Morgunblaðið - 04.10.2011, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011
Athygli vakti þegar SteingrímurJ. Sigfússon fjármálaráð-
herra sat fyrir svörum í Rík-
isútvarpinu í gærmorgun hve mjög
hann lagði sig fram um að svara
því ekki hvað ríkisstjórnin ætlaði
að gera í málum at-
vinnulífsins.
Jóhanna Sigurð-ardóttir for-
sætisráðherra hef-
ur raunar svarað
þessu þannig að
þetta komi rík-
isstjórninni ekki við. Það sé at-
vinnulífsins að bjarga sér og engu
skipti þó að ríkisstjórnin leggi
steina í götu þess.
Steingrímur fór aðeins aðra leiðað þessu og vék sér mjög und-
an, en eftir að hafa verið þráspurð-
ur má segja að hann hafi nefnt
tvennt. Annars vegar að bankarnir
yrðu að vinna hraðar og hins veg-
ar að „lítil og meðalstór“ verkefni
á orkusviðinu mundu hjálpa til.
Steingrímur hefur sjálfur lagt áráðin um það hvernig bank-
arnir leysi úr skuldavanda heimila
og fyrirtækja, þ.a. í því sambandi
mundi hann líta í eigin barm væri
hann reiðubúinn að taka ábyrgð á
einhverju því sem gerst hefur –
eða hefur ekki gerst.
Svo er umhugsunarvert að hannskuli nefna „lítil og meðalstór“
verkefni á orkusviðinu eftir að
hafa unnið að því á bak við tjöldin
að stöðva þar öll verkefni, sér-
staklega þau stærri.
Ekki er nema von að menn þrá-spyrji hvar hann sjái atvinnu-
uppbygginguna fyrir sér.
Og það er í samræmi við annaðað hann kjósi að svara ekki
spurningunni.
Steingrímur J.
Sigfússon
Lítið um svör
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.10., kl. 18.00
Reykjavík 9 léttskýjað
Bolungarvík 3 rigning
Akureyri 5 rigning
Kirkjubæjarkl. 9 skýjað
Vestmannaeyjar 8 súld
Nuuk 1 skýjað
Þórshöfn 10 skúrir
Ósló 10 skúrir
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Stokkhólmur 12 skýjað
Helsinki 11 súld
Lúxemborg 22 heiðskírt
Brussel 23 heiðskírt
Dublin 15 skýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 26 heiðskírt
París 27 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 21 heiðskírt
Berlín 22 heiðskírt
Vín 22 heiðskírt
Moskva 6 heiðskírt
Algarve 25 heiðskírt
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 25 heiðskírt
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 25 heiðskírt
Aþena 22 léttskýjað
Winnipeg 17 skýjað
Montreal 12 súld
New York 13 skýjað
Chicago 18 léttskýjað
Orlando 25 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:45 18:49
ÍSAFJÖRÐUR 7:53 18:51
SIGLUFJÖRÐUR 7:36 18:34
DJÚPIVOGUR 7:15 18:18
BAKSVIÐ
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Þetta endurspeglar auðvitað reiði
fólks og það sýður á því. Hins vegar
hvað snýr að þessu ofbeldi að henda
eggjum og þess háttar sem getur
valdið bæði líkams- og eignatjóni þá
vona ég þetta muni marka endalok
mótmæla af því tagi,“ segir Helgi
Gunnlaugsson, prófessor í félags-
fræði við Háskóla Íslands og sér-
fræðingur í afbrotafræðum, um mót-
mælin sem fram fóru á Austurvelli á
laugardaginn þegar Alþingi var sett.
Eggjum og öðrum matvælum var
hent í alþingismenn og aðra sem
gengu frá Dómkirkjunni og yfir í Al-
þingishúsið áður en þingsetningin
fór fram auk lögreglumanna og varð
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, m.a. fyrir eggi sem hitti
hann í gagnaugað með þeim afleið-
ingum að hann féll við. Þá er vitað að
ýmsu fleiru og harðara var kastað
eins og sætum kartöflum og harð-
soðnum eggjum.
Brostnar væntingar
Helgi segir að auðvitað verði að
hafa í huga aðdragandann að þessum
mótmælum. Um sé að ræða reiði
sem sé búin að gerjast lengi í fólki.
Það sé mikil undirliggjandi spenna
og ólga í þjóðfélaginu. Réttlætis-
kennd fólks sé misboðið og það
telji ekki að stjórnvöld séu að taka
á réttlátan hátt á málum, sér-
staklega með tilliti til venju-
legs fólks með sínar skuldir
og síðan t.a.m. fjármála-
fyrirtækja. Forgangsröð-
unin sé röng. Ekki bæti
síðan úr skák þegar um
sé að ræða stjórnvöld
sem margir hafi bundið
vonir við að myndu halda öðruvísi á
málum. Vonbrigði fólks og óánægja
verði þeim mun meiri og það fyllist
ákveðnu vonleysi. Það sé stjórnvalda
að koma til móts við þessar áhyggjur
fólks á sannfærandi hátt.
„En ég held að fólk muni að ein-
hverju leyti sjá það að þarna hafi
verið gengið of langt af þeim einstak-
lingum sem fyrir þessu stóðu,“ segir
Helgi. Hann leggur áherslu á að of-
beldi af þessu tagi varpi skugga á
mótmælin sem staðið er fyrir og sé
ekki síður vanvirða við mótmælin
sjálf og boðskap þeirra en annað.
Þau fái yfirbragð skrílsláta. „Þetta
sé bara einhver skríll sem sé að mót-
mæla sem ekki sé mark takandi á.
Menn dæma þannig sjálfa sig og
mótmælin einfaldlega úr leik.“
Friðsamleg mótmæli dæmd
úr leik með ofbeldisverkum
Fólk fyllist reiði vegna rangrar forgangsröðunar stjórnvalda og margir auk þess
vonbrigðum vegna ráðamanna sem þeir töldu að myndu taka öðruvísi á málum
Morgunblaðið/Golli
Mótmæli Prófessor í félagsfræði segist vona að mótmælin við setningu Alþingis á laugardaginn marki ákveðin
þáttaskil í mótmælum hér á landi og að fólk muni sjá að gengið sé of langt þegar ofbeldi sé beitt.
„Þetta var nú lítill hópur en engu að síður öðruvísi fólk sem stóð í því
að kasta hlutum en við höfum séð áður í mótmælum. Þetta var full-
orðið fólk. En þetta var hins vegar alger undantekning í þessum mót-
mælum. Maður heyrði á mörgum mótmælendum að þeir voru ekkert
hressir með þetta. Þannig að þetta var ekki samþykkt af fólkinu,“
segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, um mótmælin sem
fram fóru á Austurvelli á laugardaginn. Sumum finnist hins
vegar greinilega bara í lagi að grýta stjórnmálamenn og Al-
þingishúsið. Hann segist ekki vita hvað þeim hafi gengið til
sem það hafi gert. Geir Jón leggur hins vegar áherslu á að
langflestir sem þátt hafi tekið í mótmælunum hafi verið til
fyrirmyndar og mótmælt á friðsamlegan hátt.
Fullorðið fólk grýtti þingmenn
GEIR JÓN ÞÓRISSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN
Geir Jón
Þórisson