Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Landeyjahöfn er á röngum stað og hefði átt að rísa nokkru vestar í Bakkafjöru þar sem minni sand- burður er og auðveldari og hættu- minni innsigling. Hafnargarðar Landeyjarhafnar eru rangt hann- aðir, þar sem menn hafa ofmetið skjólið af Eyjum og loka þarf hafn- armynninu fyrir hafáttum með því að sigla inn í höfnina úr vesturátt. Þetta er mat Halldórs B. Nel- lett, fram- kvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæsl- unnar og skip- herra til margra ára, sem sendi Siglingastofnun og fleiri hagsmunaaðilum ítarlega greinargerð fyrir tæpu ári, með ýms- um ábendingum og athugasemdum. Var greinargerðin send á hönnuði hafnarinnar; þá Gísla Viggósson og Sigurð Áss Grétarsson hjá Siglinga- málastofnun, Elliða Vignisson, bæj- arstjóra í Vestmannaeyjum, og Árna Johnsen þingmann, auk þess sem einn skipstjóra Herjólfs fékk grein- argerðina í hendur. Halldór hefur ekkert heyrt frá Siglingastofnun en Elliði og Árni sögðu greinargerðina gott innlegg í umræðuna. Hönnunin hulin ráðgáta Halldór segist hafa sem áhuga- maður um bættar samgöngur milli lands og Eyja tekið saman þessa greinargerð. Hann hafi lengi verið þeirrar skoðunar að mögulegt væri að gera hafnaraðstöðu norðan Vest- mannaeyja, til að stytta siglingaleið- ina til lands. „Það er mér hins vegar hulin ráð- gáta hvernig mönnum datt í hug að byggja höfnina yst á sandeyri sem er opin fyrir öllum hafáttum og þar að auki að hafa hafnarmynnið opið til suðurs. Þarna hefur landið gengið fram vegna sandburðar um 400 metra á 90 árum. Með þessu er bæði verið að kljást við erfitt sjólag í öllum hafáttum og síðan endalausan sand- burð,“ segir Halldór. Hann býr að langri reynslu í sigl- ingum gegnum árin, fyrst á frakt- skipum og síðar með varðskipum Landhelgisgæslunnar, sem leitað hafa vars í hafáttum norðan Eyja. Hann er því vel kunnugur sjólagi á þessum slóðum og hefur að auki margoft flogið þarna yfir með flug- vélum og þyrlum Gæslunnar, þar sem góð yfirsýn hefur fengist á sjó- lag í sterkum suðlægum vindáttum. Halldór telur að höfnin hafi átt að vera 2-3 km vestar í Bakkafjöru. Þar sé minni sandburður og meira skjól fyrir austan- og austsuðaustan- áttum. Hafnargarðarnir séu of stutt- ir og misráðið hafi verið að hafa hafn- armynnið opið beint til suðurs. Nauðsynlegt sé að brimbrjótarnir nái út fyrir grunnbrotin og hafn- argarðarnir nái lengra út og til vest- urs, svo mynda megi skjól fyrir ríkjandi austlægum og suðaust- lægum vindáttum. Halldór segir í greinargerð sinni að með þessum breytingum á höfn- inni vinnist margt. Í fyrsta lagi muni skip komast í skjól og betra sjólag þegar þau sigla inn fyrir varnargarðinn í verstu og algengustu vindáttunum. Í öðru lagi verði sandburður trú- lega ekki eins mikið vandamál og verið hefur í hafnarmynninu, þar sem varnargarðar myndu ná út á meira dýpi. Í þriðja lagi yrði öruggara að sigla inn um hafnarmynnið. Herjólfur og Baldur hafi þurft að sigla inn um mynnið þvert á straumstefnu og al- genga vindstefnu og til að það takist þurfi að hafa talsverða ferð á skip- um, sem aftur skapi aðra hættu eða hreinlega valdi því að skipin verði stjórnlaus. Í fjórða lagi verði minni frátafir vegna veðurs og þá aðallega vegna ríkjandi suðaustanátta. Auðveldara yrði líka fyrir dýpkunarskip að at- hafna sig í hafnarmynninu. Halldór segist vel gera sér grein fyrir að þessi útfærsla á Landeyja- höfn sé dýrari framkvæmd og að í suðvestanbrælum geti sigling inn hafnarmynnið orðið erfið. „Höfnin verður ekki færð úr þessu en ég get fullyrt að oftar verður fært í hana með þessum breytingum á hafnargörðum og þá með skipi sem er með minni djúpristu en Herj- ólfur,“ segir Halldór. Með greinargerðinni fylgdu ýmis önnur gögn, m.a. loftmyndir af höfn- unum í Hirtshals í Danmörku og Ijmuieden í Hollandi en báðir liggja þessir bæir fyrir opnu hafi. Þar voru varnargarðar hannaðir til að varna því að haföldur kæmust inn í hafn- armynnið. Það er mat Halldórs að verði Landeyjahöfn ekki breytt verði hún aðeins sumarhöfn og varla það, líkt og reynslan hafi sýnt. Skipstjórar Herjólfs séu ekki öfundsverðir að þurfa að sigla inn höfnina við þessar aðstæður og þó að grunnskreiðari skip eins og Baldur eigi kannski auð- veldara með þetta þá sé höfnin samt sem áður varasöm eins og hún var hönnuð. Hugmynd Halldór telur að hönnun varnargarða Landeyjahafnar hafi átt að vera öðruvísi, til að verja höfnina betur fyrir ríkjandi sunnanáttum, með því að hafa innsiglinguna úr suðvestri. Landeyjahöfn og hafnargarðurinn Hugmynd Halldórs B. Nellet að breyttri legu varnargarðsins Fyrir opnu hafi Varnargarðar og mynni Landeyjahafnar eru fyrir opnu Atlantshafinu og í ríkjandi sunnanáttum gengur brimið beint inn í höfnina. Þarna er ölduhæðin um 4 metrar. Rangur staður og röng hönnun  Skipherra hjá Landhelgisgæslunni segir Landeyjahöfn á röngum stað í Bakkafjöru og hafnar- garðinn vitlaust hannaðan  Sendi Siglingastofnun greinargerð sem ekki hefur verið svarað Danmörk Höfnin í Hirtshals. Holland Höfnin í Ijmuieden. Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Erfiðlega hefur gengið fyrir Herjólf að sigla til Landeyjahafnar, sér í lagi að vetri til. Danska seglskipið Dragör strand- aði í Bakkafjöru í Austur- Landeyjum 6. desember árið 1920, eða fyrir rúmum 90 árum. Um var að ræða fjórmastra flutningaskip, 600 smálestir að stærð, á leið frá Kaupmannahöfn til Ísafjarðar að sækja fisk til útflutnings. Því voru engar vörur um borð en áhöfnin taldi 11 skipverja. Í frétt Morg- unblaðsins, 8. desember, sagði m.a. um strandið: „Skipið er svo hátt uppi í fjöru, að gengið varð út í það þurrum fótum um fjöru í gær. Eru því lítil líkindi til að því verði náð út, þó enn sé það óskemmt að öllu leyti.“ Í niðurlagi fréttarinnar var þess getið að ekki væri afráðið hvort reynt yrði að bjarga skipinu og koma því á flot. Af því varð hins vegar aldrei. Að sögn Halldórs liggur flakið nú þar sem fjaran var fyrir um 90 árum, eða í ríflega 400 metra fjar- lægð frá sjó, skammt norðnorð- austur af Landeyjahöfn. Halldór segir legu flaksins í dag vera til vitnis um þann mikla sandburð sem þarna er. Sandburður muni halda áfram fyrir tangann sem Landeyjahöfn er byggð á. Flakið liggur 400 metra frá sjó DRAGÖR STRANDAÐI Í BAKKAFJÖRU ÁRIÐ 1920 Dragör Danskt fjórmastra seglskip. Halldór B. Nellett Þrautasigling » Frá því að Landeyjahöfn var tekin í notkun sumarið 2010 hafa siglingar milli hennar og Vestmannaeyja gengið erf- iðlega, sér í lagi síðasta vetur er þær lágu niðri mánuðum saman og Herjólfur varð að sigla til Þorlákshafnar. » Eyjamenn hafa fyrir löngu misst þolinmæðina yfir þessu ástandi og efndu nýlega til mótmæla, þar sem Sigl- ingastofnun var krafin svara um stöðu Landeyjahafnar. » Breiðafjarðaferjan Baldur leysti Herjólf af í september og þá var mun oftar hægt að sigla að Bakkafjöru. » Samráðshópur um áætl- unarsiglingar milli lands og Eyja samþykkti fyrir helgi að óska eftir því við Vegagerðina að finna hentugra skip en Herj- ólf, sér í lagi yfir veturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.