Morgunblaðið - 04.10.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011
Lára er 13 ára stelpa semhefur nýlega lent í því aðmissa bæði föður sinn ogbróður í bílslysi. Hún leit-
ar huggunar í leikfélaginu sem faðir
hennar hafði verið virkur þátttak-
andi í áratug fyrir slysið. Illmennin,
forseti bæjarstjórnar og yfirlækn-
irinn á Vífilsstaðaspítala hafa í
hyggju að losa sig við starfsemi leik-
félagsins og um leið húsnæðið vegna
eigin hagsmuna. Upphefst þá at-
burðarás sem felur í sér að áhuga-
leikararnir reyna af miklum móð að
takast á við illmennin til að bjarga
leikhúsinu og starfsemi þess. Hand-
ritið að myndinni Hrafnar, sóleyjar
og myrra var skrifað samhliða sam-
nefndri bók. Bókin og myndin eru
fyrsti hluti þríleiks en fyrirhugað er
að næsta bók verði gefin út nú í vet-
ur. Höfundarnir, þau Eyrún Ósk
Jónsdóttir og Helgi Sverrisson eru
einnig leikstjórar kvikmyndarinnar.
Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Ey-
rún Ósk leikstýrir en Helgi leik-
stýrði kvikmyndinni Didda og dauði
kötturinn árið 2003. Það verður því
miður að viðurkennast að yfir mynd-
inni hvílir aðeins of mikill amatör-
bragur og það eitt að áhugamaður
taki eftir því að hljóð og mynd eru
ekki í sinki er frekar fráhrindandi.
Við erum einstaklega rík af hæfi-
leikaríku tónlistarfólki og þegar ver-
ið er að gera kvikmynd sem er ætlað
að höfða til barna og unglinga væri
ekki úr vegi að gera íslenskri tónlist
og um leið íslenskri tungu hærra
undir höfði. Það var falleg senan þar
sem mæðgurnar huguðu að leiði
feðganna og það styrkti hana að hafa
söng Ragnheiðar Gröndal undir. Það
vantar töluvert upp á að þessi tragi-
kómíska fjölskyldumynd nái flugi.
Það er einfaldlega eitthvað ankanna-
legt við það að í upphafi myndar er
kossaflens í líkhúsi. Eflaust á það að
undirstrika kulda illmennanna en að
hefja fjölskyldumynd á slíkri senu
lætur áhorfandann hafa varann á
sér. Það er líka spurning hvort leik-
stjórar hafi meðvitað ætlað að venja
börn og unglinga við kulda, slor og
ofleik til þess að þau kynnu að meta
eldri íslenskar kvikmyndir. Þegar
Lára hittir Steinunni í leikfélaginu,
leikna af Eddu Björgvinsdóttur, er
fyrst hægt að segja að myndin byrji
af einhverri alvöru og er þá hægt að
anda léttar þegar reynsluboltarnir
taka að birtast hver á fætur öðrum.
Reynsla leikaranna sem skipa hlut-
verk áhugaleikaranna er vel þegin
eftir tilgerðarlegan leik Sigríðar
Bjarkar Baldursdóttur og Bjart-
mars Þórðarsonar. Samband Láru
og Steinunnar er eiginlega eina sam-
bandið í myndinni sem gengur upp
og er sannfærandi. Victoria Ferrel, í
hlutverki Láru, skilar því alveg
hreint ágætlega. Það hefði eflaust
mátt gera meira úr handbendum ill-
mennanna þar sem Hannes Óli
Ágústsson og Sigurður Hjaltason
fara vel með hlutverk þeirra. Átta
ára áhorfandi sagði þá vera þá einu í
myndinni sem voru skemmtilegir og
þótti þessum tiltekna áhorfanda
myndin líka vera það skrítin að það
var ekki efst á óskalistanum að sjá
hana aftur. Sagan sjálf er fín og
hefði verið vandað betur til verka
hefði áhorfandinn eflaust getað orðið
þátttakandi í spennandi ævintýra-
heimi. En betur má ef duga skal og
vonandi gengur betur næst.
Hrafnar ná ekki flugi
Sambíóin
Hrafnar, sóleyjar og myrra
bbnnn
Leikstjórn: Eyrún Ósk Jónsdóttir og
Helgi Sverrisson. Aðalhlutverk: Victoria
Ferrell, Laddi, Edda Björgvinsdóttir.
Ísland 2011. 90 mínútur.
SIGNÝ
GUNNARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Prýði Victoria Ferrel stendur sig með prýði en það verður að segjast að til-
raun leikstjóra að gæða annars ágæta sögu ævintýraljóma mistekst.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þessi diskur eru búinn að vera
fimm ár í smíðum, en þá byrjuðum
við að taka upp. Lögin spanna hins
vegar miklu lengra tímabil, því nýj-
asta lagið var samið fyrir um sex ár-
um og það elsta fyrir rúmum þrátíu
árum,“ segir Einar Oddsson þegar
blaðamaður slær á þráðinn til hans í
tilefni nýútkom-
innar geislaplötu
hans sem nefnist
Grúsk. Um er að
ræða fyrstu
geislaplötu sam-
nefndrar hljóm-
sveitar með ellefu
lögum eftir Einar
samin við texta
eftir hann, Magn-
ús Þór Sigmunds-
son, Þórarin Eldjárn og Davíð Stef-
ánsson.
Aðspurður hvort hann eigi enn
mikið óútgefið efni í fórum sínum
svarar Einar því játandi og tekur
fram að hann eigi nóg efni. „Raunar
tókum við fyrir þennan disk upp alls
tæplega tuttugu lög bæði á íslensku
og ensku, en ákváðum síðar að að-
eins íslensku lögin skyldu rata á
þessa fyrstu plötu,“ segir Einar og
tekur fram að gaman gæti verið að
fylgja nýja disknum eftir fljótlega
með ensku lögunum. „Það verður
hins vegar að koma í ljós hvort út-
gáfunni verður fylgt eftir að ári eða
bara síðar.“
Spurður um nafngiftina á diskum
og hópnum segir Einar alltaf erfitt
að finna gott nafn á hlutina. „Ég
hripaði niður nokkur nöfn sem komu
til greina og bar undir fólk sem
fannst þetta besta nafnið. Það rímar
vel við þetta tónlistarlega grúsk sem
liggur að baki disknum þar sem
maður er að sækja melódíur aftur í
fortíðina sem maður samdi þá.“
Samkvæmt upplýsingum frá Ein-
ari stendur nokkuð stór hópur að
baki Grúski á disknum eða ellefu
hljóðfæraleikarar og tíu söngvarar,
en í þeirra hópi eru Pétur Hjaltested
á hljómborð, bassa og trommur en
hann annaðist einnig upptökustjórn
og var hægri hönd Einars við
vinnslu disksins, Vignir Snær Vig-
fússon og Birkir Rafn Gíslason gít-
arleikarar, Róbert Þórhallsson og
Haraldur Þorsteinsson bassaleik-
arar og Ásgeir Óskarsson trommu-
leikari, en sjálfur spilar Einar á
hljómborð. Í hópi söngvara eru
Heiða Ólafsdóttir og Bergsveinn
Arilíusson. Útgáfutónleikar verða í
Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði
fimmtudaginn 20. október kl. 20.30.
Þar verður bandið skipað sex hljóð-
færaleikrunum, tveimur bakradda-
söngvunum og sjö söngvurum.
Grúskað í lagasafninu
Útgáfutónleikar fyrir Grúsk í
Gaflaraleikhúsinu 20. október
Einar Oddsson
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hljómsveitin Ourlives gaf út plötuna
We Lost The Race í hitteðfyrra og
spratt svo gott sem fullbúin úr höfði
Seifs.
„Fyrsta platan var engu að síður
hálfgerð safnplata,“ segir Jón Björn
Árnason, bassaleikari sveitarinnar.
„Hún geymir uppsafnað efni og
við sáum að ef við ætluðum að gera
eitthvað af viti í þessum bransa yrð-
um við að semja og semja til að bæta
okkur. Við sömdum 32 lög og 10
þeirra eru á nýju plötunni. Við lögð-
um okkur 100% í þetta og ég er
virkilega ánægður með hópinn.“
Jón segir að þetta hafi verið
„sturluð“ vinna í eitt ár en þeir fé-
lagar eru allir vinnandi menn auk
þess að vera í hljómsveitinni.
Jón segir að lögin sem hafi orðið
útundan komi út jafnt og þétt í gegn-
um tonlist.is, þeir ætli að
byggja upp „góða“ b-
hliðarplötu eins og hann
orðar það
„Það er kannski asna-
legt að segja það en við
ætluðum að byrja á því að
semja lög sem gætu
orðið smáskífur en
það gekk ekkert.
Þau lög komust
ekki inn á plötuna
en þar fór ákveð-
inn heildarsvipur
að ráða því hvað færi inn og hvað
ekki.“
Það var mikið tosað í Ourlives frá
öðrum löndum í blábyrjun ferilsins
og Jón segir að það hafi verið full-
mikið af því góða.
„Við bökkuðum úr því og höfum
vaxið saman sem band ef svo má
segja síðasta árið. Þegar maður er
að byrja í svona harki vill maður
hlaupa um torg og segja öllum frá
því hvað þetta sé stórkostlegt en við
erum búnir að læra að það er ekki
endilega málið. Það er ekki sniðugt
að byrja á öfugum enda. Aðalmálið
er að vaxa og þroskast sem tónlist-
armaður og hitt – ef það svo gerist –
er bara bónus ofan á það. Fókusinn
hjá okkur er góður núna.“
Þétt „Við lögðum okkur 100% í þetta og ég er virkilega ánægður með hópinn,“ segir Jón Björn, bassaleikari hljómsveitarinnar Ourlives.
„Sturluð“ vinna í eitt ár
Ourlives gefur út sína aðra plötu, Den of Lions Sveitin samdi 32 lög
Barði Jóhannsson, stundum
kenndur við Bang Gang, er mik-
ill velgjörðarmaður Ourlives en
hann og Þorkell Máni Pétursson
stýra útgáfunni Kölska sem er í
eigu Senu. Plötur með Diktu,
Ourlives, Pétri Ben og
Eberg, Ólafi Arnalds,
Cliff Clavin og Lady &
Bird hafa komið út á
vegum Kölska.
Kölski sjálfur!
ÚTGEFANDI OURLIVES
Í gær, mánudag, hófst vetrartörn
Blúsfélags Reykjavíkur á Rúbín.
Var minning Robert Johnson þá
heiðruð með bravúr. Félagið verð-
ur á Rúbín fyrsta mánudag í mán-
uði til árámóta a.m.k. og að vanda
munu helstu blúsarar landsins
troða þar upp.
Blúsfélag Reykjavíkur
komið í vetrargírinn
Fólk
Íslenskar þungarokkssveitin Sól-
stafir mun gefa út nýja plötu,
Svartir sandar, undir merkjum Sea-
son of mist um miðjan þennan mán-
uð. Talsverð spenna er farin að
byggjast upp í alþjóðlegum heimi
bárujárnsins og sveitin prýðir for-
síður nokkurra fagtímarita þar.
M.a. eru þeir aðalumfjöllunarefnið í
Sübterranea, sérriti sem fjallar um
öfgarokk og er undir Metal Ham-
mer í Bretlandi, sem er eitt virtasta
blað sinnar tegundar í geiranum.
Fleiri þungarokksbiblíur ku ætla að
stökkva á strákana og þeir sem
heyrt hafa verkið mega vart mæla
af hrifningu. Spennandi.
Vegur Sólstafa vex og
vex og …