Morgunblaðið - 04.10.2011, Page 25

Morgunblaðið - 04.10.2011, Page 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 ✝ ÁsgerðurÁgústína Gísla- dóttir fæddist í Bol- ungarvík þann 20. mars 1919. Hún lést í Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni þann 25. september síð- astliðinn. Foreldrar henn- ar voru Sesselja Einarsdóttir hús- freyja, f. 21.6. 1892, d. 9.9. 1949 og Gísli S. Sigurðs- son sjómaður, f. 7.1. 1885, d. 31.12. 1951. Systkini Ásgerðar eru: Guð- finna Rannveig, f. 8.1. 1912, d. 30.11. 1981, Einar Kristinn, f. 19.2. 1921, d. 1.10. 1979, og Petr- ína, f. 23.1. 1925. Ásgerður gift- ist 28. nóvember 1942 Sigurði Guðmundssyni, fyrrv. lög- regluþjóni, kennara og tækni- teiknara frá Akranesi, f. 16. maí 1917, en hann lést sama mán- aðardag og hún fyrir þremur ár- um, þann 25. september 2008. Foreldrar hans voru Ólöf Sig- urðardóttir húsfreyja, f. 21.4. 1890, d. 11.1. 1975 og Guð- mundur Ólafsson kennari, f. 11.1. 1885, d. 16.5. 1958. Dætur Ásgerðar og Sigurðar eru: 1) Ólöf, f. 7.8. 1943, er lést Bolungarvík og átti sá staður stóran sess í hjarta hennar alla tíð. Hún lauk þar skyldunámi frá grunnskólanum, en hleypti heimdraganum snemma eins og þá var títt og var aðeins 15 ára þegar hún réð sig í vist til Siglu- fjarðar. Þar átti hún góðan tíma og upplifði Síldarævintýrið mikla. Þá lá leiðin til Reykjavík- ur, starfaði hún þar á sauma- stofu. Árið 1942 giftist hún Sig- urði og fluttist til Akraness þar sem þau bjuggu í um 20 ár. Þar tók Ásgerður virkan þátt í fé- lags- og menningarmálum, starf- aði um árabil með Leikfélagi Akraness og skapaði þar margar eftirminnilegar persónur. Hún starfaði einnig með Slysavarna- félaginu, Kvenfélagi Akraness og söng um tíma í kirkjukórnum. Þáttaskil urðu árið 1963 þeg- ar fjölskyldan flutti til Reykja- víkur vegna breytinga á starfs- högum Sigurðar. Ásgerður starfaði alla tíð utan heimilisins við verslunarstörf bæði á Akra- nesi og í Reykjavík. Hún lærði svæðanudd í Danmörku og vann við það um tíma. Árið 1989 fluttu þau hjón í íbúðir aldraðra að Aflagranda 40 og bjuggu þar síðustu 20 ár ævinnar. Þar naut hún sín vel og gat sinnt fjölmörg- um áhugamálum sínum: lesið, saumað út, prjónað, heklað og spilað brids. Útför Ásgerðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 4. októ- ber 2011 og hefst athöfnin klukkan 15. 22 ára gömul 22.5. 1966. 2) Hrafnhild- ur, fyrrv. leikskóla- fulltrúi, f. 21.10. 1945, gift Brynjúlfi Sæmundssyni, fyrrv. framhalds- skólakennara. Börn þeirra eru: a) Ólöf, stjórnmálfræð- ingur, f. 24.12. 1971, búsett í Sví- þjóð, gift Axel G. Tandberg, lögfræðingi og eiga þau þrjú börn, Thor August f. 14.9. 2004, Hildi Tinnu, f. 24.3. 2007 og Ottó Sigurð, f. 11.5. 2009; b) Ragnar teiknimynda- gerðarmaður, f. 16.3. 1974, bú- settur í Noregi. 3) Gíslína arki- tekt (kjördóttir þeirra hjóna, systurdóttir Ásgerðar, tekin í fóstur þriggja vikna gömul og seinna ættleidd), f. 25.9. 1951, maki Haraldur Dungal læknir. Synir hennar eru: a) Sigurður Ásar Martinsson háskólanemi, f. 2.11. 1976, búsettur í Englandi, synir hans eru Marius, f. 19.12. 2001 og Alexander Sigurður, f. 10.8. 2009 og b) Hrafn Haralds- son Dungal menntaskólanemi, f. 3.10. 1991. Önnur börn Haraldar eru: Hildur, Ingibjörg, Níels Páll og Helga. Ásgerður ólst upp í Elskuleg móðir mín Ásgerður Gísladóttir, andaðist á 93. aldurs- ári í Sóltúni 25. september. Sam- band okkar var náið og einstakt, kannski vegna þess að hún bar mig ekki undir belti eins og al- gengast er, heldur tók hún mig að sér þriggja vikna gamla, þegar erfiðleikar og veikindi steðjuðu að hjá eldri systur hennar, sem var mín blóðmóðir. Alla tíð síðan hef- ur hún umvafið mig hlýju, um- hyggjusemi og ástúð. Drengirnir mínir tveir hafa átt hjá henni og pabba öruggt skjól, sérstaklega sá eldri, sem þurfti meira á þeim að halda, þar átti hann sitt annað heimili og þau voru honum og þeim báðum einstaklega hjart- fólgin. Móðir mín fæddist í Bolungar- vík og þar voru fjöllin hæst, feg- urðin mest og meira að segja hljómuðu kirkjuklukkurnar þar fegurst allra klukkna. Hún átti einungis kost á grunnskólanámi, en átti alltaf mjög auðvelt með að læra, þetta grunnnám varð ein- staklega árangursríkt, t.d. hafa allir hennar afkomendur leitað til hennar við ritgerðasmíð og aldrei komið að tómum kofunum. Frá Bolungarvík lá leiðin til Siglu- fjarðar, fyrst í vist og síðar upp- lifði hún þar síldarævintýrið mikla. Hún flutti til Reykjavíkur um tvítugt, starfaði á kjólasauma- stofu, en örlögin voru ráðin þegar hún á dansleik á Akranesi, þá lítil, grönn og nett og örugglega í ný- saumuðum kjól, hitti sætasta strákinn á Skaganum, háan, grannan og hæglátan húsgagna- smið, verðandi eiginmann, hann Sigurð Guðmundsson, þau giftu sig 1942 og áttu saman langt og gott líf, hjónaband þeirra hafði staðið í 65 ár þegar pabbi lést fyr- ir þremur árum. Á Akranesi bjuggu þau í 20 ár og eignuðust þar marga af sínum bestu vinum, byggðu hús með Backmansfjöl- skyldunni og voru þær tvær fjöl- skyldur eins og ein og alla tíð síð- an, við kynntumst Tótu frænku og fjölskyldu og eru þau okkar nán- asta fólk. Foreldrar mínir voru mjög vinamörg og ættrækin, en tvö systkini mömmu voru búsett á Akranesi ásamt fjölskyldum og einnig foreldrar hennar síðustu árin sín. Mamma var á Akranesi mjög virk í alls konar félagsmál- um, en hafði sérstaka unun af að starfa um árabil með Leikfélag- inu. Árið 1963 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, vegna breytinga á starfshögum föður míns, þar urðu mikil þáttaskil. Þau urðu fyrir lífs- ins mestu sorg þegar þau misstu elstu dótturina Ólöfu, aðeins 22 ára gamla árið 1966. Á efri árum fluttu þau í Aflagranda 40 og áttu þar indælan tíma, stunduðu Vest- urbæjarlaugina í góðra vina hópi og nutu samvista við íbúa hússins. Og þar naut mamma þess að geta sinnt sínum fjölmörgu áhugamál- um. Ég hef nú stiklað á stóru í lífi hjartkærrar móður minnar, en á þó alveg eftir að nefna hvað hún var skemmtileg, kjarkmikil, fróð, vel lesin, víðsýn og fordómalaus, en það eru þó þrjú orð sem lýsa henni best: ósérhlífni, – hugsaði alltaf fyrst um alla aðra en sjálfa sig, gjafmildi, – stöðugt að gefa og þá fyrst og fremst af sjálfri sér og síðast en ekki síst: umhyggju- semi, – vakin og sofin yfir velferð okkar allra afkomanda hennar. Ástarþakkir fyrir allt. Þín dóttir, Gíslína Guðmundsdóttir (Gillý.) Amma Ása var besta amma sem hugsast getur. Mjúka góða söguamma sem las fyrir okkur systkinin á kvöldin uppi í rúmi – og sofnaði oft í miðri setningu. Amma sem söng fyrir okkur og nuddaði á okkur tærnar. Amma sem smurði okkur öll með John- son & Johnson baby-olíu og burstaði hárið með mjúka silki- burstanum sínum. Amma sem gaf okkur cocoapuffs og annað gúm- melaði sem var ekki á boðstólum heima! Amma sem fór með okkur út í garð að tína rifsber í sultu – og upp í Heiðmörk að tína sveppi. Amma og afi sem fóru með okkur í Vesturbæjarlaugina eldsnemma á morgnana og kenndu okkur að synda. Margar af bestu æskuminning- um mínum eru úr Stórholtinu hjá ömmu og afa. Stóri ameríski ís- skápurinn sem var fullur af góð- gæti, góða lyktin og mjúku mott- urnar á bleika baðinu, skartgripaskrínið hennar ömmu sem var eins og gullnáma fyrir litla stelpu, lokrekkjan með þungu rauðu flauelsgardínunum, svissneska kúkú-klukkan með litla sæta fuglinum, teikniborðið hans afa, bratti stiginn upp á háa- loft þar sem var smíðað og farið í gömul föt. Já, það var alltaf svo ljúft og gott að vera hjá ömmu og afa. Kærleikurinn, lífsgleðin og hlýja andrúmsloftið á heimilinu var dásamlegt. „Elskurnar mínar, fáið ykkur meira! Það er nóg til af öllu!“ Já, það var alltaf veisluhlað- borð hjá ömmu og hún þeyttist um með rjómaskálar og kaffi- könnur svo að allir fengju nú örugglega nóg að borða og nóg af kökum. Og örlætið var nú ekki bara á sviði matargerðar. Ég passaði mig oft á því að dásama ekki fallega hluti hjá ömmu – því þá vildi hún endilega gefa mér þá. Eitt sinn á aðventunni var ég í heimsókn á Aflagrandanum og dáðist að fallegum jólakransi úr greni sem amma hafði búið til. Þegar ég var búin að kveðja og komin út á bílastæðið heyrði ég ömmu kalla af svölunum „Óóólö- öf“ – og svo kom kransinn fljúg- andi niður af áttundu hæðinni! Eins gott að vera ekkert að dást að kristalskálum eða öðru brot- hættu. Við barnabörnin höfum flakkað um allan heiminn og kveðjustundirnar hafa verið margar. Það var einhver sérstök taug á milli okkar ömmu – og allt frá því að ég man fyrst eftir mér hef ég kvatt ömmu hágrátandi. Hún signdi mig alltaf og krossaði í bak og fyrir og ég vildi hvergi vera nema í opnum, mjúkum faðmi ömmu Ásu. Allt fram á síð- ustu stund var amma ótrúlega já- kvæð, bjartsýn og hvetjandi þrátt fyrir hrörnandi líkama. Þó svo að ég verði aldrei jafnoki ömmu á kökugerðarsviðinu mun ég leggja mig fram við að lifa í hennar já- kvæða og bjartsýna anda. Við Axel, Thor, Hildur Tinna og Ottó kveðjum ömmu Ásu með sárum söknuði – en geymum hana í hjörtum okkar alltaf og að eilífu. Ólöf Brynjúlfsdóttir. Kæra amma Ása. Þegar við vorum á Íslandi í júlí og heimsótt- um þig í Sóltún fagnaðir þú okkur hjartanlega eins og alltaf áður. Þú sást um að við fengjum kaffi og með því og hvattir okkur alltaf til að fá okkur „meira“. Nákvæm- lega eins og alltaf áður þegar við komum til ykkar afa Sigga. Við erum mjög ánægð með og þakklát fyrir þennan síðasta samfund okkar. Þú hefur gefið okkur mikið og við munum ekki gleyma hjartahlýju þinni og jákvæða og opna hugarfari. Á Íslandi munum við ekki hitta þig aftur, en í hjört- um okkar áttu þinn samastað áfram. Takk fyrir, amma Ása. Waltraud, Franz, Jan, Dirk og fjölskylda. Elsku amma mín, þá ert þú loksins komin til hans afa. Við höf- um öll notið þess að hafa þig hérna í öll þessi mörgu ár, en við vissum að það var kominn tími til að þú færir til hans. Þó hann hafi verið með rólegri mönnum þá er ég viss um að hann var orðinn óþolinmóður að fá þig til sín. Við vorum farin að venjast því að þú neitaðir að gefast upp fyrir nokkrum mannameinum og héld- ir föstu taki á lífinu með þeirri ein- stöku þrautseigju og dugnaði sem einkenndi þig allt þitt líf, og að þú myndir aldrei fara frá okkur. Við höfum orðið þeirrar ánægju að- njótandi að fá að hafa þig í svo miklu fleiri ár en allflestir fá að hafa sína aðstandendur, og allan tímann varstu með hugann í fullu fjöri, þó líkaminn hafi ekki alltaf getað fylgt með. Ég ætla því ekki að vera sorg- mæddur, heldur gleðjast yfir því að þið afi séuð núna saman aftur, eins og þið voruð nánast allt ykk- ar langa líf og fagna því, – og læra af þínu athyglisverða og stór- brotna lífi. Þegar ég hugsa til þín þá fyllist hugur minn af ást og frábærum minningum, meira en nóg til að fylla allar blaðsíður Morgunblaðs- ins og meira til. Þessar minningar mun ég alltaf eiga ásamt öllu því sem þú kenndir mér. Ég veit að þið afi eruð núna saman á góðum og fallegum stað og fylgist með mér bæði, og ég vona að ég geti gert ykkur stolt af drengnum sem nefndur var í höf- uðið á ykkur báðum og sem á ykk- ur svo óendanlega mikið að þakka. Þinn að eilífu, Sigurður Ásar. Við kveðjum Ásu, kæra mág- konu og svilkonu, með söknuði. Það er mjög táknræn tilviljun að hún lést sama mánaðardag og maður hennar, Sigurður, sem lést fyrir þremur árum. Þau voru ein- staklega samhent hjón, hvað sem lífið bauð þeim að takast á við. Bæði höfðu ávallt verið mjög virk í starfi og félagslífi. Á efri árum tóku þau þátt í fjölbreyttu starfi eldri borgara meðan heilsan leyfði. Ása var mörgum góðum kostum gædd. Hún var kærleiks- rík og hreingeðja, dugnaðarfork- ur og glaðsinna. Hún hafði áhuga á því, sem var að gerast í sam- félaginu og fylgdist vel með. Alltaf var gott að koma til Ásu og Sigga, sama hlýja viðmótið og gestrisnin einstök. Við vorum svo lánsöm að njóta vináttu þeirra og eiga með þeim margar góðar sam- verustundir bæði á heimilum okk- ar og á ferð um landið. Við minn- umst þess og þökkum af alhug. Dætrum og fjölskyldum þeirra vottum við innilega samúð. Karl og Ásta. Elskuleg frænka mín og föður- systir Ásgerður Gísladóttir hefur fengið þráða hvíld. Hún vildi fara sem fyrst á eftir Sigga sínum sem var hennar stoð og stytta. Lát hennar bar að sama dag og hann fór fyrir þrem árum. Ótal ánægju- legar samverustundir áttum við saman á Akranesi, í Reykjavík og í útilegum með Hönnun hf. Það voru ljúfar stundir sem geymast í minningunni. Hún sagði mér frá því þegar hún leitaði að húsnæði fyrir for- eldra mína þegar þau fluttu frá Súðavík til Akraness. Þá var erfitt að fá húsnæði á Skaganum. Hún talaði við Valgeir Runólfsson sem bjó þá á Sandabraut 4 og hafði laust eitt herbergi með aðgangi að eldhúsi. Ása frænka bar upp er- indið. Það væru þrjú börn og fjórða á leiðinni. Valgeir var mikill mannkostamaður og sagði setn- ingu við Ásu sem hún minntist oft: „Við hræðumst ekki börn hér.“ Þar með var það afráðið. Ása frænka var viðstödd fæð- ingu mína á Sandabrautinni. Oft lýsti hún því hve þetta hefði verið yndisleg stund og tengingin milli okkar hefur kannski orðið sterk- ari fyrir bragðið. Ég man að sem barn ætlaði ég að verða eins og Ása frænka þegar ég yrði fullorð- in, alltaf fín og hugguleg. Hún sagði mér líka frá leikjum hennar og pabba m.a. þegar þau voru að kveðast á. Það var einmitt á þessu ári sem hún rifjaði upp vísuna: Xarara er að sjá, eins og hvíta silkitau … ef síðasta ljóðlína end- aði á x. Hún starfaði mikið í Leik- félagi Akraness og bauð pabba, mömmu og okkur systkinunum á generalprufur í Bíóhöllinni og það var einstök upplifun. Við fengum að sjá Skugga-Svein, Frænku Charlies og fleiri góð leikrit. Ása og Siggi voru ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd. Þau hjálp- uðu okkur fyrir fermingu Ragn- heiðar og bjuggu til kransaköku sem þau unnu saman. Orðtakið „aðeins það besta er nógu gott“ lærði ég hjá Ásu frænku. Annað orðatiltæki frá Ásu frænku er líka í miklum metum hjá okkur systk- inunum; „elsku, gjöriði svo vel“ sagði hún iðulega í rausnartón. Hún var mikil myndarkona til orðs og æðis. Saumaði fallegar flíkur og gerði margs konar handavinnu. Ása hafði áhuga á svo mörgu og fylgdist með frænd- fólkinu og vinunum. Hún sýndi mér oft myndir og sagði frá barnabörnum og þeirra fjölskyld- um í útlöndum. Ása gekk í gegnum erfið veik- indi síðustu tvö ár og féll henni það þungt. En hún átti líka góðar stundir hjá frábæru starfsfólki í Sóltúni með Huldu og öðru heim- ilisfólki. Við áttum þar góðar sam- veru- og söngstundir. Þær frænk- ur mínar Habba og Gillý hafa sýnt mikla umhyggju og fengið góðan sjóð í reynslubankann. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar og fjöl- skyldna. Ragnheiður biður fyrir samúðarkveðjur frá Japan og minnist merkisfrænku. Far þú í friði Ása mín og haf þökk fyrir allt og allt. Elísabet H. Einarsdóttir (Elsa Dóra). Í dag kveðjum við Ásu „frænku“. Frænku okkar sem var nánast ekkert skyld okkur en fylgdi okkur systkinunum allt okkar líf, var okkur stoð og stytta og hafði mikil áhrif á okkur öll. Á Akranesi byrjar sagan. Foreldrar okkar bjuggu á Skagabraut 2 en Ása og Siggi á Skagabraut 5. Mik- ill samgangur varð strax á milli fjölskyldnanna sem hélt áfram þegar til Reykjavíkur var komið enda fluttu fjölskyldurnar suður með nokkurra mánaða millibili. Á milli foreldra okkar og Ásu og Sigga voru virkilega sterk vin- áttubönd. Vinátta sem aldrei bar skugga á og er okkur systkinum einstaklega eftirminnileg. Heimili Ásu og Sigga, sem lést sama dag og Ása fyrir þremur ár- um, stóð okkur ætíð opið upp á gátt. Skagabrautin, Hringbraut- in, Stórholtið og Aflagrandinn, oft vorum við á staðnum og ávallt var dekrað við okkur. Hjartahlýja og jákvæðni eru orð sem fyrst koma upp í hugann þegar við hugsum til Ásu okkar. Aldrei skorti á kræsingar í okkar garð, hvorki í orði né á borði. Þeg- ar fram liðu stundir voru það ekki einungis við systkinin sem feng- um að njóta Ásu og Sigga. Börnin okkar hafa svo sannarlega fengið að njóta gæsku þeirra. Eins og með okkur, áttu Ása og Siggi í þeim hvert bein og væntumþykj- an var svo sannarlega endurgold- in. Ótal ljúfar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum um Ásu. Öll eigum við okkar uppáhalds minningarbrot. Af- mæli, jól, áramót, stórir sem smá- ir viðburðir, stórfjölskyldan sam- an. Ferðalög á sumrin, Siggi að keyra og segja frá landinu, Ása syngur og leikur í framsætinu. „Við setjum svissinn á.“ Veiðiferð- ir, gist í Peugeot station, Ása að prjóna og hekla föt á dúkkur, sauma föt á barbí svo þær urðu að þjóðbúningadúkkum. Siggi að taka myndir af okkur, setja upp eldhúsinnréttingu í Lyngmóun- um, parketleggja á Rauðalækn- um, teikna stiga í Ólafsgeislann. Ása að hita fyrir okkur súkkulaði (sem við kölluðum stundum óvart kakó), gefa öllum gjafir á litlu jól- unum, lesa dönsku blöðin og læra þannig dönsku. Það var kraftur í Ásu, komin fram á besta aldur ákvað hún að flytja til Danmerkur til að læra svæðanudd. Að láta Ásu klípa í tærnar á okkur þótti ákaflega merkilegt, sérstaklega þegar hún kvað upp þann dóm, þegar emjað var undan sársauka í einni tánni, að eyrnabólga væri að hrjá mann. Ekki hvarflaði að manni að rengja það. Það voru margir sem leituðu til Ásu til að láta klípa sig í tærn- ar. Fólki leið vel í stólnum hjá henni enda hafði Ása einstaklega þægilega nærveru. Forréttindi okkar eru mikil að hafa haft Ásu í okkar lífi allan þennan tíma og fyrir það erum við óendanlega þakklát. Elsku Habba, Gillý og fjölskyldur. Minningin um Ásu lifir með okk- ur. Hafdís, Ólöf, Ingimundur, María og Þorvaldur. Ásgerður Gísladóttir  Fleiri minningargreinar um Ásgerði Gísladóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna fráfalls elsku- legrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÞÓRU GUNNSTEINSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Geir Magnússon, Kristín Björnsdóttir, Helgi Magnússon, Guðlaug Guðjónsdóttir, Jóhannes Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, SVEINBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR, Frostafold 14, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ósk Lárusdóttir, Þorsteinn Alexandersson, Logi Guðjónsson, Valgerður Ragnarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.