Morgunblaðið - 10.10.2011, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
Landssöfnun SEM samtakanna,
sem fór fram í beinni útsendingu
Stöðvar 2 á föstudagskvöld, skilaði
alls 19 milljónum króna í peningum
og um sex milljónum í vinnuframlagi
og gjöfum. Tilgangur söfnunarinnar
var að safna fjármunum til að standa
straum af viðgerðum á SEM húsinu
við Sléttuveg 3 í Reykjavík.
Að sögn Haraldar Sigþórssonar,
formanns Húsnæðisfélags SEM
samtakanna, munu SEM-félagar
fara yfir stöðuna og kanna hvernig
hægt sé að nýta þetta fjármagn sem
best. „Við erum afar þakklát þjóð-
inni fyrir að bregðast svona vel við
beiðni okkar og það er mikil hvatn-
ing og styrkur að sjá hversu margir
eru reiðubúnir til að standa við bakið
á okkur,“ segir Haraldur í frétta-
tilkynningu. Söfnunarsímar eru opn-
ir fram á mánudagskvöld, 904-1001,
904-1003 og 904-1005. Einnig er
hægt að leggja inn á reikning SEM.
Nítján milljónir króna söfnuðust
til handa SEM samtökunum
Söfnun SEM húsið við Sléttuveg 3.
Keppendurnir
Rannveig
Kramer og
Guðrún H.
Ólafsdóttir
höfnuðu í gær
í sjötta sæti í
sínum flokki á
Arnold Class-
ics Europe-
keppninni í
fitness á
Spáni.
Kristbjörg
Jónasdóttir
hafnaði í öðru
sæti í „módel-
fitness“ síð-
asta föstudag
og Alexandra
Sif Nikulásdóttir og Unnur Kristín
Óladóttir komust í 15 manna úrslit
í sínum flokkum. Þetta þykir besti
árangur sem Íslendingar hafa náð
á erlendri grundu í líkamsræktar-
keppnum. Íslenskir keppendur
hafa tekið þátt í fleiri mótum á
undanförnum árum en aldrei náð
svona góðum árangri áður. Mótið
er haldið af Alþjóðsambandi lík-
amsræktarmanna og er kennt við
Arnold Schwarzenegger, sem var
sjálfur staddur á mótinu ásamt
syni sínum. Arnold Classics
Europe mótið þykir eitt af sterk-
ustu líkamsræktarmótum í
Evrópu. mep@mbl.is
Stæltar Guðrún H. Ólafsdóttir og
Rannveig Kramer lentu í 6. sæti.
Þrír Íslend-
ingar í verð-
launasæti
Silfur Kristbjörg
Jónasdóttir í 2. sæti.
SVIÐSLJÓS
Andri Karl
andri@mbl.is
Sveitarfélög hér á landi virðast
varla hafa gefið því gaum að 1. apríl
2015 tekur gildi bann við innflutn-
ingi og sölu kvikasilfurspera. Það
væri í sjálfu sér ekki vandamál
nema fyrir þær sakir að 31 þúsund
lampar á ljósastaurum hér á landi
eru gerðir fyrir kvikasilfursperur.
Ekki hefur verið ákveðið hvaða leið
verður farin til framtíðar en Danir
áætla sem svo að um 80 þúsund
krónur kosti að skipta út hverjum
ljósastaur. Ætti þá hverju manni að
vera ljóst að kostnaðurinn er drjúg-
ur fyrir fjárvana sveitarfélög.
Um er að ræða Evrópureglur og
hafa sveitarfélögin vitað í hvað
stefndi um nokkurra ára skeið. Í
bágbornu efnahagsástandi er auð-
velt að velta verkefnum sem þess-
um á undan sér, en þegar upp er
staðið hefði eflaust verið betra að
sýna fyrirhyggju og hefjast þegar
handa við að skipta út staurum til
að dreifa kostnaðinum. En í hvað á
að skipta?
„Það er engin spurning að ljós-
tvistur er framtíðarljósgjafi í götu-
lýsingu og ég held að það séu lang-
flestir sammála um það,“ segir
Guðjón L. Sigurðsson, formaður
Ljóstæknifélags Íslands. Til útskýr-
ingar er tekið fram að ljóstvistar
eru perur með ljósdíóðum, eða
LED-perur.
Ekki gott að gera borgina gula
Á morgun verður haldinn fundur
um rekstur götulýsingar og notkun
ljóstvista í götulýsingu þar sem
annars vegar kemur fram yfirmað-
ur hjá Orkuveitu Helsinki og hins
vegar fulltrúi frá Philips sem er
mjög framarlega í framleiðslu á
ljóstvisti.
Guðjón bendir á að Orkuveita
Helsinki rekur jafn stórt kerfi og ís-
lenska kerfið í heild, eða um 84 þús-
und lampa. „Þeir eru ekki að fara í
ljóstvistavæðingu eins og sumir.
Þeir ætla að hinkra aðeins lengur.
En þeir eru engu að síður að skipta
út tugum þúsunda lampa, þannig að
það er svipuð staða og uppi er hér.
Hann er að reyna að natríumvæða
jafn mikið og hann getur, en hann
veit það að hann getur ekki gert
það í miðbænum og á vissum svæð-
um, þannig að hann bíður með að
skipta út þar eins lengi og hann
getur.“
Aftur skal útskýra að natríum-
lampar eru notaðir aðallega til móts
við kvikasilfurslampa. Í Reykjavík
eru 14.300 natríumlampar og um 14
þúsund kvikasilfurslampar. En
hvers vegna að skipta ekki
alfarið yfir í natríum?
„Gera borgina gula. Það er
ekki sú leið sem ég myndi
mæla með og trúi því ekki að
menn vilji fara þá leið, því
gula ljósið er með mjög
slæma litarendurgjöf. Maður
sér ekki munin á grænum og
bláum bílum í slíkri lýsingu.
Það er því ekki sú leið sem
menn ættu að fara.“
Helstu rökin gegn
ljóstvisti tengjast
kostnaði. Stofnkostnað-
ur við slíkar perur þykir
nokkuð hár. Guðjón bendir þó á að
bæði fari hann lækkandi og svo
verði að horfa á rekstrarkostnað og
viðhaldskostnað einnig. Kvika-
silfursperur eiga að duga í tuttugu
þúsund ljóstíma sem er um það bil
fimm ára notkun. Orkuveitan skipti
þeim áður út á þriggja ára fresti en
vegna sparnaðar er það nú gert á
fjögurra ára fresti. Lamparnir duga
í um fimmtán ár en ef ekki er skipt
um peru fyrir tuttugu þúsund ljós-
tíma getur peran eyðilagt lampann.
Þá dugir búnaðurinn í lömpunum í
tíu til fimmtán ár.
„Þessir ljóstvistar duga í fimmtíu
til hundrað þúsund tíma og ef látið
er loga í fjögur þúsund klukku-
stundir á ári eru það í minnsta kosti
12,5,“ segir Guðjón en bætir við að
allt bendi til þess að það sé nær
hundrað þúsund tímunum og því 25
ár. Í flestum tilvikum þarf að skipta
um lampa um leið og perur þegar
að ljóstvisti kemur en þó er farið að
framleiða lampahús sem hægt er að
skipta um ljóstvist í. „En það er
kannski ekkert vit í að nota lampa-
hús sem búin eru að vera í notkun í
tuttugu ár. Þá er alveg jafn gott að
skipta öllu út.“
Að öðru leyti er ekkert viðhald
sem fylgir ljóstvistinum og líkt og
greint er frá annars staðar á þess-
ari síðu er orkunotkunin minni en
lýsingin jafn góð.
Önnur lönd hætt kaupum
Ljóst er að framtíðarsýn vantar
hjá sveitarfélögum hér á landi þeg-
ar kemur að götulýsingu. Guðjón
segir að sama andvaraleysis hafi
ekki gætt hjá löndunum í kringum
okkur en þau hafi hugað að banninu
2015 fyrir nokkrum árum og gert
ráðstafanir. „Þetta er búið að liggja
lengi í loftinu og aðlögunartíminn
hófst árið 2008 eða 2009. Ég veit til
þess að mörg lönd hættu að kaupa
kvikasilfurslampa fyrir þremur ár-
um, vitandi að hann myndi ekki
duga nema í átta ár, þegar ending
hans er skráð í fimmtán. Ísland hef-
ur hins vegar verið að kaupa kvika-
silfurslampa allt fram á síðasta ár.“
Framtíðin björt í ljóstvisti
Bannað verður að flytja inn og selja kvikasilfursperur í Evrópu 1. apríl 2015
Skipta þarf um lampa á þrjátíu þúsund ljósastaurum og er vinnan á byrjunarreit
Morgunblaðið/Frikki
Peruskipti Borgarstarfsmenn munu hafa nóg að gera á næstu árum við að
skipta um perur og lampa, en bann við kísilperum tekur gildi í apríl 2015.
Settir voru upp 22 lampar með
ljóstvist í mars síðastliðnum
víðs vegar um Reykjavík, s.s. á
hluta Hringbrautar, hluta
Skeiðarvogs og í Grafarvogi.
Að sögn Guðjóns L. Sigurðs-
sonar, formanns Ljóstækni-
félagsins, er ljóst að ekki er
minna ljós af þeim en lömp-
unum sem fyrir voru.
Þá voru gerðar mælingar
fyrir og eftir skiptin og í ljós
kom að lamparnir með ljóstvist
notuðu 61% minni orku.
Þá er ráðgert að setja upp
lampa í hluta Borgartúns, s.s. í
grennd við skrifstofur
Reykjavíkurborgar og Vega-
gerðarinnar, í tilraunarskyni
sem Philips gefur. Til stend-
ur að lamparnir verði
settir upp síðar í þessum
mánuði.
Spara má orku
um 50-60%
PRÓFUN Í REYKJAVÍK