Morgunblaðið - 10.10.2011, Page 16

Morgunblaðið - 10.10.2011, Page 16
FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is F yrirtæki og stofnanir á vegum ríkisins, sem tengjast orkugeiranum, þurfa að takast á við samdrátt á næsta ári líkt og flestar ríkisstofnanir, nái fjárlaga- frumvarpið fram að ganga óbreytt. Þannig lækka framlög til Orkustofn- unar að raungildi um 5%, eða um nærri 15 milljónir króna og nema tæp- um 300 milljónum króna. Samkvæmt ríkisreikningi 2010 nam fjárveiting til stofnunarinnar þá um 470 milljónum króna, sem er 56% meira en fjárveit- ing næsta árs kveður á um. Stór hluti af fjárveitingu síðasta árs var hins vegar eyrnamerktur djúpborunar- verkefninu og bíður ráðstöfunar þegar það fer af stað af krafti á ný. Að sögn Kristins Einarssonar hjá Orkustofnun mátti búast við þessum niðurskurði en ekki hefur verið ákveð- ið hvernig hann verði útfærður. Stofn- unin hafi þurft að hagræða í sínum rekstri og líklegast verði dregið úr ein- hverjum tilteknum verkefnum, sem reiða sig á aðkeypta þjónustu, frekar en að segja upp fólki. Starfsmenn Orkustofnunar eru nú 34, að með- töldum Jarðhitaskóla Háskóla Sam- einuðu þjóðanna. Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, er ríkisfyrirtæki í svonefndum b-hluta fjárlaga, sem fær engin framlög frá ríkinu heldur reiðir sig algjörlega á tekjur af seldri rannsóknar- og ráð- gjafarþjónustu jafnt innanlands sem utan. Síðustu tvö ár hefur halli verið 72 milljóna kr. á starfseminni á ári, í stað hagnaðar í sex ár þar á undan. Halli þessa árs er áætlaður um 40 milljónir en um 20 milljónir á næsta ári. Eiginfjárstaða ÍSOR er enn traust. Í greinargerð með fjárlaga- frumvarpinu segir að vegna óvissu um framhald uppbyggingar í raf- orkuframleiðslu á Íslandi í náinni framtíð sé mjög erfitt að gera áætlanir um starfsemi ÍSOR. Það sé fátt sem bendi til þess að jarðhitaiðnaðurinn hér á landi rétti úr kútnum á næst- unni, þó að yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar í tengslum við kjarasamninga vorið 2011 veki vonir um að úr fari að glæðast, eins og það er orðað. Einnig segir að til að minnka tap fyrirtæk- isins sé óhjákvæmilegt að halda áfram að draga saman, spara í starfseminni og fækka starfsmönnum til að hindra að ÍSOR fari með tímanum í þrot. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, segir að eitt og annað hafi breyst frá því að greinargerðin í frumvarpinu var samin fyrr á árinu. Ákveðin teikn séu á lofti um að úr geti ræst hér á landi og árangur af markaðsöflun í útlöndum verið vonum framar. Núna hefur verið ráðist í stefnumótunarvinnu til að bregðast við breyttum aðstæðum og byggja ÍSOR upp til framtíðar. Þriðjungur tekna erlendis Aukin áhersla hefur verið lögð á rannsóknarverkefni erlendis, sem nú veitir um 30% af tekjum ÍSOR. Helstu verkefni ÍSOR erlendis eru í Chile, í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís. Einnig á eyjunni Dómíníku í Karíbahafi með Jarðborunum hf. og í Kenía með þremur íslenskum verk- fræðistofum. Að sögn Ólafs drógust tekjur fyrirtækisins saman um 41% frá 2008-2010. Gripið var til var- úðarráðstafana í rekstrinum þar sem m.a. hafi verið dregið úr launakostn- aði. Engum hefur þó beinlínis verið sagt upp störfum en starfsmenn ÍSOR eru í dag um 80 talsins, voru yfir 90 þegar mest lét fyrir hrun. Tekjur ÍSOR námu 866 milljónum kr. á síðasta ári, en voru 1.473 millj- ónir árið 2008. Ólafur segir að ÍSOR hafi reynt að búa svo um hnútana að fyrirtækið yrði tilbúið að taka þátt í uppbyggingu jarðhitavinnslu þegar hún hæfist að nýju og því reynt að halda starfseminni í biðstöðu án þess að fækka starfsmönnum verulega. Það sé hins vegar ekki endalaust hægt að leika einhverja biðleiki í von um að úr rætist. Orkurannsóknir að færast meira úr landi Orkurannsóknir Vegna óvissu um framhald uppbyggingar í raforkufram- leiðslu hér á landi hefur verið dregið úr rannsóknum á jarðhitasvæðum. 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Enn er baristí Líbíu.Varn- armálaráðherra Bandaríkjanna segir að Nató standi þar enn vaktina. Hvað felst í þeirri vakt úr því sem komið er? Nató tók að sér tiltekið verkefni og taldi sig hafa til þess samþykki Samein- uðu þjóðanna annars vegar og ríkisstjórna aðildarlandanna hins vegar og var ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna þar ekki undanskilin. Sú stjórn hélt glaðbeitt í stríð. Heimildir S.þ. miðuðust við að koma í veg fyrir að Gaddafi, liðþjálfi og einræðisherra, gæti beitt flugher sínum og eldflaugum gegn eigin borg- urum. Í augnablikinu veit eng- inn í hvaða holu hinn fallni for- ingi heldur sig. En víst er að þar sem hann er niður kominn, í orðanna fyllstu merkingu, eru ekki flugbrautir eða skot- pallar. Og ekki er útilokað að almenningur kunni enn að eiga um sárt að binda, þótt skot- hríðin komi núna úr annarri átt. Það er óvíst að Nató hafi í upphafi verið búið að meta stöðuna til fulls. Þeir Cameron og Sarkozy þykja vissulega hafa veðjað rétt með því að fara fremstir þjóða í Líbíu- stríði. Stríðið sjálft hafi gengið upp þótt það hafi ekki alltaf litið vel út. Íraksstríðið, sem slíkt, gekk enn betur út ef horft er frá sjónarhorni hernaðarfræðinga. En eftirleikurinn var síðri. Nú þykjast raunar sumir sjá að eftirleikurinn þar sé endanlega að tapast núna. Washington Post segir að ríkisstjórn Íraks veiti Bas- har al-Assad málefnalegan og fjárhagslegan stuðning í vand- ræðum hans. Það gengur þvert gegn tilraunum Bandaríkjanna til viðskiptaþvingana gegn Sýrlandsstjórn. En svo vont sem það er í sjálfu sér er ann- að verra. Afstaða og aðgerðir Íraksstjórnar sýni að hún telji sig getað farið sínu fram og haft sjónarmið Bandaríkjanna að engu. Og verst er að hún virðist vera farin að halla sér sífellt nær stjórnvöldum í Ír- an, sjálfum erkióvini Banda- ríkjanna. Ráðandi öfl í Egyptalandi fundu fljótt að tryggð banda- ríkjastjórnar við sinn „nánasta samherja“ í arabalöndunum var einskis virði. Þau svara með því að láta skjólstæðing- inn Ísrael finna til tevatnsins. Líbía boðar að stjórnarskrá landsins muni lúta forskrift trúarritanna. Það boðar ekki gott. Pakistan leikur tveimur skjöldum í baráttunni við talí- bana. Írak gefur langt nef og daðrar við Íran. Var einhver að tala um vor? Arabíska vorið kom flatt upp á vestræn ríki. Leiðtogar þeirra hlupu í óðagoti að sundskýlunni og sól- arolíunni} Arabískt vorhret á glugga Lófatakið varáberandi á flokksþingi Íhalds- flokksins breska í liðinni viku þegar David Cameron lýsti því yfir að á meðan hann væri forsætisráð- herra mundi Bretland ekki taka upp evruna. Hann benti á að sú staðreynd að Bretar hafa sína eigin mynt en eru ekki hluti af evrunni þýði að þeir geti lagt grunninn að endurreisn efna- hagslífsins á eigin forsendum. Cameron bætti við að hann mundi ekki heldur leyfa að Bretland yrði dregið inn í enda- lausar björgunaraðgerðir evru- landanna. „Þegar kemur að björgunarkerfi evrunnar er af- staða mín einföld: Verka- mannaflokkurinn kom okkur inn í það og ég hef tryggt að við komumst út úr því.“ Um helgina áttu Merkel, kanslari Þýskalands, og Sar- kozy, forseti Frakklands, enn einn neyðarfundinn um vanda evrunnar og evruríkjanna. Þrátt fyrir alla neyðarfundina og allar þær aðgerðir sem þegar er búið að tilkynna og áttu að leysa vandann, er enn nauðsynlegt að halda neyðarfundi. Og þeir sem þurfa að sækja þessa neyðarfundi eru leiðtogar Þýskalands og Frakklands, þó að aðrir fái stundum að vera með upp á punt eftir að ákvarð- anir hafa verið teknar. Og ríkin sem fá að vera með upp á punt fá líka að taka þátt í kostnaðinum af björgunar- aðgerðunum sem Þýskaland og Frakkland ákveða, en eins og Cameron sagði þá vill Bretland ekki láta draga sig inn í þennan vanda evruríkjanna. Bretland er í þeirri stöðu að geta sloppið við útgjöld vegna mistakanna við evruna og er einnig í þeirri stöðu að geta end- urreist hagkerfi sitt á eigin for- sendum. Það eru afar góðar fréttir fyr- ir Breta að bresk stjórnvöld skilji þessar einföldu stað- reyndir. Jafn dapurlegt er fyrir Íslendinga að íslensk stjórnvöld skilji þær ekki. Cameron hét því að halda Bretlandi utan evrunnar á meðan hann sæti í embætti} Eindregin andstaða við evruna Þ að er fróðlegt að sjá hvaða bækur fólk tekur með sér inn í ellina. Það eru bækur sem hafa lengi verið samferða. Ég heimsótti Stefán Þ. Þorláksson menntaskólakennara á Hlíð í gær og kom mér ekki á óvart að finna þar á meðal Grettissögu og ljóðasafn skálds- ins Einars Benediktssonar. Aðrar bækur og handrit hafði Stefán ánafnað Háskólanum á Akureyri og mun sá bókakostur verða fróð- leiksnáma ungs fólks fyrir norðan. Reyndar gerir Stefán lítið úr mikilvægi þess að eiga ljóðasafn Einars; hann kann hvort eð er öll kvæði skáldsins utanbókar sem standa honum hjarta næst. „Enginn kemst með tærnar þar sem Einar hafði hælana í gjörhygli sinni og frábærri framsögn,“ segir Stefán. „Hann hefur þennan einstaka hæfileika að vera stuttorður og segja mikið: Hver duftsins ögn er bygging heilla heima, með himna segulmagni og stjarnareiki.“ Þetta er einstök hugmynd, segir Stefán með áherslu um kvæðið Stórasand. „Sjálfur Einstein hefði ekki getað orðað þetta betur.“ Þó að Einar væri virkur í kirkjustarfi, þá aðhylltist hann þegar nánar er gáð engin sérstök trúarbrögð, held- ur Stefán áfram, enn með hugann við kvæðið: „Nú skil ég, hvernig allt má lifa í einum, er innsta sál mín finnur líf í steinum. Að standa einn. Já, útlaginn er ríkur; hans andi er himinfær og guði líkur. Og þyngri byrði en Grettir hóf á herðar ber hjarta mannlegt oft í þögn og leynum. Mér hverfur gildi mikilleiks og mergðar. Hér met ég stjörnur himins sandkorns verðar. Þetta segja ekki aðrir en Einar Benedikts- son. Það hefur aldrei verið slíkt tungutak hjá nokkrum Íslendingi að hann hefði getað sagt þetta, kannski Grettir Ásmundarson.“ Það er merkilegt að önnur skáld tóku ekki upp stórbrotinn stíl Einars, en Guðjón Frið- riksson sýnir fram á það með sannfærandi hætti í ævisögu skáldsins að Kjarval hafi verið undir sterkum áhrifum frá honum og Jón Leifs er hann útsetti þjóðlög sem hann hafði safnað á ferðalögum um landið. „Það einkennilega er að skáldskap hans er ekkert vel tekið á þeim tíma sem Einar er að yrkja,“ seg- ir Stefán. – Matthías hrósar honum, rifja ég upp. „Samt virðist það almennt ekki vera sama hrifning og manni finnst nú, þegar maður les kveðskapinn, að hefði verið viðeigandi.“ – Sagði ekki Kjarval að norðurhvel jarðar væri eins og hvirfillinn á Einari Benediktssyni? „Þá kemur líka annar sem á það skylt við Einar að geta sagst vel – sem er Kjarval.“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Tungutak skáldsins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Eitt stærsta rannsóknaverk- efnið í orkumálum hér á landi hefur verið djúpborunarverk- efnið (IDDP), sem hófst fyrir 10 árum með þátttöku orkufyrir- tækja og Orkustofnunar, í sam- starfi við ÍSOR, Jarðboranir og fleiri aðila. Eftir boranir á Reykjanesi fluttist verkefnið norður á Kröflusvæðið. Þar var síðast boruð hola árið 2010 en erfiðlega hefur gengið vegna kviku sem borinn kom niður á á 2 km dýpi, sem telst grunnt þegar djúpborun er annars veg- ar. Var holan látin blása í sumar og unnið er úr rannsóknaniður- stöðum. Til stendur að bora aðra holu á Kröflusvæðinu en óvíst er hvenær af því verður og hvar. Djúpborunin í biðstöðu EITT STÆRSTA VERKEFNIÐ Krafla Djúpborunarholan skoðuð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.