Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 Morgunblaðið/Árni Sæberg Lífið er gott Hulda elskar sólina og sér mikla fegurð í lífinu. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég er þakklát fyrir aðhafa sigrast á krabba-meininu en ég þarf samtað minna mig á það reglulega að það er ekki sjálfsagt að fá að vera á lífi, fá að vera með fjöl- skyldunni minni og vinum mínum. Að fá að taka þátt í lífinu, ferðast og njóta þess að vera til. Ég horfi kannski öðrum augum á lífið en margir á mínum aldri. Ég sé alls staðar mikla fegurð, lítið fallegt blóm gleður mig. Og ég elska sólina. Ég er þakklát fyrir að vera heil heilsu, að geta verið í skólanum og geta stundað söngnámið mitt. Lífið er mér mikil ástríða,“ segir Hulda Hjálmarsdóttir en hún greindist með bráðamergfrumuhvítblæði þeg- ar hún var 15 ára. Nú er Hulda 24 ára og er á öðru ári í sálfræði við Há- skóla Íslands og hún stefnir að því að fara í framhaldsnám til New York í leiklistarmeðferð (dramatherapy). Máttur hugsunarinnar mikill Eftir að Hulda greindist tók við hörð háskammta-lyfjameðferð í hálft ár. „Ég var mjög virk fé- lagslega þegar ég greindist, ég var að æfa handbolta með HK og var að læra á píanó. Það var því ekki aðeins sjokk að greinast heldur líka mikið sjokk að vera kippt út úr öllu og verða félagslega einangruð. En ég hef alltaf verið jákvæð, það er mitt eðli að geta litið á björtu hliðarnar og það hjálpaði mér mikið í gegnum veikindin. Mamma hjálpaði mér að líta á þetta sem verkefni sem ég yrði að fara í gegnum. Við mamma bjuggum oft til myndlíkingar, til dæmis að þetta væri eins og að klifra upp á fjall. Það getur verið erfitt, stundum þarf að stoppa og kasta mæðinni og stundum fær maður sár og blöðrur á fætur. En þegar maður er kominn upp þá er maður búinn að afreka rosalega mikið og því fylgir frelsistilfinning og maður verður stoltur. Mamma tók mig líka oft í hugleiðslu og við töluðum við heil- brigðu frumurnar í líkamanum mín- um og hvöttum þær áfram og þökk- uðum þeim fyrir það góða sem þær gerðu fyrir mig. Ég hef mikla trú á mætti hugsunarinnar, hún getur haft svo mikil áhrif þegar maður er að takast á við eitthvað í lífinu. Að fara í gegnum þessi veikindi kenndi mér að tileinka mér þrautseigju og að gefast ekki upp.“ Vildi ekki vera veika stelpan En það er ekki allt búið þegar erfiðri krabbameinsmeðferð er lok- ið, þá tekur við endurhæfing sem krefst líka þrautseigju að fara í gegnum. „Það tók mig heilt ár að endurheimta fyrra þrek og þol, en það skipti mig miklu að komast í form til að komast aftur í handbolt- ann. Og það er líka erfitt andlega að fara aftur út í lífið eftir að hafa verið kippt út úr öllu og verið svona mikið á spítala. Ég saknaði spítalans fyrst á eftir, því þar voru allir svo ótrúlega góðir við mig og mér þótti orðið svo vænt um hjúkrunarfólkið og læknana. Það var erfitt að fara inn í menntó þar sem allir voru að spyrja hvers vegna ég væri sköllótt. Ég Lífið er mér mikil ást Flestum finnst þeir vera ódauðlegir þegar þeir eru á unglingsaldri. Hulda Hjálmarsdóttir þurfti að horfast í augu við krabbamein þegar hún var í tíunda bekk. Kát Hulda og Victor haustið 2003 og hárið aftur farið að vaxa. Á þessum árstíma þegar farið er að kólna í veðri finnst mörgum notalegt að vera heima við á kvöldin. Borða eitthvað gott og heimilislegt sem ylj- ar manni að innan og slaka á í faðmi fjölskyldunnar. Alls konar súpur og pottrétti er tilvalið að elda á þessum árstíma og nóg til af fersku og góðu grænmeti til að nota í slíkt. Á vefsíð- unni tasteofhome.com má finna upp- skriftir að ýmsum haustlegum rétt- um. Þeirra á meðal má nefna pottrétt með möndlum og kjúklingi eða pott- rétt með nautakjöti og eplum. Einnig uppskriftir að einföldum og góðum pastaréttum af ýmsu tagi. Á síðunni má líka finna gómsætar uppskriftr að eftirréttum eins og alls konar bökum og kökum. Sjón er sögu ríkari og til- valið að skoða sig um ef manni vant- ar uppskrift að einhverju góðu til að elda í kvöld. Nóg er úrvalið og ættu allir að finna eitthvað við sinn smekk. Vefsíðan www.tasteofhome.com Morgunblaðið/ÞÖK Hollusta Það er um að gera að nýta grænmetið í súpur og potttrétti. Haustlegur heimamatur Yfir vetrartímann býður Borgarbókasafnið upp á þjónustu sem kallast „Lesum blöðin saman“. Um er að ræða fjölmenningarlega þjónustu sem í boði er á aðalsafni Borgarbókasafns og felst í því að starfsmaður bókasafnsins aðstoðar þátt- takendur við að fara yfir helstu fréttir og bendir á það sem er í brennidepli hverju sinni. Þátttak- endum er einnig bent á hvernig hægt er að taka virkan þátt í samfélaginu með því að koma á framfæri greinum og fréttum í íslenska fjöl- miðla. Um leið gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast þeim mikla fjársjóði sem Borgar- bókasafn hefur upp á að bjóða, hitta nýtt fólk og styrkja tengslin. „Lesum blöðin saman“ er alla fimmtudaga kl. 17.30 á 5. hæð í aðalsafni, Tryggvagötu 15. Allir áhugasamir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Endilega … … lesið blöðin á bókasafninu Lestur Ýmiss konar þjón- usta er í boði á bókasöfn- um landsins. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Þann 15. október næstkomandi hefst skemmtilegt námskeið fyrir krakka þar sem fléttað er saman yoga og leiklist. Unnið er með yogastöður, öndunaræfingar, ein- beitingu og slökun og fléttað inn leikjum og samsköpun í anda leik- listarinnar. Námskeiðið nær yfir fimm vikur og er ætlað til að efla einbeitingu, sjálfstraust og samhæfingu í leik og gleði. Þátttakendum er skipt upp í þrjá hópa eftir aldri, 4-6 ára, 5-8 ára og 10-12 ára. Kennt er einu sinni í viku en einnig er innifalið fjölskylduyoga annan hvern laugardag. Þar getur fjölskyldan komið saman og átt góða samverustund. Kennarar á námskeiðinu eru þær Ásta Arnardóttir og Andrea Vil- hjálmsdóttir. Ásta er yogakennari, leiðsögukona og leikkona að mennt. Hún hefur kennt yoga frá 1999 og hefur áralanga reynslu af skapandi starfi með börnum bæði í leiklist og yoga. Einnig hefur hún haldið fjöldamörg námskeið fyrir leiðbein- endur á leikskólum um hvernig flétta má yoga og leiklist inní skólastarfið. Andrea er yogakennari og stundar nám í þjóðfræði við Há- skóla Íslands. Hún lauk yogakenn- araprófi hjá Ástu Arnardóttur árið 2010 og sótti kennaranámskeið í krakka-yoga hjá Gurudass Kaur Kalsa í ágúst 2011. Hún hefur einn- ig starfað í listsmiðjum og sótt fjöldamörg námskeið frá unga aldri í spuna, leiklist og skapandi starfi. Allar nánari upplýsingar um nám- skeiðið má nálgast á Facebook. Krakkayoga leiksmiðja Einbeiting og sjálfstraust eflt á skemmtilegu námskeiði Tilþrif Krakkarnir á námskeiðinu munu bæði stunda yoga og leika. www.bleikaslaufan.is H :N m ar ka ðs sa m sk ip ti /S ÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.