Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 283. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Fékk 230 milljónir fyrir símtal
2. Gekk berserksgang
3. Moore eyðilögð yfir skilnaðinum
4. Skopmynd sló í gegn á Facebook
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tilkynnt var á tónleikum norrænna
músíkdaga í Eldborgarsal Hörpu á
laugardagskvöld að Caput-hópurinn
hlyti verðlaun Norræna tónskálda-
ráðsins fyrir yfir 30 ára starf við flutn-
ing á norrænum samtímaverkum.
Caput-hópurinn
heiðraður
Fyrstu tónleikar
hausttónleikarað-
ar Jazzklúbbsins
Múlans verða
haldnir í Norræna
húsinu í kvöld.
Hljómsveitin Ey-
land kemur fram
og flytur lög eftir
hljómsveitarstjór-
ann og saxófónleikarann Eyjólf Þor-
leifsson. Alls verða haldnir átta tón-
leikar á vegum Jazzklúbbsins Múlans
sem er á fimmtánda starfsári sínu.
Eyland á tónleikum í
Norræna húsinu
Kvikmyndin Órói, sem Baldvin
Zophoníasson leikstýrði, fær góða
dóma í veftímaritinu Cineuropa í til-
efni af sýningu myndarinnar á al-
þjóðlegri kvikmyndahátíð í borginni
Kaunas í Litháen. Cineuropa fer með-
al annars lofsam-
legum orðum um
aðalleikara
myndarinnar,
Atla Óskar
Fjalarsson.
Myndin Órói fær góða
dóma í Cineuropa
Á þriðjudag Norðvestan 8-13 m/s norðaustantil fram eftir degi,
annars fremur hæg norðlæg átt. Austlægari um kvöldið. Stöku él
norðantil, en léttir til síðdegis. Bjartviðri syðra. Hiti víða 2-8 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 5-10 m/s en 10-18 norðaustan-
til. Éljagangur norðaustantil, skýjað norðvestantil en léttskýjað
syðra. Vaxandi norðanátt og snjókoma nyrðra í kvöld. Hiti 0-4 stig.
VEÐUR
Morgunblaðið hefur áreið-
anlegar heimildir fyrir því
að Heimi Hallgrímssyni,
sem nýlega ákvað að stíga
til hliðar sem þjálfari ÍBV,
hafi verið boðið að taka við
stöðu aðstoðarlandsliðs-
þjálfara. Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ, sagði við
Morgunblaðið að þessi mál
væru ekki komin á hreint en
hann vonast til að ganga frá
ráðningu á Svíanum Lars
Lagerbäck í vikunni. »1
Heimir aðstoðar
Lagerbäck
Íslandsmeistarar FH í handknatt-
leik karla höfðu betur gegn belg-
íska liðinu Initia Hasselt, 29:28, í
fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-
keppninnar í handknattleik en leik-
urinn fór fram í
Belgíu í gær. Lið-
in mætast aftur
á sunnudaginn
en þá í Kapla-
krika. »8
FH-ingar mörðu sigur í
Evrópuleik í Belgíu
Íslandsmeistarar Vals í hand-
bolta kvenna unnu 13 marka
sigur á ÍBV þegar liðin áttust
við í Vodafone-höllinni að Hlíð-
arenda í gær. Valur hefur þar
með unnið tvo fyrstu leiki sína
í N1-deildinni en Eyjakonur
sem eru með mikið breytt lið
eru með tvö stig eftir fyrstu
tvo leiki sína í deildinni. »2
Þrettán marka sig-
ur Valskvenna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kveikt á friðarsúlunni í Viðey í gærkvöldi
Morgunblaðið/Ómar
Litadýrð Um 850 manns fóru út í Viðey til að njóta sýningar í boði Yoko Ono í
gærkvöldi. Friðarljós Ono og norðurljósin fengu að njóta sín í fallegu veðri.
Friðarsúlan í Viðey var tendruð í
gærkvöldi í fimmta sinn, á afmælis-
degi Johns Lennons. Friðarsúlan,
eða „Imagine Peace Tower“, er úti-
listaverk eftir Yoko Ono sem reist
var í Viðey til að heiðra minningu
Johns Lennons og var hún vígð 9.
október árið 2007. Friðarsúlan er
tákn fyrir baráttu Ono og Lennons
fyrir heimsfriði. Á stalli súlunnar
eru grafin orðin ,,hugsa sér frið“ eða
„imagine peace“ á 24 tungumálum
en enska heitið er vísun í bítlalagið
„Imagine“ eftir John Lennon.
Nýta ferðina til Íslands
Einkasyni Lennons og Ono, Sean
Lennon, var haldið frá frægð for-
eldra sinna og hefur á sínum fullorð-
insárum lagt áherslu á að vera lista-
maður fremur en viðskiptamaður þó
svo að hann hafi stofnað útgáfufyr-
irtækið Chimera Music.
Lennon er nú staddur á Íslandi
ásamt móður sinni og munu þau
koma fram á Iceland Airwaves-
hátíðinni með hljómsveitinni Yoko
Ono Plastic Ono Band. Hljómsveitin
Plastic Ono Band var hins vegar
stofnuð af Lennon og Ono áður en
Bítlarnir leystust upp. Lennon ætlar
nú að nýta ferðina og fá að spila á
Airwaves í leiðinni. „Við höfum kom-
ið til Íslands á hverju ári síðan Frið-
arsúluverkefnið byrjaði og mér var
farið að finnast það einkennilegt að
vera alltaf að koma hingað og fara
svo korteri áður en Airwaves hófst,“
segir Sean Lennon í viðtali í Morg-
unblaðinu í dag. »29
Lennon leikur
á Airwaves
Mæðginin Lennon og Ono halda
uppi minningu Johns Lennon á Íslandi
Reuters
Lennon Sean Lennon ætlar að spila
á Iceland Airwaves í ár.
Yoko Ono segir Ísland búa yfir sérstökum tærleika sem
önnur lönd hafi þegar tapað þegar hún er spurð af
hverju hún hafi valið Ísland fyrir útilistaverk sitt Frið-
arsúluna eða „Imagine Peace Tower“. Ono sagði í viðtali
á mbl.is að John Lennon hefði verið stoltur af mótmæl-
endum nútímans aðeins að því marki að þeir mótmæltu
með friðsamlegum hætti og forðuðust ofbeldi. Hún sagð-
ist hafa áhyggjur af réttindabaráttu kvenna um allan
heim og minntist kvenna í múslímalöndum sem hún lýsti
sem mjög sterkum hóp. Ono mun koma fram á Airwaves
ásamt syni sínum Sean Lennon.
„Einstakur tærleiki“
Yoko Ono boðar
heimsfrið.
Skannaðu kóðann
til að sjá viðtalið
við Yoko Ono