Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011
H
a
u
ku
r
0
9
b
.1
1
Guðni Halldórsson
lögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Haukur Halldórsson hdl.
haukur@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hrl.
sigurdur@kontakt.is
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar.
Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is.
• Framleiðslufyrirtæki með eigin verslanir. Með yfir 50% markaðshlutdeild og
góða vaxtamöguleika. Ársvelta 400 mkr. Góð framlegð.
• Rótgróið og vel þekkt gólfefnafyrirtæki. Ársvelta 200 mkr. Góð afkoma og
hagkvæmur lager.
• Stórt hvalaskoðunarfyrirtæki í Reykjavík með glæsilegan bát. Mikill vöxtur
milli ára og hægt að gera enn betur.
• Rótgróið gistihús í miðbænum. 50 herbergi. Mjög góð afkoma.
• Lítil heildverslun með kerti, servéttur, einnota vörur og gjafavörur. Ársvelta
50 mkr. Góð framlegð.
• Íslenskur eignarhlutur að söluvirði ríflega 200 mkr í erlendu fyrirtæki sem sér
um þróun og sölu búnaðar til orkuvinnslu.
• Stór heildverslun með tískufatnað. Fjórar verslanir undir eigin nafni í
Kringlunni og Smáralind. Ársvelta 400 mkr.
• Þekkt framleiðslufyrirtæki sem selur fjárfestingavöru til heimila
(byggingariðnaður). Ársvelta um 150 mkr. og mjög stöðug síðustu árin.
Góður hagnaður og hagstæðar skuldir sem hægt er að yfirtaka. Góð
verkefnastaða og langtímasamningar við fjölda húsfélaga.
Ríkisstjórnir Frakklands, Belgíu og
Lúxemborgar hafa samþykkt áætlun
sem koma á Dexia-bankanum til
bjargar. Þetta kom fram í stuttri til-
kynningu frá forsætisráðuneyti Belg-
íu sem send var fjölmiðlum á sunnu-
dag. Von var á að stjórn bankans
myndi hittast á neyðarfundi á sunnu-
dag og fara yfir áætlunina.
Að sögn AP eru teikn á lofti um að
bankinn verði hlutaður niður. Frakk-
land og Belgía eignuðust hluti í Dexia
þegar bankanum var bjargað með 6
milljarða evra innspýtingu árið 2008.
Lúxemborg á minni hlut.
Hlutir í Dexia hrundu í síðustu viku
vegna ótta markaðarins um yfirvof-
andi gjaldþrot. Ríkin sem hlut eiga að
máli hafa gefið loforð fyrir því að eig-
endur sparifjár hjá bankanum muni
ekki tapa neinum fjármunum.
Dexia hefur orðið fyrir töluverðum
skakkaföllum á árinu, sér í lagi vegna
afskrifta grískra skulda. Björgunar-
aðgerðirnar gætu haft víðtækar af-
leiðingar og þannig greinir Reuters
frá að Moody’s hafi varað stjórnvöld í
Belgíu við að byrðin af björgun bank-
ans geti leitt til lækkunar lánshæfis-
einkunnar ríkisins. ai@mbl.is
Reynt að bjarga Dexia
Reuters
Áhlaup Eigendum spjarifjár í Dexia hefur verið lofað fullri tryggingu.
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Þegar litið er yfir markaðinn sem
heild er greinilegt að það skiptir
ákaflega miklu máli að hafa sýni-
leika á netinu. Sýnileiki á leit-
arvélum skiptir æ meira máli þeg-
ar kemur að vali neytenda á vöru
og þjónustu og ef neytandinn get-
ur ekki greiðlega fundið fyrirtækið
þitt á netinu eru allar líkur á að
hann fari til samkeppnisaðilans
með viðskipti sín.“
Þetta segir Lars Møller, sér-
fræðingur í markaðssetningu á
netinu og stjórnandi hjá ráðgjaf-
arfyrirtækinu iProspect. Lars var
í hópi fyrirlesara á hádegisverð-
arfundi ÍMARK 5. október síðast-
liðinn. Yfirskrift fundarins var
„Ekki fela þig á netinu“ og var
þar lögð áhersla á mikilvægi
markaðssetningar á netinu með
tilliti til leitarvéla.
Mikilvægur hlekkur
í keðjunni
Lars segir algengt að stjórnendur
geri sér ekki nægilega grein fyrir
hversu mikilvægt netið er orðið í
viðskiptum og að æ fleiri neyt-
endur stóla á netið sem leitar- og
rannsóknartæki áður en verslað
er. „Margir eru enn að gera bara
það sama og þeir gerðu áður og
leggja alla áherslu á auglýsingar í
sjónvarpi, útvarpi og prentuðum
miðlum. Það sem gleymist er að
þegar auglýsingin er búin að
kveikja áhuga þá fer neytandinn
oftar en ekki á netið til að leita
sér að frekari upplýsingum. Ef
hann finnur ekki það sem hann
leitar að endar hann oftar en ekki
á vef samkeppnisaðilans,“ segir
hann. „Að vera vel sýnilegur í leit-
arvélum og með vandaða upplýs-
ingagjöf á netinu er orðið ómiss-
andi hluti af heilsteyptri markaðs-
og auglýsingastefnu.“
Lars nefnir bílakaup sem gott
dæmi: „Margir fara í bílakaupa-
hugleiðingar eftir að hafa séð
grípandi auglýsingu, en fara svo
rakleiðis á netið og verja þar mikl-
um tíma í að skoða verð, rannsaka
gæði, umsagnir og tæknileg atriði.
Ákvörðunartökuferlið á sér stað á
netinu og ef það skortir einhverjar
upplýsingar eða sýnileika er þeim
mun erfiðara að ná sölu.“
Má gera mikið með litlu
Leitarvélamarkaðssetning segir
Lars að þurfi ekki að vera dýr eða
flókin. Hægt sé að komast langt á
litlu öðru en smáfyrirhöfn, og með
óverulegri fjárfestingu sé hægt að
ná verulegum árangri.
Fyrsta skrefið segir Lars vera
að reyna að skilja og skilgreina
hvaða upplýsingum á að koma á
framfæri á netinu og til hvaða
hópa. Það sé til einskis að reyna
að beina mikilli umferð á vefsíðu
sem þjónar ekki skýrum tilgangi.
Upplýsingarnar þurfa að vera í
samræmi við það sem neytandinn
er væntanlega að leita að, og sett-
ar fram á aðgengilegan hátt. Lars
segir að rétt eins og þess sé vand-
lega gætt að allar auglýsingar séu
rétt orðaðar og vandaðar verði
netsíður að vera tipp-topp og
þannig gefa t.d. hálfkláraðir vefir
mjög slæma sýn á fyrirtæki eða
vöru. „En það þarf líka að hafa í
huga hvað við viljum að gestirnir
geri: ef markmiðið er t.d. að selja
vöru eða safna netföngum á póst-
lista þá þarf að hvetja til þess með
réttum leiðum.“
Borgar sig að borga?
En allt stendur og fellur með sýni-
leikanum og þar skipta leitarvél-
arnar lykilmáli að mati Lars:
„Leitarvélamarkaðssetningu má
skipta í tvo flokka: annars vegar
erum við með það sem kalla má
greiddar leitarbirtingar, sem eru
þær niðurstöður sem birtast strax
undir leitarhólfinu og á hægri
spássíunni í leitarvélum eins og
Google. Hins vegar höfum við svo-
kallaða leitarvélahámörkun (e. se-
arch engine optimisation) sem
byggist á því að gera fyrirtækið
eða vöruna sýnilegri í almennum
leitarniðurstöðum, án þess að
greiða sérstaklega fyrir.“
Beita má nokkrum einföldum
aðferðum til að auka líkurnar á að
vefsíða verði sýnileg með „líf-
rænum hætti“ í efstu niðurstöðum
leitarvéla, en að greiða fyrir sýni-
leikann segir Lars að sé líka mjög
góður kostur og að fyrirtæki ættu
ekki að vera hrædd við að bæta
slíkum útgjöldum við markaðs-
kostnað sinn. „Þvert á móti þá eru
keyptar birtingar í leitarvélum
einhver hagkvæmasta auglýsinga-
fjárfesting sem hægt er að gera.
Velja má t.d. að greiða bara fyrir
hvert skipti sem smellt er á aug-
lýsinguna, og þá er næsta víst að
ekki er verið að borga fyrir sýni-
leikann nema þegar auglýsingin
virkar.“
Þannig bendir Lars á að á með-
an stærri fyrirtæki geta haft mik-
inn ávinning af að gæta að sam-
spili hefðbundinna
markaðsherferða og sýnileika á
netinu, þá geti smærri fyrirtæki
haft enn meiri ávinning af að taka
netið í sína þjónustu. Jafnvel þeg-
ar kemur að því að finna góðan
mann til að mála íbúðina sé svo
komið að stór hópur neytenda
byrji leitina á netinu. „Fyrir ein-
yrkja getur netsýnileiki verið mun
sniðugri leið til að afla viðskipta
en að t.d. kaupa litla auglýsingu í
blaði.“
Morgunblaðið/Kristinn
Ferli „Það sem gleymist er að þegar auglýsingin er búin að kveikja áhuga
þá fer neytandinn oftar en ekki á netið til að leita sér að frekari upplýs-
ingum,“ segir Lars og leggur áherslu á að allt sé gert auðfinnanlegt.
Neytandinn tekur
ákvörðunina á netinu
Neytendur nota netið í auknum mæli til að velja
hvar og hvað á að versla Danskur sérfræðingur seg-
ir mikilvægt að netsýnileiki sé hluti af markaðsstarfi
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
Lars segir nokkuð auðveldlega hægt að læra á þá markaðssetningar-
möguleika sem leitarvélarnar bjóða upp á. Léttur leikur sé að stofna
reikning og ýmis einföld tól standa til boða sem hjálpa til við að vakta
og mæla árangurinn. „Á engri stundu er hægt að koma fyrstu leitar-
vélarauglýsingunni í loftið og strax hægt að sjá hvaða leitarorð og
hvaða auglýsingatextar virka best.“
Keyptur sýnileiki á leitarvélum er enn mjög ódýr í flestum tilvikum.
Það er helst að auglýsinga-lykilorð sem hafa að gera með fjármál og
tryggingar kosti sitt, og þá sérstaklega á Bandaríkjamarkaði. Leitar-
vélaauglýsingar sem birtast íslenskum netnotendum eru enn nokkuð
ódýrar.
Einfalt að stíga fyrstu skrefin
AÐGENGILEG HJÁLPARTÆKI Á NETINU