Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmuna uppboð Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 10. október, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Sæmundur Valdimarsson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Þetta er að verða sífellt óþægi-legra. Nú segir í öllum fréttum nær og fjær: Angela Merkel og Nicolas Sarkozy funda um vanda evrunnar.    Hvað á þetta aðþýða?    Fylgist þetta fólkekki með? Flýgur á milli í þot- um með hundrað manna fylgdarliði til að fjalla aftur og aft- ur um það sem ekk- ert er.    Nú hefur ESB afrausn sinni og vinsemd nýlega látið Íslendinga hafa fúlgur fjár, einar 300 milljónir, til að létta undir kostnaði við þýðingar á tugþús- undum skjala um tilskipanir og fyr- irmæli frá Brussel, um stórt og smátt.    Þjóðin hlakkar vissulega til að fáað lesa þetta frábæra efni og getur þá „kíkt í pakkann, kjánar“ yfir jólin og sparað sér alla aðra pakka það sinnið.    En hefði ekki samt mátt nota svosem 300 þúsund krónur af gjöfinni góðu frá Brussel til að þýða ígrundað álit Össurar Skarphéð- inssonar og Sigríðar Ingadóttur, svo ekki sé minnst á hagfræðiséníið Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem öll hafa tekið af sérhver tvímæli um evruna?    Þar séu vaxtarverkir á ferð enekki vandi.    Þessi vísindi, svo jákvæð og vönd-uð sem þau eru, hefðu gert Merkel og Sarkozy kleift að komast hjá að hlaupa apríl í október. Össur Skarphéðinsson Sigríður Ingadóttir Níðangursleg nauðhyggja STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.10., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 1 alskýjað Kirkjubæjarkl. 5 skýjað Vestmannaeyjar 6 skýjað Nuuk 0 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Ósló 5 skúrir Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 6 léttskýjað Lúxemborg 10 skúrir Brussel 12 skýjað Dublin 16 súld Glasgow 12 skúrir London 21 heiðskírt París 17 skýjað Amsterdam 12 súld Hamborg 10 léttskýjað Berlín 11 skýjað Vín 9 skýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 23 heiðskírt Róm 17 léttskýjað Aþena 21 skýjað Winnipeg 8 skýjað Montreal 21 skýjað New York 24 heiðskírt Chicago 22 heiðskírt Orlando 24 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:03 18:28 ÍSAFJÖRÐUR 8:12 18:28 SIGLUFJÖRÐUR 7:56 18:11 DJÚPIVOGUR 7:33 17:56 Um fjögur hundruð ungmenni á aldrinum 13-16 ára komu saman á Landsmóti Samfés um helgina. Mótið var haldið í Fjallabyggð og var það fjöl- mennasta sem haldið hefur verið utan höfuðborg- arsvæðisins. Aðalmarkmið Samfés er að stuðla að aukinni félags- og lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi. „Þetta er sjötta árið sem kosið er til setu í ungmennaráði og mun meiri þekking er hjá ung- lingunum um það hvað starfið gengur út á,“ segir Gunnar E. Sigurbjörnsson, formaður Samfés. Landsþingið var haldið í gær, sunnudag, þar sem krakkarnir ræddu málefni sem tengjast ungu fólki. „Umræðuefnin voru mjög fjölbreytt og krakkarnir skiptust í smærri hópa. Meðal þeirra mála sem unglingarnir ræddu voru hverfaskipt- ing framhaldsskólanna, samskipti kynjanna, stjórnmál, almenningssamgöngur og getn- aðarvarnir,“ segir Gunnar. Á laugardeginum tóku unglingarnir þátt í 17 mismunandi smiðjum og sem dæmi má taka silfursmíði, matreiðslu, leik- list, tónlist og kertagerð. Markmiðið með smiðj- unum var að kynnast nýju fólki og stækka tengslanetið sem og að geta miðlað sinni þekkingu til jafnaldra sinna. mep@mbl.is Ljósmynd/Sveinn Þorsteinsson Matreiðsla Fjör var hjá krökkunum í matreiðslu í vinnusmiðjunum. Ljósmynd/Sveinn Þorsteinsson Kertagerð Krakkarnir fengu einnig að spreyta sig á kertagerð. „Unglingarnir koma alltaf á óvart“ Lögregla og slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins voru kölluð út í miðborgina að- faranótt sunnu- dags vegna stúlku sem hafði misst meðvitund eftir krampakast. Var farið með stúlkuna í sjúkrabíl en þegar hún komst til meðvitundar missti hún gjörsamlega stjórn á sér og gekk berserksgang. Meðal annars sló hún sjúkraflutn- ingamann og var gjörsamlega óvið- ráðanleg, að sögn lögreglu, og varð á endanum að handjárna súlkuna. Var farið með hana á slysadeild þar sem ástand hennar var kannað. Var hún heil heilsu en algjörlega stjórnlaus og svo fór að hún gisti fangaklefa um nóttina. Alls gistu þrír fangaklefa lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu þá nótt. Stúlka gekk berserksgang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.