Morgunblaðið - 10.10.2011, Side 18

Morgunblaðið - 10.10.2011, Side 18
18 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími : 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 17. október. MEÐAL EFNIS: Vetrarklæðnaður Góðir skór fyrir veturinn Krem fyrir þurra húð Flensuundirbúningur Ferðalög innan- og utanlands Bækur á köldum vetrardögum Námskeið og tómstundir í vetur Hreyfing í vetur Bíllinn undirbúinn fyrir veturinn Leikhús, tónleikar ofl.. Skíðasvæðin hérlendis. Mataruppskriftir. Ásamt fullt af öðru spennandi efni SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað Vertu viðbúinn vetrinum föstudaginn 21.október Vertu viðbúinn vetrinum Í kjölfar ályktunar SUS þar sem það hvet- ur stjórnvöld til að hætta stuðningi við Sinfóníuhljómsveit Ís- lands vil ég varpa ljósi á hvers vegna listir þurfa fjárhagslegan stuðning og hvort þessi fjárhagslegi stuðn- ingur skilar sér til baka inn í hagkerfið. Sinfóníuhljómsveitin fellur undir lifandi listir (performing arts) sem eiga það sameiginlegt að listviðburðir þeirra, sem er þeirra vara/þjónusta, fara fram innan ákveðinna tímamarka og allar tekj- urnar af listviðburðinum skila sér áður en honum er lokið þar sem ekki er hægt að selja aðgang að viðburði sem tilheyrir fortíðinni. Kostn- aðarliðir við listviðburði innan lif- andi lista eru m.a. kostnaður við uppsetningu, skipulagningu, laun, húsnæði og hlaupa oft á milljónum króna. Þar sem fastur kostnaður er svona hár munu lifandi listir ekki geta staðið undir sér með miðasölu einni saman nema að færa miðaverð upp úr öllu valdi, eins og t.d. rann- sókn Baumol og Bowen frá 1966 leiddi í ljós. Það myndi þýða að hinn almenni borgari hefði ekki aðgang að þessum listviðburðum og án að- gangs geta einstaklingar ekki lært að meta menningu á borð við lifandi listir. Lifandi listir hafa mikið menn- ingarlegt og samfélagslegt gildi og hafa verið mikilvægur liður í sjálfs- skoðun og samfélagsrýni í gegnum tíðina. Þetta hefur ver- ið hluti af rökunum fyr- ir því að lifandi listir þurfa á utanaðkomandi stuðningi að halda. Öll vestræn lönd hafa eitt- hvert form af stuðningi við lifandi listir og í Vestur-Evrópu er það að meginhluta opinber stuðningur líkt og hef- ur tíðkast á Íslandi. Þar til nýverið var almennt talið að styrk- ir til menningar og lista skiluðu sér ein- ungis í því að viðhalda þessum list- formum og veita almenningi aðgang að þeim á viðráðanlegu verði en nú er orðið ljóst að þessir styrkir skila sér í raun margfalt til baka inn í hagkerfið, m.a. með aukinni eyðslu tengdri listneyslu. Síðustu ár hafa verið gerðar margar viðamiklar rannsóknir, m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og af UNCTAD, á efna- hagslegum áhrifum lista og nið- urstöðurnar eru skýrar: listir eru mun stærri hluti af hagkerfinu en áður var talið. Americans for the Arts, samtök í Bandaríkjunum sem hafa starfað í yfir 50 ár, gerðu viða- mestu rannsókn sem gerð hefur ver- ið á þessu sviði og komust að því að listir sem ekki eru reknar í hagn- aðarskyni (nonprofit) skila yfir 166 milljörðum bandaríkjadala á ári hverju, bara í Bandaríkjunum. Ef við lítum okkur nær sjáum við að svipað er uppi á teningnum í Dan- mörku. Þar var gerð rannsókn á efnahagsáhrifum leikhúsa í Kaup- mannahöfn sem sýndi fram á að styrkir til leikhúsanna skiluðu sér meira en þrefalt til baka inn í efna- hagskerfið í formi aukinnar eyðslu í beinum tengslum við leikhúsferð- irnar. Í neyslusamfélagi dagsins í dag, sem byggist á nýklassískum hag- fræðikenningum um að markaður- inn eigi að stjórna sér sjálfur og að ef almenningur sé ekki tilbúinn að borga fyrir hlutina eigi þeir ekki til- verurétt, vill oft gleymast að margir mikilvægustu stólpar samfélagsins eru fjárfesting til framtíðar. Þeirra á meðal er menntakerfið og heil- brigðiskerfið. Styrkir til menningar og lista eiga ekki síður við í þeim hópi. Lifandi listir eru því ekki einungis mikilvægur hluti af menningu okkar heldur einnig mikilvægur partur af hagkerfinu og því er mikilvægt að hlúð sé að þeim með opinberum styrkjum. Þess vegna myndi okkur vera mikill óleikur gerður að hætta styrkjum til Sinfóníuhljómsveitar Íslands og það væri nær lagi fyrir ríkisstjórnina að hlusta á kröfur hennar og reyna að ná sáttum. Það margborgar sig. Menningararður Sinfóníunnar Eftir Bryndísi Jónatansdóttur » Þar sem fastur kostnaður er svona hár munu lifandi listir ekki geta staðið undir sér með miðasölu einni saman nema að færa miðaverð upp úr öllu valdi … Bryndís Jónatansdóttir Höfundur er námsmaður. Fyrir nokkrum ára- tugum vann ég á op- inberri stofnun. Þar kom maður sem fer ekki úr huga mér. Starfsins vegna komu ótal menn en þessi var með andlit meitlað af sorg og vanmætti. Föstudag nokkurn, þegar gjaldkerinn og ég vorum að hlakka til helgarfrís, kom hann um fjög- urleytið, grannur, tandurhreinn, kurteis og talaði lágt. Samt var ein- hver járnvilji, ákvörðun sem ekki varð haggað. Erindið var einfalt, hann var nýútskrifaður af Kleppi eftir töluverða dvöl þar og var úr- skurðaður öryrki. Þess vegna átti hann rétt á endurgreiðslu. Upp- hæðin var hærri en svo að gjaldker- inn hefði hana handbæra en hann skrifaði ávísun og bað mig að hlaupa, já hlaupa með hana í bankann hand- an götunnar. Ég hljóp, því einhvern veginn skynjaði ég mikilvægi erind- isins fyrir þennan mann. Bankinn var lokaður og gjaldkerinn sagði að peningarnir yrðu til reiðu nk. mánu- dag. Það þyrmdi yfir manninn, von- brigðin voru greinileg, einhver níst- andi sársauki í svipnum. Hann mætti eins og klukka á mánudagsmorguninn og enn var hyldjúp sorg hans næstum áþreif- anleg þegar hann kvaddi okkur. Svo kom frétt, manns væri leitað, og síðar, miklu síðar, andlátstilkynning og minningargrein. Mað- urinn sem var angistin uppmáluð hafði náð bata og nýsamþykkt lög kváðu á um að öryrkjar gengju fyrir í vinnu hjá því opinbera. Hann sótti víða um vinnu, fékk alls staðar höfnun. Hann eygði enga von. Þegar ég sá hann var komið að leiðarlokum. Ég hef oft reynt að ímynda mér þær klukkustundir sem hann átti ólif- aðar. Hann fór beint með peningana og gaf ástvinum sínum, gjöf hans til lífsins sem hafði hafnað honum. Í hvert skipti sem ég sé staðinn þar sem hann kvaddi líf sitt dettur mér í hug: Hvað ef ekki væru þessir fordómar gagnvart geðsjúkdómum? Bara að hann hefði fengið tækifæri. Bara að fólk vildi kynna sér þessa sjúkdóma sem hafa fylgt mannkyni frá örófi alda. Bara að fólk reyndi að skilja. Brákaður reyr Eftir Ernu Arngrímsdóttur Erna Arngrímsdóttir » Bara að fólk vildi kynna sér þessa sjúkdóma sem hafa fylgt mannkyni frá örófi alda. Bara að fólk reyndi að skilja. Höfundur er sagnfræðingur. Ísland er land mitt, fagurt og gott föðurland, sem er einstök perla á stórum skítahaug þar sem auðvald og fyrirtæki í nafni hagnaðar hafa arðrænt móður jörð og gert að haug. Græðgin er svo óskapleg að allt er eyðilagt í leiðinni. Og þessar vesa- lings mannverur láta eins og það sé búið að sauma vasa á líkklæðin og ætla að hafa allt með sér þegar þar að kemur. Búið er að gleyma að ganga okkar hér á jörð á að vera ein- föld með kærleika, lítillæti og auð- mýkt að leiðarljósi. Því miður er við völd hjá okkur fólk sem er hagn- aðurinn og græðgin uppmáluð. Aldrei er talað til okkar nema um fjármál. Stjórnmál eru meira en peningar. Það eru aldrei töluð hugg- unarorð né uppörvun, – við þurfum á því að halda að finnast við vera þjóð. Ég fer fram á að þið hugsið til fram- tíðar og seljið ekki Kínverjum land hér. Kínverja vantar landrými, norð- ursjávarleiðina og fleira það sem við höfum aðgang að. Þeir flæða yfir þar sem þeir ná fótfestu og við erum fá- menn þjóð. Þeir fara sínu fram þar sem þeir eru og virða ekki mannrétt- indi, hvað þá land- eða dýraréttindi. Það sorglega er að ég á ekki að þurfa að skrifa þetta, – þið vitið þetta allt, en samt skálið þið í kampavíni, Ólafur Ragnar og fleiri, en í hina röndina þykist þið hafa áhyggjur af mannréttindum. Svo Guð hjálpi okkur, vitið þið yfir höfuð nokkuð hvað þið eruð að gera eða segja? Ísland er land mitt og ég vil ekki að óviturt fólk hafi ráðin yfir því. Ég sem þegn segi nei við þessari landssölu. Mál ykkar gegn Geir Haarde einum sýnir hversu ómerki- leg þið eruð. Ég treysti ykkur ekki. Guð varðveiti Ísland. STEFANÍA JÓNASDÓTTIR, Sauðárkróki. Ég á líka Ísland Frá Stefaníu Jónasdóttur Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá les- endum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein“, valinn úr felliglugg- anum. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykil- orð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.