Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 0. O K T Ó B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  237. tölublað  99. árgangur  BÓKIN Á EFTIR AÐ HJÁLPA MÖRGUM FÆRAST ÚR LANDI ÞAÐ ER EKKI SJÁLFSAGT AÐ FÁ AÐ VERA Á LÍFI FRÉTTASKÝRING 16 SIGRAÐIST Á KRABBAMEINI 10SAGA GUÐRÚNAR EBBU 26 Samdráttur hefur áhrif á orkurannsóknir Morgunblaðið/RAX Steinolía Salan hefur margfaldast eftir hrunið, aðallega vegna eldri dísilbíla.  Sala á steinolíu hefur stóraukist hjá olíufélögunum undanfarin ár, sér í lagi frá árinu 2007. Hefur sal- an meira en þrefaldast á þeim tíma og nam ríflega einni milljón lítra á síðasta ári. Olían hefur verið gjald- frjáls, þ.e. olíugjald hefur ekki ver- ið lagt á hana, og er hún því talsvert ódýrari en hefðbundin dísilolía. Helsta ástæða fyrir þessari auknu steinolíusölu er að eigendur dísilbíla, einkum eldri dísiljeppa, hafa í meira mæli notað þessa olíu í stað dísilolíu. Nú gæti það hins veg- ar breyst því samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu stendur til að gera steinolíuna gjaldskylda. Hún mun þá nálgast dísilolíuna í verði. »6 Ríkið skattleggur steinolíuna sem hefur rokselst Þrautasigling » Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010. » Eyjamenn efndu nýlega til mótmæla og kröfðust svara um stöðu hafnarinnar. » Það er mat Halldórs að verði höfninni ekki breytt verði hún aðeins sumarhöfn og varla það. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Landeyjahöfn er á röngum stað og hafnargarðar hennar eru rangt hannaðir. Þetta er mat Halldórs B. Nellett, framkvæmdastjóra að- gerðasviðs Landhelgisgæslunnar og skipherra til margra ára, sem sendi Siglingastofnun og fleiri hagsmuna- aðilum ítarlega greinargerð fyrir tæpu ári, með ýmsum ábendingum og athugasemdum um Landeyja- höfn. Hann hefur ekki fengið nein viðbrögð frá Siglingastofnun við greinargerð sinni. Halldór telur m.a. að höfnin hafi átt að vera 2-3 km vestar í Bakka- fjöru. Þar sé minni sandburður og meira skjól fyrir austan- og austsuð- austanáttum, svo innsiglingin yrði hættuminni. Hafnargarðarnir séu of stuttir og misráðið hafi verið að hafa hafnarmynnið opið beint til suðurs. Halldór segist hafa sem áhuga- maður um bættar samgöngur milli lands og Eyja tekið saman þessa greinargerð. Hann hafi lengi verið þeirrar skoðunar að mögulegt væri að gera hafnaraðstöðu norðan Vest- mannaeyja, til að stytta siglingaleið- ina til lands. „Það er mér hins vegar hulin ráð- gáta hvernig mönnum datt í hug að byggja höfnina yst á sandeyri sem er opin fyrir öllum hafáttum og þar að auki að hafa hafnarmynnið opið til suðurs. Þarna hefur landið gengið fram vegna sandburðar um 400 metra á 90 árum,“ segir Halldór. Landeyjahöfn á röngum stað  Landeyjahöfn hefði átt að rísa nokkru vestar í Bakkafjöru þar sem er minni sandburður og auðveldari innsigling  Sigla þyrfti inn í höfnina úr vesturátt MRangur staður »12 Morgunblaðið/Ernir Hjólað Útivist í Elliðaárdalnum. Ingveldur Geirsdóttir Rúnar Pálmason Ráðgert er að setja fjóra milljarða í að byggja Reykjavík upp sem betri hjólreiðaborg á næstu árum. Byggist það þó á að borgin fái lán í gegnum Elena sem er sjóður á vegum Evr- ópska fjárfestingarbankans sem lán- ar til umhverfisvænna framkvæmda. „Við erum að undirbúa umsókn til Elena-sjóðsins vegna hjólreiðaáætl- unarinnar og sækjum um 25 millj- ónir evra til að hrinda henni í fram- kvæmd. Við erum líka að sækja um vegna metanvæðingar strætisvagna- flotans og byggingar gasgerðar- stöðvar hjá Sorpu,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar- innar í borgarstjórn Reykjavíkur. „Nú er þetta ekki í hendi en við ætl- um okkur að gera Reykjavík hjóla- vænni og ef við fáum lánið getum við gert það hraðar en annars. Áætlun sem er hugsuð til tíu ára gæti orðið að veruleika á þremur árum.“ Þá ætlar borgin að efna til samkeppni um hönnun tveggja göngu- og hjólreiðabrúa yfir Elliða- árnar. »13 Fjórir milljarðar í hjólreiðar  Borgin sækir um lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum Allar dýrategundir þurfa á fæðu að halda til að lifa af og það vita fuglarnir á Tjörninni. Þar er slegist um hvern brauðmola sem til fellur, oft með miklum vængjaslætti og gargi. Mávar, álft- ir, endur og gæsir svamla þar saman en það er kannski ekki hægt að segja að það sé alltaf í sátt og samlyndi, a.m.k ekki þegar þessi mynd var tekin. Það virðast þó helst vera mávarnir sem gera sig breiða. Baráttan um brauðið olli fjaðrafoki á Tjörninni Morgunblaðið/Ómar  „Þau eru í raun alltof sein, en það breytir því ekki að þau þurfa virkilega að fara að huga að þessum mál- um núna,“ segir Guðjón L. Sig- urðsson, formað- ur Ljóstæknifélags Íslands. Hinn 1. apríl 2015 tekur gildi bann við inn- flutningi og sölu á kvikasilfurs- perum, í samræmi við Evrópu- reglur. Hér á landi eru yfir þrjátíu þúsund kvikasilfurslampar sem skipta þarf út og til dæmis er hlut- fall slíkra lampa í Reykjavík 47%. Ljóst er að þetta verður stór kostn- aðarliður hjá stærri sveitarfélögum á næstu árum. »9 Kostnaðarsöm ljósaperuskipti Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eru uppi áform um að hækka fjár- hæðarmörk tekjuskattsstofns um 3,5% í upphafi tekjuársins 2012. Var sú leið ákveðin frekar en að miða við launavísitölu, eins og ný- leg breyting á lögum um tekjuskatt kvað á um. Hefðu tekjumörkin þá átt að hækka mun meira en frá september 2010 til sama mánaðar í ár hækkaði vísitalan um 8%. Nái þessi áform fram að ganga mun ríkið fá meiri tekjur af álagn- ingu tekjuskatts. Jakob Björgvin Jakobsson hjá Deloitte segir áhrif þessarar fyrirhuguðu breytingar snerta alla tekjuhópa. Afleiðing- arnar eru þær að viðmið fyrir lægsta þrepið á næsta ári verður 217 þúsund kr. í stað 226 þúsunda ef miðað hefði verið við hækkun launavísitölu. Viðmið fyrir miðju- skattþrepið verður við 488 þúsund kr. í stað 509 þús. kr. og viðmið fyr- ir efsta þrepið verður 704 þús. kr. í stað 735 þús. kr. »4 Hækkun fjárhæðarmarka skattþrepa skilar ríkissjóði auknum tekjum Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.