Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 Hvað syngur þú í sturtunni? „Make you feel my Love“ með Bob Dylan eða Adele, fer eftir hitastigi. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudags- kvöldum? „September“ með Earth, Wind & Fire er FRÁBÆRT! En hvað yljar þér svo á sunnudagsmorgnum? „Sexual Healing“ með Marvin Gaye er alltaf jafn fullnægjandi. » Opnunarhóf nor-rænna músíkdaga fór fram í Norður- ljósasal Hörpu á fimmtudagskvöld. Þetta er elsta hátíðin sem helguð er norrænni samtímatónlist, en hún var fyrst haldin 1888. Hún er nú haldin árlega en færist á milli höfuð- borga Norðurlanda. Tónlistarhátíðin Norrænir músíkdagar haldin í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarveisla Um hundrað og sextíu tónlistarmenn og tónskáld tóku þátt í norrænum músíkdögum í Reykjavík. Hörður Áskelsson og Inga Rós Ingólfsdóttir. Ólöf Nordal og Þuríður Jónsdóttir. Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Metronomy, Adele og svo er ég að endurnýja kynni mín við Ash. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Bara þessi Best of með Bítlunum. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Ég man það ekki en ég man þegar ég var 17 ára og fékk disk Jóhönnu Guðrúnar í jólagjöf. Ég varð veru- lega móðguð yfir því hvað fólki þótti ég greinilega hafa óþrosk- aðan og barnalegan tónlist- arsmekk. Rauk beint upp í Skífu og skipti honum fyrir íslensku Disney-lögin. Það er frábær diskur. Þetta er kannski ekki sérlega töff svar … djók, ég meinti ég keypti Purple Rain með Prince í Japis þegar ég var níu ára, fékk mér svo tattú á leiðinni heim og sagði búðarkonunni að kaupa sér eitthvað sætt fyrir afganginn. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Lítill fugl með Ellý Vilhjálmsdóttur og Ís- land úr Nató voru mjög mikið spilaðar þegar ég var yngri svo mér þykir ansi vænt um þær. Ég tengi sér- lega tyrfna texta um stríðsmorð og húðflettingar huggulegum fjölskyldustundum með sérbök- uðu vínarbrauði. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Mér finnst svo gaman þegar mörgu fólki líkar vel við mig og ég elska langar göngur svo ætli ég vilji ekki vera Justin Bie- ber. Ég gæti þá líka upp- fyllt æskudraum minn um valdið sem fylgir frægð, peningum og getnaðarlim; ég myndi flytja til Svíþjóðar, kaupa mér pottlok og eyða dögunum í að tálga út spýtu- karla og flagga litlum sætum stelpum og svara engu nafni nema Emil. Bara beisík. Í mínum eyrum Saga Garðarsdóttir „Bara þessi Best of með Bítlunum“ Morgunblaðið/Árni Sæberg NEI, RÁÐHERRA! – „Hömlulaus hlátur“ BS. pressan.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.