Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Í það minnsta 23 voru drepnir í
Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í gær
þegar kristnir mótmælendur lentu í
átökum við herlögreglu. Mótmælin
snerust um árás sem gerð var á
kristna kirkju síðastliðinn föstudag
en mótmælendurnir hentu grjóti og
eldsprengjum að lögreglunni og
kveiktu í bifreiðum en lögreglan
svaraði með táragasi og að því er
virðist byssukúlum.
Hundruð manna tóku þátt í mót-
mælunum og tókust á við fjölmennt
lögreglulið. Talið er að um 150
manns hafi særst í átökunum sam-
kvæmt Reuters-fréttaveitunni en
ekki liggur fyrir hversu margir af
hinum sáru eru úr hópi mótmælend-
anna.
Mótmælendur halda því fram að
mótmælin hafi farið friðsamlega
fram þar til þeir hafi komið að höf-
uðstöðvum ríkissjónvarpsins. Þá hafi
herlögreglan hafið skothríð á þá að
tilefnislausu.
Í kjölfar atburðanna í Kaíró færð-
ust mótmælin í aukana og þúsundir
kristinna manna héldu út á göturnar
í höfuðborginni og í hafnarborginni
Alexandríu sem og öðrum borgum
og bæjum í Egyptalandi þar sem
kristnir eru fjölmennir.
Vaxandi spenna
Spenna hefur farið vaxandi í
Egyptalandi á milli kristinna og
múslima með ofbeldisverkum á báða
bóga frá því að uppreisn var gerð í
landinu í febrúar síðastliðnum.
Þannig týndu tólf manns lífi í maí
síðastliðnum í átökum sem brutust
út vegna orðróms um að kristnir
menn héldu konu nauðugri sem hefði
ákveðið að taka upp íslamska trú.
Kristnir hafa gagnrýnt egypsk
stjórnvöld harðlega fyrir að gæta
ekki nægjanlega að öryggi þeirra og
vernda þá gegn árásum af hálfu
múslima.
Reynt að auka rétt kristinna
Stjórnvöld í Egyptalandi hafa
reynt að koma í veg fyrir átök af
þessu tagi og lagt áherslu á mikil-
vægi þess fyrir íbúa landsins að sýna
samstöðu við að byggja landið upp
eftir valdatíma Hosni Mubaraks,
fyrrum einræðisherra landsins. Þau
hafa meðal annars sett lög sem ætlað
er að auka réttindi kristinna í land-
inu, meðal annars til þess að byggja
kirkjur.
Um 10% íbúa Egyptalands eru
kristinnar trúar en samtals búa um
80 milljónir manna í landinu sam-
kvæmt frétt Reuters.
Átök brutust út í Egyptalandi í gær á milli kristinna mótmælenda og lögreglu í kjölfar þess að
ráðist var á kirkju síðastliðinn föstudag Talið er að minnst 23 manns hafi látið lífið í átökunum
Kristnir mótmæla í Egyptalandi
Reuters
Átök Frá átökum kristinna mótmælenda og lögreglu í Kaíró í gærkvöldi.
Vaxandi spenna hefur verið í Egyptalandi á milli kristinna og múslima.
Ríkisstjórn Do-
nalds Tusks, for-
sætisráðherra
Póllands, hélt
velli í þingkosn-
ingunum sem
fram fóru í gær
ef marka má út-
gönguspár. Sam-
kvæmt þeim
fengu rík-
isstjórnarflokkarnir tveir 239 þing-
sæti af 460 á pólska þinginu. Þar af
fær flokkur Tusks, Borgaralegur
vettvangur, 212 þingsæti sam-
kvæmt útgönguspám en var áður
með 208 sæti.
Tusk hefur setið á stóli forsætis-
ráðherra síðan 2007 og gangi spár
eftir verður þetta í fyrsta sinn sem
sitjandi forsætisráðherra heldur
velli í þingkosningum í Póllandi frá
því að járntjaldið féll árið 1989 og
Pólland varð lýðræðisríki eftir
valdatíma kommúnista.
Flokkur Jaroslaws Kaczynskis,
Lög og réttur, fékk 158 þingsæti
samkvæmt útgönguspám en flokk-
ur hans er helsti stjórnarand-
stöðuflokkur Póllands.
Ríkisstjórn Tusks
talin hafa haldið
velli í kosningunum
Donald Tusk
PÓLLAND
Hermenn hlið-
hollir fyrrum ein-
ræðisherra Líbíu,
Moammar Gad-
dafi, veita enn
mótspyrnu á
ýmsum stöðum í
fæðingarborg
hans Sirte í norð-
urhluta landsins
en hersveitir
bráðabirgða-
stjórnar landsins hafa náð stórum
hluta hennar á sitt vald. Forystu-
menn stjórnarinnar hafa sagt að
þegar þeir hafi náð borginni á sitt
vald muni þeir lýsa endanlega yfir
sigri í stríðinu sem geisað hefur síð-
an í febrúar á þessu ári.
Mjög mikilvægt er að mati bráða-
birgðastjórnarinnar að ná Sirte á
vald sitt og þá ekki aðeins vegna
þess að hún er fæðingarborg Gad-
dafis heldur vegna þess að einræð-
isherrann fyrrverandi breytti henni
úr því að vera lítið sjávarþorp í að
vera önnur höfuðborg Líbíu. Það
þykir því táknrænt að hersveitir
bráðabirgðastjórnarinnar nái henni
á sitt vald þrátt fyrir að stjórnin
muni ekki hafa hendur í hári Gaddaf-
is sjálfs, en ekki er enn vitað með
vissu hvar hann kann að vera nið-
urkominn. hjorturjg@mbl.is
Heimabær
Gaddafis
að falla
Moammar
Gaddafi
Mun marka form-
leg endalok stríðsins
Francois Hollande, fyrrum for-
maður franska Sósíalistaflokksins,
fékk flest atkvæði í prófkjöri
flokksins vegna forsetakosning-
anna á næsta ári eins og spáð
hafði verið. Hann fékk eftir sem
áður minna fylgi en kannanir
höfðu gert ráð fyrir eða 39% og
verður því kosið á milli hans og
Martine Aubry, formanns flokks-
ins og fyrrum vinnumálaráðherra,
sem varð í öðru sæti með 31% at-
kvæða. Í þriðja sæti í dag var Ar-
naud Montebourg með 17% at-
kvæða.
Önnur umferð prófkjörsins fer
fram að viku liðinni en þetta er í
fyrsta skipti sem franskir sósíal-
istar nota opið prófkjör til þess að
velja sér frambjóðendur.
Hollande
fékk mestan
stuðning
Sýrlensk stjórnvöld vöruðu önnur
ríki við því í gær að viðurkenna hið
nýstofnaða Sýrlenska þjóðarráð
sem réttmæt stjórnvöld Sýrlands
og hótuðu því að grípa til alvar-
legra aðgerða gegn hverju því ríki
sem það gerði. Þá gagnrýndu þau
harðlega árásir á nokkur sýrlensk
sendiráð í Evrópuríkjum um
helgina og lýstu því yfir að þau
myndu sjálf ekki tryggja öryggi
sendiráða ríkja í Sýrlandi sem ekki
tryggðu öryggi sýrlenskra sendi-
ráða gagnvart þeim.
Sýrlenska þjóðarráðið er regn-
hlífarsamtök þeirra ýmsu aðila sem
staðið hafa fyrir mótmælum gegn
stjórnvöldum í Sýrlandi und-
anfarna mánuði en ekkert ríki hef-
ur enn veitt þeim viðurkenningu
sína. Þó er vitað að fulltrúar ráðs-
ins hafa verið að leita eftir al-
þjóðlegri viðurkenningu þess og
telji að aðeins sé tímaspursmál hve-
nær hún fáist.
Aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda
gegn mótmælendum í landinu
héldu áfram um helgina og kostuðu
þær 17 manns lífið í gær að sögn
forsvarsmanna mótmælenda .
hjorturjg@mbl.is
Beita hótunum gegn
viðurkenningu
SÝRLAND
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Frönsk og þýsk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að
komast að samkomulagi um varanlegt heildarfyr-
irkomulag til þess að koma á stöðugleika á evrusvæðinu
fyrir lok þessa mánaðar. Það er fyrir fund G20 ríkjanna
sem fara mun fram í Cannes í Frakklandi 3.-4. nóvember
næstkomandi. Þetta kom fram í máli Angelu Merkel,
kanslara Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseta Frakk-
lands, í gær að loknum fundi þeirra í Berlín um efna-
hagskrísuna á svæðinu.
Forystumennirnir tveir vildu að öðru leyti ekki upp-
lýsa fjölmiðla um það í hverju áætlanir þeirra fælust að
öðru leyti. Sarkozy lagði hins vegar áherslu á að rík-
isstjórnir Frakklands og Þýskalands væru samstiga í
málinu og væru meðvitaðar um sérstaka ábyrgð land-
anna við að finna lausn á efnahagsvanda evrusvæðisins.
Þá sagði Merkel ríkisstjórnirnar tvær staðráðnar í að
gera það sem þyrfti til þess að tryggja endurfjármögnun
þýskra og franskra banka.
Breyta sáttmálum og auka samruna
Leiðtogarnir tveir vildu aðspurðir ekki svara því
hvort þeim hefði tekist á fundi sínum að leysa úr ágrein-
ingi sín á milli um það hvort endurfjármögnun banka
ætti að koma úr vösum skattgreiðenda, þá einkum og sér
í lagi þýskra, eða úr björgunarsjóði evrusvæðisins sem
ríki Evrópusambandsins ásamt Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum (AGS) standa að.
Þá vildi Merkel ekki svara því hvernig tekið yrði á
efnahagsvanda Grikklands öðruvísi en svo að unnið væri
í nánu samstarfi við grísk stjórnvöld við að reyna að
finna lausn á honum. Beðið væri hins vegar eftir skýrslu
frá sendinefnd framkvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, Evrópska seðlabankanum og AGS um stöðu mála í
Grikklandi og hvernig mætti brúa vaxandi fjárlagahalla
gríska ríkisins. Hins vegar væri ljóst að breyta þyrfti
sáttmálum Evrópusambandsins og koma á auknum sam-
runa á milli evruríkjanna.
Vill að Bretar endurheimti völd frá ESB
Samhliða því sem efnahagsvandi evrusvæðisins hef-
ur ágerst hafa þær raddir orðið háværari í Bretlandi að
bresk stjórnvöld eigi að nýta sér ástand mála til þess að
semja við Evrópusambandið um að endurheimta ýmis
völd frá sambandinu sem Bretar hafa samþykkt í gegn-
um tíðina að færðust til stofnana þess.
Háværar raddir í þá veru hafa heyrst úr þingflokki
breska Íhaldsflokksins, flokks Davids Cameron forsætis-
ráðherra, og nú síðast lýsti John Major, forveri Came-
rons, bæði á leiðtogastóli Íhaldsflokksins og í sæti for-
sætisráðherra Bretlands, yfir stuðningi við þessi
sjónarmið um helgina.
Major sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC
að Bretar yrðu að endursemja við Evrópusambandið um
tengsl sín við það og nefndi fiskveiðar sérstaklega sem
málaflokk sem þeir þyrftu að endurheimta völd sín yfir.
Hann sagðist telja að komið yrði á aukinni miðstýringu í
efnahagsmálum og skattamálum innan evrusvæðisins til
þess að leysa vanda þess sem þýddi að stefnt yrði að því
að skapa sambandsríki á vettvangi evrusvæðisins. Það
kallaði á breytingar á sáttmálum Evrópusambandsins
sem þyrftu samþykki Breta.
Lausn fyrir evrusvæðið
liggi fyrir í lok mánaðarins
Kanslari Þýskalands og forseti Frakklands segjast ætla
að tryggja endurfjármögnun þýskra og franskra banka
Reuters
Fundur Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræða við blaðamenn um efna-
hagsvanda evrusvæðisins og viðbrögð við honum á blaðamannafundi sem fram fór í Berlín í gær.