Morgunblaðið - 04.10.2011, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ámeðan rík-isstjórninkeppist við
að segja að allt sé
á réttri leið í ís-
lensku efnahagslífi
tala staðreyndirnar öðru máli.
Í gær birti fyrirtækið Credit-
info upplýsingar um umfang
vanskila í þjóðfélaginu. Sam-
kvæmt upplýsingum fyrirtæk-
isins voru 25.685 einstaklingar
í vanskilum 1. október. Af
þessum fjölda eru 16.980 ein-
staklingar skráðir með árang-
urslaust fjárnám vegna þess
að „engar eignir eða ekki
nægilegar eignir hafa fundist
til að tryggja kröfur“. 572
hafa verið úrskurðaðir gjald-
þrota.
Þetta eru skuggalegar töl-
ur. Samkvæmt þeim eru um
10% íbúa landsins, sem eru 15
ára og eldri í vanskilum.
Þessu fólki var lofað skjald-
borg, en stendur nú á ber-
angri.
Bankarnir birta um þessar
mundir tölur um góða afkomu,
en almenningur sýpur enn
seyðið af hruni forvera þeirra.
Þau úrræði, sem boðið er upp
á, eru hægvirk og duga
skammt. Kaupmáttur launa
hefur rýrnað verulega og af-
borganir hækkað. Til þess að
ná endum saman þurfa margir
að ganga á sitt eigið fé. Ein
leiðin hefur verið að leyfa fólki
að taka út séreignarsparnað
sinn. Í byrjun ágúst höfðu
samtals 56 þúsund
einstaklingar sótt
um að taka út
samtals 60,2 millj-
arða króna.
Pétur Blöndal
alþingismaður gagnrýndi
þetta og sagði að ekki væri
verið að örva eftirspurn, held-
ur taka fé af einum gæslu-
manni, lífeyrissjóðunum, og
færa í vörslu annarra, banka
og sparisjóða. Pétur sagði að
kröfuhafar gætu „hálfpartinn
neytt fólk til að taka út sér-
eignasparnaðinn sinn“ og var
ekki skemmt: „Þegar fólk er
búið að taka út séreign-
arsparnaðinn sinn og borga af
lánum þá er kröfuhafinn búinn
að fá sparnaðinn og ef aðgerð-
in dugar ekki til að bjarga
fólki frá gjaldþroti þá er
sparnaðurinn farinn.“
Þannig brennur eigið fé
landsmanna upp á skuldabál-
inu.
Ríkisskattstjóri birti í sum-
ar helstu niðurstöður álagn-
ingar 2011. Þar kom meðal
annars fram að frá 2008 hefðu
eignir landsmanna aukist um
rúma 86 milljarða króna, en
skuldir um tæpa 530 milljarða.
Reyndar lækkuðu skuldir um
14,4 milljarða miðað við árið
2010, en eignir landsmanna
rýrnuðu hins vegar þriðja árið
í röð, nú um 323,8 milljarða
milli ára. Þetta eru ískyggi-
legar tölur og bera ekki vitni
hagkerfi á réttri braut.
1. október voru
25.685 einstakling-
ar í vanskilum}
Skíðlogandi skuldabál
Jóhanna Sigurð-ardóttir for-
sætisráðherra vék
að óánægju al-
mennings í stefnu-
ræðu sinni, sem
hún flutti líkt og
áður við taktfast undirspil frá
Austurvelli. Hún sagðist skilja
vel gagnrýni almennings, til
dæmis á bankana og rétt-
arkerfið. Vafalítið hefur hún
talið sig með þessu vera að
koma til móts við óánægjuna,
en vandinn er sá að hún skilur
ekki út á hvað óánægjan geng-
ur aðallega og þess vegna
missti þetta marks. Hún
minntist nefnilega ekki á það
sem óánægjan hefur umfram
allt beinst að, sem er hennar
eigin ríkisstjórn.
Auðvitað beinist óánægjan
að ýmsu í þjóðfélaginu og er
þá ekki sérstaklega verið að
tala um þá óánægju sem
hljómaði inn í þingsali í gær-
kvöldi, heldur miklu frekar al-
menna óánægju hins þögla
meirihluta. Langmestur
meirihluti landsmanna fer
ekki á mótmælafundi, en ef
forsætisráðherra væri í
tengslum við al-
menning í landinu
vissi hún að megn
óánægja ríkir með
hana og aðra
stjórnarliða, sem
hafa algerlega
brugðist á þeim tæpu þremur
árum sem liðin eru frá því
þeir brutust til valda.
Þess vegna hjálpaði Jó-
hönnu ekki heldur neitt að í
stefnuræðu sinni lét hún eins
og hér væri allt ýmist í himna-
lagi eða við það að verða alveg
til fyrirmyndar. Ástandið hér
væri miklu betra en erlendis
og til dæmis hagvöxtur væri í
raun að verða miklu meiri en
spár gæfu til kynna.
Svona málflutningur hjálpar
engum og sýnir óánægðum al-
menningi aðeins að stjórnvöld
eru ekki vandanum vaxin. Þau
lifa í draumaheimi og skynja
hvorki ástæður óánægjunnar
né stöðu eða horfur efnahags-
mála. Þess vegna gerir fjar-
stæðukennt tal forystumanna
ríkisstjórnarinnar ekkert ann-
að en ýta undir vantraust al-
mennings í garð ríkisstjórn-
arinnar.
Það þýðir ekkert fyr-
ir forsætisráðherra
að láta eins og allt
sé í góðu lagi}
Gagnrýnin misskilin
Þ
að er orðið árviss atburður að
dagana eftir þingsetningu
koma í blöðin og á vefina yf-
irlýsingar um þá sem gerðust
svo djarfir að kasta eggjum og
öðru tiltæku að þingmönnum.
Reynt er að aðgreina eggjakastarana
sem svarta sauði og óæskileg frávik. „Sá
sem henti egginu í Árna Þór er ekki „fólk-
ið“,“ segir Guðmundur Andri Thorsson í
pistli sínum á Vísi og talar um einstaklinga
með sjúklegt framferði sem henda hlutum
úr launsátri á annað fólk. Hagsmunasamtök
heimilanna sendu frá sér lymskulega orð-
aða yfirlýsingu þar sem eggjakastið er
harmað, þó með þeim formerkjum að betra
væri ef aðstæður í samfélaginu væru ekki
þannig að kallaði á mótmæli.
Þegar fólk hefur engu að tapa
Ég er ekki alveg sammála þeim sem fordæma eggja-
kastið.
Ofbeldi er aldrei eftirsóknarvert, en það er heldur
ekki gott ef þeir sem fara með völdin geta reiknað með
því að mótmæli verði alltaf bitlaus, og að þeir haldi að
ekki sé hægt að reita fólk svo til reiði að egg og jafnvel
hnefar fari á flug.
Það getur verið hollt fyrir lýðræðið og samfélagið, og
þörf áminning fyrir stjórnmálamenn, ef endrum og sinn-
um hleypur harka í mótmæli. Það getur verið hollt að
minna á að þegar fólk þarf að verja eigur sín-
ar og framtíð grípa margir til örþrifaráða.
Það getur verið hollt að þjóðin minni bæði
sjálfa sig og stjórnmálastéttina á það hvar
valdið liggur í raun.
En helst má ekki grípa til ofbeldisins fyrr
en allar lýðræðislegar leiðir hafa verið reynd-
ar til þrautar. Síðan má auðvitað deila um
hvað tvær afdráttarlausar IceSave-kosningar
segja um lýðræðislegt umboð þingsins. Einn-
ig má deila um hversu mikil hætta heim-
ilunum í landinu er búin ef vinstristjórnin fær
að halda uppteknum hætti í þá 570 daga sem
eru fram að næstu þingkosningum.
Hverjum er vorkunn?
Það er örugglega ekki gaman að vera þing-
maður og þurfa að ganga nokkurra metra óvissugöngu
frá Alþingi yfir í Dómkirkju á meðan eggin fljúga allt um
kring. En hvað hefur fólkið hinumegin við óeirðagirð-
inguna fengið að þola, þökk sé vanhæfri ríkisstjórn?
Ég er svo heppinn að hafa bæði átt lítið og skuldað lít-
ið þegar bankarnir féllu og krónan með. Sömu sögu má
því miður ekki segja um móður mína.
Ef ég fengi að ráða myndi ég frekar láta mömmu
ganga þennan stutta spöl á milli Alþingis og Dómkirkju
undir stöðugum straumi af eggjum, í staðinn fyrir þá
þrautagöngu sem hún hefur gengið stanslaust í þrjú ár, á
milli banka, stofnana og dómstóla. Atvinnulaus, eigna-
laus og með stökkbreyttar skuldir á bakinu. ai@mbl.is
Ásgeir
Ingvarsson
Pistill
Ommelettur, ofbeldi og lýðræði
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
F
orstöðumenn heilbrigð-
isstofnana á lands-
byggðinni eru afar
ósáttir við niðurskurð-
artillögur í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs. Þeir segja að
ekki sé hægt að mæta þessum kröf-
um án uppsagna og verulegrar
skerðingar á þjónustu. Tvískinn-
ungur sé að ræða um uppbyggingu
á landsbyggðinni á sama tíma og
skorið sé niður í grunnþjónustu.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að framlög til Heilbrigðisstofnunar
Þingeyinga lækki um 71,6 milljónir.
„Þessu verður ekki mætt á annan
hátt en með minni þjónustu og
færra fólki,“ segir Jón Helgi
Björnsson, forstjóri stofnunarinnar.
„Ef svona heldur áfram verður
sjúkrahússtarfseminni hérna sjálf-
hætt. Það er tvískinnungur að setja
fram svona tillögur á sama tíma og
verið er að ræða atvinnuuppbygg-
ingu á svæðinu. Líklega þurfum við
að færa eitthvað af þjónustunni til
Akureyrar.“
Fjárheimild til Sjúkrahússins á
Akureyri, FSA, lækkar um 69 millj-
ónir á milli ára. Við bætast 100
milljónir vegna þess að farið var yf-
ir fjárheimild í ár. „Ég fæ trauðla
séð hvernig við eigum að geta tekið
við auknu álagi með næstum 170
milljóna sparnaðarkröfu,“ segir
Þorvaldur Ingvarsson, forstjóri
FSA. Að sögn Þorvalds hafa fjár-
framlög til sjúkrahússins verið
skorin niður um 500 milljónir á
undanförnum þremur árum. „Nú er
komið að skerðingu á þjónustu. Það
er ekki endalaust hægt að taka inn-
an úr hálfri tunnu.“
Hef ekki hugmynd
„Satt best að segja hef ég ekki
hugmynd um hvað við getum gert
til að mæta þessu,“ segir Gunnar
K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Heilbrigðisstofnunarinnar í Vest-
mannaeyjum, en framlag til stofn-
unarinnar lækkar um 24,6 milljónir.
„Þetta kom okkur ekki á óvart og
við munum vinna aðgerðaplan á
næstu vikum.“
Felast þær aðgerðir í upp-
sögnum og skerðingu á þjónustu?
„Ég get ekki svarað því, en við
þurfum að velta ýmsum hlutum fyr-
ir okkur,“ segir Gunnar.
„Við höfðum vonast til að tekið
yrði tillit til þeirra erfiðleika sem
eru hér á svæðinu,“ segir Sigríður
Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heil-
brigðisstofnunar Suðurnesja, en
fjárheimildir til stofnunarinnar
lækka um 75,4 milljónir. „Svona há-
ar upphæðir þýða uppsagnir og
þetta rímar engan veginn við full-
yrðingar um að það eigi að byggja
upp hér á svæðinu.“
Þetta er ferlega erfitt
Sigríður segir að líklega muni
liggja fyrir í lok mánaðarins hvar
borið verði niður í sparnaði. „Þetta
eru vissulega vonbrigði, því að
ástandið sem við erum að upplifa
núna hér á Suðurnesjunum kallar á
aukningu á tilteknum sviðum, til
dæmis geðheilbrigðismálum. Nú
finnst okkur nóg komið, þetta er
ferlega erfitt,“ segir Sigríður.
Heilbrigðisstofnuninni á Sauð-
árkróki, HS, er gert að skera niður
rekstrarútgjöld um 62 milljónir.
„Við getum ekki veitt neina sjúkra-
húsþjónustu fyrir þá peninga sem
okkur er úthlutað,“ segir Hafsteinn
Sæmundsson, forstjóri HS, og
segir að líklega þurfi að segja
upp 12-13 manns. „Þetta er eng-
inn sparnaður, heldur kostnaðar-
auki. Við höfum rekið þessi
sjúkrarúm á botnprís og ein-
hvers staðar þurfa Skagfirð-
ingar að liggja.“
Uppsagnir og skert
þjónusta eina leiðin
Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu
Niðurskurður á heilbrigðissstofnunum samkvæmt frumvarpi
til fjárlaga 2012. Upphæðir eru í milljónum króna
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 71,6
Heilbrigðisstofnun Austurlands 71,2
Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum 24,6
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 75,4
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkrók 64,2
Heilbrigðisstofnun Vesturlands 96,5
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða 31,7
Heilbrigðisstofnun Suðurlands 60,9
„Þetta kom ekki á óvart. Við
höfðum fengið upplýsingar um
hvað væri framundan,“ segir
Björn Zoëga, forstjóri Landspít-
alans, en spítalinn á að lækka
útgjöld sín um 630 milljónir.
Aðrar heilbrigðisstofnanir
telja sig þurfa að vísa fjölda
manns á Landspítalann, nái nið-
urskurðurinn fram að ganga.
Getur Landspítalinn, sem
sjálfur á að spara, endalaust
tekið við? „Nei, hann getur það
ekki,“ segir Björn. „En við höf-
um engar forsendur núna til að
sjá hvort eða hversu mikið bæt-
ist við hjá okkur.“ Björn segir að
tillögur muni liggja fyrir eftir
2-3 vikur um hvernig hægt verði
að mæta sparn-
aðinum, en
ljóst sé að
starfs-
mönnum
verði
fækkað.
Þetta kom
ekki á óvart
630 MILLJÓNA SPARNAÐUR