Morgunblaðið - 04.10.2011, Side 33

Morgunblaðið - 04.10.2011, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 FRÉTTASKÝRING Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Óhætt er að segja að sprenging sé framundan í útgáfu hljóðbóka á ís- lensku. Þannig er útlit fyrir að hátt í fimmtíu nýjar hljóðbækur verði gefnar út á geisladiskum eða gerð- ar aðgengilegar sem niðurhal á vefnum á næstu vikum og mán- uðum fram að jólum. Nýverið bár- ust fréttir af því að Skynjun ehf. ætli sér stóra hluti á íslenska hljóð- bókamarkaðnum, en fyrir á þeim markaði eru m.a. Hljóðbók.is, Dimma.is, hljóðbókasíðan Hlusta.is og Sögustund.is með bækur fyrir börn. „Við ætlum að hasla okkur völl á rafbókamarkaðnum almennt, en ákváðum að byrja á hljóðbókunum af því þar eru réttindamálin aug- ljósari,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Skynjunar ehf. Segir hann ráðgert að gefa út fyrir jólin 20 nýjar hljóðbækur sem að- gengilegar verða á sérstökum bóka- heimi Tónlist.is sem niðurhal auk þess sem valdir titlar koma út á geisladiskum. „Í framhaldinu ger- um við ráð fyrir að gefa út 25-40 nýjar hljóðbækur á ári.“ Að sögn Stefáns felst helsta nýj- ungin í því að hljóðbækur vinsælla höfunda munu koma út samhliða innbundnum bókum. „Þetta hefur ekki verið reynt áður, en er lyk- ilatriði því þannig verður hljóðbókin alvöru valkostur við prentuðu bók- ina,“ segir Stefán. Dæmi um nýjar bækur sem hægt verður að hala niður eru Hjarta mannsins eftir Jón Kalman Stefánsson, Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur, Skuggi meistarans eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son, Trúir þú á töfra eftir Vigdísi Grímsdóttur, Lýtalaus eftir Tobbu Marinós, Frönsk svíta eftir Iréne Némirovsky og Lygarinn eftir Ótt- ar M. Norðfjörð, auk nýjustu bókar Yrsu Sigurðardóttur. Fyrstu bæk- urnar munu rata inn á bókaheiminn á Tónlist.is í október en vefurinn verður formlega opnaður 1. nóv- ember nk. „Við höfum trú á því að það sé loksins kominn markaður fyrir hljóðbækur,“ segir Stefán og við- urkennir að það geti verið dýrt að gefa út hljóðbækur fyrir jafnlítinn markað og Ísland er þar sem mál- svæðið sé lítið. „Það sem hefur breyst er að tæknin er orðin ein- faldari og dreifileiðum hefur fjölg- að, auk þess sem flestallir hafa nú- orðið aðgang að græjum til þess að hlusta,“ segir Stefán. Bækur fyrir upptekna þjóð „Það sem hefur skort hingað til er vilji útgefenda til að gefa út hljóðbækur samtímis prentuðum bókum,“ segir Gísli Helgason, ann- ar tveggja eigenda Hljóðbók.is. Gísli er mikill reynslubolti þegar kemur að hljóðbókum því hann hef- ur unnið að útgáfu hljóðbóka á al- mennum markaði síðustu þrjá ára- tugi. „Við höfum lagt áherslu á að gefa út nýjar bækur um leið og þær koma út og það virðist loks vera að takast í ár. Ég held að útgefendur séu farnir að átta sig á því að hljóð- bókin steli ekki frá prentuðu bók- inni heldur er hrein viðbót,“ segir Gísli og bendir á að rannsóknir gerðar í Þýskalandi, á hinum Norð- urlöndunum í Bretlandi og Banda- ríkjunum staðfesti að lestur hafi aukist þegar hljóðbækur komu á markað. Að sögn Gísla má yfirleitt reikna með að 10-12% af upplagi prentaðra bóka seljist í hljóðbóka- formi. Á Hljóðbók.is má nú þegar finna um 90 titla úr ólíkum bókflokkum. „Við höfum síðustu misseri unnið að því að undirbúa vefinn okkar þannig að hægt sé að nálgast hljóð- bækur okkar sem niðurhal og verð- ur það hægt frá og með október- mánuði.“ Að sögn Gísla mun Hljóðbók.is gefa út 15-20 nýjar hljóðbækur fyrir komandi jól og verður þar aðallega um að ræða ís- lenskar og þýddar skáldsögur, ný- útkomnar bækur í bland við gaml- ar. Meðal væntanlegra bóka eru Aðgát skal höfð í nærveru sálar eft- ir Solveigu Láru Guðmundsdóttur prest, Hausaveiðararnir og Frels- arinn eftir Jo Nesbø. Að mati beggja viðmælenda má skýra auknar vinsældir hljóðbóka með annríki nútímalífs. Þannig sé talsverður fjöldi fólks sem ekki gefi sér tíma til að lesa bækur en finni tíma til að hlusta. Aðrir hafi ekki eirð í sér til að lesa eða vilja geta nýtt tímann til annars á meðan þeir hlusta, t.d. að keyra á milli staða, fara í göngutúr, vera í ræktinni eða sinna heimilisstörfum. Enn aðrir eru svo einfaldlega of þreyttir til að lesa sjálfir og finnst gott að láta lesa fyrir sig. Sprenging í útgáfu hljóðbóka  Fleiri titlar koma nú samtímis út á prenti og hljóði  Von er á a.m.k. hátt á fimmta tug hljóðbóka fyrir jólin  Hljóðbækur auka lestur prentaðra bóka Tilþrif Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari er meðal þeirra sem nú vinna hörðum höndum að því að lesa inn nýjar bækur sem innan skamms verða settar inn á vefinn til niðurhals og koma út á geisladiskum. Fjallað er lofsamlega um Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, RIFF, í grein í New York Times sem birt var 30. sept- ember sl. Segir þar m.a. að aðdáun- arvert sé hversu umfangsmikil há- tíðin sé og fjölþjóðleg, ekki aðeins í ljósi þess hversu lítil íslenska þjóðin sé heldur einnig að hún hafi gengið í gegnum mikið efnahagshrun. Í greininni er m.a. vitnað í þau orð uppistandarans Ara Eldjárns að ís- lenski kvikmyndageirinn sé stærst- ur í heimi ef miðað sé við höfðatölu. RIFF hlýtur lof í New York Times RIFF Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar, á blaðamannafundi. Michael heitinn Jackson mun hafa óttast mjög að honum yrði sýnt banatilræði þegar hann væri á tón- leikum og mun hann hafa íhugað að klæðast skotheldu vesti. Þessu hef- ur fyrrverandi lífvörður hans greint frá, Matt Fiddes, en hann gæti öryggis Jacksons árið 2009, árið sem Jackson lést. Fiddes segir Jackson hafa klæðst skotheldu vesti í réttarsal árið 2005 þegar hann varðist ásökunum um kynferð- islega misnotkun á börnum. Þegar Jackson lést var hann að undirbúa mikla tónleikaröð í O2- höllinni í Lundúnum og mun hann hafa óttast mjög um líf sitt og ætlað að klæðast skotheldu vesti á þeim tónleikum. Hélt að hann yrði drepinn á sviði Ótti Jackson óttaðist um líf sitt. MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH HHHH - A.E.T MORGUNBLAÐIÐ ÓGNVEKJANDI SPENNUÞRILLER UPPLIFÐU MARTRÖÐINA Í MAGNAÐRI ÞRÍVÍDD HHHHH -FRÉTTATÍMINN, Þ.Þ. Þegar önnur vopn brugðust beittu þau töfrum leikhússins HRAFNAR, SÓLEYJAR MYRRA& CONTAGON kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D 12 CONTAGON kl. 8 - 10:20 2D VIP HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 5:50 - 8 2D 16 JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 7 SHARK NIGHT kl. 10:10 3D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L DRIVE kl. 5:50 VIP - 8 - 10:20 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7 HORRIBLE BOSSES kl. 10:20 2D 12 / ÁLFABAKKA CONTAGON kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 5:30 2D L KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 5:30 3D L DRIVE kl. 8 - 10:20 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 5:30 2D L SHARK NIGHT kl. 8 - 10:40 3D 16 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:10 2D 7 CONTAGON kl. 10:10 2D 12 HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 8 2D L JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 8 2D 7 LION KING Enskt tal kl. 6 3D L ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L 30 MINUTES OR LESS kl. 10:10 2D 14 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI CONTAGON kl. 6 - 8 - 10:20 2D 12 HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 5:50 2D L SHARK NIGHT kl. 10 3D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L LION KING Enskt tal - Ótextuð kl. 8 3D L DRIVE kl. 8:10 - 10:20 2D 16 CONTAGON kl. 8 2D 12 HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 8 2D L DRIVE kl. 10:10 2D 16 SHARK NIGHT kl. 10:10 3D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA. EGILSHÖLL OG AKUREYRI ROWAN ATKINSON ÍSLENSK TAL SÝND Í SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI - ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH - CHICAGO READER HHHH - NEW YORK TIMES HHHH BYGGÐ Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNA- LEIKSTJÓRANUM S. SODERBERGH KEMUR MAGNAÐUR ÞRILLER LADDI EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR VICTORIA BJÖRK FERRELL HANNES ÓLI ÁGÚSTSSON ÍSAK HINRIKSSON SIGRÍÐUR BJÖRK BALDURSDÓTTIR PÉTUR EINARSSON NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRA- MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 6. okt í beinni útsendingu www.sambio.is Kitchen The ABDUCTION kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 8 2D L FRIGHT NIGHT kl. 10:20 2D 16 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR OG VIP MYNDIRÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - 2D 750kr. - 3D 1.000kr. á 3D sýning ar1000 kr. á 3D sýning ar1000 kr. Tilboð 750 kr. Tilboð 750 kr. Tilboð 750 kr. Tilboð 750 kr. Tilboð 750 kr. Tilboð 750 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.