vildi geta greitt af lánum sínum. „Það fólk sem stóð hér fyrir utan Alþingishúsið á laugardaginn og stendur hér fyrir utan í kvöld er ekki að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta fólk var að mótmæla því ástandi sem rík- ir á Íslandi í dag,“ sagði Bjarni. Á fundum sem hann hefði farið á víða um land hefði hann oft verið spurður hvernig hægt væri að rjúfa kyrrstöðuna í atvinnulífinu. Svarið væri bara eitt: að hefja nýtt skeið öflugs hagvaxtar og myndi Sjálfstæðisflokkurinn leggja fram metnaðarfulla áætlun í því skyni. Friður þyrfti að ríkja um sjávar- útveginn en vegna óvissunnar um framtíð hans hefði árleg fjárfesting í greininni hrapað úr 19 milljörðum á síðasta áratug niður í um 4,5 millj- arða á síðastliðnum árum. Átti að tala minna? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að nú kveinkaði forsætisráð- herra, sem haldið hefði lengstu ræðu í 1081 árs sögu Alþingis, sér undan því að þingmenn stjórnarandstöðu töluðu of mikið. „Hvað er átt við?“ spurði Sigmundur Davíð. „Áttum við að tala minna um Icesave svo að hægt væri að þvinga í gegn samning sem hefði stóraukið skuldir ríkisins og kostað 40 milljarða á ári bara í vexti í erlendum gjaldeyri sem ekki er til? Áttum við að tala minna um sjávarútvegsfrumvörpin sem ríkis- stjórnin ætlaði að þvinga í gegn án þess að hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þeirra, frumvörp sem fengu ekki eina einustu jákvæða umsögn? Áttum við að tala minna um gjald- eyrishöftin svo ríkisstjórnin gæti innleitt austurþýska fimm ára áætl- un í gjaldeyrismálum?“ Hagnaði verði skilað  Forsætisráðherra á móti því að hagnaði banka sé varið í hærri laun stjórnenda  Sjálfstæðismenn boða metnaðarfulla áætlun um nýtt hagvaxtarskeið Morgunblaðið/Ómar Stefnuræða Jóhanna Sigurðardóttir flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöldi. Ný áætlun Bjarni Benediktsson í ræðustól. ’ Hagsmunaaðilar geta gert betur, fjölmiðlarnir geta gert betur og forseti lýðveldisins getur gert betur. Við skul- um leggja áherslu á það sem sameinar okkur og sameinast um það mikilvæga verkefni að klára þetta og fara með Ísland út úr krepp- unni. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. ’ Þingmenn á spena fjármála- fyrirtækja sitja enn á þingi og skuldir eins þingmanns Sjálf- stæðisflokksins frá því fyrir hrun, sem ekki verða greiddar, duga fyrir árs- launum verkamanns í rúmlega fimm hundruð ár. Blindan á eigið vanhæfi er sláandi. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. ’ Ef ríkisstjórnin ætlar sér að halda áfram linnu- lausum árásum á at- vinnulífið, leggja stein í götu uppbyggingar og hafa að engu þarfir heimilanna fyrir aukinn kaupmátt og aukna velmegun mun Sjálfstæðisflokk- urinn hér eftir sem hingað til taka til varna fyrir heimilin og fyrirtækin. Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. ’ Kannski ættum við að hefja hvert einasta þing hér eftir á því að berja í tunnur saman og segja upp- hátt hvað það er sem gerir okkur reið og reyna síðan að leysa það. Guðmundur Steingrímsson, óháður þingmaður. ’ Vandamálin á efnahagssviðinu og stjórnmálasviðinu tengjast og tvinnast saman með ýmsum hætti – en í stuttu máli þá náum við ekki tökum á þeim fyrri nema okkur takist að leysa þau síðari. Við munum ekki ná tökum á efnahagsmálunum nema við komumst út úr þeirri pólitísku krísu, sem einkennt hefur undanfarin ár. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Orðrétt af Alþingi Mennta- og menningarmálaráðu- neytið hefur gert styrktarsamning við Kvikmyndaskóla Íslands sem gildir til 31. júlí 2012 með mögu- leika á framlengingu til 31. desem- ber sama árs. Þegar í stað verður hafist handa við að undirbúa skólahald þannig að það megi hefjast sem fyrst. Samningurinn gerir ráð fyrir að rekstur skólans verði styrktur með allt að 46,2 milljóna króna framlagi úr ríkissjóði til ársloka 2011 og með allt að 56,4 milljóna framlagi árið 2012. Morgunblaðið/Eggert Samið við Kvik- myndaskólann Kristján Jónsson kjon@mbl.is Loðnuvertíðin mátti hefjast á laugar- daginn og lýkur henni væntanlega í lok apríl á næsta ári. Víkingur AK 100 kannaði stöðuna út af Vestfjörðum þegar á laugardag, að sögn Ingi- mundar Ingimundarsonar, rekstrar- stjóra uppsjávarskipa hjá HB Granda. Slæmt veður kom þó í veg fyrir veiði. „Hann er kominn inn á Ísafjörð í var, það er haugabræla út af Vest- fjörðum,“ sagði Ingimundur. „Það var sæmilegur friður þarna hátt í sól- arhring. Þeir sáu reyndar á bakaleið- inni svolítið af loðnutorfum en það var ekkert veður til að eiga við þetta.“ Hann sagði að menn hefðu í gegnum tíðina alltaf byrjað leitina við norð- vestanvert landið og fært sig svo austar en þar hefði veðrið ekki heldur verið nógu gott. Víkingur er um 1.300 tonna skip og um 15 manns eru í áhöfn. Að sögn Ingimundar verður hann ekki gerður út á loðnu nema í tvær til þrjár vikur, þar sem skipið er ekki búið kæli- og frystitækjum, öfugt við hin þrjú skip- in sem fyrirtækið mun að líkindum senda á loðnu. Þau eru nú á síld og makríl. Lýsisverðið er gott, verðlag á mjöli hefur lækkað nokkuð en er samt tiltölulega gott, segir Ingimundur. Upphafsheimild ráðherra um 180 þúsund tonn Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf snemma í september út upphafsheimild til ís- lenskra veiðiskipa á komandi loðnu- vertíð til veiða á 181.269 lestum af loðnu. Tekið er mið af tilmælum Haf- rannsóknastofnunar þegar aflaheim- ildir íslenskra skipa eru reiknaðar út frá helmingi af ráðlögðum upphafs- kvóta vertíðarinnar sem er 732.000 lestir. Á síðasta vetri námu loðnuheimild- ir innan lögsögunnar samtals 325 þús- und tonnum, þar af fóru um 73 þús- und tonn til erlendra skipa samkvæmt milliríkjasamningum. Er líklegt að hluti íslenskra skipa af heildinni verði um hálf milljón tonna. „Varlega áætlað og miðað við hag- stæða samsetningu í bræðslu aflans, frystingar og hrognavinnslu má reikna með að heildarverðmæti loðn- unnar úr sjó verði 20 til 30 milljarðar króna,“ segir á vef ráðuneytisins. Loðnubyrjun í brælu  Skipverjar á Víkingi AK skimuðu eftir loðnu á laugardag og sáu nokkrar torfur  Þokkalegt verð fæst nú fyrir bæði lýsi og mjöl á mörkuðum erlendis Morgunblaðið/Sverrir Búbót Unnið við loðnufrystingu. Jóhanna Sigurð- ardóttir sagði mikilvægt að forseti virti stefnu stjórn- valda á hverjum tíma. „Það er óumdeilt að for- setinn hefur frelsi til að tjá sig opinberlega. Mikilvægt er þó að forseti lýðveldisins virði í orði og verki þá stefnu og stjórn- arframkvæmd sem réttkjörin stjórnvöld móta á hverjum tíma í samræmi við stjórnarskrá og lög frá Alþingi. Það verður ekki ráðið af stjórn- skipun landsins að gert sé ráð fyrir því að forseti lýðveldisins tali fyrir öðrum áherslum í póli- tískum álitamálum en þeim sem stjórnvöld hafa mótað,“ sagði for- sætisráðherra. Má tjá sig opinberlega en … SKOTIÐ Á ÓLAF RAGNAR GRÍMSSON FORSETA? Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.