Morgunblaðið - 10.10.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
24. nóv. – 4 nætur
– fá sæti laus
2. des. – 3 nætur
– laus sæti
frá kr. 113.500
Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
48
0
97
Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 3
nætur á Hotel Central Heidelberg *** með
morgunmat, 2. desember.
AÐVENTUFERÐIR
til Heidelberg
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eru
fjárhæðarmörk tekjuskattsstofns
hækkuð um 3,5% í upphafi tekjuárs-
ins 2012. Var sú leið ákveðin frekar
en að miða við launavísitölu eins og
nýleg breyting á lögum um tekju-
skatt kvað á um. Hefðu tekjumörkin
þá átt að hækka meira þar sem
launavísitalan hefur síðustu tólf
mánuði hækkað mun meira, eða um
8% milli septembermánaða 2010 og
2011, svo dæmi sé tekið.
Fyrir þessa fyrirhuguðu breyt-
ingu hafa skattþrepin skipst þannig
að af fyrstu 2.512.800 kr. árstekjum
einstaklings, þ.e. 209.400 kr. á mán-
uði, hefur verið reiknaður 22,9%
tekjuskattur. Af næstu 5.653.800 kr.
á ári, eða 471.150 kr. á mánuði, hef-
ur tekjuskatturinn verið 25,8% og í
þriðja þrepi 31,8% af árstekjum um-
fram 8.166.600 kr, eða samsvarandi
680.550 kr. á mánuði. Til viðbótar
greiða einstaklingar útsvar, sem er
mismunandi eftir sveitarfélögum en
meðalútsvar þessa árs er 14,41%.
Skattþrepin eru því í raun 37,31%,
40,21% og 46,21%.
Fyrir þetta ár var fjárhæðum
skattþrepanna breytt í fyrsta skipti
miðað við tólf mánaða hækkun
launavísitölu, eða um 4,7% eins og
staðan var í árslok 2010.
Með því að hækka tekjumörkin
um 3,5% á næsta ári fer fyrsta þrep-
ið í tekjuskatti einstaklings í
2.600.748 kr. árstekjur (216.729 kr.
mánaðartekjur), annað þrepið í
5.851.683 kr. (487.640 kr. á mánuði)
og þriðja skattþrepið er 8.452.431
kr. árstekjur og yfir (eða 704.369 kr.
á mánuði).
Fara fyrr á 2. skattþrep
Í fjárlagafrumvarpinu kemur
fram að tekjuskattur einstaklinga
muni skila ríkissjóði um 96 millj-
örðum króna á næsta ári, eða 1,4
milljörðum meira en árið 2011. En
hvaða áhrif skyldi þessi breyting
hafa á álagningu launafólks, nái
frumvarpið fram að ganga á Alþingi
óbreytt?
Jakob Björgvin Jakobsson, lög-
fræðingur á skatta- og lögfræðisviði
Deloitte, segir að einstaklingar með
lágar tekjur muni fara fyrr yfir í 2.
skattþrep, þ.e. þeir sem eru með ríf-
lega 216 þús. kr. eða meira í mán-
aðartekjur borga strax hærri tekju-
skatt þar sem þeir fara sjálfkrafa í
hærra skattþrep.
Afleiðingar til lengri tíma
Í meðfylgjandi töflu er tekið
dæmi um einstakling með um 10
milljónir kr. í árstekjur. Með því að
hækka fjárhæðarmörk skattþrepa
um 3,5% mun viðkomandi einstak-
lingur greiða ríflega 25 þúsund kr.
meira í tekjuskatt á næsta ári en ef
miðað hefði verið við 8% hækkun
launavísitölu.
Jakob segir að þetta geti haft
veigamiklar afleiðingar þegar til
lengri tíma sé litið, sérstaklega ef
hækkun launavísitölu heldur áfram
að vera umfram 3,5%. Þetta geti
haft áhrif á alla tekjuhópa og áhrifin
verði meiri eftir því sem árin líða, að
því gefnu að sömu forsendur haldist,
þ.e. að launavísitalan verði áfram
hærri en 3,5%.
Fara fyrr á annað skattþrep
og ríkið fær meiri tekjuskatt
Áhrif hækkunar fjárhæðarmarka skattþrepa á tekjuskattinn
Dæmi um áhrif á tekjuskatt einstaklings með 10 milljóna króna árstekjur árið
Miðað við 8% hækkun ef tenging við launavísitölu helst óbreytt**
Árstekjur % skatthlutfall Gr. tekjuskattur
1.þrep 2.713.824 22,90% 621.466
2. þrep 6.106.104 25,08% 1.575.375
3.þrep* 8.819.928 31,80% 375.263
Alls 2.572.103
Miðað við 3,5% hækkun skv. fjárlagafrumvarpi 2012
Árstekjur % skatthlutfall Gr. tekjuskattur
1.þrep 2.600.748 22,90% 595.571
2. þrep 5.851.683 25,08% 1.509.734
3.þrep* 8.452.431 31,80% 492.127
Alls 2.597.432
Hækkun tekjuskatts ef launavísitölutenging er tekin af og miðað við fasta 3,5% hækkun tekjumarka: 25.329 kr.
Heimild: Deloitte hf.
Skýringar og forsendur:
* Í útreikningi skatts í 3. skattþrepi er tekinn mismunur á 10 millj. árstekjum og skattþrepinu og reiknaður skattur af því.
** Miðað við hækkun launavísitölu sept 2010-sept 2011, en reikna má með að fjármálaráðherra miði við launavísitölu í nóvember nk. ef tenging við launavísitölu helst óbreytt.
1) Persónuafsláttur hefur ekki áhrif á hækkunina sem slíka þar sem um fasta fjárhæð er að ræða.
2) Miðað er við árstekjur einstaklings upp á ca. 10 milljónir (ca 833 þús kr. á mánuði) til að ná í öll skattþrepin. Hefur samt áhrif á alla flokka.
3) Búið er að gera ráð fyrir frádrætti í lífeyrissjóð af tekjum.
4) Útsvarsstofn, sem er að meðaltali 14,41% árið 2011, skiptir ekki máli í þessu sambandi, þar sem um fasta prósentu er að ræða af tekjuskattstofni.
Hækkun fjárhæðarmarka skattþrepa um 3,5% skilar ríkissjóði meiri tekjum
„Ég hafði kastað
upp í sundinu og
í hjólreiðarhlut-
anum en vonaði
að þetta myndi
ganga yfir,“ seg-
ir Karen Axels-
dóttir þríþrauta-
kona sem varð að
hætta keppni í
heimsmeist-
aramótinu Járnkarlinum, eða
„Ironman“, sem fór fram á Havaí
um helgina.
„Ég vissi í raun eftir sundið að ég
væri út úr keppninni en mig lang-
aði að klára og komast í gegnum
þetta,“ segir Karen, sem lauk
fyrstu þrautinni, sem var sjósund, á
einum klukkutíma og tólf mínútum
en þá var hún í 25. sæti af 82 í henn-
ar aldursflokki.
Karen lauk einnig hjólreið-
arhluta þríþrautarinnar og þá var
hún um það bil í 27. sæti.
Hún varð alvarlega sjóveik af sjó-
sundinu og kastaði nokkrum sinn-
um upp á meðan sundinu og hjól-
reiðunum stóð og þurfti því að
hætta keppni.
Eftir hjólreiðarnar var Karen sex
kílóum léttari heldur en þegar hún
hóf keppni og hafði þá misst sex
kíló af vökva. Karen þurfti að fara
á spítala í gær þar sem hún fékk
vökva í æð.
„Ég er mest svekkt yfir því að
þetta hafi gerst því að ég var í topp
formi,“ sagði hún í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi.
mep@mbl.is
Varð að fá
vökva í æð
á spítala
Karen Axelsdóttir
Karen þurfti að
hætta í Ironman
Óbyggðanefnd kveður í dag upp úr-
skurði í ágreiningsmálum um eign-
arréttarlega stöðu lands á vest-
anverðu Norðurlandi en umrætt
svæði tekur til Tröllaskaga norðan
Öxnadalsheiðar.
Málin sem úrskurðað verður um
eru nr. 1/2009 - Eyjafjörður ásamt
Lágheiði en án Almennings norðan
Hrauna og mál nr. 2/2009 - Skaga-
fjörður ásamt Almenningi norðan
Hrauna en án Lágheiðar.
Tvö ár eru liðin frá því að
Óbyggðanefnd kvað upp úrskurði í
ágreiningsmálum. Árið 2009 úr-
skurðaði nefndin um Eyjafjarð-
arsveit, Hörgárbyggð, Skagafjörð,
Húnavatnshrepp og Vestari-
Jökulsár. mep@mbl.is
Tröllaskagi Fyrsti snjór á Siglufirði í gær.
Fyrstu úrskurðir í
tvö ár kveðnir upp
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Karlmaður á fimmtugsaldri hlaut
alvarlega áverka, en ekki lífs-
hættulega, í bílveltu við Deildará
rétt sunnan við Raufarhöfn í gær-
morgun. Var hann fluttur suður
með sjúkraflugi frá Þórshafn-
arflugvelli, en slysið átti sér stað
um níuleytið. Lögreglumenn kom-
ust ekki umsvifalaust á slysstað þar
sem senda þurfti menn frá Húsavík.
Fyrr á þessu ári var lögreglustöð-
inni á Raufarhöfn lokað vegna nið-
urskurðar og sparnaðar og að sögn
lögreglu kom það sér illa í þessu til-
felli.
Alvarlegt bílslys
við Raufarhöfn
„Þetta er eitt af táknum Akraness
og manni svíður að það skuli vera
látið grotna niður,“ segir Hilmar
Sigvaldason, íbúi á Akranesi, um
gamla vitann á Suðurflös. Vitinn
var byggður 1918 og er fyrsti stein-
steypti viti landsins. Hann liggur nú
undir skemmdum að sögn Hilmars.
„Eins og hann lítur út í dag er búið
að brjóta nánast allar rúður í hon-
um, allt timburverk er ónýtt og
undirstöður hans eru mjög illa
farnar. Ástandið innandyra er ekk-
ert skárra. Hann var síðast tekinn í
gegn árið 1992. Ég er að reyna að
vekja menn til umhugsunar um
mikilvægi þess að varðveita þennan
merka vita.“
Vitinn er tíu metra hár og byggð-
ur eftir teikningu Thorvalds
Krabbe verkfræðings. Hann hefur
ekki verið notaður síðan 1947.
Hilmar segir að það sé heilmikill
ferðamannastraumur að vitanum.
Hann hefur stofnað síðu á Face-
book undir heitinu „Björgum gamla
vitanum“ með von um að ýta við
fleirum. ingveldur@mbl.is
Ljósmynd/Hilmar Sigvaldason
Byggður 1918 Gamli vitinn á Suð-
urflös við Akranes er illa farinn.
Fyrsti steinsteypti
vitinn grotnar niður
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fyrsta loðnuafla vertíðarinnar var
landað á Vopnafirði í gærkvöldi. Það
var Víkingur AK 100, skip HB
Granda, sem kom með um þúsund
tonn í höfn. Fengust þau í græn-
lensku lögsögunni, um það bil 120
sjómílur norður af Horni. Siglingin
til Vopnafjarðar var um 250 mílur.
Guðmundur Hafsteinsson, stýri-
maður á Víkingi, segir loðnuna vera
mjög stóra og fallega. „Þetta er eð-
alhráefni, loðnan er feit og fín. Við
mældum 42 stykki í einu kílói sem er
gott. Þessi fyrsta loðna vertíð-
arinnar lofar góðu. Það var líka þó-
nokkuð mikið að sjá á miðunum og
lítur vel út að mér finnst.“
Reynt verður að frysta eins mikið
og hægt er af aflanum á Vopnafirði.
„Það er ánægjuefni ef það tekst að
nýta sem mest í frystingu,“ segir
Guðmundur.
Fara strax út aftur
Víkingur AK fer sem fyrst út á
miðin aftur en Guðmundur sagði í
gær að veðurspá gæti þó eitthvað
hamlað því, en hann vonaðist til að
þeir kæmust strax út aftur. Víkingur
er um 1.300 tonna skip með fimmtán
manns í áhöfn. Skipið fór til veiða
síðastliðinn fimmtudag og fékk 500
tonn af loðnu í fjórum köstum að-
faranótt föstudagsins. Aðfaranótt
sunnudagsins fengust svo önnur 500
tonn til viðbótar og þá var stefnan
tekin á Vopnafjörð til löndunar.
Loðnuvertíðin hófst 1. október og
stendur til 30. apríl 2012. Upphafs-
heimildin á loðnuvertíðinni hljóðar
upp á 180 þúsund tonn.
Loðnan úr Víkingi feit og falleg
Fyrsta afla loðnuvertíðarinnar
landað á Vopnafirði í gærkvöldi
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Afli Víkingur AK kemur inn til Vopnafjarðar í gær með fyrsta loðnuafla
vertíðarinnar. Loðnan var feit og falleg, að sögn stýrimanns Víkings.