Morgunblaðið - 04.10.2011, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.10.2011, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 Lýðræði er það stjórnarfyrirkomulag þegar lýðurinn, sem í raun ætti ekki að skipta sér af stjórn- málum, heldur lifa sínu lífi í friði, velur sér full- trúa til alþingis, sem eru bundnir svoköll- uðum stjórn- málaflokkum, sem fylgja hinni eða þessari misgáfulegu stefnunni, sem er búin til svo heilla megi sem flesta af lýðnum til fylgis sér. Þeir sem bjóða sig fram á vegum stjórn- málaflokkanna hafa misjafnar for- sendur til þess. En þegar til þings er komið er valdið frekar takmarkað. Þar er unnið við að setja lög og regl- ur eftir pöntun þeirra sem hafa vald- ið. Alþingismenn gera það sem þeim er sagt að gera eftir flokks- pólitískum línum. Höfuð hvers flokks ráðfærir sig við hags- munaaðila og stefnan er lögð eftir þeirra hag. Aðalvinnan er svo lögð í það að sannfæra almenning um að sá hópur sem er við völd sé þess verður og spila þar vinsældir mikið hlut- verk. Blekkingamyndir og ímynduð mál eru sett á oddinn til fjögurra ára í senn til þess að auka á vinsældir og á meðan er engin raunveruleg stefna. Og sökum þess að endalaust er verið að eltast við vinsældir fjöldans fer allt reglulega í kaldakol með tilheyrandi puttabendingum, ásökunum, afsökunum, yf- irbreiðslum og útúrsnúningum. Málin sem rædd eru á þingi koma venjulegu fólki oftast ekkert við, en hreyfa við lífsbjörg- inni. Land sem er stjórnað með pen- ingastefnu einni saman án þess að huga að lífi og siðum kemst í þrot fyrr en seinna. Nú á tímum skiptir mestu máli að það sé vöxtur í hagkerfinu með til- heyrandi sveiflum á launakjörum almenn- ings. Allar stéttir vilja hærri launaprósentu við gerð kjarasamn- inga heldur en síðast, vegna þess að kaupmáttur hefur rýrnað eða staðið í stað. Lýðurinn er eins og hamstur sem stöðugt hleypur í hringekju án þess að komast nokkuð og launin stjórna því hvort hann geti haldið áfram eða ekki. Í raun eru alþing- ismenn ekkert nema rottur og hlaupa sjálfir í sínu búri á sínu hjóli og mestu máli skiptir að þeir séu uppteknir við að hlaupa sitt limbó svo pöpullinn haldi að þeir séu með völdin og við stjórn. Raunin er reyndar sú að það fólk sem raun- verulega hefur úrslitavald myndi aldrei bjóða sig fram til Alþingis til að karpa um skoðanaofbeldi annarra þingmanna, foringjaræði eða að bera af sér sakir, eins og gerist ið- urlega þar. Auk þess halda fjölmiðlar að fólki skoðunum sem ættu ekki að fá að heyrast. Það fær hver sem er að segja sitt um málefnið til þess eins að skapa óvissu og sundrungu. Það er engin leið í lýðræðislegri umræðu að komast að afgerandi niðurstöðu og sátt vegna þess að skoðanagraut- urinn er þvílíkur að raunverulegt markmið missir iðulega trúverð- ugleika. Það er skipt upp í lið með eða á móti og sá sem er leiðinleg- astur og skortir oftar en ekki sýn á raunverulegt markmið, getur dregið úr framkvæmdamætti, og í raun orð- ið dragbítur framfara. Svo er það sem gerist undir hulu lýðræðis, þeg- ar sjónvarpið er notað til að dreifa athyglinni, sem er það allra hættu- legasta, að almenningur sofnar á verðinum og lætur leiða sig fram af hengiflugi blekkingana. Og vegna heimsku lýðsins er honum gert til geðs og haldnar uppákomur þar sem honum er gefið vald með kosninga- rétti sínum á meðan raunverulegt vald fer sínu fram. Þar skiptir engu að almenningur er hafður að fífli með þeirri blekkingu að það sé vald lýðsins sem ráði för. Þegar svona ár- ar er betra að einn vitur maður stjórni, heldur en margir vitlausir, og þar með fella niður blekkingar lýðræðis. Mesta blekking nútímans er lýðræði Eftir Örn Úlriksson » Blekkingamyndir og ímynduð mál eru sett á oddinn til fjögurra ára í senn til þess að auka á vinsældir og á meðan er engin raun- veruleg stefna. Örn Úlriksson Höfundur er skáld. Sumarið 1956 þjóð- nýtti Abdul Gamal Nasser Suezskurðinn. Hann var áður í eigu Breta og Frakka, sem undu þessum gern- ingi illa. Mjög var Nasser affluttur í fjölmiðlum og honum gjarnan lýst sem þjóðernisofstopa- manni. Í sameig- inlegri aðgerð hertóku Bretar og Frakkar Suezskurðin í október 1956. Ísrael var í bandalagi með þeim. Þeir lögðu undir sig Sinai- eyðimörkina og norðurhluta Suez- skurðar. Bandaríkjamenn voru leyndir þessari aðgerð og mislík- aði það mjög. Eisenhower hers- höfðingi hafði leitt stríðið gegn Þýskalandi – og lokið því. Hann leiddi þetta stríð við Egypta til lykta. Sem forseti Bandaríkjanna beitti hann sér fyrir því að Bretar, Frakkar og Ísraelar færu heim og skiluðu hinum herteknu svæðum. Að auki varð Anthony Eden, for- sætisráðherra Breta, ekki lengur vært í embætti, og sagði af sér næsta ár, eftir aðeins tvö ár í emb- ætti. Annað stríð, þar sem forseti Bandaríkjanna kom mjög við sögu, var Kóreustríðið, sem hófst í lok júní 1950. Í umboði Sameinuðu þjóðanna, SÞ, tók Truman forseti að sér að stöðva innrás N-Kóreu inn í S-Kóreu, og jafnframt að frelsa S-Kóreu. Bretar veittu þarna verulegan stuðning. Truman fór aldrei fram á heimild þingsins til stríðsreksturs, en fékk þó alltaf það sem til þurfti. Douglas McArt- hur hershöfðingi stjórnaði aðgerð- um. Í umboði SÞ átti hann að end- urvinna S-Kóreu. Hann fór langt fram úr þeim heimildum eftir frækilega innrás sína við Inchon í lok september 1950. Hann ákvað að hertaka alla N-Kóreu. En í lok nóvember var Kínverjum nóg boð- ið. Réðust suður yfir Yalu-fljót. Í þeirri aðgerð misstu Bandaríkja- menn ellefu þúsund hermenn, fallna, fangna og særða. McArthur var leystur frá störfum í mars 1951, sem orsakaði pólitískt stór- viðri í Bandaríkjunum. Sl. sumar sam- þykktu SÞ ályktun, borna fram af Banda- ríkjunum, um flug- bann yfir Líbíu. Hvergi var minnst á hernaðaraðgerðir né loftárásir á Líbíu, enda þarf samþykkt Bandaríkjaþings til hernaðaraðgerða. SÞ fólu NATO fram- kvæmd eftirlits varð- andi flugbannið. En þvert á ályktun SÞ hófust fljótlega loftárásir á Líbíu, einkum undir forystu Frakka og Breta. Banda- ríkin hafa ekki tekið beinan þátt í þessum loftárásum, enda eru þær þvert á þá ályktun sem þau fengu samþykkta hjá SÞ. Ólíkt forvera sínum lætur Obama afskiptalaus brot á samþykktum SÞ. 2. september sl. var boðað til ráðstefnu 60 þjóða um Líbíu, ekki í Washington, heldur í París. Þar áskildu Bretar og Frakkar sér for- gang á líbíska olíu með skírskotun til loftárása sinna á Líbíu. Hvorki voru Bandaríkjamenn þar staddir, né gerðu þeir neinar athugasemd- ir, eða kröfur. Ban Ki Moon, framkvæmda- stjóra SÞ, var falin framkvæmd þessara aðgerða. Hvorki hann né Obama hafa gert neinar at- hugasemdir við brot á hinni upp- haflegu ályktun SÞ. Hinn 13. sept- ember sl. var haldinn hátíðlegur í Tripoli. Þar hélt foringi uppreisn- armanna stefnuræðu þeirra. Hann tilkynnti að þaðan í frá tækju sharia-lög gildi í gervallri Líbíu. Þar með var herferð SÞ í nafni lýðræðis til handa fólkinu í Líbíu fullkomnuð. Var annars nokkur spurður? Ólíkt hafast menn að Eftir Ámunda H. Ólafsson Ámundi H. Ólafsson » SÞ fólu NATO framkvæmd eftirlits varðandi flugbannið. En þvert á ályktun SÞ hófust fljótlega loft- árásir á Líbíu, einkum undir forystu Frakka og Breta. Höfundur er fyrrverandi flugstjóri. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt er á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felliglugganum. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur ENN MEIRI m.mbl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Nú tekurðu vinsælasta vef landsins með þér hvert sem þú ferð og ert alltaf með nýjustu fréttirnar í símanum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.