Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 13
SVIÐSLJÓS
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Efna á til samkeppni um útlit og
hönnun tveggja göngu- og hjól-
reiðabrúa yfir Elliðáar. Mat á
kostnaði liggur ekki fyrir en innan
borgarkerfisins hefur verið rætt
um að hann gæti verið á bilinu 70-
100 milljónir króna. Brúarsmíðin
mun stytta þessa leið, sem er mjög
fjölfarin, um 700 metra.
Arkitektafélag Íslands og Verk-
fræðingafélag Íslands bjóða nú fé-
lagsmönnum sínum að sækja um
setu í dómnefnd fyrir samkeppnina
og rennur umsóknarfrestur út á
miðnætti 13. október. Fimm manns
munu sitja í dómnefnd og tilnefnir
hvort félag einn mann í nefndina.
Pálmi Freyr Randversson, sér-
fræðingur á umhverfis- og sam-
göngusviði Reykjavíkurborgar,
segir að það hafi lengi legið fyrir
að mikil umferð er um hjólreiða-
stíga sem liggja frá Grafarvogi og
vestur yfir Elliðarárvog.
Meðan á átakinu Hjólað í vinn-
una hefur staðið hafi fólk verið
beðið um að merkja við þær leiðir
sem það hjólaði í vinnuna. „Og þá
kom í ljós að þetta er ein þéttasta
leiðin í borginni,“ segir hann.
Þarna sé mikið hjólað, gjarnan 7-
11 kílómetra í hvora átt, og því
muni verulega um styttingu upp á
700 metra.
„Við vonumst til að við fáum
fleiri til að hjóla úr nálægum
hverfum með því að fara í þessa
framkvæmd. Hún mun skila miklu
fyrir stóran hóp,“ segir hann. Þá
bendir hann á að menn sjái fyrir
sér að íbúabyggð í grennd við El-
liðaárvoga muni aukast í framtíð-
inni og þar með aukist gildi
brúnna.
Breyti engu fyrir hunda
Í auglýsingu um hönnunarsam-
keppnina kemur fram að brýrnar
muni opna Geirsnefið betur fyrir
umferð gangandi og hjólandi. Í
Geirsnefi mega hundeigendur
sleppa hundum sínum lausum og
segja má að nesið sé hálfpartinn
frátekið fyrir þá. Pálmi segir að
ekkert hafi komið fram um að
brýnar og aukin umferð sem þeim
fylgir muni þrengja að hundaeig-
endum. Hugsanlega megi girða
hluta af nesinu, hafi menn áhyggj-
ur af sambúð hunda og gangandi
og hjólandi vegfarenda.
Forgangsmál í áætlun
Brýrnar yfir Elliðaárvoga eru
inni í hjólreiðaáætlun Reykjavík-
urborgar 2010-2020. Ráðast átti í
brúargerðina á þessu ári en af því
hefur ekki orðið sökum þess að
fjármagn fékkst ekki til þess.
Stefnt var að því að leggja 10 km
af nýjum hjólreiðastígum á ári
næstu 10 árin. Það hefur heldur
ekki tekist, í fyrra var lagður einn
kílómetri og á þessu ári verða
lagðir tveir kílómetrar.
Pálmi Freyr segir að fjárskortur
hafi komið í veg fyrir meiri fram-
kvæmdir. Hjá umhverfis- og sam-
göngusviði sé nú verið að kanna
möguleika á ódýrari lausnum, á
meðan beðið er eftir að úr rætist,
m.a. með því að borgin fái lán frá
Elena-sjóðnum.
Samkeppni
um brýr yfir
Elliðaárnar
Mun stytta leiðina milli Grafarvogs
og miðbæjarins um 700 metra
Myndin sýnir hjólreiðarstíga
í Reykjavík. Þeir rauðu eru
fyrir en þeir bláu eru á
hugmyndastigi
Ný hjólabrú yfir Elliðaárvog
Ámyndinni má sjá núverandi
og væntanlega hjólreiða- og
göngustíga í Reykjavík
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
NÝIR MATREIÐSLUÞÆTTIR
Í MBL SJÓNVARPI!
MATUR FYRIR FJÓRA
UNDIR 2.000 KR.
Sjálfstæðisflokkurinn
Opnir félagsfundir þar sem fram fer fulltrúaval á landsfund
Stjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll dagana 17.-20. nóvember.
Byggjum upp
til framtíðar
» Nes- og Melahverfi
» Fulltrúaráðið í Árborg og Sjálfstæðisfélagið Óðinn, Selfossi
» Félag sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Túnahverfi
» Langholtshverfi
» Fulltrúaráðið og sjálfstæðisfélögin í Mosfellsbæ
» Fulltrúaráðið í Fjallabyggð og sjálfstæðisfélögin
á Ólafsfirði og Siglufirði
» Sjálfstæðisfélagið Huginn í uppsveitum Árnessýslu
» Fulltrúaráðið og sjálfstæðisfélögin á Seyðisfirði
» Heimdallur
» Sjálfstæðisfélagið Þróttur, Skagaströnd
» Sjálfstæðisfélag Húsavíkur
» Fulltrúaráðið Árnessýslu
» Sjálfstæðisfélagið Ægir Ölfusi
» Hlíða- og Holtahverfi
» Fulltrúaráðið og sjálfstæðisfélögin í Ísafjarðarbæ
» Sjálfstæðisfélag Hveragerðis
» FUS Stefnir, Hafnarfirði
» Landsmálafélagið Fram, Hafnarfirði
» Sjálfstæðiskvenfélagið Vorboðinn, Hafnarfirði
» Fulltrúaráðið í Hafnarfirði
» Sjálfstæðisfélag Álftaness
» Fulltrúaráðið og sjálfstæðisfélögin í Snæfellsbæ
» Fulltrúaráðið og sjálfstæðisfélagið á Seltjarnarnesi
» Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi
» Sjálfstæðiskvenfélagið Edda, Kópavogi
» Fulltrúaráð og sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ
» Háaleitishverfi
» Vesturbær og Miðbæjarhverfi
» Málfundafélagið Óðinn
» Hvöt
» Bakka- og Stekkjahverfi
» Hóla- og Fellahverfi
» Skóga- og Seljahverfi
» Miðbær og Norðurmýri
» Fulltrúaráðið og sjálfstæðisfélögin í Garðabæ
» Fulltrúaráðið í Kópavogi
» Vörður - fulltrúaráðið í Reykjavík
» Sjálfstæðisfélag Kópavogs
» Fulltrúaráðið og sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum
10. október kl. 18.00 í safnaðarheimili Neskirkju
11. október kl. 20.00 á Austurvegi 38 á Selfossi
12. október kl. 18.00 í Valhöll
12. október kl. 17.30 í Valhöll
13. október kl. 20.00 í félagsheimilinu Háholti
13. október kl. 20.00 í Sandhól
13. október kl. 20.30 á Hótel Flúðum
13. október kl. 20.00 í fundarsal íþróttahússins
17. október kl. 17.00 í Valhöll
17. október kl. 20.00 í Kántrýbæ
17. október kl. 19.30 í Sölku
17. október kl 20.00 í Austurmörk 2
17. október kl. 20.30 í Ráðhúskaffi Þorlákshöfn
18. október kl. 20.00 í Valhöll
18. október kl. 20.00 í Sjálfstæðishúsinu á Ísafirði
18. október kl.20.00 að Austurmörk 2
18. október kl. 18.30 við Norðurbakka 2
18. október kl. 19.00 við Norðurbakka 2
18. október kl. 19.30 við Norðurbakka 2
18. október kl. 20.00 við Norðurbakka 2
18. október kl. 20.00 í Haukshúsum
19. október kl. 20.00 í kaffistofu Hraðfrystihúss Hellissands
19. október kl. 17.30 á Austurströnd 3
20. október kl. 20.15 í Valhöll
20. október kl. 17.00 í Hlíðarsmára 19
20. október kl 20.00 að Hólagötu 15
21. október kl. 20.00 í Valhöll
24. október kl. 20.00 Í Valhöll
25. október kl. 18.00 í Valhöll
25. október kl. 17.00 í Valhöll
25. október kl. 17.30 í Mjódd
25. október kl. 20.00 í Mjódd
25. október kl. 18.15 í Mjódd
25. október kl. 17.00 í Valhöll
27. október kl. 20.00 við Garðatorg 7
27. október kl. 20.00 í Hlíðarsmára 19
27. október kl. 17.00 í Valhöll
29. október kl. 10.00 í Hlíðarsmára 19
3. nóvember kl. 20.00 í Ásgarði
Félag Staður og stund
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking-
arinnar í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að
borgin ætli að setja mikinn kraft í fjárfest-
ingar í hjólreiðaáætluninni með lánum í gegn-
um Elena en það er sjóður á vegum Evrópska
fjárfestingabankans sem lánar til umhverfis-
vænna framkvæmda. Göngu- og hjólreiðabrúin
standi þó ekki og falli með því og fyrirhugað
sé að hefja framkvæmdir við brúna á næsta
ári.
Umsóknin sé vel á veg komin og mun verða
formlega send í haust ef verkáætlun gengur
eftir. Vonandi komi niðurstaða í málið árið 2012, ef ekki fyrr.
Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og samgöngusviði verða
brýrnar byggðar í sameiningu af borginni og Vegagerðinni enda
eru þær hluti af stofnleiðakerfi hjólreiða.
Setjum kraft í fjárfestingar
DAGUR B. EGGERTSSON UM HJÓLREIÐAÁÆTLUNINA
Dagur B. Eggertsson
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
- nýr auglýsingamiðill
–– Meira fyrir lesendur