Morgunblaðið - 04.10.2011, Side 27
DAGBÓK 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011
Sudoku
Frumstig
7 6 8 5 2
2 1 4
9 8
6 9 7
8 2 9 1
1 8
2 4 1
5 6 7
2 5
5
1 8 4
9 7 1
4 5 6
5 7 9
3 1
7 3 8
5 1 6 3 7
8 6 4 9
3 7
6 8 1
2 5
1 2 5
7 6 3 8
3
3 6 8 4
5 2 9 1
3 5 2 1 4 8 9 7 6
1 6 7 2 9 3 4 8 5
8 4 9 6 7 5 2 3 1
7 3 1 5 6 2 8 9 4
6 8 4 7 3 9 1 5 2
2 9 5 4 8 1 7 6 3
4 7 3 9 1 6 5 2 8
9 2 8 3 5 4 6 1 7
5 1 6 8 2 7 3 4 9
3 5 4 1 9 8 7 6 2
9 7 6 2 3 4 1 5 8
8 1 2 7 5 6 4 9 3
5 3 8 4 6 2 9 7 1
4 6 1 8 7 9 2 3 5
2 9 7 3 1 5 8 4 6
1 8 5 6 4 7 3 2 9
7 2 9 5 8 3 6 1 4
6 4 3 9 2 1 5 8 7
3 7 8 2 6 1 5 9 4
6 4 1 8 5 9 7 3 2
5 9 2 3 7 4 8 6 1
7 8 4 6 9 3 1 2 5
9 2 6 1 8 5 3 4 7
1 3 5 4 2 7 6 8 9
8 1 9 7 4 6 2 5 3
4 6 3 5 1 2 9 7 8
2 5 7 9 3 8 4 1 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 4. október,
277. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu
þjáningar þessa tíma neitt í sam-
anburði við þá dýrð, sem oss mun op-
inberast. (Rm. 8, 18.)
Mitt í öllu fréttaflóði helgarinnaraf setningu Alþingis, mótmæl-
um, fótbolta og fjárlögum var það
einn pistill á netinu sem vakti at-
hygli Víkverja öðru fremur. Pistill-
inn birtist fyrst á vef skólafélags
Menntaskólans við Sund (belja.is) og
er eftir formann félagsins, Ásgrím
Hermannsson, sem í þessum skóla
hefur titilinn „ármaður“. Yfirskrift
pistilsins er „Hvernig skólinn drap
metnaðinn minn“ og hvetur Víkverji
sem flesta til að lesa hugrenningar
þessa unga manns. Hann er ritaður
af miklum eldmóði og sannfæring-
arkrafti og eflaust munu einhverjir
foreldrar og kennarar fussa og sveia
yfir sumu af því sem Ásgrímur held-
ur fram. Meginskilaboð hans eru
þau að skólakerfið hafi ekki tileinkað
sér nýjar kennsluaðferðir í takt við
nútímann og enn sé verið að beita
sömu aðferðum og á 19. öld. Hann
bendir réttilega á að aðgengi að upp-
lýsingum er allt annað og meira en
áður og ungmenni á hans aldri geti
vel sótt sér það kennsluefni sem
kennarar mæta með í skólastofurnar
og þylja upp fyrir framan mis-
áhugamikla nemendur. Einnig að
ritstuldur sé orðinn landlægur. Pist-
illinn er ákall um breytt skólakerfi,
þar sem meira tillit verði tekið til
áhugasviðs nemenda á framhalds-
skólaaldri og skólarnir verði betur
tengdir atvinnulífinu.
x x x
Pistillinn verður ekki endurtekinnhér en Víkverji lætur duga að
vitna í niðurlagið hjá Ásgrími:
„Förum að undirbúa okkur fyrir
lífið á 21. öldinni en ekki lífið á 19.
öldinni sem var þannig að ef þú fórst
í skóla fékkstu vinnu, núna getur þú
farið í tvöfaldan master og ekki einu
sinni fengið vinnu. Gallinn er sá að
við erum of menntuð í hlutum sem
skipta ekki máli, ég þarf ekki að vita
muninn á súru og basísku bergi, ef
ég þarf þess einhvern tímann þá
mun ég googla það, Jói félagi minn
sem vill vera jarðvísindamaður þarf
að vita það og það er fínt, hættum að
reyna að steypa alla í sama mót og
förum að vinna að því að gera ein-
staklinginn að betri einstaklingi.“
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 svil úr fiski, 4 fást
við, 7 viðureign, 8 hama-
gangur, 9 virði, 11 sigaði, 13
band, 14 tappi, 15 þarmur,
17 verkfæri, 20 tíndi, 22
lagði á flótta, 23 hindrun, 24
týna, 25 barefla.
Lóðrétt | 1 rotnunarskán, 2
ósvipað, 3 varningur, 4
stúlka, 5 borða, 6 flýtirinn,
10 ráfa, 12 greinir, 13 op, 15
eðalborin, 16 slíta, 18 vottar
fyrir, 19 missa marks, 20
mjúka, 21 rændi.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt 1 silakepps, 8 falið, 9 lútan, 10 gái, 11 runna, 13 neita, 15
stegg, 18 skróp, 21 ryk, 22 launa, 23 refir, 24 lundarfar.
Lóðrétt 2 iglan, 3 auðga, 4 eplin, 5 putti, 6 æfir, 7 unna, 12 nóg,
14 eik, 15 sæll, 16 efuðu, 17 grand, 18 skrár, 19 rifja, 20 pára.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Önugur blindur.
Norður
♠K109
♥963
♦Á642
♣D87
Vestur Austur
♠765 ♠84
♥KD108 ♥Á74
♦KG105 ♦D975
♣64 ♣G1095
Suður
♠ÁDG32
♥G52
♦3
♣ÁK32
Suður spilar 4♠.
Vestur kom út með ♥K og vörnin
tók strax þrjá slagi á hjartalitinn.
Skipti svo yfir í tígul. Sagnhafi drap og
íhugaði málið nokkra hríð, en ákvað
loks að taka tvisvar tromp, spila síðan
laufinu ofan frá í von um 3-3 legu eða
tvíspil með tveimur trompum. Nei,
vestur trompaði þriðja laufið og geimið
fór niður.
„Þú áttir að vinna þetta spil,“ sagði
norður önugur: „Trompa tígul þrisvar
heima og fá þannig sex slagi á tromp
með öfugum blindum.“ Suður fór yfir
spilamennskuna í huganum og sá að
þetta var rétt. Hægt var að nota tvær
innkomur blinds á spaða til að stinga
tígul hátt, fara svo inn á ♣D til að taka
síðasta trompið og henda laufi heima.
„Allt í lagi,“ játaði suður, „ég gat unnið
spilið – en þú þarft ekki að vera svona
öfugur og snúinn.“
4. október 1925
Lesbók Morgunblaðsins kom
út í fyrsta sinn, 8 bls. að stærð.
Meðal efnis var grein um
kirkjuþing í Stokkhólmi rúmu
ári áður, viðtal við Ríkarð
Jónsson myndhöggvara og
skrýtlur.
4. október 1928
Reykjavíkurborg keypti
bronsafsteypu af Móðurást
eftir Nínu Sæmundsson, að
frumkvæði Listvinafélagsins.
Tveimur árum síðar var stytt-
unni komið fyrir í Mæðragarð-
inum við Lækjargötu, en þetta
var fyrsta listaverk eftir konu
sem sett var upp í borginni.
4. október 1939
Þjóðviljinn sakaði ráðherra
landsins um að hafa dregið að
sér eldivið á skömmt-
unartímum. Málið var nefnt
Kolamálið. Lögreglurannsókn
fór fram, ráðherrarnir voru
hreinsaðir af þessum áburði
og ritstjórar blaðsins dæmdir
fyrir meiðyrði.
4. október 1984
Verkfall BSRB hófst. Það
hafði víðtæk áhrif, m.a. lá
skólahald niðri, strætisvagnar
gengu ekki og útsendingar
Ríkisútvarpsins féllu að mestu
niður. Samningar tókust 30.
október.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„Það eru svo sem engin sérstök plön önnur en þau
að fara í golf,“ segir Hafþór Kristjánsson mat-
reiðslumeistari, aðspurður hvað hann hafi í
hyggju að gera í tilefni af afmælinu sínu en hann
er 55 ára í dag.
Hann hefur að sögn stundað golfíþróttina und-
anfarin ár eða síðan hann var 48 ára. Hvernig það
atvikaðist að hann fór út í golfið segir Hafþór að
það hafi ekkert sérstakt orðið þess valdandi. Hann
hafi bara ákveðið að prufa þetta. Golfið hafi ein-
faldlega algerlega hitt í mark hjá sér. „Maður var
orðinn alveg forfallinn strax enda er ég kominn
niður í eins stafs tölu í forgjöfinni sem þykir nú gott á þessum aldri að
lækka þetta hratt,“ segir hann.
Hafþór segir golfið hafa marga góða kosti í för með sér fyrir þá
sem stunda það. „Þetta er mjög góð hreyfing og mikil útivera,“ segir
hann. Golfið sé ákveðin fíkn fyrir marga en hún sé hins vegar það sem
kalla mætti góða fíkn. „Þetta er voðalega mikið þannig að menn upp-
götva allt í einu að þetta sé rosalega skemmtilegt og verða alveg háðir
þessu. En menn verða hins vegar að passa sig þá að hafa nægan tíma
til þess að stunda þetta,“ segir Hafþór. hjorturjg@mbl.is
Hafþór Kristjánsson er 55 ára í dag
Fagnar afmælinu með golfi
Nýirborgarar
Kópavogur Andri Heiðar
fæddst 27. júlí 2011, kl.
21.21. Hann vó 3.935 g og
var 52 cm langur. For-
eldrar hans eru Guðný
Björg Guðlaugsdóttir og
Sigurður Víðisson.
Flóðogfjara
4. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 5.11 1,2 11.47 3,3 18.11 1,4 7.45 18.49
Ísafjörður 1.05 1,7 7.12 0,7 13.53 1,9 20.35 0,7 7.53 18.51
Siglufjörður 3.43 1,1 9.25 0,6 15.58 1,3 22.22 0,4 7.36 18.34
Djúpivogur 2.00 0,6 8.41 1,9 15.04 0,8 20.50 1,6 7.15 18.18
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Reyndu að forðast það sem snertir
þig ekki beint. Fólk sem kallar fram það besta
í þér á skilið meira af tíma þínum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú átt auðvelt með að vekja hrifningu
annarra í dag. Sérstaklega þegar einhver
reynir á sjálfsálitið hjá þér. Láttu þig hafa það
því útkoman mun verða þér í vil.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert fullur hugmynda og sérð ekki
hlutina í réttu ljósi. Láttu andstöðu sam-
starfsfélaga ekki verða þér fjötur um fót.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Bjartsýni er enginn Pollýönnuleikur.
Ef þú frestar einhverju of lengi getur það orð-
ið að nýju og stærra vandamáli.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Hugsjónir eru af hinu góða en miklu
veldur hvernig þér tekst til við að kynna þær
fyrir þeim sem þú átt allt undir með fram-
haldið.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Systkini ykkar, ættingjar eða nágrann-
ar koma ykkur á óvart með einhverjum hætti
í dag. Hún táknar breytingu, og án hennar
getur þú ekki haldið áfram.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú ert ekki til í að valda usla og lætur því
freistast til þess að segja ekkert. Leitaðu
leiða til að auka þroska þinn og víðsýni.
Kynntu þér aðstæður og vertu við öllu búinn.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Góður endir getur orðið þótt
saga sé einungis hálfnuð, eða eins og í dag, í
miðri atburðarás. Þínar skyldur eru fyrst og
fremst við þig sjálfan og þína nánustu.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Ástin er möguleg ef þú bara trúir
því. Vertu opnari og taktu mark á skoðunum
annarra þótt þær fari ekki saman við það
sem þér sjálfum finnst.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Ykkur sárna ummæli sem falla í
samtali innan fjölskyldunnar. Taktu for-
dómalaust á hlutunum og leystu þá.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Best er að öðlast vitneskjuna á
óformlegan hátt, með því að tala við fólk.
Reyndu samt að láta til þín taka.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Það kemur þér skemmtilega á óvart
að finna að samstarfsfólk þitt er reiðubúið til
að hjálpa þér í dag. Sígandi lukka er best og
þeir hlutir, sem þú vinnur fyrir.
Stjörnuspá
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3
O-O 5. Rge2 d5 6. a3 Be7 7. cxd5
exd5 8. h3 c6 9. g4 Ra6 10. Bg2 Re8
11. O-O Rd6 12. f4 Rc7 13. Bd2 He8
14. Dc2 h6 15. Rc1 f5 16. Bf3 Rc4 17.
Rd3 Bd6 18. Hae1 Dh4 19. Kg2 fxg4
20. hxg4 Bxg4 21. Hh1 Bxf3+ 22.
Kxf3 Df6 23. Rf2 Re6 24. b3
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Los Angeles
í Bandaríkjunum. Enski stórmeist-
arinn Michael Adams (2733) hafði
svart gegn kollega sínum Mesgen
Amanov (2541) frá Túrkmenistan.
24… Bxf4! 25. Rg4 Rxd4+! 26. exd4
Rxd2+ 27. Dxd2 Bxd2+ 28. Rxf6+
gxf6 og hvítur gafst upp enda mörg-
um peðum undir.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.