Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
Elsku fallega og góða Erna
mín.
Rosalega brá mér þegar ég
fékk fréttirnar að þú værir farin
frá okkur eftir hetjulega baráttu
þína í veikindunum, enda algjör
hetja og fyrirmynd.
Það kemur margt upp í hug-
ann þegar ég hugsa um þig og
okkar samband. Langar að segja
svo margt.
Þú komst inn í líf mitt fyrir
mörgum árum og varst alltaf
reiðubúin að hjálpa mér. Þú varst
svo mörgum góð og varst alltaf
tilbúin að styðja mig þegar ég var
að gera góða hluti.
Ég olli þér oft vonbrigðum, en
aldrei gafstu upp á mér, þótt
ótrúlegt sé.
Ég vil þakka þér fyrir allar
Erna
Borgþórsdóttir
✝ Erna Borg-þórsdóttir,
förðunarfræðingur
og húsmóðir, fædd-
ist í Reykjavík 28.
janúar 1960. Hún
lést á heimili sínu
12. september
2011.
Útför Ernu fór
fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 23.
september 2011.
stundirnar okkar og
öll hlátursköstin og
öll símtölin.
Eins gekkstu
Birni Viktor syni
mínum í ömmustað
og tókst honum sem
þínu barnabarni. Þú
kallaðir þig ömmu
norn og sagðir hon-
um að þú gætir
galdrað og flygir á
galdrakústi fram
hjá glugganum hans og horfðir á
hann sofa.
Björn Viktor á eftir að sakna
þín mikið. Þú varst mamma mín
nr. 2 og hést sama nafni og
mamma mín heitin hét.
Þú kallaðir mig stundum í
gríni erfiða barnið þitt, þegar
mér gekk illa að vera edrú.
Ég á eftir að sakna þín svo
mikið. en ég veit að við eigum eft-
ir að hittast aftur hinum megin.
Ég segi við þig eins og þú
kvaddir mig alltaf: „Ég elska þig,
gullið mitt.“
Ég votta Óskari, Rannveigu,
Borgþóri og Birtu samúð mína.
Takk fyrir allt og allt, elsku
Erna mamma, ég mun aldrei
gleyma þér.
Þín
Heba Lind Björnsdóttir.
Góð vinkona og góður félagi úr
Línudansinum er fallin frá. Að
okkar mati í dansinum var henn-
ar tími ekki kominn, en síðan hve-
nær höfum við ráðið gangi lífs-
ins? Magga var ein af þessum
konum sem gátu alltaf bætt á sig
verkefnum. Það geta ekki öll fé-
lög „montað“ sig af svona félaga.
En það gat Félag íslenskra
línudansara. Hennar skarð verð-
ur vandfyllt.
Magga sat í stjórn félagsins
frá 2008 þar til nú. Ég er illa svik-
in ef hún sendir okkur ekki góð
ráð ofan frá á næsta stjórnar-
fund.
Magga hafði ekki hátt um sinn
sjúkdóm og var ekki að bera
hann á borð fyrir okkur stjórn-
armeðlimi. Margir vissu ekki af
baráttu hennar við þennan illvíga
sjúkdóm. Hún var alltaf jákvæð
og frábær félagi.
Hún naut sín í Línudansinum,
betri dansari en hún er vandfund-
inn. En nú tekur hún sporið á
nýjum stað.
Eitt er öruggt, Magga mín. Við
mætum öll á þann stað sem þú ert
á núna, við kveðjum endastöð
okkar í lífinu og förum dansandi á
nýja staðinn eins og þú.
Við í félaginu eigum eftir að
sakna þín mikið og lengi, minn-
ingin um góða konu og félaga
verður með okkur um ókomna
tíð.
Okkar söknuður er mikill, en
mestur er hann þó hjá eftirlifandi
eiginmanni, börnum og öðrum
Margrét
Árnadóttir
✝ Margrét Árna-dóttir fæddist í
Reykjavík 26. febr-
úar 1953. Hún lést
á krabbameinsdeild
Landspítalans 25.
september.
Útför Margrétar
fór fram frá Bú-
staðakirkju 4. októ-
ber 2011.
aðstandendum.
Við sendum þeim
öllum samúðar-
kveðjur og biðjum
góðan guð að vera
með þeim öllum á
þessum erfiða tíma.
Sofðu vært hinn síðsta
blund,
uns hinn dýri dagur
ljómar,
Drottins lúður þegar
hljómar
hina miklu morgunstund.
(Vald. Briem.)
Fyrir hönd Félags íslenskra
línudansara,
Kolbrún Jónsdóttir.
Margrét hóf störf hjá Bláfugli
fyrir um það bil fjórum árum.
Það bar ekki mikið á Margréti
dags daglega, hæglát gekk hún í
þau verkefni sem fyrir hana voru
lögð og leysti þau fljótt og af ná-
kvæmni. Margrét hafði notalega
nærveru, viðræðugóð og létt í
skapi. Dansinn var hennar líf og
yndi. Við munum seint gleyma
því þegar hún og Gísli drifu alla
út á gólf í einu jólahlaðborðinu, til
að dansa línudans. Þar fór Mar-
grét fremst í flokki og stjórnaði
af röggsemi.
Þegar ljóst var að enn og aftur
þyrfti Margrét að heyja baráttu
við illvígan sjúkdóm kom okkur
ekkert annað í hug að hún færi í
það verkefni og hefði betur í
þeirri baráttu. Það var því mikið
reiðarslag þegar Gísli kom til
okkar með þær fréttir að loka-
baráttan væri hafin og að Mar-
grét mundi ekki snúa aftur til
vinnu.
Gísli, Rúnar, Steinar, Kristín
og fjölskylda, megi guð varðveita
góðar minningar um Margréti.
Hugur okkar er hjá ykkur öllum
á þessum erfiðu tímum.
F.h. samstarfsfólks hjá Blá-
fugli,
Baldur Úlfar Haraldsson.
Elsku Magga.
Ég var svo heppin að fá að
kynnast þér fyrir 27 árum þegar
ég hóf samband með Boga bróð-
ur þínum. Þó að samband okkar
Boga hafi ekki enst þá hélst vin-
skapur okkar og fyrir það er ég
ótrúlega þakklát.
Ég er þakklát fyrir listaverk-
in sem þú gafst mér og mér
finnst eins og engillinn sért þú.
Ég mun varðveita verkin þín og
minningu.
Þú snertir alla er þér kynnt-
ust og mig líka svo sannarlega,
þú varst trú og trygg þínu fólki,
þú varst stoð og stytta allra,
kletturinn. Þú varst glæsileg
kona í alla staði, sem verður sárt
saknað.
Það sem huggar mann á þess-
ari stundu er að ég veit að þú átt-
ir gott líf sem þú lifðir vel, en það
segir okkur sem eftir lifum að
gera það líka. Lifum lífinu lifandi
á meðan við höfum það.
Þú átt einstaka foreldra,
systkini og fjölskyldu sem hlúa
hvert að öðru á þessum erfiða
tíma. Ég veit að tíminn læknar
ekki öll sár, en lífið heldur áfram.
Elsku Gilli, Steini, Rúnar
Bogi, Kristín Ýr, Unna, Árni og
fjölskyldur. Megi góður Guð
veita ykkur styrk til að halda
áfram í sorg ykkar.
Elsku Magga, ég kveð þig með
tár í augum, ég veit að englar
himinsins umvefja þig og fylgja
þér á áfangastað.
Takk fyrir allt.
Þín vinkona,
Sóley.
✝ HansínaBjarnadóttir
var fædd á Búðum
í Fáskrúðsfirði
21.2. 1921. Hún
lést 26. september
sl.
Leið Hansínu lá
til Reykjavíkur
þar sem hún
kynntist manns-
efni sínu Guð-
mundi Þorkelssyni
fæddum í Reykjavík 3.4. 1921,
d. 24.4. 2004. Þau giftu sig í
Reykjavík 15.7.1944. For-
eldrar Hansínu voru Bjarni
Austmann Bjarnason fæddur í
Vallarhreppi S-Múlasýslu 19.8.
1876, d. 30.4. 1955 og
Stefanía Markúsdóttir fædd
í Fljótdalshreppi 29.8. 1884, d.
ið 2006 í vinnuslysi í Dan-
mörku. Börn þeirra Hansínu
og Guðmundar eru; Þorkell
Guðmundsson fæddur 1942
var kvæntur Evu Hjaltadóttur.
Börn þeirra eru, Hjalti Þór,
Óskar, Þorkell Guðmundur og
Marteinn. Þorkell Guðmunds-
son kvæntist síðar Jódísi Nor-
mann sem er látin. Þau eig-
uðust eitt barn, Þóru
Þorkelsdóttur. Bjarni Guð-
mundsson fæddur 1945 var
kvæntur Kristjönu Jónu Ragn-
arsdóttur. Börn þeirra eru,
Bergþóra, Hans og Elsa. Fyrir
átti Kristjana Helga Guðjón.
Stefanía Guðmundsdóttir fædd
1950 er gift Sævari Magn-
ússyni og eiga þau fjögur
börn, Björgvin, Valgeir, Al-
bert og Brynju. Anna Kristín
fædd 1951 er gift Ólafi Emils-
syni og eiga þau fimm börn,
Andrés, Pál, Elísu, Pétur og
Stefaníu. Afkomendur eru
samtals 59.
Hansína var jarðsett í kyrr-
þey 6. október 2011.
10.4. 1975. Hans-
ína átti 8 systkini
og eru þau öll lát-
in. Þau voru þessi
eftir aldri; Þórður
Austmann, Guðrún
Björg Austmann,
Ágúst Austmann,
Oddný og Andrea.
Næst komu Andr-
és, Karl og Hans-
ína sem voru þrí-
burar. Yngstur
var Garðar Björgvin. Hansína
og Guðmundur áttu fjögur
börn saman en fyrir átti Hans-
ína dóttur, Unni Jensdóttur
fædd 1941 sem var gefin. Unn-
ur átti tvö börn með fyrver-
andi manni sínum, Kjartani
Trausta Sigurðssyni, Kristínu
og Sigurð Trausta sem lést ár-
Amma mín, Hansa-amma, er
farin og hvílist nú hjá afa. Þú
varst ein sú yndislegasta kona
sem ég veit um, svo hjartgóð,
hlý og góð.
Þú hefur alla tíð verið svo já-
kvæð og talað svo fallega til
manns og annarra. Þrátt fyrir
að hafa fengið þrjú heilablóðföll
þegar þú varst ung með öllum
þeim erfiðleikum sem þeim
fylgdu þá náðirðu að vinna þig
ótrúlega vel í gegnum þá og ná
ágætum styrk. Þú hefur alltaf
verið sjúklingur og átt erfitt
með hreyfingar sem og að tala
en þrátt fyrir það kvartaðir þú
aldrei. Ótrúlega sterk og sást
alltaf það jákvæða í öllu.
Ég man þegar ég var ung þá
hugsaði ég oft hvað þú varst
ótrúlega sterk. Þrátt fyrir að
haltra og hafa lítinn mátt í ann-
arri hlið líkamans þá léstu það
ekki hamla þér. Ég man þegar
ég og maðurinn minn heimsótt-
um ykkur afa í Hveragerði,
þegar þú tókst upp stól og
hélst honum hátt yfir axlir og
barst hann yfir í stofuna, ég
vissi ekki hvert ég ætlaði þegar
ég sá þig gera þetta. Ég man
ég rauk á fætur og ætlaði að
hjálpa en þú tókst það ekki í
mál. Þarna hefurðu verið um
áttrætt.
Það var svo gaman að heim-
sækja ykkur afa, þið voruð svo
hlý og skemmtileg. Afi segjandi
eitthvað fyndið og við hlæjandi.
Það var alveg yndislegt að sjá
hversu vænt ykkur þótti hvoru
um annað, amma hlæjandi að
bröndurunum hans afa og afi
brosandi og hvernig hann kall-
aði þig alltaf elskuna sína, svo
yndisleg. Þið voruð svo full-
komin amma og afi, knúsandi
mann og segjandi fallega hluti.
Við amma fórum reglulega í
sjómann þegar ég var yngri og
Palli frændi var líka oft með,
ég þurfti að leggja mig alla
fram ef ég ætlaði að vinna því
þú varst svo ótrúlega sterk og
þá gastu ekki einu sinni notað
þína réttu hönd þar sem hún
var hálflömuð.
Já, þú varst ótrúleg og það
orð sem kemur efst í huga mér
þegar ég hugsa um þig, er orð-
ið „yndisleg“. Þú varst sjálf svo
yndisleg og svo notaðir þú það
orð mikið sjálf. Síðustu árin
áttirðu erfiðara með að tala og
tjá þig en þegar þú gerðir það
þá notaðir þú orðin, yndisleg,
falleg, góð, sæt og fín. Þetta
voru orðin þín sem lýsa þér svo
vel. Það var ekki til neikvæðni
hjá þér þrátt fyrir að hafa oft
svo góða ástæðu til að kvarta.
Þú fannst til í líkamanum en
aldrei kveinkaðir þú þér, horfð-
ir bara á það jákvæða og með
þessari jákvæðu sýn á lífið og
þessum ótrúlega styrk þá náðir
þú að lifa í 90 ár.
Ég talaði við Valgeir bróður
minn eftir að þú yfirgafst okk-
ur og hann orðaði eitt atriði svo
vel þegar hann talaði um þig og
það var svo rétt hjá honum.
Hann sagði að ljós þitt hefði
skinið skært í þessu lífi en nú
værirðu farin frá okkur og
komin á annan stað og þar
myndi ljós þitt halda áfram að
skína skært og aðrir myndu fá
að njóta þess.
Ég hef verið svo heppin að
hafa átt þig sem ömmu og ef ég
hef fengið eitthvað smá í arf af
því góða sem þú hefur gefið frá
þér þá er ég mjög heppin.
Amma og Guðmundur afi
bjuggu síðustu æviárin að Ási í
Hveragerði þar sem þeim leið
mjög vel.
Guð blessi þig alltaf, elsku
amma mín, og hvíl í friði.
Brynja Sævarsdóttir.
Hansína
Bjarnadóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, "Senda inn minning-
argrein", valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum.
Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-
15 línur. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast
er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minning-
argreinahöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa not-
uð með minningargrein nema
beðið sé um annað.
Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið
minning@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina
vita.
Minningargreinar
✝
Eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLAFUR PÁLSSON
verkfræðingur,
Brekkugerði 4,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík þriðjudaginn 11. október kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Kristjáns
Eldjárns gítarleikara: Reikningsnúmer 0513 18 430830,
kt. 650303-3180.
Anna Sigríður Björnsdóttir,
Björn Ólafsson, Helga Magnúsdóttir,
Sigríður Ólafsdóttir, Björn Már Ólafsson,
Marta Ólafsdóttir, Sigurður Stefánsson,
Unnur Ólafsdóttir, Þórarinn Eldjárn,
Páll Ólafsson, Elínborg Guðmundsdóttir,
Kjartan Ólafsson, Álfrún G. Guðrúnardóttir,
Sveinn Ólafsson, Auður Gyða Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og sambýliskona,
THEÓDÓRA G. GUNNARSDÓTTIR,
Vesturbergi 140,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju-
daginn 4. október, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. október kl. 13.00.
Gunnar Georg Smith, Ingibjörg Jensdóttir,
Ásbjörn Ketill Ólafsson,
Guðný Ósk Ólafsdóttir, Kristinn Kristinsson,
Kjartan Þór Ólafsson,
Sigrún Sif Kristjánsdóttir, Helgi Alexander Sigurðsson,
Gunnar Loftsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
OLGA MECKLE GUÐLEIFSDÓTTIR
frá Höfn í Hornafirði
andaðist á Hjúkrunardeild HSSA
laugardaginn 8.október. Útför hennar fer
fram frá Kálfafellsstaðarkirkju í Suðursveit
föstudaginn 21. október kl.14.00
Emil Reynir Þorsteinsson, Lene Brouw Jörgensen,
Ari Þ. Þorsteinsson, María Gísladóttir,
Anna Erla Þorsteinsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson,
og barnabörn.