Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 6
FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sala á steinolíu hefur stóraukist hjá olíufélögunum undanfarin ár, sér í lagi frá árinu 2007. Hefur salan meira en þrefaldast á þeim tíma og nam vel ríflega einni milljón lítra á síðasta ári. Tölur fyrir þetta ár liggja ekki fyrir en reikna má með áframhaldandi aukningu. Ástæðan fyrir þessu stökki er fyrst og fremst sú að eigendur dísil- bíla, einkum eldri jeppa sem eru án tölvustýringar, hafa í mun meira mæli notað þessa olíu í stað hefð- bundinnar dísilolíu. Algengast er að eigendur þessara bíla hafi blandað steinolíu við dísilolíu til helminga eða í hlutföllunum 70% steinolía á móti 30% dísilolíu. Þá eru dæmi um að flugsteinolía, sem notuð er á flugvélar, hafi verið notuð á dís- ilbíla. Hefur steinolían verið undanþeg- in olíugjaldi og því töluvert ódýrari en dísilolían. Munar þar um 41%. Steinolíulítrinn kostar í dag 163,30 krónur en algengt verð á dísilolíu er 230,80 kr. Hækkun eldsneytisverðs hefur átt stóran þátt í að bíleig- endur leiti annarra og ódýrari leiða til að fylla á tankinn. Svo mikil hef- ur notkunin verið að um síðustu verslunarmannahelgi kláruðust birgðir á sumum bensínstöðvum, þegar jeppaflotinn streymdi út úr bænum. Einnig er vitað til að menn hafi verið að hamstra olíuna og keypt hana í 200 lítra tunnum. Þá eru dæmi um að í bílaauglýsingum sé þess getið að viðkomandi dís- iljeppar gangi einnig með steinolíu. Ríkið misst af miklum tekjum En nú stefnir í að þetta „æv- intýri“ eigenda eldri dísilbílanna sé á enda því fram kemur í fjárlaga- frumvarpinu að gera eigi steinolí- una gjaldskylda hjá bíleigendum. Frumvarp þessa efnis er í vinnslu í fjármálaráðuneytinu. Þetta gæti þýtt að lítrinn fari upp í 232 krónur, eða yfir dísilolíuna, eins og staðan er í dag. Einn viðmælandi Morg- unblaðsins heldur því fram að stein- olían hafi til þessa verið gjaldskyld, samkvæmt lögum um olíugjald (nr. 87/2004) þar sem um jarðefnaelds- neyti sé að ræða sem notað hafi ver- ið til að knýja áfram samgöngutæki. Miðað við stóraukna sölu á steinolíu hafi ríkið misst af tekjum sem skipti hundruðum milljóna króna. Hjá embætti ríkisskattstjóra og fjármálaráðuneytinu fengust þau svör að steinolían hefði klárlega verið undanþegin olíugjaldi, þar sem notkun hennar hefði verið bundin við ljósabúnað, húskyndingu og til iðnaðar. Í gildandi lögum væri steinolían í þeim vöruflokki sem næði ekki yfir gjaldskyldu á olíu- gjaldi. Vegagerðin fer með fram- kvæmd eftirlits með notkun olíu á ökutæki og hefur verið að kalla eftir því að lögunum verði breytt, þar sem viðurlög hafi skort til að sekta þá sem nota gjaldfrjálsa steinolíu á sína bíla. Sævar Ingi Jónsson, yfirmaður eftirlitsdeildar Vegagerðarinnar, segir notkun steinolíunnar klárlega hafa aukist. Um ólöglega notkun sé að ræða en engum viðurlögum hafi verið hægt að beita. Hefur eftirlitið meira snúist um að fylgjast með notkun á litaðri olíu, en hún er und- anþegin gjaldskyldu hjá ökutækjum til sérstakra nota, s.s. dráttarvéla og stærri vinnuvéla. „Við teljum þetta eðlilega breyt- ingu, þannig að allir greiði sama gjald og það sé ekki bara heiðarlega fólkið sem borgi kostnað af viðhaldi og endurnýjun vegakerfisins. Þetta gerir eftirlitið líka mun einfaldara í framkvæmd,“ segir Sævar Ingi. Steinolíuævintýrið senn á enda  Sala á steinolíu hefur aukist gríðarlega eftir hrun  Mikið notuð á eldri dísilbíla  Ríkið hyggst gera steinolíuna gjaldskylda  Notkun á bíla óheimil en eftirlitsaðilar hafa ekki getað beitt viðurlögum Morgunblaðið/RAX Steinolía Hægt er að dæla steinolíu beint á díselbíla á mörgum bensínstöðvum, m.a. hjá N1. Lítrinn hefur kostað mun minna en díselolía en það breytist senn, nái áform fjármálaráðherra fram að ganga um gjaldskylda steinolíu. Sala frá 2005 í þúsundum lítra Steinolíusala 20 0 6 20 0 5 2 0 0 7 20 0 8 20 0 9 20 10 19 9. 13 8 11 8. 21 9 21 1. 90 9 96 5. 65 2 93 0 .8 84 1. 13 2. 30 7 1000 800 600 400 200 0 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 Leó M. Jónsson véltæknifræð- ingur, sem skrifar um bílamál í aukablað Morgunblaðsins, Finn- ur.is, segir að steinolíu megi nota á alla dísilbíla sem ekki séu búnir hvarfakút. Allir dísilbílar, skráðir árið 2005 og síðar, eigi að vera búnir hvarfa í út- blæstri. Leó segir steinolíu innihalda mun meiri brennistein en sú dísilolía sem seld er hér á landi. Brennisteinninn sé smurefnið í dísilkerfum og því þurfi að efnabæta dísilolíuna til að hún valdi ekki skemmdum. „Brennisteinninn í stein- olíunni eyðileggur hvarfakúta og því hentar hún ekki fyrir nýrri díselbíla. Fyrir eldri díselbíla, með olíuverki, er steinolían hentugra elds- neyti, ef eitthvað er. Hún hleypur til að mynda síður í kekki í kuldum,“ segir Leó. Hentar ekki fyrir nýrri dísilbíla LEÓ M. JÓNSSON UM NOTKUN STEINOLÍU Leó M. Jónsson Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Hvergi er minnst á 1.500 milljóna króna gjöf til Aldarafmælissjóðs Há- skóla Íslands í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sigurð- ardóttir, forsætisráðherra, tilkynnti um gjöfina á aldarafmælishátíð Há- skólans í Hörpu um helgina. Ekki er vitað hvernig gjöfin verður fjármögn- uð en miðað við fjárlagafrumvarpið eins og það liggur fyrir í dag er áætlað að ríkissjóður verði rekinn með 17,7 milljarða halla. „Þegar fjárlögin fóru í prentun var ekki endanlega búið að ákveða hvaða fjárhæð yrði um að ræða í þessu til- viki og það þótti rétt að bíða með að setja upphæðina fram fyrir þingið þangað til hún lægi fyrir,“ segir Guð- mundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Enn fremur segir Guðmundur að ekki sé hægt að setja útgjöld inn í fjárlagafrumvarp sem ekki er búið að ákvarða eða ákveða og skilgreina. „Það er æski- legt að öll útgjaldaáform og skuld- bindingar liggi fyrir þegar fjárlög eru lögð fram en á það verður bara ekki alltaf kosið.“ Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það lengi hafa legið fyrir að Háskólinn yrði 100 ára þessu ári. „Ef menn eru staðráðn- ir í að gera einhverja hluti og koma í verk á þessu eða næsta ári þá ber þeim að áætla fjármuni til þeirra verkefna samkvæmt lögum og hefð.“ Bútasaumur fjárlagagerðar Kristján telur þetta mál bera vott um bútasaum ríkissstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpinu. „Við sáum það í fyrra með fjárlaga- gerð fyrir árið 2011. Þá var vitað um útgjöld sem voru óhjákvæmileg sem ekki voru sett inn í fjárlagafrumvarp- ið í byrjun október 2010. Nú er verið að endurtaka leikinn,“ segir Kristján og bætir því við að ekki sé heldur króna í frumvarpinu til byggingar fangelsis á árinu 2012 en það eigi eftir að koma inn. „Fjárlögin fyrir árið 2011 urðu til í bitum og það sama er upp á teningn- um í ár. Þetta er bútasaumur fjár- lagagerðarinnar,“ segir Kristján. Hallinn á rekstri ríkissjóðs gæti því orðið nokkuð meiri en gert er ráð fyr- ir í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram 1. október. Gjöf til Háskóla Íslands eykur halla ríkissjóðs  1.500 milljóna króna gjöf ekki sett í fjárlagafrumvarpið Morgunblaðið/Kristinn Gjöf Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Kristínu Ingólfsdóttur rektor. Aldarafmælisgjöf » Háskóli Íslands fær 1.500 milljóna króna styrk úr ríkis- sjóði á sama tíma og skólanum er gert að skera niður. » Gjöfin kemur hvergi fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar. » 100 ára afmæli skólans hef- ur legið fyrir lengi að sögn Kristjáns Júlíussonar. og gekk vel. Björgunarsveitar- mönnum var skipt í 40 hópa og þurftu þeir að leysa 60 verkefni af ýmsum toga. Við fengum gott æfingaveður; rigningu, þoku og smá vind, sem er fínt því þá eru aðstæður aðeins krefj- andi,“ segir Ólöf. Slík landsæfing er haldin á ári hverju og segir Ólöf þær mjög gagn- legar. „Það er ofboðslegt umstang að halda svona stóra æfingu en það skil- ar sér alveg í aukinni þekkingu og reynslu hjá okkar fólki.“ ingveldur@mbl.is Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldin á Ísafirði á laugardaginn. Um 300 björgunar- sveitarmenn voru á æfingunni en auk þeirra komu um 200 manns að þessari stærstu æfingu félagsins á árinu. Að sögn Ólafar S. Baldursdóttur, upplýs- inga- og kynningarfulltrúa Lands- bjargar, gekk æfingin vel. Eitt óhapp varð þó þegar björgunarsveitabíll frá Hafnarfirði lenti í hálku á heiðinni og valt á hliðina. Enginn slasaðist en bíll- inn skemmdist töluvert. „Æfingin stóð allan laugardaginn Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Gagnlegt Um þrjú hundruð björgunarsveitarmenn víða að af landinu komu saman á Ísafirði um helgina á árlegri landsæfingu Landsbjargar. Landsæfing Lands- bjargar gekk vel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.