Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ekki líta undan, saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, kemur út í dag. Í bókinni segir Guðrún Ebba frá ævi sinni og kynferðisofbeldi sem hún var beitt í æsku af föður sín- um, Ólafi Skúlasyni biskup. Elín Hirst skráir. Elín er spurð um tilurð bók- arinnar. Hún segir: „Í ágúst í fyrra var ég að vinna í verkefnum á eigin vegum. Ég var að skoða vefinn og sá á einni fréttasíðunni frétt um að biskupsstofa hefði ekki svarað bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur Ólafs fyrrverandi biskups, þrátt fyrir að það hefði verið sent fyrir einu og hálfu ári. Ég hugsaði með mér að þarna væri eitthvað mikið að í stjórnsýslunni. Síðan fylgdist ég með þessu máli og sá að Guðrún Ebba fékk boð um að hitta kirkju- ráð og síðan las ég í Morgunblaðinu nokkrum dögum síðar að hún hefði á fundinum greint ráðinu frá því að hún hefði orðið fyrir grófu kyn- ferðisofbeldi af hálfu föður síns frá æsku og fram á unglingsár. Mér varð mjög brugðið, mér fannst þetta svo alvarlegt mál. Ég fór að velta því fyrir mér hvort Guðrún Ebba, sem ég hafði aldrei hitt og aldrei talað við, væri tilbúin að segja sögu sína. Ég veit ekki af hverju ég fékk þessa hugmynd því ekki hef ég verið í bókabransanum, en ég hringdi í hana og bað hana að hitta mig. Hún var til í það og við hittumst. Ég vissi ekki hvernig hún myndi taka erindi mínu en hún tók mér afar vel og tók jákvætt í bók- arskrif og sagði: Elín, kannski er rétti tíminn kominn núna. Guðrún Ebba komst svo að þeirri niðurstöðu að þetta væri rétta tímasetningin. Hún sagði mér að hún hefði verið að vinna í sínum málum frá 2003 þegar hún fór í áfengismeðferð. Hún hefur farið sér mjög hægt, ekki viljað tjá sig í fjölmiðlum heldur kosið að gera hlutina á eigin forsendum. Hún er komin mjög langt í bataferli sínu. Þannig að það er mjög gott fyrir mig að koma að málum þegar hún er búin að ná þetta langt í að vinna í sínum málum.“ Fylltist baráttuanda Er þetta mjög opinská bók? „Hún er opinská en þar eru ekki beinar lýsingar á kynferðisglæpum. Það fer þó ekkert á milli mála hvað er á seyði. Ég er vön því að vinna sem fréttamaður og er fyrst og fremst fréttamaður þannig að á fyrsta fundinum fór ég strax að ræða við Guðrúnu Ebbu um sifja- spell. Hún sagði seinna að hún hefði verið undrandi á því hvað ég var blátt áfram. En þetta var sú nálgun sem ég hafði sem frétta- maður, ég vildi strax fara í kviku málsins. Síðan höfum við Guðrún Ebba farið marga snúninga og fléttað lífshlaup hennar inn í frá- sögnina. Þetta er ekki ævisaga, miklu frekar reynslusaga.“ Var þetta ekki stundum erfitt fyrir ykkur báðar því þarna er ver- ið að fjalla um afar sársaukafulla hluti? „Jú, þetta var mjög erfitt á köfl- um fyrir okkur báðar en við gátum talað um það hvor við aðra. Guðrún Ebba sagði mér að þetta ár væri eitt það erfiðasta sem hún hefði farið í gegnum í tengslum við þetta mál allt. Það tók á hana að þurfa að segja mér frá atburðum og það var erfitt fyrir mig að hlusta á frásagn- ir hennar. Ég er mikil barnakerling og mín kvika er mjög næm á allt það sem snýr að börnum, ekki síst núna þegar ég er búin að eignast mitt eigið litla barnabarn, son- ardóttur. Þess vegna átti ég oft erf- itt með að fara í gegnum þetta með Guðrúnu Ebbu. Á hinn bóginn fyllt- ist ég miklum baráttuanda fyrir hönd barna sem verða fyrir þessum hræðilega glæp. Sú tilfinning varð yfirsterkust. Ég hugsaði með mér: Hér er persónusaga sem segir okk- ur að svona hlutir geta gerst í bestu fjölskyldum þar sem allt virð- ist slétt á yfirborðinu. Og þarna er um að ræða æðsta yfirmann kirkj- unnar. Þegar þetta varð aðalatriðið í mínum þankagangi varð verkið mun einfaldara fyrir mér. Ég áttaði mig á því að þessi bók ætti eftir að hjálpa mörgum. Vonandi bjargar hún einhverjum frá því að lenda í þessum aðstæðum og hjálpar ein- hverjum til að komast út úr þeim. Vonandi hjálpar hún líka fólki sem er orðið miðaldra og er þjakað af þessari reynslu og veitir því kjark til að horfast í augu við þennan hrylling. Ég er ekki að segja að all- ir eigi að koma fram opinberlega eins og Guðrún Ebba gerir. Hún kýs að gera það með þessari bók. En það er ljóst að það skiptir fólk miklu máli að koma fram og segja frá því sem gerðist, hvort sem það er í einkasamtali eða á annan hátt.“ Hvernig lítur þú á Ólaf Skúlason sem eyðileggur líf barns síns? „Fólk sem gerir svona hluti er afskaplega brenglað. Það vantar stóran hluta í siðferðiskennd við- komandi, og mjög mikilvægan hluta vegna þess að það að beita barn kynferðisofbeldi eyðileggur líf þess undantekningarlaust. Þetta er ein- faldlega glæpsamlegt athæfi af verstu gerð. Gerandinn veit líka of- ur vel að að hann er að gera rangt. Þess vegna leggja svona menn svo mikla áherslu á leyndina; segja við barnið að þetta megi aldrei komast upp og hóta því. Ég hef lesið skrif bandarískrar konu sem varð fyrir svipuðum sifja- spellum og Guðrún Ebba. Hún kom frá fínni fjölskyldu í Bandaríkj- unum og var kosin fegurðardrottn- ing en steig fram á fimmtugsaldri og sagði frá kynferðisofbeldinu. Þær Guðrún Ebba hafa verið í tölvupóstssambandi. Þegar Guðrún Ebba sagði þessari konu að hún ætlaði að skrifa bók sagði hún: Guðrún Ebba, ég bið þig um eitt, ekki nota bókina til að hefna þín. Það var útgangspunktur í skrifum okkar Guðrúnar Ebbu að tilgang- urinn væri ekki hefnd. Þessi sama kona sagði nokkuð sem mér fannst mjög sláandi. Hún sagði: Því að beita barn kynferð- islegu ofbeldi má líkja við það þeg- ar rauðri málningu er hellt út í hvíta málningardós. Ekki ein arða af því hvíta verður áfram hvítt. Allt litast af því rauða. Það er nákvæm- lega þetta sem gerist.“ Morgunblaðið/Kristinn Elín Hirst Hér er persónusaga sem segir okkur að svona hlutir geta gerst í bestu fjölskyldum þar sem allt virðist slétt á yfirborðinu. Og þarna er um að ræða æðsta yfirmann kirkjunnar. Bók sem á eftir að hjálpa mörgum  Elín Hirst skráir reynslusögu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur  Erfitt á köflum fyrir okkur báðar, segir Elín  Tilgangurinn er ekki hefnd  Bók sem bjargar vonandi einhverjum frá þessum aðstæðum » Fólk sem gerir svona hluti er afskaplegabrenglað. Það vantar stóran hluta í siðferð- iskennd viðkomandi, og mjög mikilvægan hluta vegna þess að það að beita barn kynferðisof- beldi eyðileggur líf þess undantekningarlaust. Þetta er einfaldlega glæpsamlegt athæfi af verstu gerð. Gerandinn veit líka ofur vel að hann er að gera rangt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.